Hvað er merkilegt og mikilvægt? Hilda Jana Gísladóttir skrifar 11. október 2017 07:00 Fjölmiðlamenn vilja skiljanlega oftast beina kastljósinu að því sem við teljum að öðrum, helst sem flestum, þyki merkilegt eða mikilvægt. Því fleiri sem hafa áhuga á því sem við látum frá okkur, þeim mun auðveldara er að selja auglýsingar og kostanir og að sjálfsögðu skiptir það máli ef reka á fjölmiðil á frjálsum markaði. Neytendur stjórna því að stórum hluta ferðinni. Hvað viltu lesa? Hvað viltu horfa á? Hvað viltu hlusta á? Hvað þykir þér merkilegt og mikilvægt? Þegar kemur að hlutfalli kynjanna sem viðmælendur í ljósvakamiðlum, þá hefur ýmislegt þokast í jafnréttisátt í almennri dagskrárgerð. Hins vegar er staðan enn ansi ójöfn í fréttum, jafnan 70/30 eða 80/20 körlum í vil. Að sjálfsögðu hefur verið bent á að karlar sitji einfaldlega oftar á valdastólum og þeir því oftar viðmælendur fréttamanna. En hvaða valdastóla er verið að tala um? Er verið að tala um völdin á heimilum? Í barnauppeldi? Í heilbrigðiskerfinu? Menntakerfinu? Menningu og listum? Góðgerðarsamtökum? Eða er kannski aðallega verið að tala um völd í fjármálum og stjórnmálum? Stundum er talað um „kvenlæg“ og „karllæg“ gildi sem eins konar myndlíkingu ólíks gildismats. Kvenlægu gildin standi þannig fyrir hluti eins og samvinnu, þjónustu, samfélagsvitund o.s.frv. Karllægu gildin einkennist frekar af áræði, áhættusækni, einstaklingshyggju o.s.frv. Þessi gildi eru í mínum huga óháð kynjum, þó að það haldist oft í hendur við kynið. Þannig geti karlar vel aðhyllst kvenlæg gildi og konur karllæg gildi og þá getur sama manneskjan jafnvel haft hvor tveggja gildin að leiðarljósi. Leiða má líkur að því að karllæg gildi hafi hingað til verið talin merkilegri og mikilvægari en þau kvenlægu og því sé karllægt efni líklegra til að komast í helstu fréttir ljósvakamiðla. Ef við höfum áhuga á því að breyta kynjahlutfalli í ljósvakamiðlum, þá tel ég að það verði ekki aðeins gert með þvinguðum aðgerðum eða látlausum talningum fjölmiðlamanna á kynjahlutfalli viðmælenda. Ég tel að við þurfum öll sem samfélag að velta því fyrir okkur hvort okkur þyki í raun karllæg og kvenlæg gildi jafn mikilvæg og merkileg.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlamenn vilja skiljanlega oftast beina kastljósinu að því sem við teljum að öðrum, helst sem flestum, þyki merkilegt eða mikilvægt. Því fleiri sem hafa áhuga á því sem við látum frá okkur, þeim mun auðveldara er að selja auglýsingar og kostanir og að sjálfsögðu skiptir það máli ef reka á fjölmiðil á frjálsum markaði. Neytendur stjórna því að stórum hluta ferðinni. Hvað viltu lesa? Hvað viltu horfa á? Hvað viltu hlusta á? Hvað þykir þér merkilegt og mikilvægt? Þegar kemur að hlutfalli kynjanna sem viðmælendur í ljósvakamiðlum, þá hefur ýmislegt þokast í jafnréttisátt í almennri dagskrárgerð. Hins vegar er staðan enn ansi ójöfn í fréttum, jafnan 70/30 eða 80/20 körlum í vil. Að sjálfsögðu hefur verið bent á að karlar sitji einfaldlega oftar á valdastólum og þeir því oftar viðmælendur fréttamanna. En hvaða valdastóla er verið að tala um? Er verið að tala um völdin á heimilum? Í barnauppeldi? Í heilbrigðiskerfinu? Menntakerfinu? Menningu og listum? Góðgerðarsamtökum? Eða er kannski aðallega verið að tala um völd í fjármálum og stjórnmálum? Stundum er talað um „kvenlæg“ og „karllæg“ gildi sem eins konar myndlíkingu ólíks gildismats. Kvenlægu gildin standi þannig fyrir hluti eins og samvinnu, þjónustu, samfélagsvitund o.s.frv. Karllægu gildin einkennist frekar af áræði, áhættusækni, einstaklingshyggju o.s.frv. Þessi gildi eru í mínum huga óháð kynjum, þó að það haldist oft í hendur við kynið. Þannig geti karlar vel aðhyllst kvenlæg gildi og konur karllæg gildi og þá getur sama manneskjan jafnvel haft hvor tveggja gildin að leiðarljósi. Leiða má líkur að því að karllæg gildi hafi hingað til verið talin merkilegri og mikilvægari en þau kvenlægu og því sé karllægt efni líklegra til að komast í helstu fréttir ljósvakamiðla. Ef við höfum áhuga á því að breyta kynjahlutfalli í ljósvakamiðlum, þá tel ég að það verði ekki aðeins gert með þvinguðum aðgerðum eða látlausum talningum fjölmiðlamanna á kynjahlutfalli viðmælenda. Ég tel að við þurfum öll sem samfélag að velta því fyrir okkur hvort okkur þyki í raun karllæg og kvenlæg gildi jafn mikilvæg og merkileg.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar