Fleiri fréttir

Buzzfeed sagði'ða

Sara McMahon skrifar

Tilda Swinton er "style-soulmate“, eða sálufélagi í tísku, kunningjakonu minnar. Þetta voru niðurstöður könnunar sem kunningjakonan tók á vefsíðunni Buzzfeed.com og birti á Fésbók. Mig langaði líka að vera sálufélagi Tildu þegar kom að tísku og ég var nánast sannfærð um að ég fengi sömu niðurstöður tæki ég prófið, enda verið aðdáandi Tildu um áraraðir.

Til Gunnars Braga

Tryggvi Gunnarsson skrifar

Samkvæmt fjölmiðlum, RÚV, Stöð 2 og Fréttablaðinu, lofuðu formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir Alþingiskosningarnar 2013 að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um hvort halda ætti viðræðum við ESB áfram. Ekki var minnst á að slíta bæri þessu viðræðuferli.

Að gildisfella loforðin

Benedikt Kristjánsson skrifar

Lýðræði er jafn áhugavert og það er skemmtilegt. Á fjögurra ára fresti þá kjósum við flokka til þess að móta stefnu landsins næstu fjögur árin.

Vel þarf að gæta búsins

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Eftir því sem leið á árið 2013 kom betur og betur í ljós að talsvert meiri kraftur var í efnahagsbatanum en talið var framan af árinu. Kemur þetta strax fram í meiri hagvexti á fyrrihluta ársins 2013, sem var 2,2% samkvæmt peningamálum Seðlabanka Íslands í nóvember sl.

Bændur vildu síma 1905, „þeir vildu gemsann“

Guðni Ágústsson skrifar

Aftur og aftur hendir það hálærða menn að fara með sömu lygatugguna um að bændur hafi riðið til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla símanum, já símanum. Hið sanna er að þeir vildu loftskeytasamand við Ísland í stað ritsímasambands um sæstreng.

BUGL og Barnavernd: sitthvor hliðin á sama peningnum

Sveinsdís Anna Jóhannsdóttir skrifar

Málefni barna sem eru með einum eða öðrum hætti að stofna heilsu sinni og þroska í hættu hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þar hafa ýmsir aðilar stigið fram og bent á að skipulagsskortur á þessu sviði skaðar börn og fjölskyldur þeirra. Hvað þarf til að hlustað sé á fagfólk og tekið mið af sérfræðiþekkingu þess við skipulag þjónustu?

Að gera skyldu mína

Eydís Líndal Finnbogadóttir skrifar

Ég lærði í skátunum að lofa að gera skyldu mína við ættjörðina. Í gegnum tíðina hef ég ekki mikið verið að velta fyrir mér hvað þetta þýddi en með aldrinum hefur þetta loforð æ oftar skotið upp í kollinn á mér. Að lofa að gera skyldu mína þýðir þá væntanlega að við höfum ákveðnar skyldur við ættjörðina eða kannski bara samfélagið.

Juba

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Nóttin var dimm og ég bylti mér í tjaldinu, dýnulaus á grjótharðri mold. Tunglið vakti yfir mér þar sem ég lá innan girðingarinnar í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Juba í Suður-Súdan. Hafði fengið að tjalda þar á ferðalagi um svæðið sem blaðamaður eftir að friðarsamningarnir voru undirritaðir.

INTSP í stað náttúrupassa!

Hans Kristjánsson skrifar

Frumvarp um náttúrupassa verður að öllum líkindum lagt fram á vorþingi sem nú er hafið. Innheimta er áætluð á árinu 2015 en framkvæmdin öll virðist vera í lausu lofti. Oft höfum við orðið vitni að misviturlegum laga- og reglugerðarsetningum stjórnvalda síðustu ár.

Skýr krafa um þjóðaratkvæði

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Engum sem var staddur á átta þúsund manna mótmælafundi á Austurvelli á laugardaginn gat dulizt hvílíkur hugur var í fólkinu sem þar var saman komið eða hversu mikill þungi er í kröfunni um að ríkisstjórnin dragi til baka tillögu sína um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og efni í staðinn til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hans ómöguleiki

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ómöguleiki = að vilja ekki standa við orð sín. Þar til fyrir skemmstu vissum við ekki að þetta orð væri til í málinu: „ómöguleiki“. Við héldum að í íslensku væri bara til orðið orðið „möguleiki“; fallegt orð og hlaðið jákvæðni.

Allir eru asnalegir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Þegar ég sæki ljósmyndir af fólki til að nota í fréttir sem ég skrifa, hvort sem þær koma frá erlendum myndabönkum eða ljósmyndurum fréttastofunnar, þarf ég alltaf að byrja á því að minnka þær. Iðulega eru þær milljón sinnum skrilljón pixlar að stærð og áður en ég minnka þær sé ég hlutina sem þú færð aldrei að sjá.

Umburðarlyndi í einstefnu

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Fyrrverandi hetja hefur nú valdið hneykslan. Það er skiljanlegt að margir hafi orðið reiðir þeim fréttum að kona sem barðist gegn hatursumræðu hafi ástundað hana sjálf. Facebook fer á hliðina, refsivendinum er deilt og lækin hrannast upp eins og svipuhögg.

Þora þau ekki að hlusta á fólkið?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýna svo ekki verður um villzt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill fá að taka sjálfur ákvörðun um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þannig vilja tæplega 82 prósent svarenda að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.

Nú er komið nóg!

Ungt fólk skrifar

Við erum kynslóðin sem ólst upp í hinu svokallaða góðæri. Kynslóðin sem þekkti ekki annað en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, meirihlutaræði og staðnað valdakerfi Davíðs Oddssonar, kvótakerfi og bankakerfi einkavætt fyrir einkavini, Kárahnjúkavirkjun, þjóðrembu útrásarinnar, spaðagosa á sviði með 50 Cent og trúna á Ísland – Best í heimi/Stórasta landið í heimi!

Evrópska efnahagssvæðið mikilvægara en nokkru sinni fyrr

Helga Jónsdóttir skrifar

Slæm tíðindi birtast Íslandi í frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á innleiðingu tilskipana og reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland er nú langaftast af öllum EES-ríkjunum; þremur EFTA-ríkjum og 28 ESB-ríkjum. Mikilvægt er að ríki innri markaðarins innleiði réttargerðir á svipuðum tíma því að samræmt regluverk er forsenda þess að fólk geti notið sömu réttinda,

Pólverjar á vinnumarkaði í Reykjavík, Ósló og Kaupmannahöfn

Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar

Vegna athugasemda við niðurstöður alþjóðlegrar samanburðarrannsóknar á högum pólskra starfsmanna á vinnumarkaði norrænu höfuðborganna þriggja: Óslóar, Kaupmannahafnar og Reykjavíkur, sem birst hafa hér á landi tel ég rétt, sem einn höfunda skýrslunnar, að árétta nokkrar mikilvægar staðreyndir.

Seðlabankinn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ríkisstjórnin hefur sent frá sér þrenns konar skilaboð varðandi Seðlabankann. Í fyrsta lagi hefur forsætisráðherra margítrekað harða gagnrýni á stefnu og vinnubrögð yfirstjórnar bankans. Í henni felst vantraust.

Húsvernd fyrir heimakjördæmið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi skammaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hér í blaðinu í gær fyrir það hvernig staðið er að fjármögnun áhugamáls ráðherrans, eflingu húsverndar. Flestir ættu raunar að geta skrifað upp á að varðveizla menningararfsins sem felst í gömlum húsum sé hið bezta mál og gott að æðsti maður framkvæmdavaldsins beiti sér fyrir því. En ríkisendurskoðandi er ekki einn um að gagnrýna hvernig að húsverndarstyrkjunum er staðið.

Ísland klæðir mig illa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Hjarta mitt slær fyrir Manchester United í enska boltanum.

Glópagull úr skyri?

Þórólfur Matthíasson skrifar

Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð.

Sannfæring á síðasta söludegi

Lýður Árnason skrifar

Fyrir fimm árum komst til valda ríkisstjórn sem kosin var til að breyta Íslandi. Hún átti að ryðja í burtu mykjuhaug spillingar sem lá yfir landinu, forða þjóðargjaldþroti, færa þjóðinni nýja stjórnarskrá og innleiða nýja sjávarútvegsstefnu. Um þetta ríkti eining. Óeiningin var hins vegar í Evrópumálunum og illu heilli var lagt í þann leiðangur án þess að spyrja land og þjóð.

Fólkið í kjallaranum

Svanur Már Snorrason skrifar

Að starfa sem bókavörður er gefandi, skemmtilegt og fjölbreytt starf. En launin eru ömurleg. Bókaverðir sinna fjölbreyttu og krefjandi starfi þar sem þjónustulund og fjölhæfni eru skilyrði. Þá er kerfisþekkingar krafist.

Hjúkrun aldraðra gjaldfelld?

Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar

Um 240 hjúkrunarfræðingar vinna hjá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, af þeim langflestir hjá fyrirtækjum sem reka hjúkrunarheimili sem sjálfseignarstofnanir. Stærstu fyrirtækin þar eru Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnistuheimilin, hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Sóltún. Rekstur þessara fyrirtækja byggir á daggjaldagreiðslum

Óvart í stjórn

Pawel Bartoszek skrifar

Það er ákveðið rökrétt samhengi í afstöðu ríkisstjórnarinnar. ESB lítur ekki svo á að við séum "bara að skoða“. Aðildarumsókn að ESB felur í sér að landið vill ganga í ESB. Ríkisstjórn sem vill ekki ganga í ESB er ekki vel til þess fallin að semja um aðild að ESB. Þetta snýst ekki bara um að láta samningamenn Íslands sitja fundi í Brussel.

Ísland og Japan: Tækifæri í jarðhita

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Mörg ríki reyna nú að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, sem er helsta orsök skaðlegra loftslagsbreytinga á heimsvísu. Japan er þar engin undantekning og býr raunar við meiri vanda en mörg önnur ríki, því dregið hefur mjög úr notkun kjarnorku eftir slysið í Fukushima-verinu.

Menningin gefur mannlífinu gildi

Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar

Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar.

Íþrótta- og tómstundaþing á Seltjarnarnesi

Lárus B. Lárusson skrifar

Á morgun, laugardaginn 1. mars, boðar íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarnesbæjar til Íþrótta- og tómstundaþings í Valhúsaskóla. Tilgangurinn er m.a. að auka samvinnu og samstarf bæjarins við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins. Þingið verður vettvangur samræðu um íþróttir, tómstundir og almenna heilsueflingu á Seltjarnarnesi.

Jafningi meðal Evrópuþjóða

Einar Benediktsson skrifar

Svo virðist að ríkistjórn Íslands hafi glímt við þá tilvistarlegu spurningu hvort Íslendingar séu Evrópuþjóð eins og þær 28 sem eru í Evrópusambandinu. Þar með erum við annaðhvort hæf eða vanhæf í samfélagi þeirra. Hið síðara varð greinilega niðurstaðan.

Það þýðir ekki

Ingólfur Sverrisson skrifar

Hefðu forystumenn þjóðarinnar haft ofangreinda fyrirsögn að leiðarljósi þegar ákveðið var að hefja baráttu fyrir því að færa landhelgina út hefði lítið þokast og engir sigrar unnist. Þeir vissu fyrirfram að stormurinn yrði í fangið og voldugar þjóðir myndu leggjast gegn þessum áformum af miklu afli. Sú varð líka raunin, en samt sem áður náðum við

Forsendubrestur námslána

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leiðrétta verðtryggð húsnæðislán vegna forsendubrests. Á sama tíma kýs hún að horfa fram hjá hækkun verðtryggðra námslána, þótt sami forsendubrestur eigi við um þau. Grunnstefið í boðuðum leiðréttingum er jafnræði lántakenda. Greiðsluvandi eða greiðslugeta er því ekki mælikvarðinn, heldur hækkun vegna verðbólgu.

Skemmdarverk gagnvart þjóðinni

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Mikið virðist liggja við hjá meirihlutanum á Alþingi að þjóðin fái ekki að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þetta er þeim mun fráleitara í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn var fyrir kosningar búinn að lofa því bæði skriflega og munnlega af mörgum helstu frambjóðendum að þjóðin fengi að ráða framhaldinu varðandi umsóknina.

Framtíð nema og kennara

Karítas Pálsdóttir skrifar

Ég sat klesst upp við gluggann á troðfullum strætisvagninum á leið niður í bæ fyrsta fimmtudaginn í febrúar. Mér leið eins og sardínu í dós enda vorum við örugglega um fimmtíu manns um borð í strætó. Leið okkar allra lá niður á Austurvöll á samstöðufund vegna kjarabaráttu framhaldsskólakennara.

Ísland sem reykfyllt bakherbergi

Finnur Vilhjálmsson skrifar

Eins og margir fylgdist ég um daginn með Bjarna Benediktssyni rembast við að þylja línurnar (línuna?) sínar í vandræðalega Kastljósviðtalinu. Var hin sókndjarfa en óhemju yfirlætisfulla og vandlega afvegaleiðandi dæmisaga sem Bjarni byrjaði á góð eða slæm hugmynd hjá herráðinu hans? Slæm, fannst mér. Af því að það er ekki nóg að lækka og

Styrjaldir og frelsi Íslendinga

Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Íslendingar eiga frelsi sitt að talsverðu leyti að þakka úrslitum stórstyrjalda. Við erum eins og aðrir Evrópubúar hvað það varðar þó svo að við höfum ekki okkar eigin her og berðumst ekki við Dani með vopnum.

Skömmtunarhagfræði Sjálfstæðisflokksins?

Helgi Haukur Hauksson skrifar

Námsmenn eru mikilvægur hópur fyrir sagmfélagið, þeir eru hópurinn sem mun koma til með að byggja grunnstoðir samfélagsins fyrir framtíðina.

Sérhagsmunamatið

Ólafur Stephensen skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann.

Tækifæri VG

Haraldur Ólafsson skrifar

Vorið 2011 lögðu 15 þingmenn VG fram á Alþingi ályktun um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Ályktunin var studd margvíslegum rökum þar sem sagði að Ísland gumi af því að vera herlaust og friðsamt land og að það sé brýnt að Ísland sýni í verki að það sé sjálfu sér samkvæmt, herlaust og andvígt hernaðarofbeldi.

Glæpasamtök helstu stuðningsmenn fíkniefnabannsins

Ingvar Smári Birgisson skrifar

Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi.

Opið bréf til bæjarfulltrúa í Kópavogi

Sigrún Hallgrímsdóttir skrifar

Það er fiðringur í maganum og spenna í loftinu. Þau hafa ekki farið í áheyrnarprufu áður. Þau eru líka bara níu ára. Þau halda öll að næsta haust fari þau að læra á hljóðfæri hjá sveitinni. Þessi níu ára börn vita ekki að það eru yfirgnæfandi líkur á að brátt fái þau fyrstu höfnunina.

Uppruni, umhyggja og upplifun

Guðný Helga Björnsdóttir skrifar

Ísland býr yfir gnægð náttúruauðlinda, vistvænni orku, hreinu vatni í miklu magni, gjöfulum fiskimiðum og nægu landrými sem skila okkur ótal tækifærum, á meðan við gætum þess að nýta þau með sjálfbærum hætti. Síðast en ekki síst búum við yfir miklum mannauði sem er lykillinn að því að virðiskeðjan sé ábatasöm fyrir allt þjóðarbúið.

Opið bréf vegna RIFF

Dimitri Eipides skrifar

Kæra borgarstjórn. Það olli mér miklum vonbrigðum og eftirsjá að frétta að borgarstjórn Reykjavíkur hefði ákveðið að hætta stuðningi sínum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Sjá næstu 50 greinar