Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 22. október 2017 17:11 ...að niðurstaða #höfumhátt á Alþingi verði sú að flokkurinn sem stóð með þolendum verði sendur heim en valdníðsluöflunum hampað. Því það myndi þýða að kjósendur fjarlægðu þolandann af heimilinu en ekki ofbeldismanninn. Íslendingar standa með þolendum. Eins og Björt framtíð. ...að besti umhverfisráðherra allra tíma verði sendur heim af þingi en stóriðjusinnar og þeir sem selja landið okkar ódýrt til að hægt sé að forða arðinum af auðlindum úr landi í gegnum skattaundanskot haldi velli. Íslendingar elska landið sitt og standa vörð um auðlindir. Eins og Björt framtíð. ...að heilbrigðisráðherra sem setti heildarstefnumótun í náinni samvinnu allra aðila á dagskrá verði sendur heim af þingi en ekki þeir sem hugsa grunnt og í plástrum til skamms tíma. Að efling geðheilbrigðismála, fjarheilbrigðisþjónustu fyrir dreifðar byggðir og styrking heilsugæslu með aðkomu fleiri stétta sé túlkuð sem aðgerðaleysi. Íslendingar vilja jafnt aðgengi allra að öflugri heilbrigðisþjónustu, þar sem skýrt er kveðið á um hvaða þjónustu skal veita, hvar og af hverjum. Eins og Björt framtíð. ...að efling skapandi greina á öllum sviðum þjóðlífsins, allt frá skólum til ferðaþjónustunnar, verði kosin út af þingi á meðan fulltrúar stöðnunar fá brautargengi. Íslendingar vilja skapandi framtíð þar sem styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín og eru metnir að verðleikum. Eins og Björt framtíð. ...að heiðarlegt fólk sem segir satt og vinnur alfarið í þágu almennings án þess að þiggja styrki frá fyrirtækjum verði sent heim af þingi, á meðan þeir sem reiða sig á fjársterka bakhjarla og stunda grímulaust hagsmunapot njóta stuðnings. Íslendingar vilja að Alþingi starfi fyrir Jón og Gunnu, ekki bara séra Jón. Eins og Björt framtíð. ...að flokkurinn sem á met í að styðja frumvörp og tillögur annarra á þingi og vinnur þannig með virkum hætti að auknu samtali milli „herbúða“ verði sendur heim en átakapólitík eigi áfram sviðið. Það er gamaldags að togast á og slást „af því bara“, framtíðin þarf samvinnu. Íslendingar vilja breytta pólitík sem getur starfað saman án þess að sífellt sjóði uppúr. Eins og Björt framtíð. ...að ungt fólk og ungar konur njóti ekki stuðnings til að láta til sín taka í löggjöf okkar til framtíðar, en einsleitur hópur fortíðarinnar fylli þingsætin. Framtíðarland þarf framtíðarfólk. Íslendingar vilja fjölbreytt sjónarhorn og öfluga blöndu ólíkra einstaklinga á þingi, fólk sem endurspeglar þjóðina. Eins og Björt framtíð. ...að þjónandi forysta verði send heim af þingi, en foringjaræði og fílabeinsturnar standi eftir. Alþingi þarf fólk sem kann að hlusta, ekki bara skipa fyrir og vaða áfram hver með sína skoðun. Íslendingar vilja að Alþingismenn þjóni þjóðinni, ekki öfugt. Eins og Björt framtíð. ...að flokkurinn sem fær fatlað fólk kjörið á þing til að tala sínu eigin máli sé sendur heim, en eftir sitji hópur sem talar um að leyfa „þeim sem minna mega sín“ að „vera með“ án þess að hleypa öllum inn í herbergið. Íslendingar vilja að allar raddir heyrist. Eins og Björt framtíð. ...að flokkur sem miðar allt starf sitt að því að staða ungs fólks í landinu batni, börnin okkar erfi óspillta náttúru, hægt sé að ná sér í menntun án þess að fara á hausinn, finna þak yfir höfuðið á viðráðanlegum kjörum, komast á milli staða án þess að eiga fleiri en einn bíl, eignast og annast fjölskyldu og stunda vinnu þannig að sólarhringurinn dugi til, þurfi að pakka saman. Að raddir unga fólksins verði þaggaðar en áfram unnið að því að styðja þá sem mest hafa. Íslendingar vilja styðja ungt fólk. Eins og Björt framtíð. ...að flokkur sem lætur verkin tala, oftast án hávaða og láta, fái reisupassann en innantómir frasar og klisjukennd óábyrg loforð haldi velli. Íslendingar vilja athafnir umfram orð. Eins og Björt framtíð. ...að þjóðin haldi að stöðugleiki náist með því að kjósa áfram sama gamla kerfið sem hefur nú margsinnis steytt á skeri og talar fyrir áframhaldandi kyrrstöðu, þvermóðsku og fortíðarþrá. Stöðugleiki fæst með því að stilla klukkuna á „núna“, ræða saman af alvöru og heiðarleika um hvernig við nýtum til fulls tækifæri okkar frábæra lands til framtíðar. Ekki með hagsmunagæslu fyrir hönd gamalla valdablokka eða fortíðarþrá eftir gömlum tíma. Íslendingar vilja Bjarta framtíð. Ég neita að trúa að íslenskir kjósendur láti það gerast að breytingaraflið Björt framtíð verði þaggað í hel. Það hryggir mig ekki, það gerir mig reiða. Ísland á betra skilið. Höfundur er stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og skipar oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
...að niðurstaða #höfumhátt á Alþingi verði sú að flokkurinn sem stóð með þolendum verði sendur heim en valdníðsluöflunum hampað. Því það myndi þýða að kjósendur fjarlægðu þolandann af heimilinu en ekki ofbeldismanninn. Íslendingar standa með þolendum. Eins og Björt framtíð. ...að besti umhverfisráðherra allra tíma verði sendur heim af þingi en stóriðjusinnar og þeir sem selja landið okkar ódýrt til að hægt sé að forða arðinum af auðlindum úr landi í gegnum skattaundanskot haldi velli. Íslendingar elska landið sitt og standa vörð um auðlindir. Eins og Björt framtíð. ...að heilbrigðisráðherra sem setti heildarstefnumótun í náinni samvinnu allra aðila á dagskrá verði sendur heim af þingi en ekki þeir sem hugsa grunnt og í plástrum til skamms tíma. Að efling geðheilbrigðismála, fjarheilbrigðisþjónustu fyrir dreifðar byggðir og styrking heilsugæslu með aðkomu fleiri stétta sé túlkuð sem aðgerðaleysi. Íslendingar vilja jafnt aðgengi allra að öflugri heilbrigðisþjónustu, þar sem skýrt er kveðið á um hvaða þjónustu skal veita, hvar og af hverjum. Eins og Björt framtíð. ...að efling skapandi greina á öllum sviðum þjóðlífsins, allt frá skólum til ferðaþjónustunnar, verði kosin út af þingi á meðan fulltrúar stöðnunar fá brautargengi. Íslendingar vilja skapandi framtíð þar sem styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín og eru metnir að verðleikum. Eins og Björt framtíð. ...að heiðarlegt fólk sem segir satt og vinnur alfarið í þágu almennings án þess að þiggja styrki frá fyrirtækjum verði sent heim af þingi, á meðan þeir sem reiða sig á fjársterka bakhjarla og stunda grímulaust hagsmunapot njóta stuðnings. Íslendingar vilja að Alþingi starfi fyrir Jón og Gunnu, ekki bara séra Jón. Eins og Björt framtíð. ...að flokkurinn sem á met í að styðja frumvörp og tillögur annarra á þingi og vinnur þannig með virkum hætti að auknu samtali milli „herbúða“ verði sendur heim en átakapólitík eigi áfram sviðið. Það er gamaldags að togast á og slást „af því bara“, framtíðin þarf samvinnu. Íslendingar vilja breytta pólitík sem getur starfað saman án þess að sífellt sjóði uppúr. Eins og Björt framtíð. ...að ungt fólk og ungar konur njóti ekki stuðnings til að láta til sín taka í löggjöf okkar til framtíðar, en einsleitur hópur fortíðarinnar fylli þingsætin. Framtíðarland þarf framtíðarfólk. Íslendingar vilja fjölbreytt sjónarhorn og öfluga blöndu ólíkra einstaklinga á þingi, fólk sem endurspeglar þjóðina. Eins og Björt framtíð. ...að þjónandi forysta verði send heim af þingi, en foringjaræði og fílabeinsturnar standi eftir. Alþingi þarf fólk sem kann að hlusta, ekki bara skipa fyrir og vaða áfram hver með sína skoðun. Íslendingar vilja að Alþingismenn þjóni þjóðinni, ekki öfugt. Eins og Björt framtíð. ...að flokkurinn sem fær fatlað fólk kjörið á þing til að tala sínu eigin máli sé sendur heim, en eftir sitji hópur sem talar um að leyfa „þeim sem minna mega sín“ að „vera með“ án þess að hleypa öllum inn í herbergið. Íslendingar vilja að allar raddir heyrist. Eins og Björt framtíð. ...að flokkur sem miðar allt starf sitt að því að staða ungs fólks í landinu batni, börnin okkar erfi óspillta náttúru, hægt sé að ná sér í menntun án þess að fara á hausinn, finna þak yfir höfuðið á viðráðanlegum kjörum, komast á milli staða án þess að eiga fleiri en einn bíl, eignast og annast fjölskyldu og stunda vinnu þannig að sólarhringurinn dugi til, þurfi að pakka saman. Að raddir unga fólksins verði þaggaðar en áfram unnið að því að styðja þá sem mest hafa. Íslendingar vilja styðja ungt fólk. Eins og Björt framtíð. ...að flokkur sem lætur verkin tala, oftast án hávaða og láta, fái reisupassann en innantómir frasar og klisjukennd óábyrg loforð haldi velli. Íslendingar vilja athafnir umfram orð. Eins og Björt framtíð. ...að þjóðin haldi að stöðugleiki náist með því að kjósa áfram sama gamla kerfið sem hefur nú margsinnis steytt á skeri og talar fyrir áframhaldandi kyrrstöðu, þvermóðsku og fortíðarþrá. Stöðugleiki fæst með því að stilla klukkuna á „núna“, ræða saman af alvöru og heiðarleika um hvernig við nýtum til fulls tækifæri okkar frábæra lands til framtíðar. Ekki með hagsmunagæslu fyrir hönd gamalla valdablokka eða fortíðarþrá eftir gömlum tíma. Íslendingar vilja Bjarta framtíð. Ég neita að trúa að íslenskir kjósendur láti það gerast að breytingaraflið Björt framtíð verði þaggað í hel. Það hryggir mig ekki, það gerir mig reiða. Ísland á betra skilið. Höfundur er stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og skipar oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun