Gengishagnaðurinn til fólksins Lilja Mósesdóttir skrifar 12. ágúst 2011 06:00 Frá hruni hefur tekist að ná hallarekstri ríkisins niður um 150 milljarða með sársaukafullum niðurskurði og hækkun skattstofna eins og virðisauka-, fjármagnstekju- og tekjuskatts auk nýrra skatta eins og auðlegðar-, orku- og bankaskattsins svokallaða. Gengishrunið og aukin skattheimta hafa leitt til þess að mörg þúsund heimili ná ekki endum saman og skuldabyrðin hefur þyngst. Nú er nóg komið. Ríkið þarf að afla tekna með skattheimtu hjá fyrirtækjum sem hagnast hafa á gengishruni krónunnar. Gengi krónunnar hefur undanfarið verið mun lægra en sem nemur væntu meðalgengi. Talið er að gengi krónunnar ætti að styrkjast um 10% til lengri tíma litið og því séu útflutningsfyrirtækin að fá 10% meðgjöf. Skattur sem nemur 10% á útflutningstekjur mun gefa af sér um 80 milljarða í skatttekjur. Minnka á halla ríkissjóðs um 30 milljarða á þessu ári og um 20 milljarða á næsta ári. Of lágt gengi tryggir rekstur ósjálfbærra útflutningsfyrirtækja sem fara í þrot um leið og gengi krónunnar styrkist um 10%. Með því að skattleggja útflutningsfyrirtæki tryggjum við að sjálfbær störf í mennta- og heilbrigðisgeiranum verði ekki lögð niður fyrir ósjálfbær störf í útflutningi. Sumir telja hins vegar að auðlindaskattur sé betri en skattur á gengishagnað útflutningsfyrirtækja. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Við sköttum ekki afnot af auðlind til að ná inn skatttekjum af gengishagnaði! Enn aðrir hafa áhyggjur af því að útflutningsfyrirtæki muni flytja starfsemi til útlanda vegna skattheimtunnar. Þá má ekki gleyma því að gengi krónunnar hefur fallið um allt að 80% frá því fyrir hrun og sjávarútvegs- og stóriðjufyrirtæki flúðu ekki land fyrir gengishrapið. Útflutningsskatturinn raskar hvorki rekstrarforsendum né samkeppnishæfni útflutningsfyrirtækja. Að lokum má geta þess að 10% skattur á útflutningsverðmæti mun ekki breyta því að launakostnaður og orkukostnaður hér á landi er mun lægri en almennt gerist í nágrannalöndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Frá hruni hefur tekist að ná hallarekstri ríkisins niður um 150 milljarða með sársaukafullum niðurskurði og hækkun skattstofna eins og virðisauka-, fjármagnstekju- og tekjuskatts auk nýrra skatta eins og auðlegðar-, orku- og bankaskattsins svokallaða. Gengishrunið og aukin skattheimta hafa leitt til þess að mörg þúsund heimili ná ekki endum saman og skuldabyrðin hefur þyngst. Nú er nóg komið. Ríkið þarf að afla tekna með skattheimtu hjá fyrirtækjum sem hagnast hafa á gengishruni krónunnar. Gengi krónunnar hefur undanfarið verið mun lægra en sem nemur væntu meðalgengi. Talið er að gengi krónunnar ætti að styrkjast um 10% til lengri tíma litið og því séu útflutningsfyrirtækin að fá 10% meðgjöf. Skattur sem nemur 10% á útflutningstekjur mun gefa af sér um 80 milljarða í skatttekjur. Minnka á halla ríkissjóðs um 30 milljarða á þessu ári og um 20 milljarða á næsta ári. Of lágt gengi tryggir rekstur ósjálfbærra útflutningsfyrirtækja sem fara í þrot um leið og gengi krónunnar styrkist um 10%. Með því að skattleggja útflutningsfyrirtæki tryggjum við að sjálfbær störf í mennta- og heilbrigðisgeiranum verði ekki lögð niður fyrir ósjálfbær störf í útflutningi. Sumir telja hins vegar að auðlindaskattur sé betri en skattur á gengishagnað útflutningsfyrirtækja. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Við sköttum ekki afnot af auðlind til að ná inn skatttekjum af gengishagnaði! Enn aðrir hafa áhyggjur af því að útflutningsfyrirtæki muni flytja starfsemi til útlanda vegna skattheimtunnar. Þá má ekki gleyma því að gengi krónunnar hefur fallið um allt að 80% frá því fyrir hrun og sjávarútvegs- og stóriðjufyrirtæki flúðu ekki land fyrir gengishrapið. Útflutningsskatturinn raskar hvorki rekstrarforsendum né samkeppnishæfni útflutningsfyrirtækja. Að lokum má geta þess að 10% skattur á útflutningsverðmæti mun ekki breyta því að launakostnaður og orkukostnaður hér á landi er mun lægri en almennt gerist í nágrannalöndunum.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar