Viljinn er skýr 26. október 2012 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór á laugardaginn markar þáttaskil. Niðurstaðan var skýr: Tillaga stjórnlagaráðs verður lögð til grundvallar nýrrar stjórnarskráar. Mikilvægt er að Alþingi nái samstöðu um að ljúka málinu fyrir kosningar en sú samstaða byggist á því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Engin samstaða getur náðst um að leggja tillögurnar til hliðar eða kalla þær fúsk. Ég vil benda á að í stjórnlagaráði hefur þegar farið fram málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða sem njóta stuðnings meðal þjóðarinnar. Hér eru tvö dæmi. Í landinu er rík krafa um að gera landið að einu kjördæmi. Að sama skapi vill fólk viðhalda kjördæmaskipun sem hvetur þingmenn til að verja og sinna sérstökum hagsmunum. Bæði sjónarmið hafa sína kosti og galla. Niðurstaða stjórnlagaráðs er málamiðlun milli þessara sjónarmiða til að ná sátt og samstöðu um nauðsynlegar breytingar. Tillögur stjórnlagaráðs um forsetaembættið eru einnig tilraun til að sætta ólík sjónarmið. Í stjórnlagaráði var fólk sem vildi aukin völd forsetans, en einnig fólk sem vildi takmarka þau í samræmi við hlutverk þjóðhöfðingja í nágrannalöndum okkar. Niðurstaðan er valdalítið en mikilvægt forsetaembætti. Tillögur stjórnlagaráðs fela ekki í sér jafn miklar breytingar og ætla mætti af gagnrýnisröddum. Þingræði er og verður áfram megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar og erlendar og margreyndar fyrirmyndir eru að flestum þeim breytingum sem stjórnlagaráð gerði tillögu um. Róttækustu tillögurnar er að mínu viti þrjár: Í fyrsta lagi er vægi atkvæða jafnað og opnað á persónukjör. Í öðru lagi er kveðið á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeign. Og í þriðja lagi þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Allar þessar tillögur njóta mikils stuðnings meðal landsmanna og Alþingi verður að fara mjög varlega í að breyta þeim. Þeir þingmenn sem reyna að útvatna tillögur stjórnlagaráðs um þjóðareign á auðlindum eða jafnt vægi atkvæða munu lenda í erfiðleikum með að útskýra það fyrir kjósendum. Vilji þeirra er jú skýr! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór á laugardaginn markar þáttaskil. Niðurstaðan var skýr: Tillaga stjórnlagaráðs verður lögð til grundvallar nýrrar stjórnarskráar. Mikilvægt er að Alþingi nái samstöðu um að ljúka málinu fyrir kosningar en sú samstaða byggist á því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Engin samstaða getur náðst um að leggja tillögurnar til hliðar eða kalla þær fúsk. Ég vil benda á að í stjórnlagaráði hefur þegar farið fram málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða sem njóta stuðnings meðal þjóðarinnar. Hér eru tvö dæmi. Í landinu er rík krafa um að gera landið að einu kjördæmi. Að sama skapi vill fólk viðhalda kjördæmaskipun sem hvetur þingmenn til að verja og sinna sérstökum hagsmunum. Bæði sjónarmið hafa sína kosti og galla. Niðurstaða stjórnlagaráðs er málamiðlun milli þessara sjónarmiða til að ná sátt og samstöðu um nauðsynlegar breytingar. Tillögur stjórnlagaráðs um forsetaembættið eru einnig tilraun til að sætta ólík sjónarmið. Í stjórnlagaráði var fólk sem vildi aukin völd forsetans, en einnig fólk sem vildi takmarka þau í samræmi við hlutverk þjóðhöfðingja í nágrannalöndum okkar. Niðurstaðan er valdalítið en mikilvægt forsetaembætti. Tillögur stjórnlagaráðs fela ekki í sér jafn miklar breytingar og ætla mætti af gagnrýnisröddum. Þingræði er og verður áfram megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar og erlendar og margreyndar fyrirmyndir eru að flestum þeim breytingum sem stjórnlagaráð gerði tillögu um. Róttækustu tillögurnar er að mínu viti þrjár: Í fyrsta lagi er vægi atkvæða jafnað og opnað á persónukjör. Í öðru lagi er kveðið á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeign. Og í þriðja lagi þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Allar þessar tillögur njóta mikils stuðnings meðal landsmanna og Alþingi verður að fara mjög varlega í að breyta þeim. Þeir þingmenn sem reyna að útvatna tillögur stjórnlagaráðs um þjóðareign á auðlindum eða jafnt vægi atkvæða munu lenda í erfiðleikum með að útskýra það fyrir kjósendum. Vilji þeirra er jú skýr!
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar