Gengishagnaðurinn til fólksins Lilja Mósesdóttir skrifar 12. ágúst 2011 06:00 Frá hruni hefur tekist að ná hallarekstri ríkisins niður um 150 milljarða með sársaukafullum niðurskurði og hækkun skattstofna eins og virðisauka-, fjármagnstekju- og tekjuskatts auk nýrra skatta eins og auðlegðar-, orku- og bankaskattsins svokallaða. Gengishrunið og aukin skattheimta hafa leitt til þess að mörg þúsund heimili ná ekki endum saman og skuldabyrðin hefur þyngst. Nú er nóg komið. Ríkið þarf að afla tekna með skattheimtu hjá fyrirtækjum sem hagnast hafa á gengishruni krónunnar. Gengi krónunnar hefur undanfarið verið mun lægra en sem nemur væntu meðalgengi. Talið er að gengi krónunnar ætti að styrkjast um 10% til lengri tíma litið og því séu útflutningsfyrirtækin að fá 10% meðgjöf. Skattur sem nemur 10% á útflutningstekjur mun gefa af sér um 80 milljarða í skatttekjur. Minnka á halla ríkissjóðs um 30 milljarða á þessu ári og um 20 milljarða á næsta ári. Of lágt gengi tryggir rekstur ósjálfbærra útflutningsfyrirtækja sem fara í þrot um leið og gengi krónunnar styrkist um 10%. Með því að skattleggja útflutningsfyrirtæki tryggjum við að sjálfbær störf í mennta- og heilbrigðisgeiranum verði ekki lögð niður fyrir ósjálfbær störf í útflutningi. Sumir telja hins vegar að auðlindaskattur sé betri en skattur á gengishagnað útflutningsfyrirtækja. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Við sköttum ekki afnot af auðlind til að ná inn skatttekjum af gengishagnaði! Enn aðrir hafa áhyggjur af því að útflutningsfyrirtæki muni flytja starfsemi til útlanda vegna skattheimtunnar. Þá má ekki gleyma því að gengi krónunnar hefur fallið um allt að 80% frá því fyrir hrun og sjávarútvegs- og stóriðjufyrirtæki flúðu ekki land fyrir gengishrapið. Útflutningsskatturinn raskar hvorki rekstrarforsendum né samkeppnishæfni útflutningsfyrirtækja. Að lokum má geta þess að 10% skattur á útflutningsverðmæti mun ekki breyta því að launakostnaður og orkukostnaður hér á landi er mun lægri en almennt gerist í nágrannalöndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frá hruni hefur tekist að ná hallarekstri ríkisins niður um 150 milljarða með sársaukafullum niðurskurði og hækkun skattstofna eins og virðisauka-, fjármagnstekju- og tekjuskatts auk nýrra skatta eins og auðlegðar-, orku- og bankaskattsins svokallaða. Gengishrunið og aukin skattheimta hafa leitt til þess að mörg þúsund heimili ná ekki endum saman og skuldabyrðin hefur þyngst. Nú er nóg komið. Ríkið þarf að afla tekna með skattheimtu hjá fyrirtækjum sem hagnast hafa á gengishruni krónunnar. Gengi krónunnar hefur undanfarið verið mun lægra en sem nemur væntu meðalgengi. Talið er að gengi krónunnar ætti að styrkjast um 10% til lengri tíma litið og því séu útflutningsfyrirtækin að fá 10% meðgjöf. Skattur sem nemur 10% á útflutningstekjur mun gefa af sér um 80 milljarða í skatttekjur. Minnka á halla ríkissjóðs um 30 milljarða á þessu ári og um 20 milljarða á næsta ári. Of lágt gengi tryggir rekstur ósjálfbærra útflutningsfyrirtækja sem fara í þrot um leið og gengi krónunnar styrkist um 10%. Með því að skattleggja útflutningsfyrirtæki tryggjum við að sjálfbær störf í mennta- og heilbrigðisgeiranum verði ekki lögð niður fyrir ósjálfbær störf í útflutningi. Sumir telja hins vegar að auðlindaskattur sé betri en skattur á gengishagnað útflutningsfyrirtækja. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Við sköttum ekki afnot af auðlind til að ná inn skatttekjum af gengishagnaði! Enn aðrir hafa áhyggjur af því að útflutningsfyrirtæki muni flytja starfsemi til útlanda vegna skattheimtunnar. Þá má ekki gleyma því að gengi krónunnar hefur fallið um allt að 80% frá því fyrir hrun og sjávarútvegs- og stóriðjufyrirtæki flúðu ekki land fyrir gengishrapið. Útflutningsskatturinn raskar hvorki rekstrarforsendum né samkeppnishæfni útflutningsfyrirtækja. Að lokum má geta þess að 10% skattur á útflutningsverðmæti mun ekki breyta því að launakostnaður og orkukostnaður hér á landi er mun lægri en almennt gerist í nágrannalöndunum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar