Sannfæring á síðasta söludegi Lýður Árnason skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Fyrir fimm árum komst til valda ríkisstjórn sem kosin var til að breyta Íslandi. Hún átti að ryðja í burtu mykjuhaug spillingar sem lá yfir landinu, forða þjóðargjaldþroti, færa þjóðinni nýja stjórnarskrá og innleiða nýja sjávarútvegsstefnu. Um þetta ríkti eining. Óeiningin var hins vegar í Evrópumálunum og illu heilli var lagt í þann leiðangur án þess að spyrja land og þjóð. Af stað fór „pólitískur ómöguleiki“ sem kom illilega niður á öðrum málum og gaf viðskilnaðurinn kjósendum lítið tilefni til að endurnýja fyrra umboð. Samfylkingin, sem nú hrópar á lýðræði, tróð ESB-umsókn upp á þjóðina. Vilji þessa eina flokks lá til grundvallar og menn nýttu aðstöðu sína í botn. Samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hefndi sín með drabbaraskap og aðildarviðræður komust aldrei á skrið. Hvorugur hafði neitt upp úr krafsinu og þjóðin sem aldrei var spurð, ei heldur. Í kosningunum sl. vor voru skiptar skoðanir milli framboða á ESB-aðild. Núverandi ríkisstjórnarflokkar voru andvígir ESB en létu þó að því liggja að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu. Hvorugur flokkanna minntist á viðræðuslit. En með því að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu hljóta menn að hafa gert ráð fyrir þeim möguleika að þjóðin segði já. Sem nú, eftir kosningar, er skilgreindur sem pólitískur ómöguleiki. Er furða þótt marga svíði undan þessum hillingum, ekki sízt þeim fjölmörgu kjósendum sem blekktir voru til fylgilags. Kurr kjósenda nú snýst ekki um ESB eða ekki ESB. Hann snýst um gagnkvæma skuldbindingu framboða og kjósenda. Hann snýst um að sáttmálar þeir sem gerðir eru við kjósendur fyrir kosningar kollvarpist ekki að þeim loknum. Á Íslandi er sannfæring þjóðarinnar bundin við einn dag á fjögurra ára fresti og þá kjósum við sannfæringar 63 frambjóðenda. En ef síðasti söludagur sannfæringarinnar er á kjördag vandast málið og við sitjum uppi með eitthvað allt annað en til stóð. Við þennan vanda glímir íslensk þjóð, þingmenn sem forgangsraða eigin sannfæringu ofar samanlögðum sannfæringum allra okkar hinna, vanvirða þjóðaratkvæðagreiðslur og halda ágreiningsmálum kerfisbundið frá þjóðinni. Samt þiggja þeir vald sitt frá henni. Væri ekki eðlilegra að þingmenn sem ekki geta unað þjóðardómi myndu víkja fyrir þjóðinni fremur en þjóðin fyrir þeim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum komst til valda ríkisstjórn sem kosin var til að breyta Íslandi. Hún átti að ryðja í burtu mykjuhaug spillingar sem lá yfir landinu, forða þjóðargjaldþroti, færa þjóðinni nýja stjórnarskrá og innleiða nýja sjávarútvegsstefnu. Um þetta ríkti eining. Óeiningin var hins vegar í Evrópumálunum og illu heilli var lagt í þann leiðangur án þess að spyrja land og þjóð. Af stað fór „pólitískur ómöguleiki“ sem kom illilega niður á öðrum málum og gaf viðskilnaðurinn kjósendum lítið tilefni til að endurnýja fyrra umboð. Samfylkingin, sem nú hrópar á lýðræði, tróð ESB-umsókn upp á þjóðina. Vilji þessa eina flokks lá til grundvallar og menn nýttu aðstöðu sína í botn. Samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hefndi sín með drabbaraskap og aðildarviðræður komust aldrei á skrið. Hvorugur hafði neitt upp úr krafsinu og þjóðin sem aldrei var spurð, ei heldur. Í kosningunum sl. vor voru skiptar skoðanir milli framboða á ESB-aðild. Núverandi ríkisstjórnarflokkar voru andvígir ESB en létu þó að því liggja að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu. Hvorugur flokkanna minntist á viðræðuslit. En með því að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu hljóta menn að hafa gert ráð fyrir þeim möguleika að þjóðin segði já. Sem nú, eftir kosningar, er skilgreindur sem pólitískur ómöguleiki. Er furða þótt marga svíði undan þessum hillingum, ekki sízt þeim fjölmörgu kjósendum sem blekktir voru til fylgilags. Kurr kjósenda nú snýst ekki um ESB eða ekki ESB. Hann snýst um gagnkvæma skuldbindingu framboða og kjósenda. Hann snýst um að sáttmálar þeir sem gerðir eru við kjósendur fyrir kosningar kollvarpist ekki að þeim loknum. Á Íslandi er sannfæring þjóðarinnar bundin við einn dag á fjögurra ára fresti og þá kjósum við sannfæringar 63 frambjóðenda. En ef síðasti söludagur sannfæringarinnar er á kjördag vandast málið og við sitjum uppi með eitthvað allt annað en til stóð. Við þennan vanda glímir íslensk þjóð, þingmenn sem forgangsraða eigin sannfæringu ofar samanlögðum sannfæringum allra okkar hinna, vanvirða þjóðaratkvæðagreiðslur og halda ágreiningsmálum kerfisbundið frá þjóðinni. Samt þiggja þeir vald sitt frá henni. Væri ekki eðlilegra að þingmenn sem ekki geta unað þjóðardómi myndu víkja fyrir þjóðinni fremur en þjóðin fyrir þeim?
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun