Hjúkrun aldraðra gjaldfelld? Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Um 240 hjúkrunarfræðingar vinna hjá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, af þeim langflestir hjá fyrirtækjum sem reka hjúkrunarheimili sem sjálfseignarstofnanir. Stærstu fyrirtækin þar eru Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnistuheimilin, hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Sóltún. Rekstur þessara fyrirtækja byggir á daggjaldagreiðslum sem koma alfarið frá ríkinu og nema að meðaltali um 720 þús. krónum á mánuði fyrir hvern íbúa hjúkrunarheimilisins. Sum þessara heimila hafa einnig gert samninga um tímabundnar hvíldarinnlagnir úr heimahúsum eða samninga um endurhæfingu við Landspítala. Um aðrar tekjur eða annan rekstur getur einnig verið að ræða. Hrafnistuheimilin reka Happdrætti DAS, og nokkur hjúkrunarheimili eru auk þess í öðrum rekstri sem tengist þjónustu við aldraða, til dæmis byggingu og rekstri þjónustu- og öryggisíbúða. Íbúar hjúkrunarheimila hafa hver og einn fengið formlegt vistunarmat þess efnis að heilsa þeirra leyfi ekki með nokkru móti að þeir búi lengur einir heima og að umönnun þeirra utan hjúkrunarheimilis sé ekki lengur möguleg þrátt fyrir heimahjúkrun, félagslega heimaþjónustu og stuðning aðstandanda. Engum vafa er því undirorpið að hér er um að ræða fjölveikt fólk, langflest aldrað. Öll hjúkrunarþjónusta á hjúkrunarheimilum er undir stjórn og á ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Unnið er samkvæmt viðurkenndum gæðastuðlum, skráning viðhöfð og samstarf haft við stoðstéttir og ekki síður aðstandendur þegar teknar eru ákvarðanir um hjúkrunarmeðferð. Góð hjúkrun undir stjórn hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum er einn af hornsteinum þess hve þjóðin býr við góða heilsu og er langlíf.Leiðrétta verður misræmið Nú er mikil ólga meðal hjúkrunarfræðinga innan hjúkrunarheimilanna. Síðastliðið vor fengu hjúkrunarfræðingar í starfi hjá ríkinu launaleiðréttingu gegnum stofnanasamninga. Sú hækkun skilaði sér ekki til kollega þeirra sem starfa hjá fyrirtækjum í velferðarþjónustu en lengi voru bundnar vonir við að hækkunin næðist með jafnlaunaátaki. Nú er hins vegar ljóst að launaleiðrétting fyrir þennan hóp næst ekki nema með viðbótarfjárveitingu frá ríkinu, hjúkrunarheimilin treysta sér ekki til að hækka launin nema að fá það bætt með hækkun daggjalda. Eina leiðin til að leiðrétta það misræmi sem er á kjörum hjúkrunarfræðinga er í gegnum kjarasamninga sem nú eru lausir. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar ráða sig ekki til starfa á hjúkrunarheimili fyrir lægri laun en kollegar þeirra fá á Landspítala. Afleiðingin verður skortur á hjúkrunarfræðingum innan öldrunarþjónustunnar. Með því er verið að draga úr gæðum hjúkrunarþjónustu á hjúkrunarheimilum sem felur í sér verri lífsgæði þeirra sem þar búa. Sú spurning hlýtur að vakna hvort verið sé að taka pólitíska ákvörðun um að draga úr kostnaði í heilbrigðiþjónustu á Íslandi með því að gjaldfella hjúkrun aldraðra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Um 240 hjúkrunarfræðingar vinna hjá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, af þeim langflestir hjá fyrirtækjum sem reka hjúkrunarheimili sem sjálfseignarstofnanir. Stærstu fyrirtækin þar eru Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnistuheimilin, hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Sóltún. Rekstur þessara fyrirtækja byggir á daggjaldagreiðslum sem koma alfarið frá ríkinu og nema að meðaltali um 720 þús. krónum á mánuði fyrir hvern íbúa hjúkrunarheimilisins. Sum þessara heimila hafa einnig gert samninga um tímabundnar hvíldarinnlagnir úr heimahúsum eða samninga um endurhæfingu við Landspítala. Um aðrar tekjur eða annan rekstur getur einnig verið að ræða. Hrafnistuheimilin reka Happdrætti DAS, og nokkur hjúkrunarheimili eru auk þess í öðrum rekstri sem tengist þjónustu við aldraða, til dæmis byggingu og rekstri þjónustu- og öryggisíbúða. Íbúar hjúkrunarheimila hafa hver og einn fengið formlegt vistunarmat þess efnis að heilsa þeirra leyfi ekki með nokkru móti að þeir búi lengur einir heima og að umönnun þeirra utan hjúkrunarheimilis sé ekki lengur möguleg þrátt fyrir heimahjúkrun, félagslega heimaþjónustu og stuðning aðstandanda. Engum vafa er því undirorpið að hér er um að ræða fjölveikt fólk, langflest aldrað. Öll hjúkrunarþjónusta á hjúkrunarheimilum er undir stjórn og á ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Unnið er samkvæmt viðurkenndum gæðastuðlum, skráning viðhöfð og samstarf haft við stoðstéttir og ekki síður aðstandendur þegar teknar eru ákvarðanir um hjúkrunarmeðferð. Góð hjúkrun undir stjórn hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum er einn af hornsteinum þess hve þjóðin býr við góða heilsu og er langlíf.Leiðrétta verður misræmið Nú er mikil ólga meðal hjúkrunarfræðinga innan hjúkrunarheimilanna. Síðastliðið vor fengu hjúkrunarfræðingar í starfi hjá ríkinu launaleiðréttingu gegnum stofnanasamninga. Sú hækkun skilaði sér ekki til kollega þeirra sem starfa hjá fyrirtækjum í velferðarþjónustu en lengi voru bundnar vonir við að hækkunin næðist með jafnlaunaátaki. Nú er hins vegar ljóst að launaleiðrétting fyrir þennan hóp næst ekki nema með viðbótarfjárveitingu frá ríkinu, hjúkrunarheimilin treysta sér ekki til að hækka launin nema að fá það bætt með hækkun daggjalda. Eina leiðin til að leiðrétta það misræmi sem er á kjörum hjúkrunarfræðinga er í gegnum kjarasamninga sem nú eru lausir. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar ráða sig ekki til starfa á hjúkrunarheimili fyrir lægri laun en kollegar þeirra fá á Landspítala. Afleiðingin verður skortur á hjúkrunarfræðingum innan öldrunarþjónustunnar. Með því er verið að draga úr gæðum hjúkrunarþjónustu á hjúkrunarheimilum sem felur í sér verri lífsgæði þeirra sem þar búa. Sú spurning hlýtur að vakna hvort verið sé að taka pólitíska ákvörðun um að draga úr kostnaði í heilbrigðiþjónustu á Íslandi með því að gjaldfella hjúkrun aldraðra?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun