Er ég neyslueining? Halldóra Kristín Thoroddsen skrifar 11. október 2017 14:30 Hvað varð um orðið borgari? Datt það út? Orð eru mögnuð, þeim fylgir máttur. Endurskilgreiningar hugtaka fylgja alltaf nýrri hugmyndafræði, nýjum skilningi eða misskilningi. Fyrsta verk boðberanna eru endurskilgreiningar. Hugtakið frelsi tökum við okkur varla í munn lengur nema þegar við eigum við síma, hugtakinu var rænt og það afbakað. Frú Thatcher skildi þetta. Fleyg er staðhæfing hennar um endalok samfélags, endalok borgarans og fæðingu neyslueiningarinnar. „There is no such thing as society.“ Neytandi er gott og gilt orð yfir þann sem „notar“ vöru eða þjónustu. Það tekur þó aðeins til einstaklings eða einstaklinga sem nota ákveðna vöru eða þjónustu. Réttindabarátta neytandans er ekki um samábyrgð, ekki um almannahag, nær ekki til annarra réttinda en þeirra að verða ekki fyrir vörusvikum. Orðið borgari er mun víðfeðmara. Borgarinn á rétt, ekki bara á góðri þjónustu og vöru heldur rétt sem byggir á samfélagssáttmála í réttarríki. Hann talar ekki fyrir sig einan eða sinn hóp heldur talar hann sem borgari í samfélagi. Hann er rödd í borgaralegu samhengi. Rödd út úr heild. Auðhyggjutímabilið tamdi sér nýja tungu. Þessi tunga litar enn samfélag okkar þó að hugmyndakerfið hafi misst trúverðugleika í flestra augum. Mannskilningur þess kerfis beinlínis útheimti það að fólk hætti að líta á sig sem borgara, í samfélagi sem hjálpast að. Maðurinn á að líta á sig sem neytanda. Ekki félaga í sjúkrasamlagi eða stéttarfélagi, heldur eigingjarna neyslueiningu. Víða hefur verið tekið upp fyrirtækja- og fjármálamálfar þar sem áður voru sótt hugtök af öðrum meiði. Skólar sem áður skilgreindu gildi sín í anda mannkærleika hafa margir hverjir uppfært þau í takt við nýmállýskuna, mállýsku sem er farin að virka undarlega nýgömul á mann. Þau eru í anda auglýsinga bankastofnana eða símafyrirtækja. „Marksækið nám, fjárfesting í framtíð.“ Samfélagsþátturinn Kastljós hefur verið endurskilgreindur sem neytendaþáttur og Gallúp spyr mig mörgum sinnum á ári hvort ég muni mæla með fyrirtækjum við vini mína. Eru margir í þannig samskiptum við fólk? Í mínum vinahópi yrði ég álitin mjög einkennileg ef ég brysti inn í samræður í tíma og ótíma og færi að mæra fyrirtæki. Flest erum við fullsödd af auglýsingum miðlanna. Nú eru uppi hugmyndir um að setja stórfelldar vegaframkvæmdir í hendur einkaaðila sem muni svo rukka almenning um vegatolla. Og hverjar eru svo röksemdarfærslurnar? Jú, mantran: „Þeir borgi sem neyti“ og sú trúarsetning sem fylgir þessu hugmyndakerfi, að peningar einkaaðila séu á einhvern hátt öðruvísi en peningar úr sameigninni, eins og verktakar sem vinni fyrir þeim séu samviskusamari og vinni fyrir minna kaupi, vandi sig betur? Í draumaríkinu átti að þurrka út tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins á sem flestum póstum. Allir neytendur skyldu borga jafnt, veikir sterkir, ungir gamlir. Hví skyldi ég borga fyrir ljósastaur í Grafarvogi eða veg til Akureyrar? Hvernig nýtist það mér persónulega? ég sem aldrei fer af bæ. Á milli mín og veraldarinnar átti að setja upp rauf til að stinga inn korti eða teljara sem rukkaði fyrir notkun. Fyrir nýtingu á þjóðvegum, fyrir göngutúr í náttúrunni, fyrir sjúkrahúsvist og í hinum besta heimi fyrir vatn og loft. Einfalt kerfi sem átti jafnframt að gera mann svo ósköp frjálsan, þó að frjáls för á milli sveitarfélaga heyrði sögunni til. Nýmállýska fylgir nýjum draumi, Georg Orwell kallaði þetta newspeak í bók sinni „Nítján hundruð áttatíu og fjögur“. Newspeak er stýrt tungumál, sem á að koma í veg fyrir þá frjálsu hugsun, persónulegu ímynd, sjálfstjáningu og þann frjálsan vilja, sem kann að ógna ríkjandi hugmyndakerfi. Þessi greinarstúfur myndi falla undir „hugsanaglæp“ í hinum besta heimi auðhyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað varð um orðið borgari? Datt það út? Orð eru mögnuð, þeim fylgir máttur. Endurskilgreiningar hugtaka fylgja alltaf nýrri hugmyndafræði, nýjum skilningi eða misskilningi. Fyrsta verk boðberanna eru endurskilgreiningar. Hugtakið frelsi tökum við okkur varla í munn lengur nema þegar við eigum við síma, hugtakinu var rænt og það afbakað. Frú Thatcher skildi þetta. Fleyg er staðhæfing hennar um endalok samfélags, endalok borgarans og fæðingu neyslueiningarinnar. „There is no such thing as society.“ Neytandi er gott og gilt orð yfir þann sem „notar“ vöru eða þjónustu. Það tekur þó aðeins til einstaklings eða einstaklinga sem nota ákveðna vöru eða þjónustu. Réttindabarátta neytandans er ekki um samábyrgð, ekki um almannahag, nær ekki til annarra réttinda en þeirra að verða ekki fyrir vörusvikum. Orðið borgari er mun víðfeðmara. Borgarinn á rétt, ekki bara á góðri þjónustu og vöru heldur rétt sem byggir á samfélagssáttmála í réttarríki. Hann talar ekki fyrir sig einan eða sinn hóp heldur talar hann sem borgari í samfélagi. Hann er rödd í borgaralegu samhengi. Rödd út úr heild. Auðhyggjutímabilið tamdi sér nýja tungu. Þessi tunga litar enn samfélag okkar þó að hugmyndakerfið hafi misst trúverðugleika í flestra augum. Mannskilningur þess kerfis beinlínis útheimti það að fólk hætti að líta á sig sem borgara, í samfélagi sem hjálpast að. Maðurinn á að líta á sig sem neytanda. Ekki félaga í sjúkrasamlagi eða stéttarfélagi, heldur eigingjarna neyslueiningu. Víða hefur verið tekið upp fyrirtækja- og fjármálamálfar þar sem áður voru sótt hugtök af öðrum meiði. Skólar sem áður skilgreindu gildi sín í anda mannkærleika hafa margir hverjir uppfært þau í takt við nýmállýskuna, mállýsku sem er farin að virka undarlega nýgömul á mann. Þau eru í anda auglýsinga bankastofnana eða símafyrirtækja. „Marksækið nám, fjárfesting í framtíð.“ Samfélagsþátturinn Kastljós hefur verið endurskilgreindur sem neytendaþáttur og Gallúp spyr mig mörgum sinnum á ári hvort ég muni mæla með fyrirtækjum við vini mína. Eru margir í þannig samskiptum við fólk? Í mínum vinahópi yrði ég álitin mjög einkennileg ef ég brysti inn í samræður í tíma og ótíma og færi að mæra fyrirtæki. Flest erum við fullsödd af auglýsingum miðlanna. Nú eru uppi hugmyndir um að setja stórfelldar vegaframkvæmdir í hendur einkaaðila sem muni svo rukka almenning um vegatolla. Og hverjar eru svo röksemdarfærslurnar? Jú, mantran: „Þeir borgi sem neyti“ og sú trúarsetning sem fylgir þessu hugmyndakerfi, að peningar einkaaðila séu á einhvern hátt öðruvísi en peningar úr sameigninni, eins og verktakar sem vinni fyrir þeim séu samviskusamari og vinni fyrir minna kaupi, vandi sig betur? Í draumaríkinu átti að þurrka út tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins á sem flestum póstum. Allir neytendur skyldu borga jafnt, veikir sterkir, ungir gamlir. Hví skyldi ég borga fyrir ljósastaur í Grafarvogi eða veg til Akureyrar? Hvernig nýtist það mér persónulega? ég sem aldrei fer af bæ. Á milli mín og veraldarinnar átti að setja upp rauf til að stinga inn korti eða teljara sem rukkaði fyrir notkun. Fyrir nýtingu á þjóðvegum, fyrir göngutúr í náttúrunni, fyrir sjúkrahúsvist og í hinum besta heimi fyrir vatn og loft. Einfalt kerfi sem átti jafnframt að gera mann svo ósköp frjálsan, þó að frjáls för á milli sveitarfélaga heyrði sögunni til. Nýmállýska fylgir nýjum draumi, Georg Orwell kallaði þetta newspeak í bók sinni „Nítján hundruð áttatíu og fjögur“. Newspeak er stýrt tungumál, sem á að koma í veg fyrir þá frjálsu hugsun, persónulegu ímynd, sjálfstjáningu og þann frjálsan vilja, sem kann að ógna ríkjandi hugmyndakerfi. Þessi greinarstúfur myndi falla undir „hugsanaglæp“ í hinum besta heimi auðhyggjunnar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun