Skólaball Kínverja Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 9. október 2017 13:57 Þeir sem hafa gaman af bandarískum grínþáttum hafa margir eflaust rekist á hugtak sem heitir „Two Timer Date“, þar sem menntaskólapiltur lendir í því að taka tvær mismunandi stelpur á sama dansleik. Í stað þess að aflýsa áformum sínum með annarri stelpunni, ákveður hann í stað þess að fara með þeim báðum án vitund þeirra beggja. Áhorfendur fá þá skoplega sýn af honum hlaupandi á milli þeirra í örvæntingu sinni að reyna sinna þeim báðum og endar þátturinn oftast með því að þær uppgötva báðar sannleikann. Það sem er athyglisvert við þetta hugtak er að svona atvik eru algengari að margir gera sér grein fyrir. Í alþjóðasamskiptum tíðkast það oft hjá mörgum ríkisstjórnum að neyðast til þess að taka tvær þjóðir á sama skólaball. Eitt skýrasta dæmi um þetta í dag eru þau samskipti sem ríkisstjórn Kínverja hafa við bæði Bandaríkin og Norður Kóreu. Núverandi ástand á Kóreuskaganum hefur sjaldan verið jafn hættulegt þar sem bæði Donald Trump og Kim Jong Un hafa átt í hörðum orðaskiptum við hvorn annan. Norður Kórea hefur skotið upp tugum eldflauga það sem af er að þessu ári og virðast ekki ætla gefa neitt eftir. Bandaríkin finna einnig fyrir mikilli ógn og ber þeim enn skylda að verja bæði Japan og Suður Kóreu. Það er ennþá erfitt að segja til um hvort stríð sé á næstu misserum, en mikið reiðir á það hvernig Kína mun bregðast við þessum aðstæðum.Norður Kórea Samskipti Kína og Norður Kóreu hafa alltaf verið frekar flókin. Þegar Kóreustríðið braust út árið 1950 sagði kínverski leiðtoginn Maó Tse Tung að þessar þjóðir voru eins nálægt hvor annarri og varir og tennur. Síðan þá hafa leiðtogar beggja þjóða þurft að viðhalda þessari ímynd og hefur Norður Kórea lengi vel þurft að reiða sig á Kína fyrir olíu og mat. En þrátt fyrir þetta samstarf hefur vantraust komið upp á milli þessara þjóða. Eftir að Kim Jong Un tók við af föður sínum árið 2012 fóru samskipti þjóðanna að versna. Ungi leiðtogi Norður Kóreu hefur verið mun ákafari og hvatvísari en faðir hans var og afi hans þar á undan. Hvort sem hann er sjálfur það stríðsglaður eða hvort ríkisstjórnin hans sé virkilega í dauðateygjum spriklandi þá eru Kínverjar búnir að fá sig fullsadda af þessari hegðun. Það mikilvægasta fyrir stjórnvöld í Peking er að varðveita völdin sín og til þess að ná því fram þurfa þeir að passa upp á tvennt: þjóðernishyggju og efnahagsgróða. Frá 1978 hefur kínverski efnahagurinn meira og minna viðhaldið 10% árlegum gróða og það góðæri mun ekki halda áfram ef stríð brýst út í Asíu. Kínverjar deila einnig 1,400 km löngum landamærum við Norður Kóreu og vita herstjórar kínverska hersins að ef til átaka kæmi myndu mörg þúsundir flýja Norður Kóreu og streyma yfir þau landamæri til Kína. Ríkisstjórnin í Kína hefur heldur ekki mikinn áhuga á að fara í stríð við stærsta viðskiptavin sinn, Bandaríkin.Sjaldan hlýtur hikandi happ Kína hefur löngu yfirgefið þessa Kaldastríðshugsun og er langt frá að vera á sömu blaðsíðu og nágranni sinn. Hinsvegar eru ástæður fyrir því að ríkisstjórn þeirra setur ekki eins mikla pressu á Norður Kóreu og margar þjóðir myndu vilja. Í fyrsta lagi er Kína dauðhrætt við þá tilhugsun að Norður Kórea tapi í stríði gegn Bandaríkjunum og sameinist þá Suður Kóreu. Ef það gerist þá myndi Kína þurfa að deila landamærum með þjóð sem hýsir bandarískar herstöðvar. Svo má heldur ekki gleyma að þar sem 90% af viðskiptum Norður Kóreu eru við Kína, hafa Kínverjar alltaf verið í góðri stöðu til að nota Pyongyang sem tromp spil í deilum við Bandaríkjamenn. Það er ómögulegt að segja til um það hvernig Kína mun fara að því að ljúka þessu skólaballi án vandræðalegrar útkomu. Kína vill augljóslega viðhalda frið í álfunni svo að efnahagsgróði þeirra haldi áfram, en til þess þurfa þeir að þrýsta á Norður Kóreu og sýna að stríð er eitthvað sem þeir munu ekki lýða. Aftur á móti munu þeir engan vegin deila landamærum við bandarískar herstöðvar, né hafa þeir getu til að ráða við alla þá flóttamenn sem munu flæða yfir til Kína. Í sjónvarpsþáttunum endaði þessi sena oftast með því að upp komst um áform menntaskólastráksins og ruku báðar stelpurnar beinleiðis út. Í raunveruleikanum hefur þjóð eins og Kína miklu meira að tapa.Höfundur er master í alþjóðasamskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa gaman af bandarískum grínþáttum hafa margir eflaust rekist á hugtak sem heitir „Two Timer Date“, þar sem menntaskólapiltur lendir í því að taka tvær mismunandi stelpur á sama dansleik. Í stað þess að aflýsa áformum sínum með annarri stelpunni, ákveður hann í stað þess að fara með þeim báðum án vitund þeirra beggja. Áhorfendur fá þá skoplega sýn af honum hlaupandi á milli þeirra í örvæntingu sinni að reyna sinna þeim báðum og endar þátturinn oftast með því að þær uppgötva báðar sannleikann. Það sem er athyglisvert við þetta hugtak er að svona atvik eru algengari að margir gera sér grein fyrir. Í alþjóðasamskiptum tíðkast það oft hjá mörgum ríkisstjórnum að neyðast til þess að taka tvær þjóðir á sama skólaball. Eitt skýrasta dæmi um þetta í dag eru þau samskipti sem ríkisstjórn Kínverja hafa við bæði Bandaríkin og Norður Kóreu. Núverandi ástand á Kóreuskaganum hefur sjaldan verið jafn hættulegt þar sem bæði Donald Trump og Kim Jong Un hafa átt í hörðum orðaskiptum við hvorn annan. Norður Kórea hefur skotið upp tugum eldflauga það sem af er að þessu ári og virðast ekki ætla gefa neitt eftir. Bandaríkin finna einnig fyrir mikilli ógn og ber þeim enn skylda að verja bæði Japan og Suður Kóreu. Það er ennþá erfitt að segja til um hvort stríð sé á næstu misserum, en mikið reiðir á það hvernig Kína mun bregðast við þessum aðstæðum.Norður Kórea Samskipti Kína og Norður Kóreu hafa alltaf verið frekar flókin. Þegar Kóreustríðið braust út árið 1950 sagði kínverski leiðtoginn Maó Tse Tung að þessar þjóðir voru eins nálægt hvor annarri og varir og tennur. Síðan þá hafa leiðtogar beggja þjóða þurft að viðhalda þessari ímynd og hefur Norður Kórea lengi vel þurft að reiða sig á Kína fyrir olíu og mat. En þrátt fyrir þetta samstarf hefur vantraust komið upp á milli þessara þjóða. Eftir að Kim Jong Un tók við af föður sínum árið 2012 fóru samskipti þjóðanna að versna. Ungi leiðtogi Norður Kóreu hefur verið mun ákafari og hvatvísari en faðir hans var og afi hans þar á undan. Hvort sem hann er sjálfur það stríðsglaður eða hvort ríkisstjórnin hans sé virkilega í dauðateygjum spriklandi þá eru Kínverjar búnir að fá sig fullsadda af þessari hegðun. Það mikilvægasta fyrir stjórnvöld í Peking er að varðveita völdin sín og til þess að ná því fram þurfa þeir að passa upp á tvennt: þjóðernishyggju og efnahagsgróða. Frá 1978 hefur kínverski efnahagurinn meira og minna viðhaldið 10% árlegum gróða og það góðæri mun ekki halda áfram ef stríð brýst út í Asíu. Kínverjar deila einnig 1,400 km löngum landamærum við Norður Kóreu og vita herstjórar kínverska hersins að ef til átaka kæmi myndu mörg þúsundir flýja Norður Kóreu og streyma yfir þau landamæri til Kína. Ríkisstjórnin í Kína hefur heldur ekki mikinn áhuga á að fara í stríð við stærsta viðskiptavin sinn, Bandaríkin.Sjaldan hlýtur hikandi happ Kína hefur löngu yfirgefið þessa Kaldastríðshugsun og er langt frá að vera á sömu blaðsíðu og nágranni sinn. Hinsvegar eru ástæður fyrir því að ríkisstjórn þeirra setur ekki eins mikla pressu á Norður Kóreu og margar þjóðir myndu vilja. Í fyrsta lagi er Kína dauðhrætt við þá tilhugsun að Norður Kórea tapi í stríði gegn Bandaríkjunum og sameinist þá Suður Kóreu. Ef það gerist þá myndi Kína þurfa að deila landamærum með þjóð sem hýsir bandarískar herstöðvar. Svo má heldur ekki gleyma að þar sem 90% af viðskiptum Norður Kóreu eru við Kína, hafa Kínverjar alltaf verið í góðri stöðu til að nota Pyongyang sem tromp spil í deilum við Bandaríkjamenn. Það er ómögulegt að segja til um það hvernig Kína mun fara að því að ljúka þessu skólaballi án vandræðalegrar útkomu. Kína vill augljóslega viðhalda frið í álfunni svo að efnahagsgróði þeirra haldi áfram, en til þess þurfa þeir að þrýsta á Norður Kóreu og sýna að stríð er eitthvað sem þeir munu ekki lýða. Aftur á móti munu þeir engan vegin deila landamærum við bandarískar herstöðvar, né hafa þeir getu til að ráða við alla þá flóttamenn sem munu flæða yfir til Kína. Í sjónvarpsþáttunum endaði þessi sena oftast með því að upp komst um áform menntaskólastráksins og ruku báðar stelpurnar beinleiðis út. Í raunveruleikanum hefur þjóð eins og Kína miklu meira að tapa.Höfundur er master í alþjóðasamskiptum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar