Fleiri fréttir Kolbeinn Proppé og Landspítalinn Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi blaðamaður og fyrrverandi varaborgarfulltrúi R-listans og oddviti VG í Suðurkjördæmi, skrifar um mig í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Ég kemst ekki hjá því að leiðrétta rangfærslur í grein hans. 20.8.2011 06:00 Hæpinn gjaldeyris-ávinningur Þórólfur Matthíasson skrifar Í grein hér í blaðinu 3ja ágúst síðastliðinn gerði ég tilraun til að meta gjaldeyriskostnað tengdan útflutningi lambakjöts að verðmæti 2,75 milljarða króna á árinu 2010. Í samhljóma aðsendum greinum í Fréttablaðinu og Bændablaðinu gerir forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands tilraun til að bæta ágiskanir mínar í þessum efnum. 20.8.2011 06:00 Svar við athugasemd um mannréttindi Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. 20.8.2011 06:00 Ný aðalnámskrá grunnskóla Ketill B. Magnússon og Guðrún Jónsdóttir skrifar Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. 20.8.2011 06:00 Viðhaldssaga og virðisauki Þóra Jónsdóttir skrifar Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. 20.8.2011 06:00 Frægð og frami Hannes Pétursson skrifar Nú eru framundan miklir dagar til handa íslenzkum útgefendum og rithöfundum: bókakaupstefnan stóra í Frankfurt am Main. Þar skipar Ísland heiðurssess þetta árið. Þann heiðurssess eigum við sér í lagi að þakka íslenzkum fornbókmenntum eins og fleira gott fyrr og síðar. Þær ásamt helztu skáldsögum Halldórs Laxness eru einu heimsbókmenntirnar í fyllsta skilningi sem við getum státað af og því er fagnaðarefni að nú skuli koma út nýjar þýðingar þessara gersema á þýzku. Óskandi er að vel hafi til tekizt. Í því sambandi get ég ekki stillt mig um að rifja upp lítilræði: 20.8.2011 06:00 Áfram leikskólakennarar! Guðný Hrund Rúnarsdóttir skrifar Börn eru blessun heimsins. Allt sem lýtur að velferð þeirra og lífshamingju hlýtur að koma okkur við.“ (Vigdís Finnbogadóttir). Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og við viljum aðeins það besta fyrir þau. Leikskólakennarar og aðrir starfsmenn innan leikskólanna vinna mikið ábyrgðarstarf, það vitum við öll sem eigum börn. Leikskólar eru ekki geymslukassar fyrir börnin okkar þar sem markmiðið er að „geyma“ börnin meðan við foreldrar sinnum vinnu okkar. 20.8.2011 06:00 Áttu heima heima hjá þér að mati skattyfirvalda? Teitur Björn Einarsson skrifar Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. 20.8.2011 06:00 Skriplað á skötu Guðmundur Páll Ólafsson skrifar Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög. 20.8.2011 06:00 Ég hef ekki efni á því að vinna með gleði í hjarta! Helga C Reynisdóttir skrifar Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár. 20.8.2011 06:00 Matarskattur: kjarabót eða pólitískt moldviðri? Jóhannes Hraunfjörð Karlsson skrifar Eigum við að rifja upp síðasta áratug 20. aldar? Verðbólga, olíukreppa, óeirðir á Englandi, búferlaflutningar til Norðurlanda og matarskattur. 19.8.2011 06:00 Niðurgreiðsla líkamstjóna? Tómas Gunnarsson skrifar Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. 19.8.2011 06:00 Ríkið rann í gegn Ólafur Jónsson skrifar Þannig hljóðaði fyrirsögn við frétt í Vikudegi þegar þar var greint frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn Akureyrar 21. júní sl. varðandi breytingu á deiliskipulagi við Hólabraut og Laxagötu til þess að auðvelda Ríkinu (ÁTVR) að stækka við verslun sína á Akureyri, þá einu í bænum. Rétt er að tillagan var samþykkt í bæjarstjórn, en einungis af 6 fulltrúum L-listans, en fjórir bæjarfulltrúar minnihlutans, þar á meðal ég fulltrúi D-lista, greiddu atkvæði gegn tillögunni og fimmti minnihlutafulltrúinn sat hjá. 19.8.2011 06:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar Tryggvi Friðjónsson skrifar Um nokkurra missera skeið hefur verið unnið að undirbúningi Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar (ÞS). Um er að ræða samstarfsverkefni Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og Sjálfsbjargarheimilisins í samvinnu við velferðarráðuneytið. Markmið með verkefninu er veita hreyfihömluðu fólki upplýsingar um allt sem viðkemur réttindum þess og þjónustuframboði á einum stað. Einnig mun miðstöðin standa fyrir fræðslustarfsemi og námskeiðahaldi. 19.8.2011 06:00 Borgarfulltrúi þvælir um mannréttindi í þágu presta Svanur Sigurbjörnsson skrifar Nú liggja fyrir borgarráði ákaflega vandaðar reglur um samskipti skóla og lífsskoðunarfélaga, sem miða að því að skólar séu aðskildir frá trúarstarfi. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, er óhress með þetta og skrifaði þann 17.8.2011 að „Það hefur reynst farsælt að treysta skjólastjórnendum og foreldrum til þess að taka sameiginlega ákvarðanir um samskipti við lífsskoðunar- og trúfélög. Hvað það er sem knýr fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn til að gera breytingar á samstarfi, sem góð sátt hefur ríkt um, er óskiljanlegt.“ 19.8.2011 06:00 Hafa ber það sem réttara reynist Erna Bjarnadóttir skrifar Þann 3. ágúst sl. ritaði Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið um sauðfjárrækt. Auk þess fékk hann ítarlega umfjöllun í morgunútvarpi Rásar 2 daginn eftir og viðtal í fréttum Stöðvar 2. Meðferð prófessorsins á tölulegum upplýsingum og staðreyndum kallar á nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. 19.8.2011 06:00 Föst í gömlum hjólförum Svanhildur Anna Bragadóttir skrifar Þegar ég heyrði fyrst af því að verkfall leikskólakennara væri yfirvofandi þá hélt ég í einfeldni minni að það kæmi ekki til verkfalls. Ég hélt að við hugsuðum öðruvísi eftir hrunið og kynnum betur að meta þá hluti sem skipta raunverulegu máli. En ef til vill var ég aðeins of fljót á mér því svo virðist sem það stefni í að þessi stétt þurfi að berjast með blóði, svita og tárum fyrir eðlilegum kjarabótum. 19.8.2011 06:00 Hver á bílinn minn? Eygló Þ. Harðardóttir skrifar Samkvæmt dómi Hæstaréttar er kaupleiga eins og hver önnur lántaka. Í stað þess að skilgreina lánið sem lán er búinn til lagatæknilegur orðhengill um kaupleigu til að falsa bókhaldið.“ Þetta skrifaði Jónas Kristjánsson nýlega á blogginu sínu. 19.8.2011 06:00 Gætu konur á Íslandi lagt mér lið? Auður Guðjónsdóttir skrifar Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. 18.8.2011 09:00 Um frelsi og gæði ákvarðana Ögmundur Jónasson skrifar Þröstur Ólafsson birtir þriðjudaginn 9. ágúst aðra grein sína á skömmum tíma í Fréttablaðinu þar sem undirritaður kemur nokkuð við sögu. Síðari greinin heitir Ögmundur á ystu nöf. Þessi titill hefur tvíræða merkingu, sennilega að yfirveguðu ráði höfundar. Annars vegar má skilja að téður einstaklingur sé kominn á ystu nöf í málflutningi sínum og hins vegar að hann sé fulltrúi sjónarmiða sem heyri til útkanti stjórnmálaumræðunnar: "ysta vinstrisins“ eins og það heitir í orðabók Þrastar Ólafssonar. Þetta er í sjálfu sér verðugt tilefni umræðu, hvað er yst og hvað er innst í stjórnmálum, hvað er útkantur og hvað er miðja og í framhaldinu er stutt í að spurt sé um meðalhóf annars vegar og öfgar hins vegar. Þeir sem vilja kenna sig við hófsemi kappkosta jú að sýna fram á að þeir standi í engu úti á kanti, það geri aðrir. Sjálfir séu þeir fulltrúar hófsemdar og heilbrigðrar skynsemi. Þessi hugsun leiðir hæglega til sjálfumglaðrar fordæmingar á þeim sem ekki eru tilbúnir að fylgja straumnum í skoðunum sínum. 18.8.2011 08:30 Ein ferð í Bónus Árni Svanur Daníelsson & Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar Dagurinn hefst eins og flestir virkir dagar á heimilinu. Upp úr sjö rumska yngstu börnin tvö, kanna hvort pabbi og mamma séu ekki örugglega á sínum stað og taka svo til við morgunverkin sín, vekja dúkkur og bangsa og púsla legokubbum. 18.8.2011 08:00 Óþolsaðferðin gegn bulli Guðmundur Jón Guðmundsson skrifar Þann 16. ágúst sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir fjármálaráðherra þar sem hann svarar skrifum Þorsteins Pálssonar í helgarblaði Fréttablaðsins þar á undan. Ekki verða skrif Þorsteins eða svar ráðherra við þeim gerð að umræðuefni hér heldur var það ákveðin setning í grein ráðherra sem sló mig. Eftir stuttan inngang segir ráðherrann að skrif Þorsteins hafi verið með þeim hætti að: „…ekki verði látið ómótmælt. Hér skal það gert og er til marks um að skrif hans eru almennt svaraverð sem er meira en segja má um ýmsa aðra.” 18.8.2011 07:30 Burt af hvaða svæði? Ari Trausti Guðmundsson skrifar Kreppa leggur byrðar á þegnana. Því miður er þeim misskipt. Þorri Íslendinga hefur borið þær af töluverðri reisn. Samtímis sleppa sumir byrðalausir, einhverjir hagnast jafnvel á ástandinu en margir kikna undan öllu saman. Mitt í þessu ástandi standa stjórnvöld í ströngu og telja sig vera að skipta byrðunum og bjarga samfélaginu eða reisa það við. Í sumu hefur tekist að finna nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð við þá sem eru komnir á hnén er margvísleg en umdeild og tæplega næg. 18.8.2011 07:00 Langtímaleigumarkaður á viðráðanlegu verði Hilmar Ögmundsson skrifar Undanfarna daga hafa húsnæðismál Íslendinga verið nokkuð í umræðunni og þá sérstaklega málefni leigjenda. Af því tilefni vill BSRB ítreka tillögur sem bandalagið hefur áður lagt fram og miða að því að efla almennan markað með langtímaleiguíbúðum. Mikil eftirspurn er eftir leiguhúsnæði og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem framboð á leiguhúsnæði er takmarkað, markaðurinn mjög óskipulagður og leiguverð mjög hátt. 18.8.2011 06:30 Virðingin er skúrkanna, niðurlægingin fólksins Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar Jæja, þá vitum við hverjum íslenskar fjölskyldur sem misst hafa heimili sín og hrakist út á leigumarkaðinn eiga að þakka stökkbreytta húsaleigu á íbúðarhúsnæði. Bankarnir sitja á rúmlega 700 íbúðum og um 1.350 íbúðir eru á bókum íbúðalánasjóðs. Þessar íbúðir hafa lánadrottnarnir eignast vegna vanskila á lánum eigendanna og eru heimili fólks sem lent hefur í skuldavanda þar á meðal. 18.8.2011 06:15 Allt sem börn þurfa að vita læra þau í leikskóla Björg Sigurvinsdóttir skrifar Flest það sem börn þurfa virkilega að vita um lífið og tilveruna, hvernig þau eiga að hegða sér, hvað þau eiga að gera, læra þau í leikskóla. Þau læra um lýðræðisleg gildi og kærleikann, að taka tillit til annarra, bera umhyggju fyrir öðrum, meiða ekki annað fólk, lifa í jafnvægi og leggja sig eftir góðan hádegismat. Börn læra að leika sér saman á sanngjarnan hátt, deila með sér og biðja fyrirgefningar þegar þau særa aðra. Börn læra að skila hlutum á sinn stað, laga til eftir sig og taka ekki það sem aðrir eiga. Börn læra að tala, teikna, mála, syngja og hreyfa/dansa í gegnum leik og vinnu á skapandi hátt á hverjum degi. Börn læra að þegar þau fara út í heiminn þurfa þau að muna eftir því að gæta sín á bílunum, leiða og halda hópinn. Síðast en ekki síst að taka eftir öllum frábæru undrunarefnunum í kringum sig. 18.8.2011 06:00 Staða vatnsmála á Íslandi Guðmundur Páll Ólafsson skrifar Árið 1923 voru samþykkt vatnalög á Alþingi sem tóku mið af bændasamfélagi þess tíma. Lögin fólu í sér málamiðlun andstæðra sjónarmiða, þ.e. eignarréttar og almannaréttar. Með lögunum var vatn undanþegið eignarrétti á meðan nýtingarréttur var styrktur. Gömlu vatnalögin tryggðu almenningi aðgang að vatni og stóðu vörð um vatnafar – til dæmis með því að banna flutning á straumvatni úr farvegi sínum en megingalli við þau var möguleikinn á framsali vatnsréttinda. 17.8.2011 07:00 Að standa vörð um mannréttindi Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar Sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja enn betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Í Reykjavík var bryddað upp á fjölmörgum nýjungum á síðasta kjörtímabili í átt til þess að víkka út lýðræðið og auka þátttöku borgarbúa í störfum borgarstjórnar. Það var grunntónninn í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 17.8.2011 05:00 Verkfall leikskólakennara Guðrún Jónsdóttir skrifar Nú vofir yfir að leikskólakennarar fari í verkfall á fyrstu vikum nýs skólaárs. Aðilar hafa reynt að ná saman en enn hafa samningar ekki náðst. Leikskóli er fyrsta skólastigið hér á landi fyrir börn undir skólaskyldualdri. Mikill meirihluti foreldra nýtir sér þessa þjónustu og er ljóst að þjóðfélagið í heild reiðir sig á að leikskólar landsins starfi eins og lög gera ráð fyrir. 17.8.2011 07:00 Hingað og svo miklu, miklu lengra Ingibjörg Kristleifsdóttir skrifar Það vita allir hvernig staðan í rekstri samfélagsins er og leikskólakennarar hafa lagt sitt af mörkum þegar rekstraraðilar hafa skorið niður. Leikskólakennarar taka á sig höggin vegna fækkunar stjórnenda, skerðingar á afleysingu, niðurskurðar í kaupum á námsgögnum og annarra kreppuviðbragða og nota alla sína orku til þess að forða því að áhrifin lendi á börnunum. 17.8.2011 06:45 Höndla nefndir stórasannleik? Bolli Héðinsson skrifar Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. 17.8.2011 05:00 Stefnumótandi biskupskosningar Arnfríður Guðmundsdóttir skrifar Kirkjan okkar stendur á krossgötum. Á næstunni þarf að taka stórar ákvarðanir sem koma til með að ráða stefnu hennar til framtíðar. Unnið er að endurskoðun á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þá þarf að eiga sér stað upplýst umræða á meðal þjóðarinnar um stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu. 16.8.2011 09:00 Tilbúningur á Kögunarhóli! Steingrímur J. Sigfússon skrifar Fyrrverandi ritstjóri, alþingismaður, ráðherra og sendiherra Þorsteinn Pálson mundar reglulega penna í Fréttablaðinu og kennir skrif sín við Kögunarhól. Það er vel til fundið því á Kögunarhóla ganga menn og litast um, ekki síst var það til að huga að skipakomum hér áður fyrr. 16.8.2011 08:30 Réttindi barna Guðrún Önfjörð skrifar Umræður um uppeldisumhverfi og uppvaxtaraðstæður barna vekja alltaf tilfinningar. Það er mikill hiti í röksemdum Heimis Hilmarssonar í grein um ný barnalög í Fréttablaðinu þ. 10. ágúst. Röksemdir hans um aðstæður mála á Norðurlöndum hafa ekki stuðning í veruleikanum. 16.8.2011 08:00 Reikningsskapur Líf Magneudóttir skrifar Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað. 16.8.2011 07:00 Vanhugsaður útflutningsskattur Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta "meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. 15.8.2011 06:00 Sauðir og sauðfjárrækt í sjálfheldu styrkja Þórólfur Matthíasson skrifar Búreikningar eru skýrslur og úrvinnsla sem Hagþjónusta landbúnaðarins hefur unnið upp úr bókhaldi bænda. Ekki er um tilviljanakennt úrtak að ræða, en yfirleitt er gengið út frá að það séu frekar betur búandi bændur sem senda inn bókhaldsupplýsingar en þeir sem lakar eru búandi. Raunafkoma meðalbús ætti því að vera heldur lakari en fram kemur í úrvinnslu Hagþjónustunnar. 13.8.2011 06:00 Sjónarspil á þingi Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Á fyrsta nefndarfundi Alþingis eftir sumarfrí var það val ríkisstjórnarflokkanna að kalla saman þrjár nefndir, utanríkismálanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd. Málefnið var fundur í Alþjóðahvalveiðiráðinu sem haldinn var fyrr í sumar. 12.8.2011 06:00 Gengishagnaðurinn til fólksins Lilja Mósesdóttir skrifar Frá hruni hefur tekist að ná hallarekstri ríkisins niður um 150 milljarða með sársaukafullum niðurskurði og hækkun skattstofna eins og virðisauka-, fjármagnstekju- og tekjuskatts auk nýrra skatta eins og auðlegðar-, orku- og bankaskattsins svokallaða. Gengishrunið og aukin skattheimta hafa leitt til þess að mörg þúsund heimili ná ekki endum saman og skuldabyrðin hefur þyngst. 12.8.2011 06:00 Öfugþróun snúið við Hjálmar Sveinsson skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði á dögunum ágæta grein í Fréttablaðið um miðbæ Reykjavíkur. Það heyrir til undantekninga að íslenskir þingmenn láti sig borgina einhverju varða. Þeir sem fylgst hafa með öflugri og málefnalegri umræðu um þróun borgarinnar, og borga yfirleitt, undanfarin misseri, vita þó að Sigmundur Davíð hefur lagt til hennar mikilvægan skerf. Hann hefur fært okkur sannfærandi, hagfræðileg rök fyrir því að það er óskynsamlegt að rífa niður gömul hús í gömlum miðbæjum í stórum stíl, hvað þá að leyfa þeim að grotna niður. 11.8.2011 11:00 Alþingi taki boði stjórnlagaráðs Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur skrifar Föstudaginn 29. júlí afhenti stjórnlagaráð Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ekki aðeins tók Alþingi við vel unnu verki heldur fylgdi viturlegt boð allra fulltrúa í stjórnlagaráði um að þeir væru reiðubúnir að vinna, sameiginlega, úr athugasemdum þingsins við frumvarpið, ef einhverjar væru. Þung rök mæla með því að Alþingi þiggi boðið. 11.8.2011 11:00 Um olíu og bændur Sigríður E. Sveinsdóttir skrifar Nú heyrist frá ýmsum mönnum, sem vilja láta taka mark á sér, að bændur vaði í villu og svíma þegar þeir tala um að íslenzkur landbúnaður veiti þjóðinni fæðuöryggi. Ekki nóg með það heldur er fólki talin trú um að þeir séu afætur á þjóðinni. Og stóra trompið núna er sú speki að hætti olía að berast til landsins sé úti um íslenzkan landbúnað og látið að því liggja að farið hafi fé betra. 11.8.2011 07:00 Verkfall leikskólakennara = að standa með leikskólastarfi Kristín Dýrfjörð skrifar Haustið 2008 hrundi Ísland. Við sem þjóð stóðum eftir slegin og alvarleg. Á flestum vinnustöðum skapaðist sátt um að sækja ekki launahækkanir og margir tóku á sig lækkanir í einu eða öðru formi. Leikskólarnir tóku sinn skerf eins og aðrir. Rétt fyrir hrunið hafði verið gengið frá samningi við fólk í sama stéttarfélagi og leikskólakennarar, grunnskólakennara. En samningar við leikskólakennara eins og aðra voru slegnir út af borðinu. 11.8.2011 06:00 Um náttúrurétt Sigurður Gizurarson skrifar Fullveldi Íslands hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni um, hvort Ísland skal gerast aðili að Evrópusambandinu. Hér er ekki ætlunin að brjóta fullveldishugtakið til mergjar, heldur víkja að skyldri spurningu, þ.e. hvort til eru náttúrulegir meginstafir laga er æðri séu settum lögum. 11.8.2011 06:00 Valkostir fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar Robert Gates, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaddi Atlantshafsbandalagið þann 10. júní 2011, og komst m.a. svo að orði: "…Hinn nakti sannleikur málsins er að þverrandi áhugi og þolinmæði er fyrirsjáanlegur í Bandaríkjaþingi – og meðal stjórnmálasinnaðra Bandaríkjamanna yfirleitt – að eyða fjármagni sem sífellt verður dýrmætara í þágu þjóða sem virðast andvígar því að að ráðstafa nægum fjármunum eða að gera nauðsynlegar breytingar til að geta talist hæfir samstarfsaðilar í eigin vörnum…“ Varaframkvæmdastjóri bandalagsins, Claudio Bisogniero, sem heimsótti Ísland í júlíbyrjun, vék að þessum ummælum Gates. 11.8.2011 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Kolbeinn Proppé og Landspítalinn Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi blaðamaður og fyrrverandi varaborgarfulltrúi R-listans og oddviti VG í Suðurkjördæmi, skrifar um mig í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Ég kemst ekki hjá því að leiðrétta rangfærslur í grein hans. 20.8.2011 06:00
Hæpinn gjaldeyris-ávinningur Þórólfur Matthíasson skrifar Í grein hér í blaðinu 3ja ágúst síðastliðinn gerði ég tilraun til að meta gjaldeyriskostnað tengdan útflutningi lambakjöts að verðmæti 2,75 milljarða króna á árinu 2010. Í samhljóma aðsendum greinum í Fréttablaðinu og Bændablaðinu gerir forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands tilraun til að bæta ágiskanir mínar í þessum efnum. 20.8.2011 06:00
Svar við athugasemd um mannréttindi Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. 20.8.2011 06:00
Ný aðalnámskrá grunnskóla Ketill B. Magnússon og Guðrún Jónsdóttir skrifar Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. 20.8.2011 06:00
Viðhaldssaga og virðisauki Þóra Jónsdóttir skrifar Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. 20.8.2011 06:00
Frægð og frami Hannes Pétursson skrifar Nú eru framundan miklir dagar til handa íslenzkum útgefendum og rithöfundum: bókakaupstefnan stóra í Frankfurt am Main. Þar skipar Ísland heiðurssess þetta árið. Þann heiðurssess eigum við sér í lagi að þakka íslenzkum fornbókmenntum eins og fleira gott fyrr og síðar. Þær ásamt helztu skáldsögum Halldórs Laxness eru einu heimsbókmenntirnar í fyllsta skilningi sem við getum státað af og því er fagnaðarefni að nú skuli koma út nýjar þýðingar þessara gersema á þýzku. Óskandi er að vel hafi til tekizt. Í því sambandi get ég ekki stillt mig um að rifja upp lítilræði: 20.8.2011 06:00
Áfram leikskólakennarar! Guðný Hrund Rúnarsdóttir skrifar Börn eru blessun heimsins. Allt sem lýtur að velferð þeirra og lífshamingju hlýtur að koma okkur við.“ (Vigdís Finnbogadóttir). Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og við viljum aðeins það besta fyrir þau. Leikskólakennarar og aðrir starfsmenn innan leikskólanna vinna mikið ábyrgðarstarf, það vitum við öll sem eigum börn. Leikskólar eru ekki geymslukassar fyrir börnin okkar þar sem markmiðið er að „geyma“ börnin meðan við foreldrar sinnum vinnu okkar. 20.8.2011 06:00
Áttu heima heima hjá þér að mati skattyfirvalda? Teitur Björn Einarsson skrifar Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. 20.8.2011 06:00
Skriplað á skötu Guðmundur Páll Ólafsson skrifar Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög. 20.8.2011 06:00
Ég hef ekki efni á því að vinna með gleði í hjarta! Helga C Reynisdóttir skrifar Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár. 20.8.2011 06:00
Matarskattur: kjarabót eða pólitískt moldviðri? Jóhannes Hraunfjörð Karlsson skrifar Eigum við að rifja upp síðasta áratug 20. aldar? Verðbólga, olíukreppa, óeirðir á Englandi, búferlaflutningar til Norðurlanda og matarskattur. 19.8.2011 06:00
Niðurgreiðsla líkamstjóna? Tómas Gunnarsson skrifar Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. 19.8.2011 06:00
Ríkið rann í gegn Ólafur Jónsson skrifar Þannig hljóðaði fyrirsögn við frétt í Vikudegi þegar þar var greint frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn Akureyrar 21. júní sl. varðandi breytingu á deiliskipulagi við Hólabraut og Laxagötu til þess að auðvelda Ríkinu (ÁTVR) að stækka við verslun sína á Akureyri, þá einu í bænum. Rétt er að tillagan var samþykkt í bæjarstjórn, en einungis af 6 fulltrúum L-listans, en fjórir bæjarfulltrúar minnihlutans, þar á meðal ég fulltrúi D-lista, greiddu atkvæði gegn tillögunni og fimmti minnihlutafulltrúinn sat hjá. 19.8.2011 06:00
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar Tryggvi Friðjónsson skrifar Um nokkurra missera skeið hefur verið unnið að undirbúningi Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar (ÞS). Um er að ræða samstarfsverkefni Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og Sjálfsbjargarheimilisins í samvinnu við velferðarráðuneytið. Markmið með verkefninu er veita hreyfihömluðu fólki upplýsingar um allt sem viðkemur réttindum þess og þjónustuframboði á einum stað. Einnig mun miðstöðin standa fyrir fræðslustarfsemi og námskeiðahaldi. 19.8.2011 06:00
Borgarfulltrúi þvælir um mannréttindi í þágu presta Svanur Sigurbjörnsson skrifar Nú liggja fyrir borgarráði ákaflega vandaðar reglur um samskipti skóla og lífsskoðunarfélaga, sem miða að því að skólar séu aðskildir frá trúarstarfi. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, er óhress með þetta og skrifaði þann 17.8.2011 að „Það hefur reynst farsælt að treysta skjólastjórnendum og foreldrum til þess að taka sameiginlega ákvarðanir um samskipti við lífsskoðunar- og trúfélög. Hvað það er sem knýr fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn til að gera breytingar á samstarfi, sem góð sátt hefur ríkt um, er óskiljanlegt.“ 19.8.2011 06:00
Hafa ber það sem réttara reynist Erna Bjarnadóttir skrifar Þann 3. ágúst sl. ritaði Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið um sauðfjárrækt. Auk þess fékk hann ítarlega umfjöllun í morgunútvarpi Rásar 2 daginn eftir og viðtal í fréttum Stöðvar 2. Meðferð prófessorsins á tölulegum upplýsingum og staðreyndum kallar á nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. 19.8.2011 06:00
Föst í gömlum hjólförum Svanhildur Anna Bragadóttir skrifar Þegar ég heyrði fyrst af því að verkfall leikskólakennara væri yfirvofandi þá hélt ég í einfeldni minni að það kæmi ekki til verkfalls. Ég hélt að við hugsuðum öðruvísi eftir hrunið og kynnum betur að meta þá hluti sem skipta raunverulegu máli. En ef til vill var ég aðeins of fljót á mér því svo virðist sem það stefni í að þessi stétt þurfi að berjast með blóði, svita og tárum fyrir eðlilegum kjarabótum. 19.8.2011 06:00
Hver á bílinn minn? Eygló Þ. Harðardóttir skrifar Samkvæmt dómi Hæstaréttar er kaupleiga eins og hver önnur lántaka. Í stað þess að skilgreina lánið sem lán er búinn til lagatæknilegur orðhengill um kaupleigu til að falsa bókhaldið.“ Þetta skrifaði Jónas Kristjánsson nýlega á blogginu sínu. 19.8.2011 06:00
Gætu konur á Íslandi lagt mér lið? Auður Guðjónsdóttir skrifar Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. 18.8.2011 09:00
Um frelsi og gæði ákvarðana Ögmundur Jónasson skrifar Þröstur Ólafsson birtir þriðjudaginn 9. ágúst aðra grein sína á skömmum tíma í Fréttablaðinu þar sem undirritaður kemur nokkuð við sögu. Síðari greinin heitir Ögmundur á ystu nöf. Þessi titill hefur tvíræða merkingu, sennilega að yfirveguðu ráði höfundar. Annars vegar má skilja að téður einstaklingur sé kominn á ystu nöf í málflutningi sínum og hins vegar að hann sé fulltrúi sjónarmiða sem heyri til útkanti stjórnmálaumræðunnar: "ysta vinstrisins“ eins og það heitir í orðabók Þrastar Ólafssonar. Þetta er í sjálfu sér verðugt tilefni umræðu, hvað er yst og hvað er innst í stjórnmálum, hvað er útkantur og hvað er miðja og í framhaldinu er stutt í að spurt sé um meðalhóf annars vegar og öfgar hins vegar. Þeir sem vilja kenna sig við hófsemi kappkosta jú að sýna fram á að þeir standi í engu úti á kanti, það geri aðrir. Sjálfir séu þeir fulltrúar hófsemdar og heilbrigðrar skynsemi. Þessi hugsun leiðir hæglega til sjálfumglaðrar fordæmingar á þeim sem ekki eru tilbúnir að fylgja straumnum í skoðunum sínum. 18.8.2011 08:30
Ein ferð í Bónus Árni Svanur Daníelsson & Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar Dagurinn hefst eins og flestir virkir dagar á heimilinu. Upp úr sjö rumska yngstu börnin tvö, kanna hvort pabbi og mamma séu ekki örugglega á sínum stað og taka svo til við morgunverkin sín, vekja dúkkur og bangsa og púsla legokubbum. 18.8.2011 08:00
Óþolsaðferðin gegn bulli Guðmundur Jón Guðmundsson skrifar Þann 16. ágúst sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir fjármálaráðherra þar sem hann svarar skrifum Þorsteins Pálssonar í helgarblaði Fréttablaðsins þar á undan. Ekki verða skrif Þorsteins eða svar ráðherra við þeim gerð að umræðuefni hér heldur var það ákveðin setning í grein ráðherra sem sló mig. Eftir stuttan inngang segir ráðherrann að skrif Þorsteins hafi verið með þeim hætti að: „…ekki verði látið ómótmælt. Hér skal það gert og er til marks um að skrif hans eru almennt svaraverð sem er meira en segja má um ýmsa aðra.” 18.8.2011 07:30
Burt af hvaða svæði? Ari Trausti Guðmundsson skrifar Kreppa leggur byrðar á þegnana. Því miður er þeim misskipt. Þorri Íslendinga hefur borið þær af töluverðri reisn. Samtímis sleppa sumir byrðalausir, einhverjir hagnast jafnvel á ástandinu en margir kikna undan öllu saman. Mitt í þessu ástandi standa stjórnvöld í ströngu og telja sig vera að skipta byrðunum og bjarga samfélaginu eða reisa það við. Í sumu hefur tekist að finna nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð við þá sem eru komnir á hnén er margvísleg en umdeild og tæplega næg. 18.8.2011 07:00
Langtímaleigumarkaður á viðráðanlegu verði Hilmar Ögmundsson skrifar Undanfarna daga hafa húsnæðismál Íslendinga verið nokkuð í umræðunni og þá sérstaklega málefni leigjenda. Af því tilefni vill BSRB ítreka tillögur sem bandalagið hefur áður lagt fram og miða að því að efla almennan markað með langtímaleiguíbúðum. Mikil eftirspurn er eftir leiguhúsnæði og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem framboð á leiguhúsnæði er takmarkað, markaðurinn mjög óskipulagður og leiguverð mjög hátt. 18.8.2011 06:30
Virðingin er skúrkanna, niðurlægingin fólksins Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar Jæja, þá vitum við hverjum íslenskar fjölskyldur sem misst hafa heimili sín og hrakist út á leigumarkaðinn eiga að þakka stökkbreytta húsaleigu á íbúðarhúsnæði. Bankarnir sitja á rúmlega 700 íbúðum og um 1.350 íbúðir eru á bókum íbúðalánasjóðs. Þessar íbúðir hafa lánadrottnarnir eignast vegna vanskila á lánum eigendanna og eru heimili fólks sem lent hefur í skuldavanda þar á meðal. 18.8.2011 06:15
Allt sem börn þurfa að vita læra þau í leikskóla Björg Sigurvinsdóttir skrifar Flest það sem börn þurfa virkilega að vita um lífið og tilveruna, hvernig þau eiga að hegða sér, hvað þau eiga að gera, læra þau í leikskóla. Þau læra um lýðræðisleg gildi og kærleikann, að taka tillit til annarra, bera umhyggju fyrir öðrum, meiða ekki annað fólk, lifa í jafnvægi og leggja sig eftir góðan hádegismat. Börn læra að leika sér saman á sanngjarnan hátt, deila með sér og biðja fyrirgefningar þegar þau særa aðra. Börn læra að skila hlutum á sinn stað, laga til eftir sig og taka ekki það sem aðrir eiga. Börn læra að tala, teikna, mála, syngja og hreyfa/dansa í gegnum leik og vinnu á skapandi hátt á hverjum degi. Börn læra að þegar þau fara út í heiminn þurfa þau að muna eftir því að gæta sín á bílunum, leiða og halda hópinn. Síðast en ekki síst að taka eftir öllum frábæru undrunarefnunum í kringum sig. 18.8.2011 06:00
Staða vatnsmála á Íslandi Guðmundur Páll Ólafsson skrifar Árið 1923 voru samþykkt vatnalög á Alþingi sem tóku mið af bændasamfélagi þess tíma. Lögin fólu í sér málamiðlun andstæðra sjónarmiða, þ.e. eignarréttar og almannaréttar. Með lögunum var vatn undanþegið eignarrétti á meðan nýtingarréttur var styrktur. Gömlu vatnalögin tryggðu almenningi aðgang að vatni og stóðu vörð um vatnafar – til dæmis með því að banna flutning á straumvatni úr farvegi sínum en megingalli við þau var möguleikinn á framsali vatnsréttinda. 17.8.2011 07:00
Að standa vörð um mannréttindi Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar Sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja enn betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Í Reykjavík var bryddað upp á fjölmörgum nýjungum á síðasta kjörtímabili í átt til þess að víkka út lýðræðið og auka þátttöku borgarbúa í störfum borgarstjórnar. Það var grunntónninn í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 17.8.2011 05:00
Verkfall leikskólakennara Guðrún Jónsdóttir skrifar Nú vofir yfir að leikskólakennarar fari í verkfall á fyrstu vikum nýs skólaárs. Aðilar hafa reynt að ná saman en enn hafa samningar ekki náðst. Leikskóli er fyrsta skólastigið hér á landi fyrir börn undir skólaskyldualdri. Mikill meirihluti foreldra nýtir sér þessa þjónustu og er ljóst að þjóðfélagið í heild reiðir sig á að leikskólar landsins starfi eins og lög gera ráð fyrir. 17.8.2011 07:00
Hingað og svo miklu, miklu lengra Ingibjörg Kristleifsdóttir skrifar Það vita allir hvernig staðan í rekstri samfélagsins er og leikskólakennarar hafa lagt sitt af mörkum þegar rekstraraðilar hafa skorið niður. Leikskólakennarar taka á sig höggin vegna fækkunar stjórnenda, skerðingar á afleysingu, niðurskurðar í kaupum á námsgögnum og annarra kreppuviðbragða og nota alla sína orku til þess að forða því að áhrifin lendi á börnunum. 17.8.2011 06:45
Höndla nefndir stórasannleik? Bolli Héðinsson skrifar Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. 17.8.2011 05:00
Stefnumótandi biskupskosningar Arnfríður Guðmundsdóttir skrifar Kirkjan okkar stendur á krossgötum. Á næstunni þarf að taka stórar ákvarðanir sem koma til með að ráða stefnu hennar til framtíðar. Unnið er að endurskoðun á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þá þarf að eiga sér stað upplýst umræða á meðal þjóðarinnar um stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu. 16.8.2011 09:00
Tilbúningur á Kögunarhóli! Steingrímur J. Sigfússon skrifar Fyrrverandi ritstjóri, alþingismaður, ráðherra og sendiherra Þorsteinn Pálson mundar reglulega penna í Fréttablaðinu og kennir skrif sín við Kögunarhól. Það er vel til fundið því á Kögunarhóla ganga menn og litast um, ekki síst var það til að huga að skipakomum hér áður fyrr. 16.8.2011 08:30
Réttindi barna Guðrún Önfjörð skrifar Umræður um uppeldisumhverfi og uppvaxtaraðstæður barna vekja alltaf tilfinningar. Það er mikill hiti í röksemdum Heimis Hilmarssonar í grein um ný barnalög í Fréttablaðinu þ. 10. ágúst. Röksemdir hans um aðstæður mála á Norðurlöndum hafa ekki stuðning í veruleikanum. 16.8.2011 08:00
Reikningsskapur Líf Magneudóttir skrifar Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað. 16.8.2011 07:00
Vanhugsaður útflutningsskattur Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta "meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. 15.8.2011 06:00
Sauðir og sauðfjárrækt í sjálfheldu styrkja Þórólfur Matthíasson skrifar Búreikningar eru skýrslur og úrvinnsla sem Hagþjónusta landbúnaðarins hefur unnið upp úr bókhaldi bænda. Ekki er um tilviljanakennt úrtak að ræða, en yfirleitt er gengið út frá að það séu frekar betur búandi bændur sem senda inn bókhaldsupplýsingar en þeir sem lakar eru búandi. Raunafkoma meðalbús ætti því að vera heldur lakari en fram kemur í úrvinnslu Hagþjónustunnar. 13.8.2011 06:00
Sjónarspil á þingi Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Á fyrsta nefndarfundi Alþingis eftir sumarfrí var það val ríkisstjórnarflokkanna að kalla saman þrjár nefndir, utanríkismálanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd. Málefnið var fundur í Alþjóðahvalveiðiráðinu sem haldinn var fyrr í sumar. 12.8.2011 06:00
Gengishagnaðurinn til fólksins Lilja Mósesdóttir skrifar Frá hruni hefur tekist að ná hallarekstri ríkisins niður um 150 milljarða með sársaukafullum niðurskurði og hækkun skattstofna eins og virðisauka-, fjármagnstekju- og tekjuskatts auk nýrra skatta eins og auðlegðar-, orku- og bankaskattsins svokallaða. Gengishrunið og aukin skattheimta hafa leitt til þess að mörg þúsund heimili ná ekki endum saman og skuldabyrðin hefur þyngst. 12.8.2011 06:00
Öfugþróun snúið við Hjálmar Sveinsson skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði á dögunum ágæta grein í Fréttablaðið um miðbæ Reykjavíkur. Það heyrir til undantekninga að íslenskir þingmenn láti sig borgina einhverju varða. Þeir sem fylgst hafa með öflugri og málefnalegri umræðu um þróun borgarinnar, og borga yfirleitt, undanfarin misseri, vita þó að Sigmundur Davíð hefur lagt til hennar mikilvægan skerf. Hann hefur fært okkur sannfærandi, hagfræðileg rök fyrir því að það er óskynsamlegt að rífa niður gömul hús í gömlum miðbæjum í stórum stíl, hvað þá að leyfa þeim að grotna niður. 11.8.2011 11:00
Alþingi taki boði stjórnlagaráðs Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur skrifar Föstudaginn 29. júlí afhenti stjórnlagaráð Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ekki aðeins tók Alþingi við vel unnu verki heldur fylgdi viturlegt boð allra fulltrúa í stjórnlagaráði um að þeir væru reiðubúnir að vinna, sameiginlega, úr athugasemdum þingsins við frumvarpið, ef einhverjar væru. Þung rök mæla með því að Alþingi þiggi boðið. 11.8.2011 11:00
Um olíu og bændur Sigríður E. Sveinsdóttir skrifar Nú heyrist frá ýmsum mönnum, sem vilja láta taka mark á sér, að bændur vaði í villu og svíma þegar þeir tala um að íslenzkur landbúnaður veiti þjóðinni fæðuöryggi. Ekki nóg með það heldur er fólki talin trú um að þeir séu afætur á þjóðinni. Og stóra trompið núna er sú speki að hætti olía að berast til landsins sé úti um íslenzkan landbúnað og látið að því liggja að farið hafi fé betra. 11.8.2011 07:00
Verkfall leikskólakennara = að standa með leikskólastarfi Kristín Dýrfjörð skrifar Haustið 2008 hrundi Ísland. Við sem þjóð stóðum eftir slegin og alvarleg. Á flestum vinnustöðum skapaðist sátt um að sækja ekki launahækkanir og margir tóku á sig lækkanir í einu eða öðru formi. Leikskólarnir tóku sinn skerf eins og aðrir. Rétt fyrir hrunið hafði verið gengið frá samningi við fólk í sama stéttarfélagi og leikskólakennarar, grunnskólakennara. En samningar við leikskólakennara eins og aðra voru slegnir út af borðinu. 11.8.2011 06:00
Um náttúrurétt Sigurður Gizurarson skrifar Fullveldi Íslands hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni um, hvort Ísland skal gerast aðili að Evrópusambandinu. Hér er ekki ætlunin að brjóta fullveldishugtakið til mergjar, heldur víkja að skyldri spurningu, þ.e. hvort til eru náttúrulegir meginstafir laga er æðri séu settum lögum. 11.8.2011 06:00
Valkostir fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar Robert Gates, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaddi Atlantshafsbandalagið þann 10. júní 2011, og komst m.a. svo að orði: "…Hinn nakti sannleikur málsins er að þverrandi áhugi og þolinmæði er fyrirsjáanlegur í Bandaríkjaþingi – og meðal stjórnmálasinnaðra Bandaríkjamanna yfirleitt – að eyða fjármagni sem sífellt verður dýrmætara í þágu þjóða sem virðast andvígar því að að ráðstafa nægum fjármunum eða að gera nauðsynlegar breytingar til að geta talist hæfir samstarfsaðilar í eigin vörnum…“ Varaframkvæmdastjóri bandalagsins, Claudio Bisogniero, sem heimsótti Ísland í júlíbyrjun, vék að þessum ummælum Gates. 11.8.2011 06:00
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun