Persónuafsláttur hefur ekki haldið verðgildi sínu Helga Jónsdóttir og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 10. október 2017 07:00 Nú á dögunum kom út skýrsla hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks á Íslandi á árunum 1998-2016. Í skýrslunni kemur fram að ein af meginástæðum þess að skattbyrði hafi aukist í öllum tekjuhópum sé að persónuafsláttur hafi ekki fylgt launaþróun sem valdi því að skattbyrði lægri launa hafi aukist mest en að auki hafi stuðningur vaxtabóta- og húsaleigubótakerfisins minnkað og að íslenska barnabótakerfið sé veikt. Í lokaverkefni til ML-gráðu í lögfræði sem unnin var 2014-2015 voru m.a. skoðuð þau áhrif sem sílækkandi persónuafsláttur hefur haft á kjör elli- og örorkulífeyrisþega frá upptöku staðgreiðslu 1988. Þar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að ekki einungis hafi persónuafslátturinn ekki haldið verðgildi sínu heldur greiði þeir lakar settu sífellt hærri hluta tekna sinna í staðgreiðslu. Þann 1. janúar 1988 var horfið frá eldra skattkerfi með ýmsum frádráttarheimildum fyrir einstaklinga og í þess stað komið á staðgreiðslukerfi. Eitt af því sem lá fyrir var að persónuafsláttur skyldi að fullu koma í stað þeirra frádráttarheimilda sem heimilaðar höfðu verið. Var þar sérstaklega litið til þess að kjör elli- og örorkulífeyrisþega skertust ekki. Í greinargerð með frumvarpi til staðgreiðslulaga kom fram að þrátt fyrir að allar tekjur lífeyrisþega yrðu skattskyldar þá myndi það ekki leiða til hærri skattbyrði. Aukinn persónuafsláttur varð til þess að einungis verulegar tekjur lífeyrisþega annars staðar frá leiddu til skattgreiðslu þeirra. Við upphaf staðgreiðslu 1988 var persónuafslátturinn það hár að lífeyrisþegi sem fékk einungis elli- og örorkulífeyri frá almannatryggingum gat haft rúmlega þrefalda þá upphæð í tekjur annars staðar frá, t.d. lífeyrissjóði, áður en skattleysismörkum var náð. Upphaflega var persónuafslátturinn tengdur lánskjaravísitölu og hækkaði tvisvar á ári í samræmi við hana og átti það að tryggja að persónuafslátturinn héldi verðgildi sínu. Hins vegar hefur upphæð persónuafsláttar að mestu verið handstýrt síðan 1995. Árið 2000 var svo komið að lífeyrisþegar voru farnir að taka þátt í greiðslu útsvars og á árinu 2007 greiddu þeir allt útsvar sitt og tekjuskatt til ríkisins. Í dag er persónuafsláttur 52.907 kr. á mánuði og greiða lífeyrisþegar tæp 14% af óskertum lífeyri almannatrygginga og fullan skatt af öðrum tekjum sínum. Hlutfallið er 18% ef tekinn er óskertur lífeyrir með heimilisuppbót.Mest áhrif á þá tekjulægstu Persónuafsláttur í dag er kr. 52.907 kr. en væri 62.121 kr. ef afslátturinn hefði verið uppreiknaður miðað við neysluverðsvísitölu frá upptöku staðgreiðslu. Hins vegar hefur borið nokkuð á þeirri umræðu að réttast hefði verið að láta afsláttinn fylgja launavísitölu sem var tekin upp 1989. Launavísitalan var sett 100 stig í desember 1988, og var komin í 592,2 stig í desember 2016. Í upphafi árs 1989 var persónuafsláttur kr. 17.842 á mánuði og væri því, ef hann hefði fylgt launavísitölu, kr. 105.660 á mánuði vegna ársins 2017 og skattleysismörk nú kr. 286.032 á mánuði. Þess í stað eru mánaðartekjur umfram 142 þús. kr. skattlagðar. Einstaklingur með 180 þús. kr. tekjur á mánuði er að greiða 13 þús. kr. í staðgreiðslu. Persónuafsláttur hefur mest áhrif á þá tekjulægstu þar sem um fasta upphæð er að ræða. Því yrði veruleg hækkun hans mikil kjarabót fyrir lágtekjufólk. Ekki má gleyma því að persónuafsláttur, sem ákvarðaður var við upptöku staðgreiðslu 1988, var ekki gjöf frá ríkisvaldinu heldur var hann það gjald sem ríkið galt í skiptum fyrir þær frádráttarheimildir sem fyrir hendi voru í eldra skattkerfi. Hinn nýi persónuafsláttur átti að tryggja að dreifing skattbyrðar raskaðist ekki sem neinu næmi við umskiptin og að lífeyrisþegar bæru ekki skarðan hlut frá borði. Því miður hafa ríkisstjórnir frá 1995 ekki borið gæfu til þess, eins og dæmin hér að ofan sýna, að gæta þess að persónuafsláttur héldi að fullu verðgildi sínu. Helga Jónsdóttir er ML frá Háskólanum á Bifröst.Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nú á dögunum kom út skýrsla hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks á Íslandi á árunum 1998-2016. Í skýrslunni kemur fram að ein af meginástæðum þess að skattbyrði hafi aukist í öllum tekjuhópum sé að persónuafsláttur hafi ekki fylgt launaþróun sem valdi því að skattbyrði lægri launa hafi aukist mest en að auki hafi stuðningur vaxtabóta- og húsaleigubótakerfisins minnkað og að íslenska barnabótakerfið sé veikt. Í lokaverkefni til ML-gráðu í lögfræði sem unnin var 2014-2015 voru m.a. skoðuð þau áhrif sem sílækkandi persónuafsláttur hefur haft á kjör elli- og örorkulífeyrisþega frá upptöku staðgreiðslu 1988. Þar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að ekki einungis hafi persónuafslátturinn ekki haldið verðgildi sínu heldur greiði þeir lakar settu sífellt hærri hluta tekna sinna í staðgreiðslu. Þann 1. janúar 1988 var horfið frá eldra skattkerfi með ýmsum frádráttarheimildum fyrir einstaklinga og í þess stað komið á staðgreiðslukerfi. Eitt af því sem lá fyrir var að persónuafsláttur skyldi að fullu koma í stað þeirra frádráttarheimilda sem heimilaðar höfðu verið. Var þar sérstaklega litið til þess að kjör elli- og örorkulífeyrisþega skertust ekki. Í greinargerð með frumvarpi til staðgreiðslulaga kom fram að þrátt fyrir að allar tekjur lífeyrisþega yrðu skattskyldar þá myndi það ekki leiða til hærri skattbyrði. Aukinn persónuafsláttur varð til þess að einungis verulegar tekjur lífeyrisþega annars staðar frá leiddu til skattgreiðslu þeirra. Við upphaf staðgreiðslu 1988 var persónuafslátturinn það hár að lífeyrisþegi sem fékk einungis elli- og örorkulífeyri frá almannatryggingum gat haft rúmlega þrefalda þá upphæð í tekjur annars staðar frá, t.d. lífeyrissjóði, áður en skattleysismörkum var náð. Upphaflega var persónuafslátturinn tengdur lánskjaravísitölu og hækkaði tvisvar á ári í samræmi við hana og átti það að tryggja að persónuafslátturinn héldi verðgildi sínu. Hins vegar hefur upphæð persónuafsláttar að mestu verið handstýrt síðan 1995. Árið 2000 var svo komið að lífeyrisþegar voru farnir að taka þátt í greiðslu útsvars og á árinu 2007 greiddu þeir allt útsvar sitt og tekjuskatt til ríkisins. Í dag er persónuafsláttur 52.907 kr. á mánuði og greiða lífeyrisþegar tæp 14% af óskertum lífeyri almannatrygginga og fullan skatt af öðrum tekjum sínum. Hlutfallið er 18% ef tekinn er óskertur lífeyrir með heimilisuppbót.Mest áhrif á þá tekjulægstu Persónuafsláttur í dag er kr. 52.907 kr. en væri 62.121 kr. ef afslátturinn hefði verið uppreiknaður miðað við neysluverðsvísitölu frá upptöku staðgreiðslu. Hins vegar hefur borið nokkuð á þeirri umræðu að réttast hefði verið að láta afsláttinn fylgja launavísitölu sem var tekin upp 1989. Launavísitalan var sett 100 stig í desember 1988, og var komin í 592,2 stig í desember 2016. Í upphafi árs 1989 var persónuafsláttur kr. 17.842 á mánuði og væri því, ef hann hefði fylgt launavísitölu, kr. 105.660 á mánuði vegna ársins 2017 og skattleysismörk nú kr. 286.032 á mánuði. Þess í stað eru mánaðartekjur umfram 142 þús. kr. skattlagðar. Einstaklingur með 180 þús. kr. tekjur á mánuði er að greiða 13 þús. kr. í staðgreiðslu. Persónuafsláttur hefur mest áhrif á þá tekjulægstu þar sem um fasta upphæð er að ræða. Því yrði veruleg hækkun hans mikil kjarabót fyrir lágtekjufólk. Ekki má gleyma því að persónuafsláttur, sem ákvarðaður var við upptöku staðgreiðslu 1988, var ekki gjöf frá ríkisvaldinu heldur var hann það gjald sem ríkið galt í skiptum fyrir þær frádráttarheimildir sem fyrir hendi voru í eldra skattkerfi. Hinn nýi persónuafsláttur átti að tryggja að dreifing skattbyrðar raskaðist ekki sem neinu næmi við umskiptin og að lífeyrisþegar bæru ekki skarðan hlut frá borði. Því miður hafa ríkisstjórnir frá 1995 ekki borið gæfu til þess, eins og dæmin hér að ofan sýna, að gæta þess að persónuafsláttur héldi að fullu verðgildi sínu. Helga Jónsdóttir er ML frá Háskólanum á Bifröst.Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar