Niðurgreiðsla líkamstjóna? Tómas Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. Sérstakur hvati til skrifa um líkamstjónin er slys sem varð á fögrum vordegi 2010. Gömul vinkona var á göngu til að kaupa fisk í kvöldmatinn þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum svo hann fór upp á gangstétt og klemmdi hana upp við húsvegg og braut hné og fleiri bein í hægri fæti auk annarra alvarlegra áverka. Lögregla og sjúkralið voru fyrst til og síðan komu sjúkrahúsdvalir, svo mánuðum skipti, með margvíslegum aðgerðum. Og mjög er nú brugðið vinkonunni, sem var ungleg og óvenju vel á sig komin. Vantar mikið á að hún hafi náð sér og ljóst að aðgerðum svo sem endurhæfingu er langt í frá lokið. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur áætlað kostnað vegna umferðarslysa á árinu 2005 og tengt hann launavísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt því má ætla að kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2011 gæti verið um 38 milljarðar. Mikill hluti þessarar fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem kostunaraðila heilbrigðisþjónustu og sjúkra- og örorkutrygginga, auk annars sem tengist líkamstjónum í umferðarslysum. Getur verið löglegt og réttlætanlegt að ríkissjóður beri nánast allan kostnað af gáleysi og glannagangi ökumanna og eða bilunum ökutækja í umferðarslysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir: Sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Hér hvílir því og hefur lengi hvílt víðtæk og ótvíræð lagaskylda á eiganda bifreiðar að greiða tjón sem hlýst af notkun hennar. Þessi skylda er síðan geirnegld með lagaskyldunni um að ábyrgðartryggja ökutæki og þannig ætti kostnaðurinn af umferðarslysunum að lenda að mestu á tryggingafélögum en ekki á ríkissjóði. Ekki virðist tíðkað að gera kröfur og leggja fram reikninga vegna margvíslegrar opinberrar þjónustu hér, svo sem þjónustu heilbrigðisstofnananna, nema þegar útlendingar eiga í hlut. En ljóst má vera að fjáraustur ríkissjóðs í lögbrot, sem jafnan fylgja umferðarslysum, hefur áhrif og dregur úr margvíslegri viðleitni til að koma í veg fyrir slys. Á þennan hátt hefur ríkissjóður niðurgreitt líkamstjón. Margar opinberar stofnanir sem ættu að láta sig þetta varða, hafa ekkert gert í málinu svo séð verði. Nefnd skulu: Alþingi, dómstólar, ráðuneyti fjármála, innanríkis og velferðar, Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, umboðsmaður barna og Umferðarstofa, svo og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. Sérstakur hvati til skrifa um líkamstjónin er slys sem varð á fögrum vordegi 2010. Gömul vinkona var á göngu til að kaupa fisk í kvöldmatinn þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum svo hann fór upp á gangstétt og klemmdi hana upp við húsvegg og braut hné og fleiri bein í hægri fæti auk annarra alvarlegra áverka. Lögregla og sjúkralið voru fyrst til og síðan komu sjúkrahúsdvalir, svo mánuðum skipti, með margvíslegum aðgerðum. Og mjög er nú brugðið vinkonunni, sem var ungleg og óvenju vel á sig komin. Vantar mikið á að hún hafi náð sér og ljóst að aðgerðum svo sem endurhæfingu er langt í frá lokið. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur áætlað kostnað vegna umferðarslysa á árinu 2005 og tengt hann launavísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt því má ætla að kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2011 gæti verið um 38 milljarðar. Mikill hluti þessarar fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem kostunaraðila heilbrigðisþjónustu og sjúkra- og örorkutrygginga, auk annars sem tengist líkamstjónum í umferðarslysum. Getur verið löglegt og réttlætanlegt að ríkissjóður beri nánast allan kostnað af gáleysi og glannagangi ökumanna og eða bilunum ökutækja í umferðarslysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir: Sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Hér hvílir því og hefur lengi hvílt víðtæk og ótvíræð lagaskylda á eiganda bifreiðar að greiða tjón sem hlýst af notkun hennar. Þessi skylda er síðan geirnegld með lagaskyldunni um að ábyrgðartryggja ökutæki og þannig ætti kostnaðurinn af umferðarslysunum að lenda að mestu á tryggingafélögum en ekki á ríkissjóði. Ekki virðist tíðkað að gera kröfur og leggja fram reikninga vegna margvíslegrar opinberrar þjónustu hér, svo sem þjónustu heilbrigðisstofnananna, nema þegar útlendingar eiga í hlut. En ljóst má vera að fjáraustur ríkissjóðs í lögbrot, sem jafnan fylgja umferðarslysum, hefur áhrif og dregur úr margvíslegri viðleitni til að koma í veg fyrir slys. Á þennan hátt hefur ríkissjóður niðurgreitt líkamstjón. Margar opinberar stofnanir sem ættu að láta sig þetta varða, hafa ekkert gert í málinu svo séð verði. Nefnd skulu: Alþingi, dómstólar, ráðuneyti fjármála, innanríkis og velferðar, Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, umboðsmaður barna og Umferðarstofa, svo og Félag íslenskra bifreiðaeigenda.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar