Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar 18. júlí 2025 19:00 Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. En með fyrirhuguðum framkvæmdum Hvammsvirkjunar stendur hún frammi fyrir djúpstæðu inngripi sem getur raskað þessu jafnvægi varanlega. Áformað er að reisa stíflu rétt ofan við Viðey, þar sem næstum allt vatn árinnar verður leitt í jarðgöng langt frá upprunalegum farvegi. Í stað þess að halda eðlilegu rennsli, um 350 m³ á sekúndu, verða eftir einungis 20 m³/s, sem er langt undir því sem þarf til að viðhalda virku vistkerfi og fiskgengd í farveginum niður að Ölmóðsey. Slík inngrip stangast á við lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011, sem Ísland innleiddi í gegnum aðild sína að EES og sem byggja á vatnatilskipun Evrópusambandsins (2000/60/EB). Þau kveða á um vernd vatnshlota og að tryggt sé að náttúrulegt ástand þeirra haldist gott, nema með skýrum undantekningum og í samráði við almenning. Andrés Skúlason Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í janúar 2025 var það viðurkenning á því að Umhverfisstofnun hafði veitt heimild til verulegrar breytingar á vatnshloti án nægilegrar lagaheimildar. Með því að beina vatni í rör og skilja eftir nánast þurran farveg væri verið að raska vistkerfi Þjórsár með varanlegum hætti og það jafnvel án samráðs við almenning eins og tilskipunin kveður á um. Á vetrum gæti farvegurinn botnfrosið og íshröngl safnast upp. Fiskgengd stöðvast, lífríki hrörnar og náttúrulegt ástand Þjórsár verður einungis skuggi af því sem áður var. Þetta er ekki bara tæknilegt orkumál — heldur siðferðilegt og evrópskt álitamál. Þjóð sem sækist eftir traustum umhverfisverndarsamningi og virðingu fyrir náttúru á ekki að beita undanþágum til að sniðganga löggjöf sem hún sjálf samþykkti. Þjórsá á ekki að verða tilraunaverkefni í hagkvæmni, hún á skilið vernd, virðingu og framtíðarsýn. Höfundur er vélvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. En með fyrirhuguðum framkvæmdum Hvammsvirkjunar stendur hún frammi fyrir djúpstæðu inngripi sem getur raskað þessu jafnvægi varanlega. Áformað er að reisa stíflu rétt ofan við Viðey, þar sem næstum allt vatn árinnar verður leitt í jarðgöng langt frá upprunalegum farvegi. Í stað þess að halda eðlilegu rennsli, um 350 m³ á sekúndu, verða eftir einungis 20 m³/s, sem er langt undir því sem þarf til að viðhalda virku vistkerfi og fiskgengd í farveginum niður að Ölmóðsey. Slík inngrip stangast á við lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011, sem Ísland innleiddi í gegnum aðild sína að EES og sem byggja á vatnatilskipun Evrópusambandsins (2000/60/EB). Þau kveða á um vernd vatnshlota og að tryggt sé að náttúrulegt ástand þeirra haldist gott, nema með skýrum undantekningum og í samráði við almenning. Andrés Skúlason Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í janúar 2025 var það viðurkenning á því að Umhverfisstofnun hafði veitt heimild til verulegrar breytingar á vatnshloti án nægilegrar lagaheimildar. Með því að beina vatni í rör og skilja eftir nánast þurran farveg væri verið að raska vistkerfi Þjórsár með varanlegum hætti og það jafnvel án samráðs við almenning eins og tilskipunin kveður á um. Á vetrum gæti farvegurinn botnfrosið og íshröngl safnast upp. Fiskgengd stöðvast, lífríki hrörnar og náttúrulegt ástand Þjórsár verður einungis skuggi af því sem áður var. Þetta er ekki bara tæknilegt orkumál — heldur siðferðilegt og evrópskt álitamál. Þjóð sem sækist eftir traustum umhverfisverndarsamningi og virðingu fyrir náttúru á ekki að beita undanþágum til að sniðganga löggjöf sem hún sjálf samþykkti. Þjórsá á ekki að verða tilraunaverkefni í hagkvæmni, hún á skilið vernd, virðingu og framtíðarsýn. Höfundur er vélvirkjameistari.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun