INTSP í stað náttúrupassa! Hans Kristjánsson skrifar 3. mars 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa verður að öllum líkindum lagt fram á vorþingi sem nú er hafið. Innheimta er áætluð á árinu 2015 en framkvæmdin öll virðist vera í lausu lofti. Oft höfum við orðið vitni að misviturlegum laga- og reglugerðarsetningum stjórnvalda síðustu ár. Nægir að benda á lög og reglugerðir um fjárfestingabankastarfsemi sem allir landsmenn vita hvernig endaði. Kostnaðarsöm eftirlitsstofnun mátti sín lítils þrátt fyrir góðan vilja í því máli. Lögin voru gölluð og eftirlitið eftir því á brauðfótum. Í þessu náttúrupassamáli, á upplýsinga- og tölvuöld, þarf að hugsa út fyrir boxið. Í fyrirsögn greinarinnar er minnst á INTSP. INTSP stendur fyrir Iceland natur, tourist and safety pass. Þennan passa munu allir erlendir ferðamenn, sem heimsækja Ísland, sækja um á netinu. Framkvæmdin er einföld og þekkja flestir Íslendingar, sem til Bandaríkjanna hafa komið, hvernig það ferli er byggt upp (ESTA – Electronic System for Travel Authorization). Upplýsingarnar, sem geta með auðveldum hætti verið breytilegar (rafrænt), munu færa ferðaþjónustunni í landinu mikilvægar upplýsingar og verður auðvelt að nálgast viðkomandi ferðamenn með ýmsar þær kannanir sem gerðar eru hér á landi í gegnum þennan miðil. Rafrænt er hægt að sjá hvenær sem er hvort viðkomandi hafi slíkan passa eða ekki. Passinn verður tengdur rafrænt viðkomandi vegabréfi. Viðurlög eiga að sjálfsögðu að vera fjárhagslega íþyngjandi og koma skýrt fram í umsóknarferlinu. Yfir háannatíma ferðaþjónustunnar í landinu er auðvelt og ekki kostnaðarsamt að aðilar á vegum stjórnvalda sæki helstu ferðamannastaði landsins heim og taki stikkprufur á dreifingu INTSP-passans.Einföld aðgerð En af hverju INTSP í stað náttúrupassa? Jú, fyrst og fremst vegna þess að þetta er einföld aðgerð. Hún er auðveld í eftirliti og mun skila verulegum fjárhæðum strax. Einnig má benda á það að slík rafræn innheimta snertir hvorki né íþyngir fyrirtækjum sem starfa við ferðamennsku hér á landi. Hugmynd INTSP gerir einnig ráð fyrir umbun fyrir útköll björgunarsveita landsins og Landhelgisgæslunnar. Passinn verður þannig hluti af öryggisþætti ferðamála í landinu. Hingað sóttu landið, á síðasta ári, um 1.100.000 erlendir gestir. Það gefur með 80% nýtingu og 3.000 króna gjaldi rúma 2,5 milljarða (2,640.000.000) á einu ári. Þessari fjárhæð er hægt að skipta upp t.d. þannig að 20% (528.000.000) fari í framkvæmd passans og umsýslu honum tengda, 10% (264.000.000) fari í rannsóknir á ferðaþjónustunni í landinu, 10% (264.000.000) fari til björgunarsveitanna og Landhelgisgæslunnar eftir ákveðnu kerfi er tengist útköllum og 60% (1.584.000.000) til ferðamannastaða eftir sjóðsreglum þar um. Það er ekki spurning að hugmyndir stjórnvalda um náttúrupassa eru á villigötum. Rafræn innheimta eins og hér hefur verið lýst í grófum dráttum er framtíðin. Við þurfum ekki að finna upp hjólið (ESTA). Kjörnir fulltrúar á þingi í ríkri samvinnu við ferðaþjónustuna í landinu þurfa að gyrða sig í brók og hrinda slíku þjóðþrifamáli í framkvæmd strax. Ýtum náttúrupassahugmyndinni, eins hún liggur fyrir þinginu í dag, út af borðinu. Innleiðum frekar INTSP, rafrænan passa með mikla möguleika til góðra verka fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Passa sem mun færa fjölmörgum ferðamannastöðum möguleika á öflugri uppbyggingu og styrkja öryggisþætti tengda ferðamennsku hér á landi svo um munar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp um náttúrupassa verður að öllum líkindum lagt fram á vorþingi sem nú er hafið. Innheimta er áætluð á árinu 2015 en framkvæmdin öll virðist vera í lausu lofti. Oft höfum við orðið vitni að misviturlegum laga- og reglugerðarsetningum stjórnvalda síðustu ár. Nægir að benda á lög og reglugerðir um fjárfestingabankastarfsemi sem allir landsmenn vita hvernig endaði. Kostnaðarsöm eftirlitsstofnun mátti sín lítils þrátt fyrir góðan vilja í því máli. Lögin voru gölluð og eftirlitið eftir því á brauðfótum. Í þessu náttúrupassamáli, á upplýsinga- og tölvuöld, þarf að hugsa út fyrir boxið. Í fyrirsögn greinarinnar er minnst á INTSP. INTSP stendur fyrir Iceland natur, tourist and safety pass. Þennan passa munu allir erlendir ferðamenn, sem heimsækja Ísland, sækja um á netinu. Framkvæmdin er einföld og þekkja flestir Íslendingar, sem til Bandaríkjanna hafa komið, hvernig það ferli er byggt upp (ESTA – Electronic System for Travel Authorization). Upplýsingarnar, sem geta með auðveldum hætti verið breytilegar (rafrænt), munu færa ferðaþjónustunni í landinu mikilvægar upplýsingar og verður auðvelt að nálgast viðkomandi ferðamenn með ýmsar þær kannanir sem gerðar eru hér á landi í gegnum þennan miðil. Rafrænt er hægt að sjá hvenær sem er hvort viðkomandi hafi slíkan passa eða ekki. Passinn verður tengdur rafrænt viðkomandi vegabréfi. Viðurlög eiga að sjálfsögðu að vera fjárhagslega íþyngjandi og koma skýrt fram í umsóknarferlinu. Yfir háannatíma ferðaþjónustunnar í landinu er auðvelt og ekki kostnaðarsamt að aðilar á vegum stjórnvalda sæki helstu ferðamannastaði landsins heim og taki stikkprufur á dreifingu INTSP-passans.Einföld aðgerð En af hverju INTSP í stað náttúrupassa? Jú, fyrst og fremst vegna þess að þetta er einföld aðgerð. Hún er auðveld í eftirliti og mun skila verulegum fjárhæðum strax. Einnig má benda á það að slík rafræn innheimta snertir hvorki né íþyngir fyrirtækjum sem starfa við ferðamennsku hér á landi. Hugmynd INTSP gerir einnig ráð fyrir umbun fyrir útköll björgunarsveita landsins og Landhelgisgæslunnar. Passinn verður þannig hluti af öryggisþætti ferðamála í landinu. Hingað sóttu landið, á síðasta ári, um 1.100.000 erlendir gestir. Það gefur með 80% nýtingu og 3.000 króna gjaldi rúma 2,5 milljarða (2,640.000.000) á einu ári. Þessari fjárhæð er hægt að skipta upp t.d. þannig að 20% (528.000.000) fari í framkvæmd passans og umsýslu honum tengda, 10% (264.000.000) fari í rannsóknir á ferðaþjónustunni í landinu, 10% (264.000.000) fari til björgunarsveitanna og Landhelgisgæslunnar eftir ákveðnu kerfi er tengist útköllum og 60% (1.584.000.000) til ferðamannastaða eftir sjóðsreglum þar um. Það er ekki spurning að hugmyndir stjórnvalda um náttúrupassa eru á villigötum. Rafræn innheimta eins og hér hefur verið lýst í grófum dráttum er framtíðin. Við þurfum ekki að finna upp hjólið (ESTA). Kjörnir fulltrúar á þingi í ríkri samvinnu við ferðaþjónustuna í landinu þurfa að gyrða sig í brók og hrinda slíku þjóðþrifamáli í framkvæmd strax. Ýtum náttúrupassahugmyndinni, eins hún liggur fyrir þinginu í dag, út af borðinu. Innleiðum frekar INTSP, rafrænan passa með mikla möguleika til góðra verka fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Passa sem mun færa fjölmörgum ferðamannastöðum möguleika á öflugri uppbyggingu og styrkja öryggisþætti tengda ferðamennsku hér á landi svo um munar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun