Glæpasamtök helstu stuðningsmenn fíkniefnabannsins Ingvar Smári Birgisson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. Með afglæpavæðingu fíkniefna væri fjárhagslegum grundvelli kippt undan skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áætlað andvirði fíkniefna sem seljast árlega hér á landi er talið vera 30 til 90 milljarðar. Stærsta og veigamesta orsök þess að erlend skipulögð glæpastarfsemi leitar til landsins er sú að mikla peninga er að hafa við fíkniefnasölu. Rétt eins og áfengisbannið skapaði mafíuna Vestanhafs, þá skapar fíkniefnabannið grundvöll fyrir skipulagða glæpastarfsemi hérlendis. Þegar engin lög gilda, þá ríkir stjórnleysi. Glæpasamtök nota ofbeldi til að leysa allar sínar deilur. Bæði heyja glæpasamtök stríð um yfirráðasvæði, þar sem barist er um réttinn til sölu fíkniefna, og viðskiptavinir eru beittir grófu ofbeldi ef þeir geta ekki borgað skuldir sínar, enda er ekki möguleiki að beita hefðbundnum innheimtuúrræðum. Nýlega hafa komið hryllileg mál á borð lögreglunnar þar sem fíkniefnasjúklingar hafa verið beittir grófu ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Á meðan glæpasamtök sjá um framleiðslu, flutning og sölu fíkniefna þá er ekkert eftirlit með gæðum efnanna né hag neytenda. Engar innihaldsupplýsingar fylgja efnunum, sem hefur leitt til dauða margra ungmenna, þar sem of stórir skammtar hafa verið teknir vegna skorts á upplýsingum um innihald efnanna. Þessi dauðsföll eru bein afleiðing fíkniefnabannsins. Þrátt fyrir að refsingar hafi verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Enn fremur hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefnaneyslu aukist, t.a.m. glæpir og heilbrigðisvandamál. Með afnámi fíkniefnabanns tökum við sterka afstöðu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Auðveldara verður að hafa eftirlit með framleiðslu og neyslu fíkniefnanna, þannig væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Ef markmið yfirvalda er að draga úr glæpum og heilbrigðisvandamálum, þá er ljóst að afnám fíkniefnabanns ber að skoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. Með afglæpavæðingu fíkniefna væri fjárhagslegum grundvelli kippt undan skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áætlað andvirði fíkniefna sem seljast árlega hér á landi er talið vera 30 til 90 milljarðar. Stærsta og veigamesta orsök þess að erlend skipulögð glæpastarfsemi leitar til landsins er sú að mikla peninga er að hafa við fíkniefnasölu. Rétt eins og áfengisbannið skapaði mafíuna Vestanhafs, þá skapar fíkniefnabannið grundvöll fyrir skipulagða glæpastarfsemi hérlendis. Þegar engin lög gilda, þá ríkir stjórnleysi. Glæpasamtök nota ofbeldi til að leysa allar sínar deilur. Bæði heyja glæpasamtök stríð um yfirráðasvæði, þar sem barist er um réttinn til sölu fíkniefna, og viðskiptavinir eru beittir grófu ofbeldi ef þeir geta ekki borgað skuldir sínar, enda er ekki möguleiki að beita hefðbundnum innheimtuúrræðum. Nýlega hafa komið hryllileg mál á borð lögreglunnar þar sem fíkniefnasjúklingar hafa verið beittir grófu ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Á meðan glæpasamtök sjá um framleiðslu, flutning og sölu fíkniefna þá er ekkert eftirlit með gæðum efnanna né hag neytenda. Engar innihaldsupplýsingar fylgja efnunum, sem hefur leitt til dauða margra ungmenna, þar sem of stórir skammtar hafa verið teknir vegna skorts á upplýsingum um innihald efnanna. Þessi dauðsföll eru bein afleiðing fíkniefnabannsins. Þrátt fyrir að refsingar hafi verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Enn fremur hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefnaneyslu aukist, t.a.m. glæpir og heilbrigðisvandamál. Með afnámi fíkniefnabanns tökum við sterka afstöðu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Auðveldara verður að hafa eftirlit með framleiðslu og neyslu fíkniefnanna, þannig væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Ef markmið yfirvalda er að draga úr glæpum og heilbrigðisvandamálum, þá er ljóst að afnám fíkniefnabanns ber að skoða.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun