Evrópska efnahagssvæðið mikilvægara en nokkru sinni fyrr Helga Jónsdóttir skrifar 1. mars 2014 06:00 Slæm tíðindi birtast Íslandi í frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á innleiðingu tilskipana og reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland er nú langaftast af öllum EES-ríkjunum; þremur EFTA-ríkjum og 28 ESB-ríkjum. Mikilvægt er að ríki innri markaðarins innleiði réttargerðir á svipuðum tíma því að samræmt regluverk er forsenda þess að fólk geti notið sömu réttinda, t.d. í félagslegu tilliti, eða fyrirtæki búið við sömu rekstrarskilyrði og eftirlit. ESA hefur eftirlit með því að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum séu efndar. Eftirlitið lýtur að því hvenær og hvernig EES-reglur eru innleiddar og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. EES-samningurinn tók gildi árið 1994 og fól í sér heimsins stærsta fríverslunarsvæði. Í honum er kveðið á um fjórfrelsið; frjáls viðskipti með vöru og þjónustu og óhindraðan flutning fólks og fjármagns. EFTA-ríkjunum er veitt aðild að sameiginlegu markaðssvæði ESB. Það fylgir að breytingar á löggjöf ESB á gildissviðum EES-samningsins taka til alls svæðisins. Þannig eru EFTA-ríkin skuldbundin til að innleiða slíkar breytingar í landsrétt hjá sér. Sérstök sameiginleg nefnd fulltrúa EFTA-ríkjanna og framkvæmdastjórnar ESB ber ábyrgð á að taka nýjar gerðir inn í EES-samninginn. Þegar ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar liggur fyrir ber EFTA-ríkjunum skylda til að innleiða samþykktar gerðir í landsrétt.Skyldan á stjórnvöldum Skyldan til að innleiða gerðir tímanlega hvílir á stjórnvöldum hvers ríkis. Það er ekki valkvætt hvenær eða hvort það er gert heldur spurning um efndir á samningi. Réttindin samkvæmt honum felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. Vinnuna sem í því felst verður að vinna hvort heldur það er hjá stjórnvöldum eða löggjafanum. Verðmæti EES-samningsins felast ekki aðeins í hindrunarlausum aðgangi að markaði fyrir langstærstan hluta útflutnings og innflutnings heldur jafnframt í aðild að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem lagt hafa grunn að verkefnum fyrir margt af okkar best menntaða fólki. Þátttaka í menningar-, jafnréttis- og byggðaverkefnum hefur hvatt til nýrrar hugsunar og vinnubragða og flestir telja áhrifin á félagsleg réttindi og umhverfismál hafa verið afar jákvæð. Hvað sem mönnum kann að finnast um að innleiða löggjöf sem á uppruna í Evrópusamstarfi er litlum vafa undirorpið að í heildina hefur hún verið jákvæð fyrir samfélagið og leitt til þróunar atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna stóraukna verðmætasköpun í fiskútflutningi, ferðaþjónustu og flugrekstri.Traust er undirstaðan Þegar EES-samningurinn var gerður var mun meira jafnræði með ESB og EFTA en nú er. Þótt þáverandi EFTA-ríki, Austurríki, Finnland, Ísland, Sviss, Noregur og Svíþjóð, væru ekki fjölmenn voru þau efnahagslega öflug lýðræðisríki. Evrópusambandsríkin voru þá 12 talsins en eru nú 28. Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu úr EFTA og í ESB. Þrjú EFTA-ríkjanna; Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að EES-samningnum, en Sviss stendur utan samningsins. EES-samningurinn opnar EFTA-ríkjunum margvíslega möguleika sem ólíklegt er að tækist að semja um nú. Vilji menn njóta ávinningsins af því að vera hluti af innri markaði ESB án aðildar að sambandinu er ekki um að ræða aðra kosti en EES-samninginn. Traust á að framkvæmd sé í samræmi við samninginn er undirstaða samstarfsins. EES-samningurinn er Íslendingum nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Íslensk stjórnvöld þurfa að takast á við innleiðingarhallann sem nú er á EES-gerðum. Liechtenstein, 37 þúsund manna ríki með sáralitla stjórnsýslu, er dæmi um að með góðu skipulagi, bæði á undirbúningsstigi í Brussel og og framkvæmdastigi í Vaduz, er unnt að ná framúrskarandi árangri. Á Íslandi þarf að koma málum í betra horf. Ekki verður við það unað að ár eftir ár sé Ísland með lökustu frammistöðu allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Það er til þess fallið að grafa undan trausti á landinu og þar með á samstarfinu sem Evrópska efnahagssvæðið byggist á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Slæm tíðindi birtast Íslandi í frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á innleiðingu tilskipana og reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland er nú langaftast af öllum EES-ríkjunum; þremur EFTA-ríkjum og 28 ESB-ríkjum. Mikilvægt er að ríki innri markaðarins innleiði réttargerðir á svipuðum tíma því að samræmt regluverk er forsenda þess að fólk geti notið sömu réttinda, t.d. í félagslegu tilliti, eða fyrirtæki búið við sömu rekstrarskilyrði og eftirlit. ESA hefur eftirlit með því að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum séu efndar. Eftirlitið lýtur að því hvenær og hvernig EES-reglur eru innleiddar og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. EES-samningurinn tók gildi árið 1994 og fól í sér heimsins stærsta fríverslunarsvæði. Í honum er kveðið á um fjórfrelsið; frjáls viðskipti með vöru og þjónustu og óhindraðan flutning fólks og fjármagns. EFTA-ríkjunum er veitt aðild að sameiginlegu markaðssvæði ESB. Það fylgir að breytingar á löggjöf ESB á gildissviðum EES-samningsins taka til alls svæðisins. Þannig eru EFTA-ríkin skuldbundin til að innleiða slíkar breytingar í landsrétt hjá sér. Sérstök sameiginleg nefnd fulltrúa EFTA-ríkjanna og framkvæmdastjórnar ESB ber ábyrgð á að taka nýjar gerðir inn í EES-samninginn. Þegar ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar liggur fyrir ber EFTA-ríkjunum skylda til að innleiða samþykktar gerðir í landsrétt.Skyldan á stjórnvöldum Skyldan til að innleiða gerðir tímanlega hvílir á stjórnvöldum hvers ríkis. Það er ekki valkvætt hvenær eða hvort það er gert heldur spurning um efndir á samningi. Réttindin samkvæmt honum felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. Vinnuna sem í því felst verður að vinna hvort heldur það er hjá stjórnvöldum eða löggjafanum. Verðmæti EES-samningsins felast ekki aðeins í hindrunarlausum aðgangi að markaði fyrir langstærstan hluta útflutnings og innflutnings heldur jafnframt í aðild að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem lagt hafa grunn að verkefnum fyrir margt af okkar best menntaða fólki. Þátttaka í menningar-, jafnréttis- og byggðaverkefnum hefur hvatt til nýrrar hugsunar og vinnubragða og flestir telja áhrifin á félagsleg réttindi og umhverfismál hafa verið afar jákvæð. Hvað sem mönnum kann að finnast um að innleiða löggjöf sem á uppruna í Evrópusamstarfi er litlum vafa undirorpið að í heildina hefur hún verið jákvæð fyrir samfélagið og leitt til þróunar atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna stóraukna verðmætasköpun í fiskútflutningi, ferðaþjónustu og flugrekstri.Traust er undirstaðan Þegar EES-samningurinn var gerður var mun meira jafnræði með ESB og EFTA en nú er. Þótt þáverandi EFTA-ríki, Austurríki, Finnland, Ísland, Sviss, Noregur og Svíþjóð, væru ekki fjölmenn voru þau efnahagslega öflug lýðræðisríki. Evrópusambandsríkin voru þá 12 talsins en eru nú 28. Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu úr EFTA og í ESB. Þrjú EFTA-ríkjanna; Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að EES-samningnum, en Sviss stendur utan samningsins. EES-samningurinn opnar EFTA-ríkjunum margvíslega möguleika sem ólíklegt er að tækist að semja um nú. Vilji menn njóta ávinningsins af því að vera hluti af innri markaði ESB án aðildar að sambandinu er ekki um að ræða aðra kosti en EES-samninginn. Traust á að framkvæmd sé í samræmi við samninginn er undirstaða samstarfsins. EES-samningurinn er Íslendingum nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Íslensk stjórnvöld þurfa að takast á við innleiðingarhallann sem nú er á EES-gerðum. Liechtenstein, 37 þúsund manna ríki með sáralitla stjórnsýslu, er dæmi um að með góðu skipulagi, bæði á undirbúningsstigi í Brussel og og framkvæmdastigi í Vaduz, er unnt að ná framúrskarandi árangri. Á Íslandi þarf að koma málum í betra horf. Ekki verður við það unað að ár eftir ár sé Ísland með lökustu frammistöðu allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Það er til þess fallið að grafa undan trausti á landinu og þar með á samstarfinu sem Evrópska efnahagssvæðið byggist á.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun