Sjálfbærni styður viðskiptaleg markmið Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 11. október 2017 16:45 Íslenski ferðaklasinn og FESTA hafa á árinu unnið að hvatningarátaki um ábyrga ferðaþjónustu. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.Markmiðin eru fjórþætt; Að ganga vel um og virða náttúruna, að tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, að virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Á hliðarviðburði Arctic Circle verður m.a fjallað um verkefnið auk þess að veta því upp hvaða sameiginlegu viðmið sé best að nota og hvers virði ábyrg ferðaþjónusta er á norðurslóðum. Það eru viðskiptalegir hagsmunir til lengri tíma að fyrirtæki taki sjálfbærni og samfélagshugsun inn í stefnu og rekstur sinn. Aðgerðaráætlanir fyrirtækja og sjálfbærnimarkmið verði studd með fjárhagslegum aðgerðum. Mikilvægt er að setja fram mælikvarða um árangur og mæla hann reglulega til þess að sýna að ábyrgð í verki hefur jákvæð áhrif á rekstarmódel fyrirtækjanna og verður í leiðinni markvisst stýritæki. Þau taka þátt í uppbyggingu nærsamfélagsins með auknum viðskiptum og tryggi góða umgengni um náttúruna. Ábyrg fyrirtæki tryggja að upplýsingar og athafnir á þeirra vegum séu til þess fallnar að tryggja öryggi gesta og veita bestu mögulega upplifun sem völ er á. Þannig næst á endanum fullkomið jafnvægi á milli þarfa samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna. Frá óbyggðasýningu í austri til eldfjallaseturs í suðriMargir í ferðaþjónustu á Íslandi eru að vinna vel í ábyrgri ferðaþjónustu. Undanfarna mánuði hef ég ferðast um landið og fengið að heyra hvernig Snæfellsbær og þjóðgarðurinn byggir upp og stýrir ferðaþjónustunni inn á ákveðna áfangastaði og hugsar um vernd náttúrunnar. Það á líka við um Reykjanes sem hefur markvisst unnið með sjárfbærni í vöruþróun, markaðs- og kynningarstarfi. Víða á landinu flytur unga fólkið heim í hérað og stofnar ný fyrirtæki sem byggja meira og minna á nýrri nálgun en gamalli sögu, líkt og sjá má í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal. Ég hef upplifað dásamlega matarmenningu víða um land þar sem ferskt hráefni sem við Íslendingar eigum svo mikið af fær að blómstra, gott dæmi um það er Tjöruhúsið á Ísafirði. Ég hef smakkað vörur beint frá býli, heimsótt Húsafell og fengið að fylgjast með því sjálfbæra starfi sem þar fer fram. Ég hef fylgst með því hvernig afþreying á Hvolsvelli byggist upp í sátt við samfélagið, heimamenn komast í jóga með ferðamönnum, hittast í Lava safninu eða hlusta á Grétu Salóme og fleiri tónlistarmenn í Base camp hjá Midgard. Hvernig ferðaþjónustufyrirtækin leggja áherslu á að næra samfélagið, ráða þaðan fólk og kaupa þaðan hráefni. Ljóst er að ferðamenn hafa haft víðtæk áhrif á hagkerfið. Störf í ferðaþjónustu skapa aukin kaupmátt, sem aftur hvetur áfram neyslu og býr til launatekjur sem annars hefðu ekki verið til staðar. Ferðaþjónustan bætir líffskilyrði íbúanna með bættri þjónustu og brottfluttir skapa sér lífsskilyrði nærri fjölskyldunni. Þessi áhrif verða seint metin til fjár og ég hlakka til að sjá íslenska ferðaþjónustu takast á við ábyrgðina af vandvirkni og alúð. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslenski ferðaklasinn og FESTA hafa á árinu unnið að hvatningarátaki um ábyrga ferðaþjónustu. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.Markmiðin eru fjórþætt; Að ganga vel um og virða náttúruna, að tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, að virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Á hliðarviðburði Arctic Circle verður m.a fjallað um verkefnið auk þess að veta því upp hvaða sameiginlegu viðmið sé best að nota og hvers virði ábyrg ferðaþjónusta er á norðurslóðum. Það eru viðskiptalegir hagsmunir til lengri tíma að fyrirtæki taki sjálfbærni og samfélagshugsun inn í stefnu og rekstur sinn. Aðgerðaráætlanir fyrirtækja og sjálfbærnimarkmið verði studd með fjárhagslegum aðgerðum. Mikilvægt er að setja fram mælikvarða um árangur og mæla hann reglulega til þess að sýna að ábyrgð í verki hefur jákvæð áhrif á rekstarmódel fyrirtækjanna og verður í leiðinni markvisst stýritæki. Þau taka þátt í uppbyggingu nærsamfélagsins með auknum viðskiptum og tryggi góða umgengni um náttúruna. Ábyrg fyrirtæki tryggja að upplýsingar og athafnir á þeirra vegum séu til þess fallnar að tryggja öryggi gesta og veita bestu mögulega upplifun sem völ er á. Þannig næst á endanum fullkomið jafnvægi á milli þarfa samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna. Frá óbyggðasýningu í austri til eldfjallaseturs í suðriMargir í ferðaþjónustu á Íslandi eru að vinna vel í ábyrgri ferðaþjónustu. Undanfarna mánuði hef ég ferðast um landið og fengið að heyra hvernig Snæfellsbær og þjóðgarðurinn byggir upp og stýrir ferðaþjónustunni inn á ákveðna áfangastaði og hugsar um vernd náttúrunnar. Það á líka við um Reykjanes sem hefur markvisst unnið með sjárfbærni í vöruþróun, markaðs- og kynningarstarfi. Víða á landinu flytur unga fólkið heim í hérað og stofnar ný fyrirtæki sem byggja meira og minna á nýrri nálgun en gamalli sögu, líkt og sjá má í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal. Ég hef upplifað dásamlega matarmenningu víða um land þar sem ferskt hráefni sem við Íslendingar eigum svo mikið af fær að blómstra, gott dæmi um það er Tjöruhúsið á Ísafirði. Ég hef smakkað vörur beint frá býli, heimsótt Húsafell og fengið að fylgjast með því sjálfbæra starfi sem þar fer fram. Ég hef fylgst með því hvernig afþreying á Hvolsvelli byggist upp í sátt við samfélagið, heimamenn komast í jóga með ferðamönnum, hittast í Lava safninu eða hlusta á Grétu Salóme og fleiri tónlistarmenn í Base camp hjá Midgard. Hvernig ferðaþjónustufyrirtækin leggja áherslu á að næra samfélagið, ráða þaðan fólk og kaupa þaðan hráefni. Ljóst er að ferðamenn hafa haft víðtæk áhrif á hagkerfið. Störf í ferðaþjónustu skapa aukin kaupmátt, sem aftur hvetur áfram neyslu og býr til launatekjur sem annars hefðu ekki verið til staðar. Ferðaþjónustan bætir líffskilyrði íbúanna með bættri þjónustu og brottfluttir skapa sér lífsskilyrði nærri fjölskyldunni. Þessi áhrif verða seint metin til fjár og ég hlakka til að sjá íslenska ferðaþjónustu takast á við ábyrgðina af vandvirkni og alúð. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar