Er mest allt í góðu lagi? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. október 2017 07:00 Bjarni Benediktsson svarar eigin spurningu á þessari síðu (10.10.) um hvort allt hafi verið betra á Íslandi áður fyrr. Skrifar að hann vildi frekar búa núna á Íslandi en á tímabilinu frá landnámi og fram undir okkar daga. Ekki skil ég svarið sem pólitísk rök. Það er jafn sjálfsagt og innihaldsrýrt og svar við því hvort maður vildi fremur nota nýjan bíl en Ford T-módel frá 1910. Bjarni spyr margra annarra spurninga, m.a um heilbrigðisþjónustuna, velferðarkerfið, menntakerfið, jafnrétti, samgöngur, tækni, alþjóðlegt hjálparstarf og auðlindir. Af greininni má draga þá ályktun að við skipum okkur fremst meðal þjóða og getum verið stolt. Öll ber greinin með sér að höfundur lítur kerfisbundið fram hjá ótal staðreyndum um alvarlega ágalla og skort innan þeirra málasviða sem hann velur sér. Hann virðist í litlu sambandi við napran raunveruleika mismununar, láglauna, lasinna vega, bótaskerðinga eða húsnæðisskorts, og hann horfir fram hjá stóru sprungunum í heilbrigðisþjónustunni og gengst ekki einu sinni við fátæktinni sem því miður er nöturleg staðreynd. Vinstri hreyfingin – grænt framboð boðar umbætur til næstu fjögurra ára og svarar þannig ákalli almennings. Við teljum gerlegt að mynda félagshyggjustjórn sem fetar aðrar og betri leiðir en tvær síðustu ríkisstjórnir. Lykilatriði er að afla ríki og sveitarfélögum tekna hjá þeim sem sannarlega eru aflögufærir, hlífa öðrum þegnum, færa fjármuni til þeirra og líka til margvíslegra umbóta sem kallað er eftir en ekki stóð til að framkvæma samkvæmt fjármálastefnu síðustu ára. Í tveimur af tíu efstu tekjuflokkum landsmanna eru meðalárstekjur 11 til 18 milljónir kr. Það eru 54,8% allra tekna á landinu. Til samanburðar eru meðalárstekjur í neðsta flokki 318 þúsund kr. Í efsta flokki eru 20.860 einstaklingar með alls 339 milljarða í árstekjur. Aflögufært fólk? Fjármagnstekjur hafa verið um 95-100 milljarðar kr. á ári. Nálægt helmingur af þeim falla í hlut 1-2% fjármagnseigenda. Aflögufært fólk? Og enn fremur: Bankar og stór fyrirtæki eru flest afar vel haldin. Aflögufær? Umbætur næstu fjögur ár útheimta þor, yfirvegun, sanngirni og stöðugleika. Um leið má bæta eitt og annað í ríkisrekstrinum. VG er í stakk búið til að leiða nauðsynlega vinnu til úrbóta undir traustri forystu Katrínar Jakobsdóttur, í samvinnu við þá sem ná saman um samfélagslegar lausnir í áföngum. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Kosningar 2017 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson svarar eigin spurningu á þessari síðu (10.10.) um hvort allt hafi verið betra á Íslandi áður fyrr. Skrifar að hann vildi frekar búa núna á Íslandi en á tímabilinu frá landnámi og fram undir okkar daga. Ekki skil ég svarið sem pólitísk rök. Það er jafn sjálfsagt og innihaldsrýrt og svar við því hvort maður vildi fremur nota nýjan bíl en Ford T-módel frá 1910. Bjarni spyr margra annarra spurninga, m.a um heilbrigðisþjónustuna, velferðarkerfið, menntakerfið, jafnrétti, samgöngur, tækni, alþjóðlegt hjálparstarf og auðlindir. Af greininni má draga þá ályktun að við skipum okkur fremst meðal þjóða og getum verið stolt. Öll ber greinin með sér að höfundur lítur kerfisbundið fram hjá ótal staðreyndum um alvarlega ágalla og skort innan þeirra málasviða sem hann velur sér. Hann virðist í litlu sambandi við napran raunveruleika mismununar, láglauna, lasinna vega, bótaskerðinga eða húsnæðisskorts, og hann horfir fram hjá stóru sprungunum í heilbrigðisþjónustunni og gengst ekki einu sinni við fátæktinni sem því miður er nöturleg staðreynd. Vinstri hreyfingin – grænt framboð boðar umbætur til næstu fjögurra ára og svarar þannig ákalli almennings. Við teljum gerlegt að mynda félagshyggjustjórn sem fetar aðrar og betri leiðir en tvær síðustu ríkisstjórnir. Lykilatriði er að afla ríki og sveitarfélögum tekna hjá þeim sem sannarlega eru aflögufærir, hlífa öðrum þegnum, færa fjármuni til þeirra og líka til margvíslegra umbóta sem kallað er eftir en ekki stóð til að framkvæma samkvæmt fjármálastefnu síðustu ára. Í tveimur af tíu efstu tekjuflokkum landsmanna eru meðalárstekjur 11 til 18 milljónir kr. Það eru 54,8% allra tekna á landinu. Til samanburðar eru meðalárstekjur í neðsta flokki 318 þúsund kr. Í efsta flokki eru 20.860 einstaklingar með alls 339 milljarða í árstekjur. Aflögufært fólk? Fjármagnstekjur hafa verið um 95-100 milljarðar kr. á ári. Nálægt helmingur af þeim falla í hlut 1-2% fjármagnseigenda. Aflögufært fólk? Og enn fremur: Bankar og stór fyrirtæki eru flest afar vel haldin. Aflögufær? Umbætur næstu fjögur ár útheimta þor, yfirvegun, sanngirni og stöðugleika. Um leið má bæta eitt og annað í ríkisrekstrinum. VG er í stakk búið til að leiða nauðsynlega vinnu til úrbóta undir traustri forystu Katrínar Jakobsdóttur, í samvinnu við þá sem ná saman um samfélagslegar lausnir í áföngum. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun