Kolbeinn Proppé og Landspítalinn Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi blaðamaður og fyrrverandi varaborgarfulltrúi R-listans og oddviti VG í Suðurkjördæmi, skrifar um mig í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Ég kemst ekki hjá því að leiðrétta rangfærslur í grein hans. Kolbeinn segir: „Í þriggja ára ráðherratíð Guðlaugs fór spítalinn 5,1 milljarð fram úr fjárlögum.“ Nú er skemmst frá því að segja að ég var ráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Það gerir 20 mánuði. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að hallinn hafi verið 5,1 milljarður er mér hulin ráðgata. Því síður skil ég af hverju hann er að skamma mig fyrir rekstur Landspítalans. Kolbeinn veit að ég tók á rekstri Landspítalans þegar ég var ráðherra. Þá hafði verið gríðarlegur halli á spítalanum í mörg ár. Ég greip til aðgerða og setti m.a. af stað nefnd sem þáverandi forstjóri kallaði tilsjónarnefnd. Í framhaldinu kom ég á faglegri stjórn á spítalanum og nýr forstjóri var ráðinn eftir auglýsingu, en það hafði ekki verið gert áður. Árangurinn skilaði sér ekki eingöngu í betri rekstri heldur einnig í meiri afköstum á spítalanum. Styttri biðlistum, meiri þjónustu o.s.frv. Á forsíðu Fréttablaðsins hinn 29. ágúst 2008 er frétt um bættan rekstur spítalans og þar kemur fram að hallinn eftir sex mánuði var 0,8% miðað við 5,5% á sama tíma árið á undan. Niðurstaðan var 0,6% halli á rekstri en vegna falls krónunnar var heildarhallinn meiri. Landspítalinn hefur þá sérstöðu á meðal ríkisstofnana að rekstur hans er að nokkrum hluta háður gengi krónunnar, aðallega vegna lyfjakaupa. Það hefur enginn mér vitanlega haldið því fram að stjórnendur spítalans eða ráðherra heilbrigðismála geti haft stjórn á gengi krónunnar. Það má nefna fleiri dæmi um það hvernig ég tók á rekstrarvanda stofnana og hvernig ég vann að sparnaði og bættri þjónustu. Ég fór óhræddur í þau verk og ég fagna því ef fjölmiðlar sýna því áhuga og skoða verk mín og árangur. Það að taka á rekstrarvanda opinberra stofnana fyrir hrun var vanþakklátt og einmanalegt starf. Ég var gagnrýndur harðlega og þá sérstaklega af félögum Kolbeins í VG. Gagnrýnin var oft á tíðum persónuleg og rætin. Það sem mér finnst verst við skrif Kolbeins er að hann veit betur. Ég gaf honum líka tækifæri til að leiðrétta rangfærslurnar en hann kaus að gera það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi blaðamaður og fyrrverandi varaborgarfulltrúi R-listans og oddviti VG í Suðurkjördæmi, skrifar um mig í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Ég kemst ekki hjá því að leiðrétta rangfærslur í grein hans. Kolbeinn segir: „Í þriggja ára ráðherratíð Guðlaugs fór spítalinn 5,1 milljarð fram úr fjárlögum.“ Nú er skemmst frá því að segja að ég var ráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Það gerir 20 mánuði. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að hallinn hafi verið 5,1 milljarður er mér hulin ráðgata. Því síður skil ég af hverju hann er að skamma mig fyrir rekstur Landspítalans. Kolbeinn veit að ég tók á rekstri Landspítalans þegar ég var ráðherra. Þá hafði verið gríðarlegur halli á spítalanum í mörg ár. Ég greip til aðgerða og setti m.a. af stað nefnd sem þáverandi forstjóri kallaði tilsjónarnefnd. Í framhaldinu kom ég á faglegri stjórn á spítalanum og nýr forstjóri var ráðinn eftir auglýsingu, en það hafði ekki verið gert áður. Árangurinn skilaði sér ekki eingöngu í betri rekstri heldur einnig í meiri afköstum á spítalanum. Styttri biðlistum, meiri þjónustu o.s.frv. Á forsíðu Fréttablaðsins hinn 29. ágúst 2008 er frétt um bættan rekstur spítalans og þar kemur fram að hallinn eftir sex mánuði var 0,8% miðað við 5,5% á sama tíma árið á undan. Niðurstaðan var 0,6% halli á rekstri en vegna falls krónunnar var heildarhallinn meiri. Landspítalinn hefur þá sérstöðu á meðal ríkisstofnana að rekstur hans er að nokkrum hluta háður gengi krónunnar, aðallega vegna lyfjakaupa. Það hefur enginn mér vitanlega haldið því fram að stjórnendur spítalans eða ráðherra heilbrigðismála geti haft stjórn á gengi krónunnar. Það má nefna fleiri dæmi um það hvernig ég tók á rekstrarvanda stofnana og hvernig ég vann að sparnaði og bættri þjónustu. Ég fór óhræddur í þau verk og ég fagna því ef fjölmiðlar sýna því áhuga og skoða verk mín og árangur. Það að taka á rekstrarvanda opinberra stofnana fyrir hrun var vanþakklátt og einmanalegt starf. Ég var gagnrýndur harðlega og þá sérstaklega af félögum Kolbeins í VG. Gagnrýnin var oft á tíðum persónuleg og rætin. Það sem mér finnst verst við skrif Kolbeins er að hann veit betur. Ég gaf honum líka tækifæri til að leiðrétta rangfærslurnar en hann kaus að gera það ekki.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun