

Sameignarfélagið Faxaflóahafnir, sem er að mestu í eigu Reykjavíkurborgar, hefur nánast hneppt Hvalfjörð í fjötra með eignarhaldi sínu á Grundartanga þar sem hvert mengandi iðjuverið á fætur öðru hefur risið, fyrir tilstilli Faxaflóahafna.
Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd.
Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu.
Alþingiskosningar fara fram 28. október nk. Sem eldri borgari geri ég kröfu til þess, að frambjóðendur skýri frá stefnu sinni í málefnum aldraðra og öryrkja. Mál þeirra hafa verið í ólestri undanfarið, einkum kjaramálin.
Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin til þess að leiða næstu ríkisstjórn enda flokkurinn að mælast sá stærsti nú þegar stutt er til kosninga.
Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Samt er ég í mjög góðri æfingu. Síðan ég fékk kosningarétt árið 2011 hef ég kosið í tvennum forsetakosningum og einum sveitarstjórnarkosningum. Ég kaus um Icesave og stjórnarskrána.
Íslenski ferðaklasinn og FESTA hafa á árinu unnið að hvatningarátaki um ábyrga ferðaþjónustu. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.
Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga.
Hvað varð um orðið borgari? Datt það út? Orð eru mögnuð, þeim fylgir máttur. Endurskilgreiningar hugtaka fylgja alltaf nýrri hugmyndafræði, nýjum skilningi eða misskilningi. Fyrsta verk boðberanna eru endurskilgreiningar.
Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald.
Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki.
Mennta- og skólastarf á Íslandi hefur, í sögulegu samhengi, lengstum verið á höndum annarra aðila en ríkis eða sveitarfélaga.
Í umræðunni um virðisaukaskatt af ferðaþjónustu er því stundum haldið fram að sum ferðaþjónustufyrirtæki fái meira endurgreitt af virðisaukaskatti en þau innheimta.
Þessa sérkennilegu staðhæfingu lét virtur barnalæknir og sálgreinir að nafni Donald Winnicott hafa eftir sér upp úr miðri síðustu öld. Með orðum sínum vildi hann vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að án umönnunaraðila eigi barn sér enga lífsvon.
Sjálfsvíg er harmleikur. Orsakir þess að einhver tekur svo afdrifaríka ákvörðun eru flóknar og margslungnar.
Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum.
Fjölmiðlamenn vilja skiljanlega oftast beina kastljósinu að því sem við teljum að öðrum, helst sem flestum, þyki merkilegt eða mikilvægt.
Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni.
Hvernig á að byggja upp heilbrigðiskerfi þjóðar? Reka það, starfrækja, hlúa að þannig að það nýtist þjóðinni allri? Þessara spurninga hefur oft og tíðum verið spurt undanfarin ár, en því miður hafa of margir stjórnmálaflokkar heykst á því að svara þeim.
Á Vísindaþingi í síðasta mánuði var kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, en síðasta stefna rann sitt skeið í lok síðasta árs. Í stefnunni er farið hástemmdum orðum um mikilvægi vísinda og menntunar fyrir nútímasamfélag. Þó virðist hún ekki vera í tengslum við þann raunveruleika sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi
Mynd dagsins úr Fréttablaðinu.
Það má margt læra af velgengni karlalandsliðsins í fótbolta, en í grunninn sýnir þessi árangur fram á mikilvægi samheldninnar, og það á öllum stigum samfélagsins.
Mér þykir Spánn óskaplega spennandi eins og hann er með sín þrjú tungumál og óteljandi mállýskur. Svo er það þessi margfrægi núningur milli borga og landshluta sem virkar á mig eins og uppörvandi andstæða við einsleitnina í mínu heimalandi þar sem Stór-Reykjavíkursvæðið er alfa, ómega og amen eftir efninu.
Ein stærsta áskorunin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir eru breytingarnar sem ör tækniþróun hefur í för með sér, sem stundum er vísað í sem fjórðu iðnbyltinguna.
Mynd dagsins úr Fréttablaðinu.
Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta.
Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Markmið dagsins er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og að fræða almenning.
Bjarni Benediktsson svarar eigin spurningu á þessari síðu (10.10.) um hvort allt hafi verið betra á Íslandi áður fyrr. Skrifar að hann vildi frekar búa núna á Íslandi en á tímabilinu frá landnámi og fram undir okkar daga. Ekki skil ég svarið sem pólitísk rök. Það er jafn sjálfsagt og innihaldsrýrt og svar við því hvort maður vildi fremur nota nýjan bíl en Ford T-módel frá 1910.
Áratugum saman hefur í ræðu og riti verið lýst eftir því að atkvæði landsmanna skuli vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa. Hið sama skuli gilda um Jón og séra Jón.
Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum.
Nú á dögunum kom út skýrsla hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks á Íslandi á árunum 1998-2016. Í skýrslunni kemur fram að ein af meginástæðum þess að skattbyrði hafi aukist í öllum tekjuhópum sé að persónuafsláttur hafi ekki fylgt launaþróun
Nú er verið að kjósa enn og aftur og stjórnmálaflokkarnir hafa valið sína frambjóðendur. Ef við skoðum aldur alþingismanna í gegnum tíðina, má sjá að það er frekar sjaldgæft að fólk sem komið er á efri ár sitji á þingi. Kannski einn og einn. Nú er það hins vegar svo að fólk eldist og lifir lengur en áður.
Ég fer fyrir flokki sem trúir því að ein besta leiðin í að bæta vinnubrögð stjórnsýslu og stjórnmála sé aukið gagnsæi. Í Viðreisn trúum við því að efla þurfi traust almennings gagnvart stjórnvöldum og stjórnmálunum almennt og eyða tortryggni.
Mörgum landsmönnum blöskraði nýlega frétt um að erfingjar Nóbelsskáldsins ættu að borga himinháan skatt af áætluðu virði höfundarréttar. Það er ekki að undra því þarna fara saman tvær hæpnar skattareglur.
Það þarf ungt fólk til að ganga gegn hefðum og venjum og knýja fram samfélagsbreytingar til framtíðar. Það er því mikilvægt að stuðla að samtali þvert á kynslóðir með því að ljá ungu fólki rödd og veita því hlutdeild í úrlausnum þeirra flóknu áskorana sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag.
Komandi kosningar snúast um traust. Um það að hér komist á stöðugt stjórnarfar. Um það að við getum farið til okkar starfa að morgni í trausti þess að hér sé ríkisstjórn að störfum að sinna brýnum verkefnum sem henni er ætlað af þjóðinni og málefnalegt Alþingi sem veitir ríkisstjórninni heilbrigt aðhald.
Árlega efna félagasamtök og stofnanir sem starfa að geðheilbrigðismálum til sérstakrar dagskrár 10. október undir merkjum Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins (e. World Mental Health Day). Markmiðið er að auka vitund almennings um geðræn vandamál, mikilvægi geðræktar og forvarna á þessu sviði. Í ár er þema dagsins "Geðheilsa á vinnustað“.
Almenn eining ríkir um að gera þurfi betur í heilbrigðismálum. Þverpólitísk sátt náðist á Alþingi í vor þegar samþykkt var þingsályktunartillaga Framsóknarflokks um gerð heilbrigðisáætlunar.
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Fyrir níu árum runnu íslensku bankarnir á rassinn og lentu á íslenska þjóðarbúinu og almenningi af fullum þunga.
Hvíslað og flissað. Falið og geymt.
Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi.
Þeir sem hafa gaman af bandarískum grínþáttum hafa margir eflaust rekist á hugtak sem heitir "Two Timer Date“, þar sem menntaskólapiltur lendir í því að taka tvær mismunandi stelpur á sama dansleik.
Björn Th Björnsson taldi listina nákvæmustu loftvog þjóðfélagslegra hræringa, þannig að með því að banka í glerið mætti lesa af listinni loftþrýstinginn í samfélaginu; sjá ástandið eins og það er í dag og spá fyrir um hvernig það muni verða.
Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun.
Í aðdraganda þessara kosninga ber á því að allt of margir tala niður þann mikla árangur sem við Íslendingar höfum sameiginlega náð.