Virðingin er skúrkanna, niðurlægingin fólksins Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 18. ágúst 2011 06:15 Jæja, þá vitum við hverjum íslenskar fjölskyldur sem misst hafa heimili sín og hrakist út á leigumarkaðinn eiga að þakka stökkbreytta húsaleigu á íbúðarhúsnæði. Bankarnir sitja á rúmlega 700 íbúðum og um 1.350 íbúðir eru á bókum íbúðalánasjóðs. Þessar íbúðir hafa lánadrottnarnir eignast vegna vanskila á lánum eigendanna og eru heimili fólks sem lent hefur í skuldavanda þar á meðal. Þegar lánadrottnarnir hafa tekið heimilin af fólkinu og hrakið það út á götuna eru einu úrræðin að fara á leigumarkað til lengri tíma. Þetta hefur orsakað stóraukna eftirspurn eftir leiguhúsnæði. Lítið framboð á leiguhúsnæði hefur aftur á móti valdið því að leiguverð á íbúðarhúsnæði hefur rokið upp langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Nú kemur í ljós að lánadrottnarnir hafa haft áhrif á húsaleiguverð með því að láta íbúðir standa tómar þannig að framboð hefur verið af afar skornum skammti. Þeir hafa þannig haft óeðlileg áhrif á leigumarkaðinn. Þeim er alveg sama þótt margar fjölskyldur séu í húsnæðisvanda og séu nánast á götunni. Lánadrottnunum er líka slétt sama þó fjölskyldur sem höfðu ekki efni á mánaðarlegum afborgunum af eigin húsnæði þurfi að borga hærri upphæð á mánuði fyrir leiguhúsnæði. Ég sá nýlega 79 fm 2ja herb. íbúð auglýsta til leigu á 220.000 kr.á mánuði. Nú þegar komist hefur upp um leikinn taka stjórnvöld loksins við sér og ætla að gera eitthvað í málinu. Það á að stórauka framboð á leiguhúsnæði en það á ekki að rétta hlut þeirra sem sitja uppi með stökkbreytta húsaleigu. Leigjenda sem margir hverjir eru nýbúnir að missa íbúðarhúsnæði sitt vegna stökkbreyttra lána. Markaðurinn á að ráða og þar stjórna peningaöflin leikreglunum eins og áður. Sjálfur velferðarráðherrann og jafnaðarmaðurinn Guðbjartur Hannesson vill ekki trufla skekktan markaðinn. Guðbjartur sagði í fréttum að þó að íbúðir ríkisins færu á leigumarkað ætti ekki að lækka húsaleiguna. Markaðurinn ætti að ráða húsaleigunni. „Ég trúi þessu ekki, Gutti, hvers vegna ætlarðu ekki að leigja þessar íbúðir út á sanngjörnu verði?” Skekkt framboð og eftirspurn eiga að ráða húsaleiguverði. Velferðarráðherrann hefur aftur á móti lausn á málinu. „Aumingjavæðinguna”. Það á að borga þessu fólki bætur. Það á ekki að hafa áhrif á þá sem eru ennþá einu sinni að „gambla” á kostnað almennings. Búa til óréttlátar leikreglur sér í hag á kostnað fólksins. Nei, það á að sætta sig við óréttlætið og greiða fórnarlömbunum bætur. Allt til að viðhalda óréttlátu peningakerfi sem peningaöflin stjórna. Virðingin er skúrkanna, niðurlægingin fólksins, enn og aftur. Fer þessi þjóð ekki að fá nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Jæja, þá vitum við hverjum íslenskar fjölskyldur sem misst hafa heimili sín og hrakist út á leigumarkaðinn eiga að þakka stökkbreytta húsaleigu á íbúðarhúsnæði. Bankarnir sitja á rúmlega 700 íbúðum og um 1.350 íbúðir eru á bókum íbúðalánasjóðs. Þessar íbúðir hafa lánadrottnarnir eignast vegna vanskila á lánum eigendanna og eru heimili fólks sem lent hefur í skuldavanda þar á meðal. Þegar lánadrottnarnir hafa tekið heimilin af fólkinu og hrakið það út á götuna eru einu úrræðin að fara á leigumarkað til lengri tíma. Þetta hefur orsakað stóraukna eftirspurn eftir leiguhúsnæði. Lítið framboð á leiguhúsnæði hefur aftur á móti valdið því að leiguverð á íbúðarhúsnæði hefur rokið upp langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Nú kemur í ljós að lánadrottnarnir hafa haft áhrif á húsaleiguverð með því að láta íbúðir standa tómar þannig að framboð hefur verið af afar skornum skammti. Þeir hafa þannig haft óeðlileg áhrif á leigumarkaðinn. Þeim er alveg sama þótt margar fjölskyldur séu í húsnæðisvanda og séu nánast á götunni. Lánadrottnunum er líka slétt sama þó fjölskyldur sem höfðu ekki efni á mánaðarlegum afborgunum af eigin húsnæði þurfi að borga hærri upphæð á mánuði fyrir leiguhúsnæði. Ég sá nýlega 79 fm 2ja herb. íbúð auglýsta til leigu á 220.000 kr.á mánuði. Nú þegar komist hefur upp um leikinn taka stjórnvöld loksins við sér og ætla að gera eitthvað í málinu. Það á að stórauka framboð á leiguhúsnæði en það á ekki að rétta hlut þeirra sem sitja uppi með stökkbreytta húsaleigu. Leigjenda sem margir hverjir eru nýbúnir að missa íbúðarhúsnæði sitt vegna stökkbreyttra lána. Markaðurinn á að ráða og þar stjórna peningaöflin leikreglunum eins og áður. Sjálfur velferðarráðherrann og jafnaðarmaðurinn Guðbjartur Hannesson vill ekki trufla skekktan markaðinn. Guðbjartur sagði í fréttum að þó að íbúðir ríkisins færu á leigumarkað ætti ekki að lækka húsaleiguna. Markaðurinn ætti að ráða húsaleigunni. „Ég trúi þessu ekki, Gutti, hvers vegna ætlarðu ekki að leigja þessar íbúðir út á sanngjörnu verði?” Skekkt framboð og eftirspurn eiga að ráða húsaleiguverði. Velferðarráðherrann hefur aftur á móti lausn á málinu. „Aumingjavæðinguna”. Það á að borga þessu fólki bætur. Það á ekki að hafa áhrif á þá sem eru ennþá einu sinni að „gambla” á kostnað almennings. Búa til óréttlátar leikreglur sér í hag á kostnað fólksins. Nei, það á að sætta sig við óréttlætið og greiða fórnarlömbunum bætur. Allt til að viðhalda óréttlátu peningakerfi sem peningaöflin stjórna. Virðingin er skúrkanna, niðurlægingin fólksins, enn og aftur. Fer þessi þjóð ekki að fá nóg?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar