Að segja rangt frá Þröstur Ólafsson skrifar 10. október 2017 07:00 Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jón fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endurvakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlutskipti landsins í brimróti gengisóróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dagskrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept sl. sagði kann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parliament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknaraðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völdum og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurðum um aðildarumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formannsins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jón fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endurvakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlutskipti landsins í brimróti gengisóróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dagskrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept sl. sagði kann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parliament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknaraðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völdum og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurðum um aðildarumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formannsins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið.Höfundur er hagfræðingur.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun