Glópagull úr skyri? Þórólfur Matthíasson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð. Skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópuskyrið yrði líklega 420 til 450 milljónir króna. Markaðsherferð í Evrópu myndi síðan kosta einhverjar 100 til 200 milljónir á ári hið minnsta.Þrátt fyrir ítrekun var ekki svarað Verðlagsnefnd búvara telur að það kosti bændur 630 milljónir króna að framleiða þær 5 milljónir lítra mjólkur sem færu í skyrið. Því virðist borðleggjandi að tap á fyrirhuguðum útflutningi skyrs til Evrópu yrði 300 til 400 milljónir króna þegar tillit er tekið til kostnaðar við nauðsynlegt markaðsátak til að kynna skyrið. Með tölvuskeyti sendu 18. febrúar lagði ég þessa útreikninga fyrir framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og bað hann að leiðbeina mér ef rangt væri ályktað. Þrátt fyrir ítrekun svaraði framkvæmdastjórinn ekki og staðfesti með þögninni að útreikningarnir sem ég lagði fram væru nærri lagi. Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. spurði ég, í framhaldi af þegjandi samþykki framkvæmdastjórans, með hvaða hætti Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hygðust fjármagna fyrirsjáanlegt tap á hugsanlegum útflutningi skyrs til Evrópu. Af grein sem framkvæmdastjórinn ritar í Fréttablaðið 26. febrúar má skilja að hann ætli að lækka kostnað Mjólkursamsölunnar um 200 milljónir króna frá áætlun minni með því að greiða bændum aðeins 83 krónur á lítrann af mjólk sem færi til Evrópuskyrgerðar. Fyrir framleiðslu innan kvóta sem fer á innanlandsmarkað eru hins vegar greiddar 128 krónur á lítrann. Það liggur því beint við, í framhaldi af svari framkvæmdastjóra SAM, að spyrja talsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda hvort þeir séu tilbúnir í þann leiðangur að framleiða ódýra mjólk fyrir Evrópumarkað. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt hljóta íslenskir skattgreiðendur að spyrja Bændasamtökin og kúabændur hvort þeir eigi ekki rétt á að fá mjólk á sama verði og neytendur í Evrópu. Hvort nokkur þörf sé á beingreiðslum til mjólkurframleiðenda. Ef hægt er að framleiða umtalsvert magn mjólkur á 83 krónur lítrann fyrir Evrópumarkað, af hverju þurfa bændur 128 krónur fyrir hvern lítra sem fer á innanlandsmarkað? Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á svo enn eftir að svara hvernig hann hyggst fjármagna markaðsherferðina fyrir skyrinu í Evrópu. Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð. Skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópuskyrið yrði líklega 420 til 450 milljónir króna. Markaðsherferð í Evrópu myndi síðan kosta einhverjar 100 til 200 milljónir á ári hið minnsta.Þrátt fyrir ítrekun var ekki svarað Verðlagsnefnd búvara telur að það kosti bændur 630 milljónir króna að framleiða þær 5 milljónir lítra mjólkur sem færu í skyrið. Því virðist borðleggjandi að tap á fyrirhuguðum útflutningi skyrs til Evrópu yrði 300 til 400 milljónir króna þegar tillit er tekið til kostnaðar við nauðsynlegt markaðsátak til að kynna skyrið. Með tölvuskeyti sendu 18. febrúar lagði ég þessa útreikninga fyrir framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og bað hann að leiðbeina mér ef rangt væri ályktað. Þrátt fyrir ítrekun svaraði framkvæmdastjórinn ekki og staðfesti með þögninni að útreikningarnir sem ég lagði fram væru nærri lagi. Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. spurði ég, í framhaldi af þegjandi samþykki framkvæmdastjórans, með hvaða hætti Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hygðust fjármagna fyrirsjáanlegt tap á hugsanlegum útflutningi skyrs til Evrópu. Af grein sem framkvæmdastjórinn ritar í Fréttablaðið 26. febrúar má skilja að hann ætli að lækka kostnað Mjólkursamsölunnar um 200 milljónir króna frá áætlun minni með því að greiða bændum aðeins 83 krónur á lítrann af mjólk sem færi til Evrópuskyrgerðar. Fyrir framleiðslu innan kvóta sem fer á innanlandsmarkað eru hins vegar greiddar 128 krónur á lítrann. Það liggur því beint við, í framhaldi af svari framkvæmdastjóra SAM, að spyrja talsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda hvort þeir séu tilbúnir í þann leiðangur að framleiða ódýra mjólk fyrir Evrópumarkað. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt hljóta íslenskir skattgreiðendur að spyrja Bændasamtökin og kúabændur hvort þeir eigi ekki rétt á að fá mjólk á sama verði og neytendur í Evrópu. Hvort nokkur þörf sé á beingreiðslum til mjólkurframleiðenda. Ef hægt er að framleiða umtalsvert magn mjólkur á 83 krónur lítrann fyrir Evrópumarkað, af hverju þurfa bændur 128 krónur fyrir hvern lítra sem fer á innanlandsmarkað? Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á svo enn eftir að svara hvernig hann hyggst fjármagna markaðsherferðina fyrir skyrinu í Evrópu. Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun