BUGL og Barnavernd: sitthvor hliðin á sama peningnum Sveinsdís Anna Jóhannsdóttir skrifar 3. mars 2014 07:00 Málefni barna sem eru með einum eða öðrum hætti að stofna heilsu sinni og þroska í hættu hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þar hafa ýmsir aðilar stigið fram og bent á að skipulagsskortur á þessu sviði skaðar börn og fjölskyldur þeirra. Hvað þarf til að hlustað sé á fagfólk og tekið mið af sérfræðiþekkingu þess við skipulag þjónustu? Yfirlæknar BUGL (Barna- og unglingageðdeildar) hafa ítrekað bent á að huga þurfi betur að grunnþjónustu í nærumhverfi fólks og efla fræðslu, og forvarnir til þeirra sem eru í áhættuhópi. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur jafnframt ítrekað mikilvægi aukinnar samvinnu milli stofnana og samráðs varðandi þjónustu við börn og fjölskyldur. Haldnir hafa verið fundir með ráðherrum í gegnum tíðina og skrifaðar skýrslur þar sem fram kemur að efla þurfi heilsugæsluna sem grunnþjónustu. Þar þurfi í auknu mæli að vera þverfaglegt samstarf og meðferðarteymi svo létta megi álagi á bæði BUGL og barnavernd. Stefna stjórnvalda hefur lengi verið að efla heilsugæsluna en það hefur ekki verið stigið það skref sem nauðsynlegt er til að heilsugæslan sé í stakk búin að veita börnum í áhættuhópum og fjölskyldum þeirra viðeigandi þjónustu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðislögum nr. 40/2007 kemur fram að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Í lögunum er þess jafnframt getið að heilsugæslan skuli að öllu jöfnu vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Rannsóknir benda til þess að um 35-45% þeirra sem leita til heilsugæslunnar séu með heilsufarsvanda af sálfélagslegum toga. Jafnframt sýnir reynslan að þeir sem illa eru staddir félags- og fjárhagslega glíma einnig oft við heilsufarslegan vanda. Skýra stefnu skortir hins vegar um hvernig heilsugæslan tekur á móti, greinir og meðhöndlar umkvartanir af andlegum og félagslegum toga hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Þeir sem mest þurfa á samfelldri, markvissri og fjölbreyttri þjónustu að halda lenda oft á milli kerfa, s.s. hópar er falla undir sérlög um aldraða, fatlaða, félagsþjónustu sveitarfélaga og barnavernd.Þverfagleg fjölskylduþjónusta Við höfum dæmi þess hér á landi þar sem vel hefur tekist til í heilsugæslunni. Á heilsugæslunni á Akureyri hefur verið rekin þverfagleg fjölskylduþjónusta í tæp 30 ár og hlotið m.a viðurkenningu WHO fyrir sitt vinnulag. Nýleg rannsókn undirritaðrar sýnir að marktækur munur er á upplifun foreldra sem búa annars vegar á Akureyri og hins vegar í Hafnarfirði með tilliti til sálfélagslegrar þjónustu. Akureyri kemur mun betur út í öllum mælingum og einn skýringarþátturinn er betra skipulag nærþjónustunnar, betra aðgengi að fjölskylduþjónustu innan heilsugæslu og markvisst verið unnið að auknu samstarfi allra þjónustustofnana sem koma að málefnum barna og fjölskyldna. Annað dæmi er Heilsugæsla Grafarvogs en bæði innlendir og erlendir sérfræðingar hafa til margra ára mælt með að komið verði á laggirnar þverfaglegum meðferðarteymum barna á fleiri heilsugæslustöðvum á landsvísu. Talið er að 12-15% barna og unglinga glími við vægar geðraskanir og um 2-5% við alvarlega hegðunar- eða geðröskun. Árið 2013 var hins vegar talið að þjónusta sem hentar þessum hópi næði aðeins til um 1% barna og unglinga sem þýðir að enn eigum við langt í land. Engin einstök forvörn er jafn öflug og stuðningur við foreldra og stjúpforeldra þegar þeirra nýtur og þar er heilsugæslan í lykilhlutverki. Með stuðningi við foreldraskimun eftir áhættuþáttum svo sem ungum aldri, bágri fjárhagsstöðu, félagslegri einangrun, einelti, vanrækslu eða ofbeldi, rofnum tengslum, lágu sjálfsmati og þunglyndi. Við erum með eitt velferðarráðuneyti og nú þurfa ráðherrarnir tveir að taka höndum saman og samþætta betur heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu því við erum að tala um sitt hvora hliðina á sama peningnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni barna sem eru með einum eða öðrum hætti að stofna heilsu sinni og þroska í hættu hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þar hafa ýmsir aðilar stigið fram og bent á að skipulagsskortur á þessu sviði skaðar börn og fjölskyldur þeirra. Hvað þarf til að hlustað sé á fagfólk og tekið mið af sérfræðiþekkingu þess við skipulag þjónustu? Yfirlæknar BUGL (Barna- og unglingageðdeildar) hafa ítrekað bent á að huga þurfi betur að grunnþjónustu í nærumhverfi fólks og efla fræðslu, og forvarnir til þeirra sem eru í áhættuhópi. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur jafnframt ítrekað mikilvægi aukinnar samvinnu milli stofnana og samráðs varðandi þjónustu við börn og fjölskyldur. Haldnir hafa verið fundir með ráðherrum í gegnum tíðina og skrifaðar skýrslur þar sem fram kemur að efla þurfi heilsugæsluna sem grunnþjónustu. Þar þurfi í auknu mæli að vera þverfaglegt samstarf og meðferðarteymi svo létta megi álagi á bæði BUGL og barnavernd. Stefna stjórnvalda hefur lengi verið að efla heilsugæsluna en það hefur ekki verið stigið það skref sem nauðsynlegt er til að heilsugæslan sé í stakk búin að veita börnum í áhættuhópum og fjölskyldum þeirra viðeigandi þjónustu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðislögum nr. 40/2007 kemur fram að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Í lögunum er þess jafnframt getið að heilsugæslan skuli að öllu jöfnu vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Rannsóknir benda til þess að um 35-45% þeirra sem leita til heilsugæslunnar séu með heilsufarsvanda af sálfélagslegum toga. Jafnframt sýnir reynslan að þeir sem illa eru staddir félags- og fjárhagslega glíma einnig oft við heilsufarslegan vanda. Skýra stefnu skortir hins vegar um hvernig heilsugæslan tekur á móti, greinir og meðhöndlar umkvartanir af andlegum og félagslegum toga hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Þeir sem mest þurfa á samfelldri, markvissri og fjölbreyttri þjónustu að halda lenda oft á milli kerfa, s.s. hópar er falla undir sérlög um aldraða, fatlaða, félagsþjónustu sveitarfélaga og barnavernd.Þverfagleg fjölskylduþjónusta Við höfum dæmi þess hér á landi þar sem vel hefur tekist til í heilsugæslunni. Á heilsugæslunni á Akureyri hefur verið rekin þverfagleg fjölskylduþjónusta í tæp 30 ár og hlotið m.a viðurkenningu WHO fyrir sitt vinnulag. Nýleg rannsókn undirritaðrar sýnir að marktækur munur er á upplifun foreldra sem búa annars vegar á Akureyri og hins vegar í Hafnarfirði með tilliti til sálfélagslegrar þjónustu. Akureyri kemur mun betur út í öllum mælingum og einn skýringarþátturinn er betra skipulag nærþjónustunnar, betra aðgengi að fjölskylduþjónustu innan heilsugæslu og markvisst verið unnið að auknu samstarfi allra þjónustustofnana sem koma að málefnum barna og fjölskyldna. Annað dæmi er Heilsugæsla Grafarvogs en bæði innlendir og erlendir sérfræðingar hafa til margra ára mælt með að komið verði á laggirnar þverfaglegum meðferðarteymum barna á fleiri heilsugæslustöðvum á landsvísu. Talið er að 12-15% barna og unglinga glími við vægar geðraskanir og um 2-5% við alvarlega hegðunar- eða geðröskun. Árið 2013 var hins vegar talið að þjónusta sem hentar þessum hópi næði aðeins til um 1% barna og unglinga sem þýðir að enn eigum við langt í land. Engin einstök forvörn er jafn öflug og stuðningur við foreldra og stjúpforeldra þegar þeirra nýtur og þar er heilsugæslan í lykilhlutverki. Með stuðningi við foreldraskimun eftir áhættuþáttum svo sem ungum aldri, bágri fjárhagsstöðu, félagslegri einangrun, einelti, vanrækslu eða ofbeldi, rofnum tengslum, lágu sjálfsmati og þunglyndi. Við erum með eitt velferðarráðuneyti og nú þurfa ráðherrarnir tveir að taka höndum saman og samþætta betur heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu því við erum að tala um sitt hvora hliðina á sama peningnum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar