Áttu heima heima hjá þér að mati skattyfirvalda? Teitur Björn Einarsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Eitt af skilyrðum þess að fá greiddar vaxtabætur er að vaxtagjöldin af lánunum séu vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það skilyrði virðist einfalt, og er svo í flestum tilvikum, en getur stundum verið matskennt og óljóst. Í reglugerð um greiðslu vaxtabóta, nr. 990/2001, eru eigin not íbúðar skilgreind sem svo að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum. Svo segir að sérstakar tímabundnar aðstæður, sem valdi því að eigandi íbúðarhúsnæðis geti ekki sjálfur nýtt það til íbúðar, leiði þó ekki til þess að hann missi rétt til vaxtabóta, ef líklegt sé að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eign nota. Þetta krefst frekari skýringar. Einfalt dæmi væri að eigandi íbúðar, sem ákveður að leigja hana út og leigja sjálfur aðra íbúð, ætti ekki rétt á vaxtabótum vegna afborgana lána af íbúðinni þar sem hún er þá ekki nýtt til eigin nota. En eigandi íbúðar sem sökum náms, veikinda eða atvinnuþarfa þarf að búa annars staðar um nokkurt skeið á rétt á vaxtabótum ef um er að ræða tímabundnar aðstæður og líklegt er að hann taki húsnæðið sitt aftur til eigin nota innan ákveðins tíma. Þannig á eigandi íbúðar í Búðardal sem stundar nám á Akureyri rétt á vaxtabótum meðan á náminu stendur ef honum tekst að sannfæra skattyfirvöld um að líklegt sé að hann komi heim að námi loknu. Ef maður á tvær íbúðir er meginreglan sú að vaxtabætur eru einungis greiddar út með annarri íbúðinni, þeirri sem telst vera nýtt til eigin nota. Í úrskurði yfirskattanefndar, nr. 8/2010, kom fram að hjón sem sögðust halda tvö heimili, annað á landsbyggðinni og hitt í Reykjavík vegna náms og atvinnuþarfa, ættu ekki rétt á vaxtabótum vegna húsnæðisins í Reykjavík þar sem það gæti ekki talist vera eigin not íbúðar. Svipað var uppi á teningnum í öðrum nýlegum úrskurði yfirskattanefndar, nr. 304/2010. Þar kom fram að skráning lögheimilis hefði verulega þýðingu þegar meta þyrfti hvar eigandi tveggja íbúða teldist hafa aðaldvalarstað eða fasta búsetu. Í tilvikum sem þessum þurfa skattgreiðendur að athuga hvort undanþágureglan frá vaxtabótum af einungis einni íbúð eigi við. Árið 2009 var 5. gr. reglugerðar um greiðslu vaxtabóta breytt á þann veg að maður getur átt rétt á vaxtabótum vegna húsnæðis í byggingu eða kaupa á eldra húsnæði sem þarfnast endurbóta í beinu framhaldi af kaupunum þrátt fyrir að eiga aðra íbúð til eigin nota. Þá segir að maður geti átt rétt á vaxtabótum vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum þar sem sala annarrar þeirra reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði. Þessi undanþáguheimild mun gilda í allt að þrjú ár og heimilt er að leigja út aðra íbúðina án þess að réttur til vaxtabóta skerðist. Matskenndar reglur vaxtabóta í tekjuskattslögum valda því að einhverjir skattgreiðendur eru í vafa um hvort skattyfirvöld hafi lagt á réttan skatt með hliðsjón af rétti til vaxtabóta. Við svo búið er full ástæða fyrir skattgreiðendur að aðgæta álagningarseðlana og ganga úr skugga um að réttri skattfjárhæð hafi verið goldið til ríkisins. Kærufrestur rennur út 24. ágúst næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Eitt af skilyrðum þess að fá greiddar vaxtabætur er að vaxtagjöldin af lánunum séu vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það skilyrði virðist einfalt, og er svo í flestum tilvikum, en getur stundum verið matskennt og óljóst. Í reglugerð um greiðslu vaxtabóta, nr. 990/2001, eru eigin not íbúðar skilgreind sem svo að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum. Svo segir að sérstakar tímabundnar aðstæður, sem valdi því að eigandi íbúðarhúsnæðis geti ekki sjálfur nýtt það til íbúðar, leiði þó ekki til þess að hann missi rétt til vaxtabóta, ef líklegt sé að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eign nota. Þetta krefst frekari skýringar. Einfalt dæmi væri að eigandi íbúðar, sem ákveður að leigja hana út og leigja sjálfur aðra íbúð, ætti ekki rétt á vaxtabótum vegna afborgana lána af íbúðinni þar sem hún er þá ekki nýtt til eigin nota. En eigandi íbúðar sem sökum náms, veikinda eða atvinnuþarfa þarf að búa annars staðar um nokkurt skeið á rétt á vaxtabótum ef um er að ræða tímabundnar aðstæður og líklegt er að hann taki húsnæðið sitt aftur til eigin nota innan ákveðins tíma. Þannig á eigandi íbúðar í Búðardal sem stundar nám á Akureyri rétt á vaxtabótum meðan á náminu stendur ef honum tekst að sannfæra skattyfirvöld um að líklegt sé að hann komi heim að námi loknu. Ef maður á tvær íbúðir er meginreglan sú að vaxtabætur eru einungis greiddar út með annarri íbúðinni, þeirri sem telst vera nýtt til eigin nota. Í úrskurði yfirskattanefndar, nr. 8/2010, kom fram að hjón sem sögðust halda tvö heimili, annað á landsbyggðinni og hitt í Reykjavík vegna náms og atvinnuþarfa, ættu ekki rétt á vaxtabótum vegna húsnæðisins í Reykjavík þar sem það gæti ekki talist vera eigin not íbúðar. Svipað var uppi á teningnum í öðrum nýlegum úrskurði yfirskattanefndar, nr. 304/2010. Þar kom fram að skráning lögheimilis hefði verulega þýðingu þegar meta þyrfti hvar eigandi tveggja íbúða teldist hafa aðaldvalarstað eða fasta búsetu. Í tilvikum sem þessum þurfa skattgreiðendur að athuga hvort undanþágureglan frá vaxtabótum af einungis einni íbúð eigi við. Árið 2009 var 5. gr. reglugerðar um greiðslu vaxtabóta breytt á þann veg að maður getur átt rétt á vaxtabótum vegna húsnæðis í byggingu eða kaupa á eldra húsnæði sem þarfnast endurbóta í beinu framhaldi af kaupunum þrátt fyrir að eiga aðra íbúð til eigin nota. Þá segir að maður geti átt rétt á vaxtabótum vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum þar sem sala annarrar þeirra reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði. Þessi undanþáguheimild mun gilda í allt að þrjú ár og heimilt er að leigja út aðra íbúðina án þess að réttur til vaxtabóta skerðist. Matskenndar reglur vaxtabóta í tekjuskattslögum valda því að einhverjir skattgreiðendur eru í vafa um hvort skattyfirvöld hafi lagt á réttan skatt með hliðsjón af rétti til vaxtabóta. Við svo búið er full ástæða fyrir skattgreiðendur að aðgæta álagningarseðlana og ganga úr skugga um að réttri skattfjárhæð hafi verið goldið til ríkisins. Kærufrestur rennur út 24. ágúst næstkomandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar