Vel þarf að gæta búsins Steingrímur J. Sigfússon skrifar 3. mars 2014 08:00 Eftir því sem leið á árið 2013 kom betur og betur í ljós að talsvert meiri kraftur var í efnahagsbatanum en talið var framan af árinu. Kemur þetta strax fram í meiri hagvexti á fyrrihluta ársins 2013, sem var 2,2% samkvæmt peningamálum Seðlabanka Íslands í nóvember sl. Það er þó ekki síður batnandi ástand á vinnumarkaði sem sendir skýr skilaboð um að batinn sem hófst með viðsnúningi hagkerfisins undir lok ársins 2010 hélt áfram. Atvinnuleysi var á bilinu 0,5-1 prósentustigi minna að meðaltali 2013 en 2012, hlutfall starfandi var um 2 prósentustigum hærra og heildarvinnustundafjöldi er talinn hafa vaxið um ein 5,6%. Allt eru þetta góðar fréttir svo langt sem þær ná. Seðlabankinn gerir nú í sinni nýjustu spá ráð fyrir að hagvöxtur hafi orðið 3% á árinu 2013, sem þýðir að hagvöxtur var að meðaltali um 2,4% árin 2011-2013. Það er þó ekki verra ástand en þetta sem fyrrverandi ríkisstjórn skilur eftir sig þrátt fyrir hrun og hörmulegar aðstæður sem hún kom að á öndverðu ári 2009.Áætlunin studdi við hagvöxt Þetta er ágætt að hafa í huga þegar hlýtt er á núverandi valdhafa sem tala eins og það sé fyrst nú og þeim einum að þakka að hér séu hlutir að þokast til betri vegar. Enginn vafi er á að fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar sem sett var af stað á árinu 2012 á sinn þátt í því að meiri þróttur var í hagkerfinu á árinu 2013 en ella hefði orðið. Þessu gleyma stjórnarliðar í barnalegum tilburðum sínum til að finna verkum fyrri ríkisstjórnar allt til foráttu. Að sama skapi eru það mikil mistök hjá núverandi ríkisstjórn að leggja ekki áfram rækt við og hlúa að þeim greinum íslensks atvinnulífs sem eiga góða vaxtar- og þróunarmöguleika. Í ár verður meira en helmingi minni fjármunum varið í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar en var árið 2013. Minna fé verður veitt til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og til stuðnings skapandi greinum. Sóknaráætlunum landshlutanna var því sem næst slátrað, menningarsamningar skertir um 10% og veruleg skerðing verður á því fjármagni sem Vegagerðin hefur úr að spila svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Núverandi ríkisstjórn dregur því úr hvetjandi stuðningi við nýsköpun og uppbyggingu í atvinnulífinu milli ára og áherslur hennar í efnahags- og ríkisfjármálum hafa í heild fremur kælandi áhrif á hagkerfið en hitt. Þetta er áhyggjuefni, veldur vonandi ekki teljandi bakslagi en mun leiða til þróttminni framvindu en ella hefði orðið.Ríkisfjármálin voru á réttri leið Þegar þetta er ritað liggja enn ekki fyrir fyrstu tölur um endanlega afkomu ríkissjóðs á árinu 2013. En, þegar virðist ljóst að sú dökka mynd sem forkólfar ríkisstjórnarflokkanna reyndu að blása upp með sérstöku úthlaupi í sumarbyrjun, rætist sem betur fer ekki. Vissulega verður halli á rekstri ríkissjóðs talsvert umfram það sem fjárlög gerðu upphaflega ráð fyrir, en á því ber núverandi ríkisstjórn sína ábyrgð að hluta með því að falla frá tekjuöflun sem fjárlögin gerðu ráð fyrir svo milljörðum nemur. Einnig verður það væntanlega niðurstaðan, því miður, að framlag til Íbúðalánasjóðs upp á 4,5 milljarða króna verður gjaldfært eða afskrifað og kemur því fram sem aukinn halli. Engu að síður mun niðurstaðan fela í sér umtalsverðan afkomubata milli ára. Halli upp á eitthvað í nágrenni við 20 milljarða að meðtöldu framlaginu til Íbúðalánasjóðs, ef það verður niðurstaðan, mun staðfesta að ríkisfjármálin voru að komast fyrir vind í lok síðasta kjörtímabils. Gleymum því ekki að við lögðum af stað í ferðalagið eftir hrun með halla af stærðargráðunni 170-280 milljarða króna á núgildandi verðlagi (árin 2009 og 2008). Vonandi reiðir okkur vel af á yfirstandandi ári þannig að markmið um hallalausan ríkisbúskap náist. Það eru þó blikur á lofti og margt bendir til að ákveðinn hallarekstur færist úr bókhaldi ríkissjóðs sjálfs yfir í skuldasöfnun einstakra stofnana svo sem framhaldsskóla. Einnig er áhyggjuefni að tekjugrunnur ríkissjóðs er nokkru veikari en á fyrra ári og loks munar um minna en ákveðna óvissu um eitt stykki bankaskatt upp á 38,5 milljarða króna. Því þarf að gæta búsins vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem leið á árið 2013 kom betur og betur í ljós að talsvert meiri kraftur var í efnahagsbatanum en talið var framan af árinu. Kemur þetta strax fram í meiri hagvexti á fyrrihluta ársins 2013, sem var 2,2% samkvæmt peningamálum Seðlabanka Íslands í nóvember sl. Það er þó ekki síður batnandi ástand á vinnumarkaði sem sendir skýr skilaboð um að batinn sem hófst með viðsnúningi hagkerfisins undir lok ársins 2010 hélt áfram. Atvinnuleysi var á bilinu 0,5-1 prósentustigi minna að meðaltali 2013 en 2012, hlutfall starfandi var um 2 prósentustigum hærra og heildarvinnustundafjöldi er talinn hafa vaxið um ein 5,6%. Allt eru þetta góðar fréttir svo langt sem þær ná. Seðlabankinn gerir nú í sinni nýjustu spá ráð fyrir að hagvöxtur hafi orðið 3% á árinu 2013, sem þýðir að hagvöxtur var að meðaltali um 2,4% árin 2011-2013. Það er þó ekki verra ástand en þetta sem fyrrverandi ríkisstjórn skilur eftir sig þrátt fyrir hrun og hörmulegar aðstæður sem hún kom að á öndverðu ári 2009.Áætlunin studdi við hagvöxt Þetta er ágætt að hafa í huga þegar hlýtt er á núverandi valdhafa sem tala eins og það sé fyrst nú og þeim einum að þakka að hér séu hlutir að þokast til betri vegar. Enginn vafi er á að fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar sem sett var af stað á árinu 2012 á sinn þátt í því að meiri þróttur var í hagkerfinu á árinu 2013 en ella hefði orðið. Þessu gleyma stjórnarliðar í barnalegum tilburðum sínum til að finna verkum fyrri ríkisstjórnar allt til foráttu. Að sama skapi eru það mikil mistök hjá núverandi ríkisstjórn að leggja ekki áfram rækt við og hlúa að þeim greinum íslensks atvinnulífs sem eiga góða vaxtar- og þróunarmöguleika. Í ár verður meira en helmingi minni fjármunum varið í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar en var árið 2013. Minna fé verður veitt til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og til stuðnings skapandi greinum. Sóknaráætlunum landshlutanna var því sem næst slátrað, menningarsamningar skertir um 10% og veruleg skerðing verður á því fjármagni sem Vegagerðin hefur úr að spila svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Núverandi ríkisstjórn dregur því úr hvetjandi stuðningi við nýsköpun og uppbyggingu í atvinnulífinu milli ára og áherslur hennar í efnahags- og ríkisfjármálum hafa í heild fremur kælandi áhrif á hagkerfið en hitt. Þetta er áhyggjuefni, veldur vonandi ekki teljandi bakslagi en mun leiða til þróttminni framvindu en ella hefði orðið.Ríkisfjármálin voru á réttri leið Þegar þetta er ritað liggja enn ekki fyrir fyrstu tölur um endanlega afkomu ríkissjóðs á árinu 2013. En, þegar virðist ljóst að sú dökka mynd sem forkólfar ríkisstjórnarflokkanna reyndu að blása upp með sérstöku úthlaupi í sumarbyrjun, rætist sem betur fer ekki. Vissulega verður halli á rekstri ríkissjóðs talsvert umfram það sem fjárlög gerðu upphaflega ráð fyrir, en á því ber núverandi ríkisstjórn sína ábyrgð að hluta með því að falla frá tekjuöflun sem fjárlögin gerðu ráð fyrir svo milljörðum nemur. Einnig verður það væntanlega niðurstaðan, því miður, að framlag til Íbúðalánasjóðs upp á 4,5 milljarða króna verður gjaldfært eða afskrifað og kemur því fram sem aukinn halli. Engu að síður mun niðurstaðan fela í sér umtalsverðan afkomubata milli ára. Halli upp á eitthvað í nágrenni við 20 milljarða að meðtöldu framlaginu til Íbúðalánasjóðs, ef það verður niðurstaðan, mun staðfesta að ríkisfjármálin voru að komast fyrir vind í lok síðasta kjörtímabils. Gleymum því ekki að við lögðum af stað í ferðalagið eftir hrun með halla af stærðargráðunni 170-280 milljarða króna á núgildandi verðlagi (árin 2009 og 2008). Vonandi reiðir okkur vel af á yfirstandandi ári þannig að markmið um hallalausan ríkisbúskap náist. Það eru þó blikur á lofti og margt bendir til að ákveðinn hallarekstur færist úr bókhaldi ríkissjóðs sjálfs yfir í skuldasöfnun einstakra stofnana svo sem framhaldsskóla. Einnig er áhyggjuefni að tekjugrunnur ríkissjóðs er nokkru veikari en á fyrra ári og loks munar um minna en ákveðna óvissu um eitt stykki bankaskatt upp á 38,5 milljarða króna. Því þarf að gæta búsins vel.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun