Hafa allir Íslendingar rétt til að njóta íslenskrar náttúru? Sturla Þengilsson skrifar 29. október 2012 06:00 Þessari spurningu í fyrirsögninni finnst líklega flestum auðvelt að svara og langflestir svara henni játandi. Þó liggur það fyrir að misauðvelt getur verið fyrir fólk að njóta náttúru Íslands, allt eftir hæfni hvers og eins til að komast á torsótta eða fjarlæga staði á landinu. Ég hef lengi dáðst að því þegar ég sé fólk ganga um landið með allan sinn búnað á bakinu og um leið og þeir stuðla að því að halda líkama og sál í góðu formi þá njóta þeir náttúrunnar á þann hátt sem þeim finnst skemmtilegt. Því miður hef ég ekki getað skipað mér í raðir með þessu fólki – ekki vegna þess að ég hafi ekki viljað eða nennt því heldur einfaldlega vegna þess að fimm ára gamall fékk ég lömunarveiki í faraldri sem gekk þá á landinu. Mín sýn á náttúruperlur Íslands hefur því ekki verið á forsendum afburða göngufólks heldur hef ég löngum haft til umráða jeppabifreiðar til að komast þær leiðir sem bjóðast fyrir slík farartæki og vissulega eru þær margar og einhverjar þeirra á ég eftir að fara. Ég mun hins vegar verða að láta mér nægja að hafa séð ýmsa fallega staði einungis á myndformi eins og t.d. marga staði á Vestfjörðum norðan Ísafjarðardjúps þar sem vinsælar gönguleiðir eru og göngufólk fer mikið um. Þannig háttar einfaldlega til á landinu að ekki verður komist á nema örfáa staði nema hafa til þess fullfrískan líkama og geta ferðast gangandi með viðeigandi kost meðferðis. Engum dettur í hug að leggja túristavegi um Jökulfirðina eða upp á Esjuna og um það er hljóðlát sátt meðal íbúa landsins þó svo að líklega helmingur þjóðarinnar eigi þess ekki kost að komast á þessa staði vegna vöntunar á líkamlegu atgervi, aldurs, bæklunar eða af öðrum orsökum. Lengi hafði ég ætlað mér að fara Vonarskarð og loks varð af því síðasta haustið áður en því var lokað fyrir bílaumferð. Þetta var aldeilis ógleymanleg ferð í góðu veðri og í góðra vina hópi og svona ferðir vill maður gjarna endurtaka síðar. En nei – nú skal þetta svæði verða tekið frá fyrir einungis hluta Íslendinga eða þau langt innan við 10% sem stunda lengri gönguferðir. Forkólfar þessa hóps hafa uppi eftirfarandi áróður eða ígildi áróðurs – þeir segja beint og óbeint m.a. þetta: Enga hreyfihamlaða í Vonarskarði Engin gamalmenni í Vonarskarði Ekkert feitt fólk í Vonarskarði Enga anorexíusjúklinga í Vonarskarði Enga lungnasjúklinga í Vonarskarði Vonarskarð er bara fyrir okkur ?heilbrigða? fólkið þó svo allir hinir hafi haft aðgang í tugi ára. Minnir þetta okkur nokkuð á landhreinsanir frá fyrri tíð og allt fram á okkar daga? Ég held ég verði alla vega að draga þá ályktun að það sé verið að hreinsa land og þá væntanlega af einhverri óværu. Nú mun einhverjum finnast sterkt að orði kveðið að líkja Vonarskarðsakstursbanni við landhreinsanir eins og þekkjast verstar en ég get bara sagt við þá sem það finnst að þannig upplifi ég þessar aðgerðir og svei þeim sem fyrir þessu standa og einnig þeim sem mæla því bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þessari spurningu í fyrirsögninni finnst líklega flestum auðvelt að svara og langflestir svara henni játandi. Þó liggur það fyrir að misauðvelt getur verið fyrir fólk að njóta náttúru Íslands, allt eftir hæfni hvers og eins til að komast á torsótta eða fjarlæga staði á landinu. Ég hef lengi dáðst að því þegar ég sé fólk ganga um landið með allan sinn búnað á bakinu og um leið og þeir stuðla að því að halda líkama og sál í góðu formi þá njóta þeir náttúrunnar á þann hátt sem þeim finnst skemmtilegt. Því miður hef ég ekki getað skipað mér í raðir með þessu fólki – ekki vegna þess að ég hafi ekki viljað eða nennt því heldur einfaldlega vegna þess að fimm ára gamall fékk ég lömunarveiki í faraldri sem gekk þá á landinu. Mín sýn á náttúruperlur Íslands hefur því ekki verið á forsendum afburða göngufólks heldur hef ég löngum haft til umráða jeppabifreiðar til að komast þær leiðir sem bjóðast fyrir slík farartæki og vissulega eru þær margar og einhverjar þeirra á ég eftir að fara. Ég mun hins vegar verða að láta mér nægja að hafa séð ýmsa fallega staði einungis á myndformi eins og t.d. marga staði á Vestfjörðum norðan Ísafjarðardjúps þar sem vinsælar gönguleiðir eru og göngufólk fer mikið um. Þannig háttar einfaldlega til á landinu að ekki verður komist á nema örfáa staði nema hafa til þess fullfrískan líkama og geta ferðast gangandi með viðeigandi kost meðferðis. Engum dettur í hug að leggja túristavegi um Jökulfirðina eða upp á Esjuna og um það er hljóðlát sátt meðal íbúa landsins þó svo að líklega helmingur þjóðarinnar eigi þess ekki kost að komast á þessa staði vegna vöntunar á líkamlegu atgervi, aldurs, bæklunar eða af öðrum orsökum. Lengi hafði ég ætlað mér að fara Vonarskarð og loks varð af því síðasta haustið áður en því var lokað fyrir bílaumferð. Þetta var aldeilis ógleymanleg ferð í góðu veðri og í góðra vina hópi og svona ferðir vill maður gjarna endurtaka síðar. En nei – nú skal þetta svæði verða tekið frá fyrir einungis hluta Íslendinga eða þau langt innan við 10% sem stunda lengri gönguferðir. Forkólfar þessa hóps hafa uppi eftirfarandi áróður eða ígildi áróðurs – þeir segja beint og óbeint m.a. þetta: Enga hreyfihamlaða í Vonarskarði Engin gamalmenni í Vonarskarði Ekkert feitt fólk í Vonarskarði Enga anorexíusjúklinga í Vonarskarði Enga lungnasjúklinga í Vonarskarði Vonarskarð er bara fyrir okkur ?heilbrigða? fólkið þó svo allir hinir hafi haft aðgang í tugi ára. Minnir þetta okkur nokkuð á landhreinsanir frá fyrri tíð og allt fram á okkar daga? Ég held ég verði alla vega að draga þá ályktun að það sé verið að hreinsa land og þá væntanlega af einhverri óværu. Nú mun einhverjum finnast sterkt að orði kveðið að líkja Vonarskarðsakstursbanni við landhreinsanir eins og þekkjast verstar en ég get bara sagt við þá sem það finnst að þannig upplifi ég þessar aðgerðir og svei þeim sem fyrir þessu standa og einnig þeim sem mæla því bót.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun