Hvað er merkilegt og mikilvægt? Hilda Jana Gísladóttir skrifar 11. október 2017 07:00 Fjölmiðlamenn vilja skiljanlega oftast beina kastljósinu að því sem við teljum að öðrum, helst sem flestum, þyki merkilegt eða mikilvægt. Því fleiri sem hafa áhuga á því sem við látum frá okkur, þeim mun auðveldara er að selja auglýsingar og kostanir og að sjálfsögðu skiptir það máli ef reka á fjölmiðil á frjálsum markaði. Neytendur stjórna því að stórum hluta ferðinni. Hvað viltu lesa? Hvað viltu horfa á? Hvað viltu hlusta á? Hvað þykir þér merkilegt og mikilvægt? Þegar kemur að hlutfalli kynjanna sem viðmælendur í ljósvakamiðlum, þá hefur ýmislegt þokast í jafnréttisátt í almennri dagskrárgerð. Hins vegar er staðan enn ansi ójöfn í fréttum, jafnan 70/30 eða 80/20 körlum í vil. Að sjálfsögðu hefur verið bent á að karlar sitji einfaldlega oftar á valdastólum og þeir því oftar viðmælendur fréttamanna. En hvaða valdastóla er verið að tala um? Er verið að tala um völdin á heimilum? Í barnauppeldi? Í heilbrigðiskerfinu? Menntakerfinu? Menningu og listum? Góðgerðarsamtökum? Eða er kannski aðallega verið að tala um völd í fjármálum og stjórnmálum? Stundum er talað um „kvenlæg“ og „karllæg“ gildi sem eins konar myndlíkingu ólíks gildismats. Kvenlægu gildin standi þannig fyrir hluti eins og samvinnu, þjónustu, samfélagsvitund o.s.frv. Karllægu gildin einkennist frekar af áræði, áhættusækni, einstaklingshyggju o.s.frv. Þessi gildi eru í mínum huga óháð kynjum, þó að það haldist oft í hendur við kynið. Þannig geti karlar vel aðhyllst kvenlæg gildi og konur karllæg gildi og þá getur sama manneskjan jafnvel haft hvor tveggja gildin að leiðarljósi. Leiða má líkur að því að karllæg gildi hafi hingað til verið talin merkilegri og mikilvægari en þau kvenlægu og því sé karllægt efni líklegra til að komast í helstu fréttir ljósvakamiðla. Ef við höfum áhuga á því að breyta kynjahlutfalli í ljósvakamiðlum, þá tel ég að það verði ekki aðeins gert með þvinguðum aðgerðum eða látlausum talningum fjölmiðlamanna á kynjahlutfalli viðmælenda. Ég tel að við þurfum öll sem samfélag að velta því fyrir okkur hvort okkur þyki í raun karllæg og kvenlæg gildi jafn mikilvæg og merkileg.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Fjölmiðlamenn vilja skiljanlega oftast beina kastljósinu að því sem við teljum að öðrum, helst sem flestum, þyki merkilegt eða mikilvægt. Því fleiri sem hafa áhuga á því sem við látum frá okkur, þeim mun auðveldara er að selja auglýsingar og kostanir og að sjálfsögðu skiptir það máli ef reka á fjölmiðil á frjálsum markaði. Neytendur stjórna því að stórum hluta ferðinni. Hvað viltu lesa? Hvað viltu horfa á? Hvað viltu hlusta á? Hvað þykir þér merkilegt og mikilvægt? Þegar kemur að hlutfalli kynjanna sem viðmælendur í ljósvakamiðlum, þá hefur ýmislegt þokast í jafnréttisátt í almennri dagskrárgerð. Hins vegar er staðan enn ansi ójöfn í fréttum, jafnan 70/30 eða 80/20 körlum í vil. Að sjálfsögðu hefur verið bent á að karlar sitji einfaldlega oftar á valdastólum og þeir því oftar viðmælendur fréttamanna. En hvaða valdastóla er verið að tala um? Er verið að tala um völdin á heimilum? Í barnauppeldi? Í heilbrigðiskerfinu? Menntakerfinu? Menningu og listum? Góðgerðarsamtökum? Eða er kannski aðallega verið að tala um völd í fjármálum og stjórnmálum? Stundum er talað um „kvenlæg“ og „karllæg“ gildi sem eins konar myndlíkingu ólíks gildismats. Kvenlægu gildin standi þannig fyrir hluti eins og samvinnu, þjónustu, samfélagsvitund o.s.frv. Karllægu gildin einkennist frekar af áræði, áhættusækni, einstaklingshyggju o.s.frv. Þessi gildi eru í mínum huga óháð kynjum, þó að það haldist oft í hendur við kynið. Þannig geti karlar vel aðhyllst kvenlæg gildi og konur karllæg gildi og þá getur sama manneskjan jafnvel haft hvor tveggja gildin að leiðarljósi. Leiða má líkur að því að karllæg gildi hafi hingað til verið talin merkilegri og mikilvægari en þau kvenlægu og því sé karllægt efni líklegra til að komast í helstu fréttir ljósvakamiðla. Ef við höfum áhuga á því að breyta kynjahlutfalli í ljósvakamiðlum, þá tel ég að það verði ekki aðeins gert með þvinguðum aðgerðum eða látlausum talningum fjölmiðlamanna á kynjahlutfalli viðmælenda. Ég tel að við þurfum öll sem samfélag að velta því fyrir okkur hvort okkur þyki í raun karllæg og kvenlæg gildi jafn mikilvæg og merkileg.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun