Skoðun

Þannig eignaðist Pálmi Iceland Express

Ólafur Hauksson skrifar

Rétt er að rifja upp hvernig Pálmi Haraldsson eignaðist Iceland Express fyrir 8 árum. Áður en til þess kom var hann stór hluthafi í Icelandair og var varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sú stjórn og Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, beittu sér fyrir miskunnarlausum undirboðum gegn Iceland Express, sem var stofnað fyrir 10 árum.

Samfleytt í tvö ár braut Icelandair samkeppnislög með grimmum undirboðum til að koma Iceland Express á hausinn og losna þannig við samkeppnina. Framreiknað til verðlags í dag var tekjutap Icelandair 17 milljarðar króna á þessum tveimur árum miðað við árin á undan.

Á endanum urðu stofnendur Iceland Express að gefast upp fyrir ofureflinu, enda stefndi félagið í gjaldþrot. Icelandair losnaði samt ekki við þennan lágfargjaldakeppinaut, því út úr skúmaskoti kom Pálmi Haraldsson, nýhættur í stjórn Icelandair, og hirti Iceland Express á brunaútsölu.

Stofnendur félagsins töpuðu þar með eignarhaldi á þessari snjöllu og vel tímasettu viðskiptahugmynd í hendur eins þeirra sem bar ábyrgð á því að Icelandair fórnaði 17 milljarða króna tekjum til að hafa félagið af þeim.




Skoðun

Skoðun

Fimm rang­færslur um Byrjendalæsi

Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar

Skoðun

Hvað er velsældar­hag­kerfið?

Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar

Sjá meira


×