Hafa ber það sem réttara reynist Erna Bjarnadóttir skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Þann 3. ágúst sl. ritaði Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið um sauðfjárrækt. Auk þess fékk hann ítarlega umfjöllun í morgunútvarpi Rásar 2 daginn eftir og viðtal í fréttum Stöðvar 2. Meðferð prófessorsins á tölulegum upplýsingum og staðreyndum kallar á nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. Deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands gerir útflutning kindakjöts að umfjöllunarefni og staðhæfir að bændur þurfi að kaupa erlend aðföng eins og olíur, áburð, landbúnaðartæki, varahluti, heyrúlluplast o.fl. fyrir 1,1 milljarð króna til þess að framleiða sauðfjárafurðir sem fluttar eru út fyrir 2,75 milljarða króna. Benda má á að það er í sjálfu sér ekki markmið að framleiða kindakjöt til útflutnings nema því aðeins að afurðaverð á erlendum mörkuðum gefi tilefni til þess. Það væri æskilegt að prófessorinn hefði útskýrt nánar hvernig þessi 1,1 milljarðs króna kostnaður væri fenginn. Deildarforsetinn er jú yfirmaður hagfræðasviðs æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt út 3.437.283 kíló af kindakjöti árið 2010 að meðalverðmæti 616 krónur kílóið. Bændur fengu að meðaltali greiddar 413 kr. fyrir kílóið af lambakjöti en tæpar 117 kr./kg fyrir ærkjöt. Ætla má að um 10% af heildarútflutningi séu ærkjöt en 90% dilkakjöt. Verðmæti útflutnings til bænda árið 2010 nam því 1.317,8 milljónum. Nýjustu tölur um framleiðslukostnað eru frá 2009 en tölur ársins 2010 munu birtast fljótlega. Við mat á framleiðslukostnaði útfluttra afurða er eðlilegt að líta á jaðarkostnað sauðfjárbænda sem kostnað þeirra við að auka framleiðslu sína umfram innlenda eftirspurn. Í sinni einföldustu mynd má leggja breytilegan kostnað á framleitt kíló til grundvallar þar sem nákvæmari upplýsingar eru ekki tiltækar. Breytilegur kostnaður fyrir hvert kíló árið 2009 nam um 272 krónum á kíló, þar af er kostnaður vegna kaupa á áburði, aðkeyptu fóðri, olíum, varahlutum o.þ.h. 235 kr/kg. Niðurstaðan er sú að viðbótarkostnaður framleiðenda við að framleiða kindakjöt til útflutnings er um 937 millj. króna. Innflutt aðföng eru aðeins hluti þessa kostnaðar auk þess sem álagning innlendra fyrirtækja er hluti af verði þeirra til bænda. Það er því víðs fjarri að kaupa þurfi erlendan gjaldeyri fyrir 1,1 milljarð króna til að afla þessara aðfanga til framleiðslu á kindakjöti til útflutnings. Jafnvel þótt reiknað væri með 5% hækkun framleiðslukostnaðar milli ára (sem þó er að heyra að sé algert bannorð þegar framleiðsla kindakjöts er annars vegar) fást ekki út þær fjárhæðir sem prófessorinn nefnir. Útflutningurinn skilar þannig ekki undir 380 milljónum kr. til að greiða laun bænda og fastan kostnað við framleiðsluna. Fyrir búgrein eins og sauðfjárrækt þar sem fastur kostnaður er hátt hlutfall af framleiðslukostnaði er ávinningur af útflutningi augljós. Prófessorinn hefur ítrekað haldið því fram að sauðfjárframleiðendur hafi skuldbundið sig til að selja 6.700 tonn af lambakjöti á innanlandsmarkaði árlega. Hið rétta er að engin ákvæði eru til um framleiðslumagn eða markaðsstýringu í núgildandi sauðfjársamningi. Til að fá óskertar beingreiðslur þurfa bændur að eiga að lágmarki 0,6 kindur á móti hverju ærgildi í greiðslumarki, (sjá 5. gr. reglugerðar nr. 11/2008). Með öðrum orðum þá þarf lágmarks sauðfjáreign íslenskra bænda að nema rösklega 221 þúsund fjár að hrútum meðtöldum til þess að beingreiðslur úr ríkissjóði haldist óskertar. Eftirspurn neytenda eftir íslensku kindakjöti nam á síðasta ári um 6.100 tonnum. Það er eftirspurnin sem stjórnar því hve mikið selst af einstökum kjöttegundum á innanlandsmarkaði. Svo einfalt er það. Sauðfjársamningurinn kveður á um að tiltekinni fjárhæð er varið í beingreiðslur sem greiddar eru óháð framleiðslumagni og hvort sem framleiðslan er flutt á erlenda markaði eða seld innanlands. Þessar greiðslur eru því ekki alls ólíkar stuðningi ESB við landbúnað sem að stærstum hluta er greiddur á skilgreint landbúnaðarland óháð því hvað framleitt er. Enginn, þ.m.t. deildarforseti hagfræðideildar HÍ, hefur reynt að líkja þeim við útflutningsbætur þó ESB sé einn stærsti útflytjandi heims á landbúnaðarvörum. Að lokum: Búvörusamningar, þ.m.t. sauðfjársamningur, verða til í samskiptum samtaka bænda og ríkisvaldsins. Það er skrýtin framsetning hjá yfirmanni fræðasviðs innan Háskóla Íslands að halda því fram að starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar verði til á „þriðju hæð Hótel Sögu“ eins og hann orðar það í grein sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þann 3. ágúst sl. ritaði Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið um sauðfjárrækt. Auk þess fékk hann ítarlega umfjöllun í morgunútvarpi Rásar 2 daginn eftir og viðtal í fréttum Stöðvar 2. Meðferð prófessorsins á tölulegum upplýsingum og staðreyndum kallar á nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. Deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands gerir útflutning kindakjöts að umfjöllunarefni og staðhæfir að bændur þurfi að kaupa erlend aðföng eins og olíur, áburð, landbúnaðartæki, varahluti, heyrúlluplast o.fl. fyrir 1,1 milljarð króna til þess að framleiða sauðfjárafurðir sem fluttar eru út fyrir 2,75 milljarða króna. Benda má á að það er í sjálfu sér ekki markmið að framleiða kindakjöt til útflutnings nema því aðeins að afurðaverð á erlendum mörkuðum gefi tilefni til þess. Það væri æskilegt að prófessorinn hefði útskýrt nánar hvernig þessi 1,1 milljarðs króna kostnaður væri fenginn. Deildarforsetinn er jú yfirmaður hagfræðasviðs æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt út 3.437.283 kíló af kindakjöti árið 2010 að meðalverðmæti 616 krónur kílóið. Bændur fengu að meðaltali greiddar 413 kr. fyrir kílóið af lambakjöti en tæpar 117 kr./kg fyrir ærkjöt. Ætla má að um 10% af heildarútflutningi séu ærkjöt en 90% dilkakjöt. Verðmæti útflutnings til bænda árið 2010 nam því 1.317,8 milljónum. Nýjustu tölur um framleiðslukostnað eru frá 2009 en tölur ársins 2010 munu birtast fljótlega. Við mat á framleiðslukostnaði útfluttra afurða er eðlilegt að líta á jaðarkostnað sauðfjárbænda sem kostnað þeirra við að auka framleiðslu sína umfram innlenda eftirspurn. Í sinni einföldustu mynd má leggja breytilegan kostnað á framleitt kíló til grundvallar þar sem nákvæmari upplýsingar eru ekki tiltækar. Breytilegur kostnaður fyrir hvert kíló árið 2009 nam um 272 krónum á kíló, þar af er kostnaður vegna kaupa á áburði, aðkeyptu fóðri, olíum, varahlutum o.þ.h. 235 kr/kg. Niðurstaðan er sú að viðbótarkostnaður framleiðenda við að framleiða kindakjöt til útflutnings er um 937 millj. króna. Innflutt aðföng eru aðeins hluti þessa kostnaðar auk þess sem álagning innlendra fyrirtækja er hluti af verði þeirra til bænda. Það er því víðs fjarri að kaupa þurfi erlendan gjaldeyri fyrir 1,1 milljarð króna til að afla þessara aðfanga til framleiðslu á kindakjöti til útflutnings. Jafnvel þótt reiknað væri með 5% hækkun framleiðslukostnaðar milli ára (sem þó er að heyra að sé algert bannorð þegar framleiðsla kindakjöts er annars vegar) fást ekki út þær fjárhæðir sem prófessorinn nefnir. Útflutningurinn skilar þannig ekki undir 380 milljónum kr. til að greiða laun bænda og fastan kostnað við framleiðsluna. Fyrir búgrein eins og sauðfjárrækt þar sem fastur kostnaður er hátt hlutfall af framleiðslukostnaði er ávinningur af útflutningi augljós. Prófessorinn hefur ítrekað haldið því fram að sauðfjárframleiðendur hafi skuldbundið sig til að selja 6.700 tonn af lambakjöti á innanlandsmarkaði árlega. Hið rétta er að engin ákvæði eru til um framleiðslumagn eða markaðsstýringu í núgildandi sauðfjársamningi. Til að fá óskertar beingreiðslur þurfa bændur að eiga að lágmarki 0,6 kindur á móti hverju ærgildi í greiðslumarki, (sjá 5. gr. reglugerðar nr. 11/2008). Með öðrum orðum þá þarf lágmarks sauðfjáreign íslenskra bænda að nema rösklega 221 þúsund fjár að hrútum meðtöldum til þess að beingreiðslur úr ríkissjóði haldist óskertar. Eftirspurn neytenda eftir íslensku kindakjöti nam á síðasta ári um 6.100 tonnum. Það er eftirspurnin sem stjórnar því hve mikið selst af einstökum kjöttegundum á innanlandsmarkaði. Svo einfalt er það. Sauðfjársamningurinn kveður á um að tiltekinni fjárhæð er varið í beingreiðslur sem greiddar eru óháð framleiðslumagni og hvort sem framleiðslan er flutt á erlenda markaði eða seld innanlands. Þessar greiðslur eru því ekki alls ólíkar stuðningi ESB við landbúnað sem að stærstum hluta er greiddur á skilgreint landbúnaðarland óháð því hvað framleitt er. Enginn, þ.m.t. deildarforseti hagfræðideildar HÍ, hefur reynt að líkja þeim við útflutningsbætur þó ESB sé einn stærsti útflytjandi heims á landbúnaðarvörum. Að lokum: Búvörusamningar, þ.m.t. sauðfjársamningur, verða til í samskiptum samtaka bænda og ríkisvaldsins. Það er skrýtin framsetning hjá yfirmanni fræðasviðs innan Háskóla Íslands að halda því fram að starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar verði til á „þriðju hæð Hótel Sögu“ eins og hann orðar það í grein sinni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar