Skaðlegir skattstofnar Helgi Tómasson skrifar 10. október 2017 07:00 Mörgum landsmönnum blöskraði nýlega frétt um að erfingjar Nóbelsskáldsins ættu að borga himinháan skatt af áætluðu virði höfundarréttar. Það er ekki að undra því þarna fara saman tvær hæpnar skattareglur. Í fyrsta lagi er hæpið að ríkið gleypi eignir í dánarbúum og í öðru lagi er galið að áætlað verðmæti eignar myndi skattstofn. Í þessu tilfelli var um að ræða eign sem ekki var seld í tengslum við andlát og því engu greiðsluflæði eða söluhagnaði til að dreifa. Fasteignaskattur á Íslandi grundvallast á jafn undarlegum skattstofni. Það er talið réttlæta skattahækkun að eign hafi hækkað í verði þó svo not af eigninni hafi ekkert breyst og skattþegninn hafi ekki bætt við sig tekjum. Opinberum stofnunum er falið að áætla söluverðmæti eignar og síðan er stjórnvöldum gefið veiðileyfi í samræmi við það. Það er undir duttlungum sveitarstjórna hvort og hvernig þau útfæra veiðileyfið, til dæmis með því að skattleggja mismunandi eftir aldri eigenda. Í afkomu sumra fyrirtækja, til dæmis Hörpu tónlistarhúss, er tekjuflæðið aukastærð og fasteignaskattur aðalstærð. Í bæjum eins og Húsavík og Keflavík getur hækkun fasteignaverðs vegna þess að fjölgun íbúa spennir upp fasteignaverð hækkað skatta á íbúana sem fyrir eru og eiga sér einskis ills von. Spakmæli segir að það sem aðgreini hinn viti borna mann frá dýrum sé hæfnin til að læra af eigin mistökum og að gáfaður maður geti lært af mistökum annarra. Fyrir hrunið 2008 höfðu íslensk sveitarfélög blásið út skattstofna sína með skattlagningu á eignabólu húsnæðis. Mörg erlend ríki hafa rofið tengsl skattlagningar eigna við áætlað verðmæti þeirra. Geta Íslendingar lært af mistökum sínum frá árunum fyrir 2008? Í ljósi reynslunnar má efast um hæfni þeirra til að læra af reynslu annarra þjóða. Ætla einhverjir stjórnmálamenn að vera gáfaðir og laga þetta á næsta kjörtímabili? Hver er staða eignarréttar í stjórnarskránni? Höfundur er prófessor í hagrannsóknum og tölfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Kosningar 2017 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Mörgum landsmönnum blöskraði nýlega frétt um að erfingjar Nóbelsskáldsins ættu að borga himinháan skatt af áætluðu virði höfundarréttar. Það er ekki að undra því þarna fara saman tvær hæpnar skattareglur. Í fyrsta lagi er hæpið að ríkið gleypi eignir í dánarbúum og í öðru lagi er galið að áætlað verðmæti eignar myndi skattstofn. Í þessu tilfelli var um að ræða eign sem ekki var seld í tengslum við andlát og því engu greiðsluflæði eða söluhagnaði til að dreifa. Fasteignaskattur á Íslandi grundvallast á jafn undarlegum skattstofni. Það er talið réttlæta skattahækkun að eign hafi hækkað í verði þó svo not af eigninni hafi ekkert breyst og skattþegninn hafi ekki bætt við sig tekjum. Opinberum stofnunum er falið að áætla söluverðmæti eignar og síðan er stjórnvöldum gefið veiðileyfi í samræmi við það. Það er undir duttlungum sveitarstjórna hvort og hvernig þau útfæra veiðileyfið, til dæmis með því að skattleggja mismunandi eftir aldri eigenda. Í afkomu sumra fyrirtækja, til dæmis Hörpu tónlistarhúss, er tekjuflæðið aukastærð og fasteignaskattur aðalstærð. Í bæjum eins og Húsavík og Keflavík getur hækkun fasteignaverðs vegna þess að fjölgun íbúa spennir upp fasteignaverð hækkað skatta á íbúana sem fyrir eru og eiga sér einskis ills von. Spakmæli segir að það sem aðgreini hinn viti borna mann frá dýrum sé hæfnin til að læra af eigin mistökum og að gáfaður maður geti lært af mistökum annarra. Fyrir hrunið 2008 höfðu íslensk sveitarfélög blásið út skattstofna sína með skattlagningu á eignabólu húsnæðis. Mörg erlend ríki hafa rofið tengsl skattlagningar eigna við áætlað verðmæti þeirra. Geta Íslendingar lært af mistökum sínum frá árunum fyrir 2008? Í ljósi reynslunnar má efast um hæfni þeirra til að læra af reynslu annarra þjóða. Ætla einhverjir stjórnmálamenn að vera gáfaðir og laga þetta á næsta kjörtímabili? Hver er staða eignarréttar í stjórnarskránni? Höfundur er prófessor í hagrannsóknum og tölfræði.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun