Fjármálakerfi á eigin fótum Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 25. október 2012 06:00 Í Evrópu á sér stað mikil umræða um færar leiðir til að láta fjármálakerfi álfunnar standa á eigin fótum. Ekki er það að ósekju enda ógnar óstöðugleiki fjármálakerfisins lífskjörum heillar álfu. Og þó svo að Ísland sé komið í skjól af sinni fjármálakreppu og efnahagsbatinn ásættanlegur, þegar horft er til umfangs hrunsins, er ástæða til að staldra við og hugsa til framtíðarskipanar fjármálakerfisins hér á landi. Mögulega geta reynst dýrmætar lexíur í hrakförum landsins þegar kemur að bankastarfsemi. InnstæðutryggingarkerfiÍslandi, sem aðila að EES, er skylt að hafa virkt kerfi tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Rík ástæða er til að efast um gagnsemi slíks kerfis og það sem verra er, slíkt kerfi getur verið blekkjandi. Fjármálastofnunum er skylt að borga tiltekna upphæð í tryggingarkerfi til að mæta áföllum ef slík stofnun skyldi ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Það er þó ljóst að tryggingarkerfið þolir ekki einu sinni fall meðalstórrar fjármálastofnunar enda þyrftu bankarnir að reiða fram ógnarfjárhæðir inn í tryggingarsjóðinn til að slíkt væri gerlegt. Neyðarlögin færa okkur svo sannindin um það að aldrei verður hægt að reiða sig á tryggingarsjóð þegar komið er að stóru fjármálalegu áfalli. Með þeim er farin sú leið að veita sparifjáreigendum forgang í eignir fallinna fjármálastofnana enda ekki hægt að reiða sig á tryggingarsjóðinn til að mæta sparifjáreigendum. Sparifé landsmanna var yfir 1.000 milljarðar við hrun en tryggingarsjóður innstæðueiganda hafði nokkra milljarða til ráðstöfunar. Forgangur sparifjáreigendaTil framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður tryggingarsjóð innstæðueigenda. Með þessu eru nokkur mikilvæg atriði tryggð. Í fyrsta lagi eru sparifjáreigendur raunverulega tryggðir í stað þess að þurfa að reiða sig á tryggingarkerfi sem getur ekki með nokkrum hætti staðið undir þeirri tryggingu sem heitið er. Í öðru lagi er kröfuhöfum ljóst að þeir koma á eftir sparifjáreigendum þegar kemur að uppgjöri búa sem tryggir gagnsæi og vonandi að þeir vandi sig í frekari lánveitingum til fjármálastofnana. Í þriðja lagi er skýrt að eignir bankanna eiga að vera trygging sparifjáreigenda og að skattgreiðendur eða ríkið eru algjörlega fyrir utan mögulegt áfall í fjármálageiranum. Sparifjáreigendur verða því að velja fjármálastofnanir sem álitið er að fjárfesti skynsamlega því á endanum verður það stofnunin sem þarf að gera reikningsskil á innstæðum fari illa. Með þessu er ríkisábyrgð á innstæðum algjörlega afnumin með skýrum hætti sem ekki er ljóst að sé reyndin þegar horft er á tryggingarsjóðskerfið. Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemiTalsmönnum þeirra er telja aðskilnað á fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi vera skynsamlegan ættu að sjá að þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði eru tryggð. Einn helsti ókostur slíkrar leiðar er að það er vandkvæðum bundið að draga landamæri milli fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi. Slíkt er ekki vandamál með forgang innstæðueiganda en hún tryggir jafnframt að viðskiptabankastarfsemin nýtur forgangs á kostnað fjárfestingabankastarfseminnar. Þannig þurfa bankar að gera það upp við sig hvort þeir starfræki innlánastarfsemi vitandi það að ef illa fer njóta innlánseigendur forgangs í þrotabúið. Þetta dregur einnig úr áhættusækni fjármálastofnana, gerir það jafnframt ljóst að ríkið mun ekki koma föllnum fjármálastofnunum til hjálpar og trygging sparifjáreigenda verður í formi eigna bankans. Einn lærdómur hrunsins er nefnilega sá að á meðan ófullburða tryggingarsjóðskerfi er til staðar ályktuðu margir sem svo að ríkið kæmi alltaf til hjálpar m.a. til að leysa vanda sparifjáreigenda. Að lokum má nefna að þær upphæðir sem fjármálastofnanir borga inn í tryggingarsjóðinn í dag geta runnið til ríkisins og þannig mætt þeirri skuldsetningu sem ríkissjóður varð fyrir þegar íslenska efnahagsundrið hrundi. Það er þó ekki forsenda fyrir því að þessi leið gangi upp og væri æskilegt að stjórnmálamenn næðu saman um útfærslu á raunverulegu tryggingarsjóðskerfi. Leiðin sem hér er reifuð ætti að geta náð samhljómi meðal stjórnmálamanna þvert á hið pólitíska litróf enda flestir sammála um að fjármálakerfi eigi að standa á eigin fótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í Evrópu á sér stað mikil umræða um færar leiðir til að láta fjármálakerfi álfunnar standa á eigin fótum. Ekki er það að ósekju enda ógnar óstöðugleiki fjármálakerfisins lífskjörum heillar álfu. Og þó svo að Ísland sé komið í skjól af sinni fjármálakreppu og efnahagsbatinn ásættanlegur, þegar horft er til umfangs hrunsins, er ástæða til að staldra við og hugsa til framtíðarskipanar fjármálakerfisins hér á landi. Mögulega geta reynst dýrmætar lexíur í hrakförum landsins þegar kemur að bankastarfsemi. InnstæðutryggingarkerfiÍslandi, sem aðila að EES, er skylt að hafa virkt kerfi tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Rík ástæða er til að efast um gagnsemi slíks kerfis og það sem verra er, slíkt kerfi getur verið blekkjandi. Fjármálastofnunum er skylt að borga tiltekna upphæð í tryggingarkerfi til að mæta áföllum ef slík stofnun skyldi ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Það er þó ljóst að tryggingarkerfið þolir ekki einu sinni fall meðalstórrar fjármálastofnunar enda þyrftu bankarnir að reiða fram ógnarfjárhæðir inn í tryggingarsjóðinn til að slíkt væri gerlegt. Neyðarlögin færa okkur svo sannindin um það að aldrei verður hægt að reiða sig á tryggingarsjóð þegar komið er að stóru fjármálalegu áfalli. Með þeim er farin sú leið að veita sparifjáreigendum forgang í eignir fallinna fjármálastofnana enda ekki hægt að reiða sig á tryggingarsjóðinn til að mæta sparifjáreigendum. Sparifé landsmanna var yfir 1.000 milljarðar við hrun en tryggingarsjóður innstæðueiganda hafði nokkra milljarða til ráðstöfunar. Forgangur sparifjáreigendaTil framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður tryggingarsjóð innstæðueigenda. Með þessu eru nokkur mikilvæg atriði tryggð. Í fyrsta lagi eru sparifjáreigendur raunverulega tryggðir í stað þess að þurfa að reiða sig á tryggingarkerfi sem getur ekki með nokkrum hætti staðið undir þeirri tryggingu sem heitið er. Í öðru lagi er kröfuhöfum ljóst að þeir koma á eftir sparifjáreigendum þegar kemur að uppgjöri búa sem tryggir gagnsæi og vonandi að þeir vandi sig í frekari lánveitingum til fjármálastofnana. Í þriðja lagi er skýrt að eignir bankanna eiga að vera trygging sparifjáreigenda og að skattgreiðendur eða ríkið eru algjörlega fyrir utan mögulegt áfall í fjármálageiranum. Sparifjáreigendur verða því að velja fjármálastofnanir sem álitið er að fjárfesti skynsamlega því á endanum verður það stofnunin sem þarf að gera reikningsskil á innstæðum fari illa. Með þessu er ríkisábyrgð á innstæðum algjörlega afnumin með skýrum hætti sem ekki er ljóst að sé reyndin þegar horft er á tryggingarsjóðskerfið. Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemiTalsmönnum þeirra er telja aðskilnað á fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi vera skynsamlegan ættu að sjá að þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði eru tryggð. Einn helsti ókostur slíkrar leiðar er að það er vandkvæðum bundið að draga landamæri milli fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi. Slíkt er ekki vandamál með forgang innstæðueiganda en hún tryggir jafnframt að viðskiptabankastarfsemin nýtur forgangs á kostnað fjárfestingabankastarfseminnar. Þannig þurfa bankar að gera það upp við sig hvort þeir starfræki innlánastarfsemi vitandi það að ef illa fer njóta innlánseigendur forgangs í þrotabúið. Þetta dregur einnig úr áhættusækni fjármálastofnana, gerir það jafnframt ljóst að ríkið mun ekki koma föllnum fjármálastofnunum til hjálpar og trygging sparifjáreigenda verður í formi eigna bankans. Einn lærdómur hrunsins er nefnilega sá að á meðan ófullburða tryggingarsjóðskerfi er til staðar ályktuðu margir sem svo að ríkið kæmi alltaf til hjálpar m.a. til að leysa vanda sparifjáreigenda. Að lokum má nefna að þær upphæðir sem fjármálastofnanir borga inn í tryggingarsjóðinn í dag geta runnið til ríkisins og þannig mætt þeirri skuldsetningu sem ríkissjóður varð fyrir þegar íslenska efnahagsundrið hrundi. Það er þó ekki forsenda fyrir því að þessi leið gangi upp og væri æskilegt að stjórnmálamenn næðu saman um útfærslu á raunverulegu tryggingarsjóðskerfi. Leiðin sem hér er reifuð ætti að geta náð samhljómi meðal stjórnmálamanna þvert á hið pólitíska litróf enda flestir sammála um að fjármálakerfi eigi að standa á eigin fótum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun