Ein ferð í Bónus Árni Svanur Daníelsson & Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 18. ágúst 2011 08:00 Kristín Þórunn Tómasdóttir foreldri og prestur Dagurinn hefst eins og flestir virkir dagar á heimilinu. Upp úr sjö rumska yngstu börnin tvö, kanna hvort pabbi og mamma séu ekki örugglega á sínum stað og taka svo til við morgunverkin sín, vekja dúkkur og bangsa og púsla legokubbum. Eftir að hafa klætt sig, borðað morgunmat, burstað hár og tennur er haldið af stað á leikskólann. Okkar leikskóli er steinsnar frá heimilinu og göngutúrinn er hressandi. Þegar inn er komið fer svo hver að sínu hólfi, hengir upp lopapeysu og buff, raðar skóm eða stígvélum. Á leikskólanum líður dagurinn við leik og störf við hvers barns hæfi. Skipulagðar samverustundir eru inni og úti þar sem unnið er í stórum og smáum hópum. Félagsfærni og málþroski eru á dagskrá, hreyfing, hlutverkaleikir, söngur. Þetta er vinna leikskólabarnanna. Þau starfa undir styrkri leiðsögn allan daginn, allt þar til mamma og pabbi koma að sækja í lok dags. Þessa dagana ræða leikskólakennarar og sveitarfélög um launakjör. Meðal annars er rætt um 11% leiðréttingu á launum leikskólakennara sem hafa undanfarin ár dregist aftur úr hliðstæðum stéttum. Til að mynda hafa leikskólakennarar um það bil 25% lægri laun en grunnskólakennarar. Stéttirnar hafa þó hliðstæða menntun og bera sambærilega ábyrgð. Ef við setjum prósentin ellefu í samhengi þá jafngilda þau um 15 þúsund króna hækkun á útborguð laun leikskólakennara, eftir skatta og launatengd gjöld. Það er varla ein ferð í Bónus. Allir kennarar vinna mikilvægt starf. Fyrir það eiga þeir skilið þakklæti okkar, virðingu samfélagsins og sanngjörn laun. Leiðrétting á launum leikskólakennara er bæði mikilvæg og sjálfsögð. Við skorum á viðsemjendur leikskólakennara að mæta þeim af sanngirni og leiðrétta laun þeirra í samræmi við menntun, ábyrgð og laun viðmiðunarstétta þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Kristín Þórunn Tómasdóttir foreldri og prestur Dagurinn hefst eins og flestir virkir dagar á heimilinu. Upp úr sjö rumska yngstu börnin tvö, kanna hvort pabbi og mamma séu ekki örugglega á sínum stað og taka svo til við morgunverkin sín, vekja dúkkur og bangsa og púsla legokubbum. Eftir að hafa klætt sig, borðað morgunmat, burstað hár og tennur er haldið af stað á leikskólann. Okkar leikskóli er steinsnar frá heimilinu og göngutúrinn er hressandi. Þegar inn er komið fer svo hver að sínu hólfi, hengir upp lopapeysu og buff, raðar skóm eða stígvélum. Á leikskólanum líður dagurinn við leik og störf við hvers barns hæfi. Skipulagðar samverustundir eru inni og úti þar sem unnið er í stórum og smáum hópum. Félagsfærni og málþroski eru á dagskrá, hreyfing, hlutverkaleikir, söngur. Þetta er vinna leikskólabarnanna. Þau starfa undir styrkri leiðsögn allan daginn, allt þar til mamma og pabbi koma að sækja í lok dags. Þessa dagana ræða leikskólakennarar og sveitarfélög um launakjör. Meðal annars er rætt um 11% leiðréttingu á launum leikskólakennara sem hafa undanfarin ár dregist aftur úr hliðstæðum stéttum. Til að mynda hafa leikskólakennarar um það bil 25% lægri laun en grunnskólakennarar. Stéttirnar hafa þó hliðstæða menntun og bera sambærilega ábyrgð. Ef við setjum prósentin ellefu í samhengi þá jafngilda þau um 15 þúsund króna hækkun á útborguð laun leikskólakennara, eftir skatta og launatengd gjöld. Það er varla ein ferð í Bónus. Allir kennarar vinna mikilvægt starf. Fyrir það eiga þeir skilið þakklæti okkar, virðingu samfélagsins og sanngjörn laun. Leiðrétting á launum leikskólakennara er bæði mikilvæg og sjálfsögð. Við skorum á viðsemjendur leikskólakennara að mæta þeim af sanngirni og leiðrétta laun þeirra í samræmi við menntun, ábyrgð og laun viðmiðunarstétta þeirra.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar