Evrópska efnahagssvæðið mikilvægara en nokkru sinni fyrr Helga Jónsdóttir skrifar 1. mars 2014 06:00 Slæm tíðindi birtast Íslandi í frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á innleiðingu tilskipana og reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland er nú langaftast af öllum EES-ríkjunum; þremur EFTA-ríkjum og 28 ESB-ríkjum. Mikilvægt er að ríki innri markaðarins innleiði réttargerðir á svipuðum tíma því að samræmt regluverk er forsenda þess að fólk geti notið sömu réttinda, t.d. í félagslegu tilliti, eða fyrirtæki búið við sömu rekstrarskilyrði og eftirlit. ESA hefur eftirlit með því að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum séu efndar. Eftirlitið lýtur að því hvenær og hvernig EES-reglur eru innleiddar og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. EES-samningurinn tók gildi árið 1994 og fól í sér heimsins stærsta fríverslunarsvæði. Í honum er kveðið á um fjórfrelsið; frjáls viðskipti með vöru og þjónustu og óhindraðan flutning fólks og fjármagns. EFTA-ríkjunum er veitt aðild að sameiginlegu markaðssvæði ESB. Það fylgir að breytingar á löggjöf ESB á gildissviðum EES-samningsins taka til alls svæðisins. Þannig eru EFTA-ríkin skuldbundin til að innleiða slíkar breytingar í landsrétt hjá sér. Sérstök sameiginleg nefnd fulltrúa EFTA-ríkjanna og framkvæmdastjórnar ESB ber ábyrgð á að taka nýjar gerðir inn í EES-samninginn. Þegar ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar liggur fyrir ber EFTA-ríkjunum skylda til að innleiða samþykktar gerðir í landsrétt.Skyldan á stjórnvöldum Skyldan til að innleiða gerðir tímanlega hvílir á stjórnvöldum hvers ríkis. Það er ekki valkvætt hvenær eða hvort það er gert heldur spurning um efndir á samningi. Réttindin samkvæmt honum felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. Vinnuna sem í því felst verður að vinna hvort heldur það er hjá stjórnvöldum eða löggjafanum. Verðmæti EES-samningsins felast ekki aðeins í hindrunarlausum aðgangi að markaði fyrir langstærstan hluta útflutnings og innflutnings heldur jafnframt í aðild að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem lagt hafa grunn að verkefnum fyrir margt af okkar best menntaða fólki. Þátttaka í menningar-, jafnréttis- og byggðaverkefnum hefur hvatt til nýrrar hugsunar og vinnubragða og flestir telja áhrifin á félagsleg réttindi og umhverfismál hafa verið afar jákvæð. Hvað sem mönnum kann að finnast um að innleiða löggjöf sem á uppruna í Evrópusamstarfi er litlum vafa undirorpið að í heildina hefur hún verið jákvæð fyrir samfélagið og leitt til þróunar atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna stóraukna verðmætasköpun í fiskútflutningi, ferðaþjónustu og flugrekstri.Traust er undirstaðan Þegar EES-samningurinn var gerður var mun meira jafnræði með ESB og EFTA en nú er. Þótt þáverandi EFTA-ríki, Austurríki, Finnland, Ísland, Sviss, Noregur og Svíþjóð, væru ekki fjölmenn voru þau efnahagslega öflug lýðræðisríki. Evrópusambandsríkin voru þá 12 talsins en eru nú 28. Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu úr EFTA og í ESB. Þrjú EFTA-ríkjanna; Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að EES-samningnum, en Sviss stendur utan samningsins. EES-samningurinn opnar EFTA-ríkjunum margvíslega möguleika sem ólíklegt er að tækist að semja um nú. Vilji menn njóta ávinningsins af því að vera hluti af innri markaði ESB án aðildar að sambandinu er ekki um að ræða aðra kosti en EES-samninginn. Traust á að framkvæmd sé í samræmi við samninginn er undirstaða samstarfsins. EES-samningurinn er Íslendingum nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Íslensk stjórnvöld þurfa að takast á við innleiðingarhallann sem nú er á EES-gerðum. Liechtenstein, 37 þúsund manna ríki með sáralitla stjórnsýslu, er dæmi um að með góðu skipulagi, bæði á undirbúningsstigi í Brussel og og framkvæmdastigi í Vaduz, er unnt að ná framúrskarandi árangri. Á Íslandi þarf að koma málum í betra horf. Ekki verður við það unað að ár eftir ár sé Ísland með lökustu frammistöðu allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Það er til þess fallið að grafa undan trausti á landinu og þar með á samstarfinu sem Evrópska efnahagssvæðið byggist á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Slæm tíðindi birtast Íslandi í frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á innleiðingu tilskipana og reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland er nú langaftast af öllum EES-ríkjunum; þremur EFTA-ríkjum og 28 ESB-ríkjum. Mikilvægt er að ríki innri markaðarins innleiði réttargerðir á svipuðum tíma því að samræmt regluverk er forsenda þess að fólk geti notið sömu réttinda, t.d. í félagslegu tilliti, eða fyrirtæki búið við sömu rekstrarskilyrði og eftirlit. ESA hefur eftirlit með því að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum séu efndar. Eftirlitið lýtur að því hvenær og hvernig EES-reglur eru innleiddar og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. EES-samningurinn tók gildi árið 1994 og fól í sér heimsins stærsta fríverslunarsvæði. Í honum er kveðið á um fjórfrelsið; frjáls viðskipti með vöru og þjónustu og óhindraðan flutning fólks og fjármagns. EFTA-ríkjunum er veitt aðild að sameiginlegu markaðssvæði ESB. Það fylgir að breytingar á löggjöf ESB á gildissviðum EES-samningsins taka til alls svæðisins. Þannig eru EFTA-ríkin skuldbundin til að innleiða slíkar breytingar í landsrétt hjá sér. Sérstök sameiginleg nefnd fulltrúa EFTA-ríkjanna og framkvæmdastjórnar ESB ber ábyrgð á að taka nýjar gerðir inn í EES-samninginn. Þegar ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar liggur fyrir ber EFTA-ríkjunum skylda til að innleiða samþykktar gerðir í landsrétt.Skyldan á stjórnvöldum Skyldan til að innleiða gerðir tímanlega hvílir á stjórnvöldum hvers ríkis. Það er ekki valkvætt hvenær eða hvort það er gert heldur spurning um efndir á samningi. Réttindin samkvæmt honum felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. Vinnuna sem í því felst verður að vinna hvort heldur það er hjá stjórnvöldum eða löggjafanum. Verðmæti EES-samningsins felast ekki aðeins í hindrunarlausum aðgangi að markaði fyrir langstærstan hluta útflutnings og innflutnings heldur jafnframt í aðild að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem lagt hafa grunn að verkefnum fyrir margt af okkar best menntaða fólki. Þátttaka í menningar-, jafnréttis- og byggðaverkefnum hefur hvatt til nýrrar hugsunar og vinnubragða og flestir telja áhrifin á félagsleg réttindi og umhverfismál hafa verið afar jákvæð. Hvað sem mönnum kann að finnast um að innleiða löggjöf sem á uppruna í Evrópusamstarfi er litlum vafa undirorpið að í heildina hefur hún verið jákvæð fyrir samfélagið og leitt til þróunar atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna stóraukna verðmætasköpun í fiskútflutningi, ferðaþjónustu og flugrekstri.Traust er undirstaðan Þegar EES-samningurinn var gerður var mun meira jafnræði með ESB og EFTA en nú er. Þótt þáverandi EFTA-ríki, Austurríki, Finnland, Ísland, Sviss, Noregur og Svíþjóð, væru ekki fjölmenn voru þau efnahagslega öflug lýðræðisríki. Evrópusambandsríkin voru þá 12 talsins en eru nú 28. Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu úr EFTA og í ESB. Þrjú EFTA-ríkjanna; Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að EES-samningnum, en Sviss stendur utan samningsins. EES-samningurinn opnar EFTA-ríkjunum margvíslega möguleika sem ólíklegt er að tækist að semja um nú. Vilji menn njóta ávinningsins af því að vera hluti af innri markaði ESB án aðildar að sambandinu er ekki um að ræða aðra kosti en EES-samninginn. Traust á að framkvæmd sé í samræmi við samninginn er undirstaða samstarfsins. EES-samningurinn er Íslendingum nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Íslensk stjórnvöld þurfa að takast á við innleiðingarhallann sem nú er á EES-gerðum. Liechtenstein, 37 þúsund manna ríki með sáralitla stjórnsýslu, er dæmi um að með góðu skipulagi, bæði á undirbúningsstigi í Brussel og og framkvæmdastigi í Vaduz, er unnt að ná framúrskarandi árangri. Á Íslandi þarf að koma málum í betra horf. Ekki verður við það unað að ár eftir ár sé Ísland með lökustu frammistöðu allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Það er til þess fallið að grafa undan trausti á landinu og þar með á samstarfinu sem Evrópska efnahagssvæðið byggist á.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun