Rannsóknar- og þróunarstarf lykill að stöðugum hagvexti Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun