Faxaflóahafnir og lögmál frumskógarins Ragnheiður Þorgrímsdóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Sameignarfélagið Faxaflóahafnir, sem er að mestu í eigu Reykjavíkurborgar, hefur nánast hneppt Hvalfjörð í fjötra með eignarhaldi sínu á Grundartanga þar sem hvert mengandi iðjuverið á fætur öðru hefur risið, fyrir tilstilli Faxaflóahafna. Eitt þeirra, GMR, hefur lagt upp laupana við lítinn glæsibrag. Sérkennilegt er að Reykjavík þurfi að fara í annað sveitarfélag með óhreinan iðnað. Borgin sem fékk náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014 hefur falið andlit sitt að þessu leyti bak við Faxaflóahafnir. Mengun frá iðjuverunum á Grundartanga hefur haft verulega neikvæð áhrif á lífríkið, búskap, heilsu dýra, ferðaþjónustu, útivist og lífsgæði íbúa við allan Hvalfjörð, sem er ekki lengur hreint svæði. Mengandi efni í andrúmslofti, vatni, gróðri og lífverum eru í boði Faxaflóahafna. Þau sveitarfélög sem einnig eiga hlut í Faxaflóahöfnum virðast til í hvað sem er, séu peningar í boði. Þá er ekki verið að velta fyrir sér „smámunum“ svo sem mati á umhverfisáhrifum eða rækilegri úttekt á afleiðingum mengunarinnar. Menn virðast tilbúnir til að trúa hverju sem er og skýla sér á bak við innlendar eftirlitsstofnanir sem hafa sýnt að þær láta hvorki náttúruna njóta vafans né leggjast í rannsóknir sem staðfest geti að hið mikla umburðarlyndi þeirra gagnvart mengandi iðjuverum sé réttlætanlegt. Nítjándi september síðastliðinn markaði tímamót varðandi stóriðju hérlendis, en þann dag féll Silicor Materials formlega frá samningum við Faxaflóahafnir um aðstöðu fyrir iðjuver sitt á Grundartanga. Áður hafði Silicor Materials, sem dregur sögulegan slóða vanefnda á eftir sér, haldið Faxaflóahöfnum volgum í nokkur ár með því að veifa hundruðum atvinnutækifæra framan í viðsemjendur sína á Íslandi. Ekki er ljóst á hvaða róli vísindasamfélagið var meðan á þessu stóð. Vitað var að um tilraun í framleiðslu sólarkísils var að ræða. Engir aðrir en Silicor Materials sjálft og fulltrúar þess á Íslandi gáfu upplýsingar um framleiðsluferilinn. Engin til þess bær, hlutlaus erlend stofnun virðist hafa verið fengin til að meta möguleika Silicor Materials til að standa undir væntingum, hvorki hvað varðaði framleiðsluna, fjármögnun né orkukaup. Silicor Materials átti sviðið.Almenningur ber kostnaðinn Eðli málsins samkvæmt mun almenningur bera kostnað vegna undirbúnings fyrir Silicor Materials á Grundartanga sem og vegna undirbúnings fyrir væntanlega fólksfjölgun vegna iðjuversins í nálægu þéttbýli. Það er ástæða til að óttast að sameignarfélagið Faxaflóahafnir, sem hefur verið blint á að í firðinum býr fólk sem á rétt á hreinu umhverfi eins og aðrir borgarar þessa lands, reyni að krækja í enn eitt mengandi iðjuverið til handa Hvalfirði. Lögmál frumskógarins, þar sem sá sterkari étur þann vanmáttugri, gæti enn um sinn orðið leiðarljós Faxaflóahafna, þrátt fyrir að sameignarfélagið hafi þurft að lúta í gras eftir samskipti sín við Silicor Materials. Saga Silicor Materials á Íslandi hefði getað orðið lengri og með meira tjóni en orðið er. Gott er að þessu máli er lokið. En vert er að minnast þess að Faxaflóahafnir lögðust gegn því að Silicor þyrfti að sæta mati á umhverfisáhrifum. Svo mikil var trúgirnin og flumbrugangurinn. Eftir er að sjá hvort Faxaflóahafnir muni læra af reynslunni og verða umhverfisvænni framvegis. Félagið þyrfti að einbeita sér að því í alvöru að koma böndum á mengun frá Elkem, Norðuráli og Kratusi sem leigja land Faxaflóahafna á Grundartanga, sem og mengun frá gríðarlegri umferð flutningaskipa um Hvalfjörð. Það myndi bæta ásýnd Reykjavíkurborgar og annarra eigenda Faxaflóahafna. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá, Hvalfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sameignarfélagið Faxaflóahafnir, sem er að mestu í eigu Reykjavíkurborgar, hefur nánast hneppt Hvalfjörð í fjötra með eignarhaldi sínu á Grundartanga þar sem hvert mengandi iðjuverið á fætur öðru hefur risið, fyrir tilstilli Faxaflóahafna. Eitt þeirra, GMR, hefur lagt upp laupana við lítinn glæsibrag. Sérkennilegt er að Reykjavík þurfi að fara í annað sveitarfélag með óhreinan iðnað. Borgin sem fékk náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014 hefur falið andlit sitt að þessu leyti bak við Faxaflóahafnir. Mengun frá iðjuverunum á Grundartanga hefur haft verulega neikvæð áhrif á lífríkið, búskap, heilsu dýra, ferðaþjónustu, útivist og lífsgæði íbúa við allan Hvalfjörð, sem er ekki lengur hreint svæði. Mengandi efni í andrúmslofti, vatni, gróðri og lífverum eru í boði Faxaflóahafna. Þau sveitarfélög sem einnig eiga hlut í Faxaflóahöfnum virðast til í hvað sem er, séu peningar í boði. Þá er ekki verið að velta fyrir sér „smámunum“ svo sem mati á umhverfisáhrifum eða rækilegri úttekt á afleiðingum mengunarinnar. Menn virðast tilbúnir til að trúa hverju sem er og skýla sér á bak við innlendar eftirlitsstofnanir sem hafa sýnt að þær láta hvorki náttúruna njóta vafans né leggjast í rannsóknir sem staðfest geti að hið mikla umburðarlyndi þeirra gagnvart mengandi iðjuverum sé réttlætanlegt. Nítjándi september síðastliðinn markaði tímamót varðandi stóriðju hérlendis, en þann dag féll Silicor Materials formlega frá samningum við Faxaflóahafnir um aðstöðu fyrir iðjuver sitt á Grundartanga. Áður hafði Silicor Materials, sem dregur sögulegan slóða vanefnda á eftir sér, haldið Faxaflóahöfnum volgum í nokkur ár með því að veifa hundruðum atvinnutækifæra framan í viðsemjendur sína á Íslandi. Ekki er ljóst á hvaða róli vísindasamfélagið var meðan á þessu stóð. Vitað var að um tilraun í framleiðslu sólarkísils var að ræða. Engir aðrir en Silicor Materials sjálft og fulltrúar þess á Íslandi gáfu upplýsingar um framleiðsluferilinn. Engin til þess bær, hlutlaus erlend stofnun virðist hafa verið fengin til að meta möguleika Silicor Materials til að standa undir væntingum, hvorki hvað varðaði framleiðsluna, fjármögnun né orkukaup. Silicor Materials átti sviðið.Almenningur ber kostnaðinn Eðli málsins samkvæmt mun almenningur bera kostnað vegna undirbúnings fyrir Silicor Materials á Grundartanga sem og vegna undirbúnings fyrir væntanlega fólksfjölgun vegna iðjuversins í nálægu þéttbýli. Það er ástæða til að óttast að sameignarfélagið Faxaflóahafnir, sem hefur verið blint á að í firðinum býr fólk sem á rétt á hreinu umhverfi eins og aðrir borgarar þessa lands, reyni að krækja í enn eitt mengandi iðjuverið til handa Hvalfirði. Lögmál frumskógarins, þar sem sá sterkari étur þann vanmáttugri, gæti enn um sinn orðið leiðarljós Faxaflóahafna, þrátt fyrir að sameignarfélagið hafi þurft að lúta í gras eftir samskipti sín við Silicor Materials. Saga Silicor Materials á Íslandi hefði getað orðið lengri og með meira tjóni en orðið er. Gott er að þessu máli er lokið. En vert er að minnast þess að Faxaflóahafnir lögðust gegn því að Silicor þyrfti að sæta mati á umhverfisáhrifum. Svo mikil var trúgirnin og flumbrugangurinn. Eftir er að sjá hvort Faxaflóahafnir muni læra af reynslunni og verða umhverfisvænni framvegis. Félagið þyrfti að einbeita sér að því í alvöru að koma böndum á mengun frá Elkem, Norðuráli og Kratusi sem leigja land Faxaflóahafna á Grundartanga, sem og mengun frá gríðarlegri umferð flutningaskipa um Hvalfjörð. Það myndi bæta ásýnd Reykjavíkurborgar og annarra eigenda Faxaflóahafna. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá, Hvalfirði.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun