Persónuafsláttur hefur ekki haldið verðgildi sínu Helga Jónsdóttir og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 10. október 2017 07:00 Nú á dögunum kom út skýrsla hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks á Íslandi á árunum 1998-2016. Í skýrslunni kemur fram að ein af meginástæðum þess að skattbyrði hafi aukist í öllum tekjuhópum sé að persónuafsláttur hafi ekki fylgt launaþróun sem valdi því að skattbyrði lægri launa hafi aukist mest en að auki hafi stuðningur vaxtabóta- og húsaleigubótakerfisins minnkað og að íslenska barnabótakerfið sé veikt. Í lokaverkefni til ML-gráðu í lögfræði sem unnin var 2014-2015 voru m.a. skoðuð þau áhrif sem sílækkandi persónuafsláttur hefur haft á kjör elli- og örorkulífeyrisþega frá upptöku staðgreiðslu 1988. Þar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að ekki einungis hafi persónuafslátturinn ekki haldið verðgildi sínu heldur greiði þeir lakar settu sífellt hærri hluta tekna sinna í staðgreiðslu. Þann 1. janúar 1988 var horfið frá eldra skattkerfi með ýmsum frádráttarheimildum fyrir einstaklinga og í þess stað komið á staðgreiðslukerfi. Eitt af því sem lá fyrir var að persónuafsláttur skyldi að fullu koma í stað þeirra frádráttarheimilda sem heimilaðar höfðu verið. Var þar sérstaklega litið til þess að kjör elli- og örorkulífeyrisþega skertust ekki. Í greinargerð með frumvarpi til staðgreiðslulaga kom fram að þrátt fyrir að allar tekjur lífeyrisþega yrðu skattskyldar þá myndi það ekki leiða til hærri skattbyrði. Aukinn persónuafsláttur varð til þess að einungis verulegar tekjur lífeyrisþega annars staðar frá leiddu til skattgreiðslu þeirra. Við upphaf staðgreiðslu 1988 var persónuafslátturinn það hár að lífeyrisþegi sem fékk einungis elli- og örorkulífeyri frá almannatryggingum gat haft rúmlega þrefalda þá upphæð í tekjur annars staðar frá, t.d. lífeyrissjóði, áður en skattleysismörkum var náð. Upphaflega var persónuafslátturinn tengdur lánskjaravísitölu og hækkaði tvisvar á ári í samræmi við hana og átti það að tryggja að persónuafslátturinn héldi verðgildi sínu. Hins vegar hefur upphæð persónuafsláttar að mestu verið handstýrt síðan 1995. Árið 2000 var svo komið að lífeyrisþegar voru farnir að taka þátt í greiðslu útsvars og á árinu 2007 greiddu þeir allt útsvar sitt og tekjuskatt til ríkisins. Í dag er persónuafsláttur 52.907 kr. á mánuði og greiða lífeyrisþegar tæp 14% af óskertum lífeyri almannatrygginga og fullan skatt af öðrum tekjum sínum. Hlutfallið er 18% ef tekinn er óskertur lífeyrir með heimilisuppbót.Mest áhrif á þá tekjulægstu Persónuafsláttur í dag er kr. 52.907 kr. en væri 62.121 kr. ef afslátturinn hefði verið uppreiknaður miðað við neysluverðsvísitölu frá upptöku staðgreiðslu. Hins vegar hefur borið nokkuð á þeirri umræðu að réttast hefði verið að láta afsláttinn fylgja launavísitölu sem var tekin upp 1989. Launavísitalan var sett 100 stig í desember 1988, og var komin í 592,2 stig í desember 2016. Í upphafi árs 1989 var persónuafsláttur kr. 17.842 á mánuði og væri því, ef hann hefði fylgt launavísitölu, kr. 105.660 á mánuði vegna ársins 2017 og skattleysismörk nú kr. 286.032 á mánuði. Þess í stað eru mánaðartekjur umfram 142 þús. kr. skattlagðar. Einstaklingur með 180 þús. kr. tekjur á mánuði er að greiða 13 þús. kr. í staðgreiðslu. Persónuafsláttur hefur mest áhrif á þá tekjulægstu þar sem um fasta upphæð er að ræða. Því yrði veruleg hækkun hans mikil kjarabót fyrir lágtekjufólk. Ekki má gleyma því að persónuafsláttur, sem ákvarðaður var við upptöku staðgreiðslu 1988, var ekki gjöf frá ríkisvaldinu heldur var hann það gjald sem ríkið galt í skiptum fyrir þær frádráttarheimildir sem fyrir hendi voru í eldra skattkerfi. Hinn nýi persónuafsláttur átti að tryggja að dreifing skattbyrðar raskaðist ekki sem neinu næmi við umskiptin og að lífeyrisþegar bæru ekki skarðan hlut frá borði. Því miður hafa ríkisstjórnir frá 1995 ekki borið gæfu til þess, eins og dæmin hér að ofan sýna, að gæta þess að persónuafsláttur héldi að fullu verðgildi sínu. Helga Jónsdóttir er ML frá Háskólanum á Bifröst.Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum kom út skýrsla hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks á Íslandi á árunum 1998-2016. Í skýrslunni kemur fram að ein af meginástæðum þess að skattbyrði hafi aukist í öllum tekjuhópum sé að persónuafsláttur hafi ekki fylgt launaþróun sem valdi því að skattbyrði lægri launa hafi aukist mest en að auki hafi stuðningur vaxtabóta- og húsaleigubótakerfisins minnkað og að íslenska barnabótakerfið sé veikt. Í lokaverkefni til ML-gráðu í lögfræði sem unnin var 2014-2015 voru m.a. skoðuð þau áhrif sem sílækkandi persónuafsláttur hefur haft á kjör elli- og örorkulífeyrisþega frá upptöku staðgreiðslu 1988. Þar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að ekki einungis hafi persónuafslátturinn ekki haldið verðgildi sínu heldur greiði þeir lakar settu sífellt hærri hluta tekna sinna í staðgreiðslu. Þann 1. janúar 1988 var horfið frá eldra skattkerfi með ýmsum frádráttarheimildum fyrir einstaklinga og í þess stað komið á staðgreiðslukerfi. Eitt af því sem lá fyrir var að persónuafsláttur skyldi að fullu koma í stað þeirra frádráttarheimilda sem heimilaðar höfðu verið. Var þar sérstaklega litið til þess að kjör elli- og örorkulífeyrisþega skertust ekki. Í greinargerð með frumvarpi til staðgreiðslulaga kom fram að þrátt fyrir að allar tekjur lífeyrisþega yrðu skattskyldar þá myndi það ekki leiða til hærri skattbyrði. Aukinn persónuafsláttur varð til þess að einungis verulegar tekjur lífeyrisþega annars staðar frá leiddu til skattgreiðslu þeirra. Við upphaf staðgreiðslu 1988 var persónuafslátturinn það hár að lífeyrisþegi sem fékk einungis elli- og örorkulífeyri frá almannatryggingum gat haft rúmlega þrefalda þá upphæð í tekjur annars staðar frá, t.d. lífeyrissjóði, áður en skattleysismörkum var náð. Upphaflega var persónuafslátturinn tengdur lánskjaravísitölu og hækkaði tvisvar á ári í samræmi við hana og átti það að tryggja að persónuafslátturinn héldi verðgildi sínu. Hins vegar hefur upphæð persónuafsláttar að mestu verið handstýrt síðan 1995. Árið 2000 var svo komið að lífeyrisþegar voru farnir að taka þátt í greiðslu útsvars og á árinu 2007 greiddu þeir allt útsvar sitt og tekjuskatt til ríkisins. Í dag er persónuafsláttur 52.907 kr. á mánuði og greiða lífeyrisþegar tæp 14% af óskertum lífeyri almannatrygginga og fullan skatt af öðrum tekjum sínum. Hlutfallið er 18% ef tekinn er óskertur lífeyrir með heimilisuppbót.Mest áhrif á þá tekjulægstu Persónuafsláttur í dag er kr. 52.907 kr. en væri 62.121 kr. ef afslátturinn hefði verið uppreiknaður miðað við neysluverðsvísitölu frá upptöku staðgreiðslu. Hins vegar hefur borið nokkuð á þeirri umræðu að réttast hefði verið að láta afsláttinn fylgja launavísitölu sem var tekin upp 1989. Launavísitalan var sett 100 stig í desember 1988, og var komin í 592,2 stig í desember 2016. Í upphafi árs 1989 var persónuafsláttur kr. 17.842 á mánuði og væri því, ef hann hefði fylgt launavísitölu, kr. 105.660 á mánuði vegna ársins 2017 og skattleysismörk nú kr. 286.032 á mánuði. Þess í stað eru mánaðartekjur umfram 142 þús. kr. skattlagðar. Einstaklingur með 180 þús. kr. tekjur á mánuði er að greiða 13 þús. kr. í staðgreiðslu. Persónuafsláttur hefur mest áhrif á þá tekjulægstu þar sem um fasta upphæð er að ræða. Því yrði veruleg hækkun hans mikil kjarabót fyrir lágtekjufólk. Ekki má gleyma því að persónuafsláttur, sem ákvarðaður var við upptöku staðgreiðslu 1988, var ekki gjöf frá ríkisvaldinu heldur var hann það gjald sem ríkið galt í skiptum fyrir þær frádráttarheimildir sem fyrir hendi voru í eldra skattkerfi. Hinn nýi persónuafsláttur átti að tryggja að dreifing skattbyrðar raskaðist ekki sem neinu næmi við umskiptin og að lífeyrisþegar bæru ekki skarðan hlut frá borði. Því miður hafa ríkisstjórnir frá 1995 ekki borið gæfu til þess, eins og dæmin hér að ofan sýna, að gæta þess að persónuafsláttur héldi að fullu verðgildi sínu. Helga Jónsdóttir er ML frá Háskólanum á Bifröst.Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar