Fleiri fréttir

Tækifærin sem urðu til í hruninu

Mikael Torfason skrifar

Frá hruni hafa flest ný störf orðið til í ferðaþjónustu og fiski. Fiskiðnaðurinn einn og sér hefur skapað yfir ellefu hundruð ný störf og bara í hótel- og veitingahúsarekstri hafa skapast átján hundruð ný störf síðan árið 2008. Flest þessara starfa urðu til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta kom fram í úttekt í Markaðnum sem fylgdi Fréttablaðinu fyrr í vikunni.

Betri heilsa og léttara líf án tóbaks

Kristján Þór Júlíusson skrifar

Alþjóðlegur dagur án tóbaks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum.

Dæmisaga frá Finnlandi

Marjatta Ísberg skrifar

Í helgarblaði Fréttablaðsins (26.5.) var viðtal við Lóu Pind Aldísardóttur þar sem hún ræðir um brottfall úr framhaldsskóla og orsakir þess. Lóa telur að of mikil áhersla sé lögð á hefðbundið bóknám. Mjög margir geta eflaust verið henni sammála um þetta atriði, en hvað á til bragðs að taka?

Mest lesið dálkurinn

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Þegar netið kom fyrst til sögunnar voru margir íhaldssamir blaðamenn pirraðir á því hversu mikil áhersla var lögð á nýjustu fréttirnar hjá netmiðlunum. Nýjustu fréttirnar eru ekki endilega merkilegastar, en þær fengu mesta plássið. Í dag er þetta að breytast en við erum sannarlega að fara úr öskunni í eldinn. Í dag er það "mest lesið dálkurinn“ sem allt snýst um. "Heilbrigðari kynfæri með meira kynlífi“, "Loftsteinn á leiðinni“, "Á gólfinu var allt í viðbjóði“. Þetta voru mest lesnu fréttirnar á stærstu netfréttamiðlum landsins síðasta þriðjudag.

"Það er frábært að geta valið“

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Áskorun um styttingu skólagöngu skaust upp á yfirborðið nýlega. Í þetta skiptið gerðist það í kjölfar útgáfu skýrslu samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Þar var lögð fram tillaga um að stytta skólagöngu um tvö ár til að auka framleiðni í skólakerfinu. Því er ekki að neita að umrædd framleiðni mætti vera mun betri enda er fimm ára meðalnámstími til stúdentsprófs allt of langur tími. Að auki er erfitt að útskýra af hverju íslenskir nemendur eru tveimur árum eldri en nágrannaþjóðir okkar að loknu framhaldsskólaprófi. Áskorunin er því réttmæt.

Tvöfalt heilbrigðiskerfi

Mikael Torfason skrifar

Á Íslandi bólusetjum við ekki við hlaupabólu, en í fréttum okkar á Stöð 2 í gær og Fréttablaðinu í dag kemur fram að árlega lenda nítján einstaklingar á spítala vegna alvarlegra einkenna af völdum hlaupabólu. Mikill fjöldi barna fær hlaupabólu árlega, með tilheyrandi kláða og óþægindum. Það tekur flesta krakka um tíu daga að jafna sig og mamma og pabbi þurfa að sjálfsögðu að taka sér frí frá vinnu til að sinna börnunum. Hlaupabóla getur verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum. Sjúkdómurinn getur nefnilega farið illa í börn líkt og fullorðna.

Veit forsætisráðherra ekki betur?

Jón Steinsson skrifar

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: "Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“

Til hamingju Ísland eða hvað?

Það eru margir sem fá hamingjuóskir þessa dagana enda tími skólaslita og útskrifta. Við getum verið stolt af þeim sem klára áfanga og halda til starfa í samfélaginu eða til áframhaldandi náms. Við gleðjumst yfir þessu en það hefur líka komið fram að margir heltast úr lestinni í framhaldsskóla. "Þurfum þjóðarátak gegn brottfalli,“ sagði Skúli Helgason alþingismaður í grein í Fréttatímanum 26. október 2012 og bætti við: "Það er engan veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi án þess að fá viðunandi þjónustu.“ Lóa Pind Aldísardóttir fjallar af sinni alkunnu snilld um þetta málefni á Stöð 2 þessa dagana í þáttunum Tossarnir.

Barnafjölskyldur fluttar með valdi

Mikael Torfason skrifar

Í gær voru 27 manns fluttir nauðugir með leiguflugi til Króatíu. Þetta voru fjölskyldur með börn sem höfðu selt aleigu sína til að freista gæfunnar á Íslandi.

Óvissa um niðurfærslu skulda

Össur Skarphéðinsson skrifar

Stefnuyfirlýsing nýju stjórnarinnar er að mörgu leyti athyglisverð – og fyrir sinn hatt prýðileg. Hún ber þó augljóslega með sér að í vöfflutúrunum tókst oddvitum hennar ekki að leiða í jörð ágreining um hvernig á að efna kosningaloforð Framsóknar um að lækka höfuðstól verðtryggðra skulda um 300 milljarða.

Kennaranám er gott og kennsla er gefandi

Bragi Guðmundsson skrifar

Kennaranám og kennarastarfið hafa talsvert verið til umræðu þetta vorið. Minna hefur verið gert af því að tala starfið upp en niður, margt hefur verið sagt um kjör stéttarinnar og nokkuð hefur verið fjallað um mikilvægi jákvæðrar ímyndarsköpunar. Tilefnið eru fréttir um tiltölulega dræma aðsókn að fimm ára starfsnámi kennara við kennaraskóla landsins.

Nýtt kennaranám

Anna Kristín Sigurðardóttir skrifar

Í Fréttablaðinu þann 24. maí sl. birtist pistill eftir Pawel Bartoszek um lengingu kennaranáms þar sem hann leggur til að það verði stytt aftur, m.a. til að auka aðsókn í námið. Tillögur um lengingu kennaranáms hafa verið lengi í umræðu hér á landi, m.a. vegna þess að námið hefur verið styttra hér en víðast hvar í Evrópu. Sterk rök renna stoðum undir þá ákvörðun stjórnvalda að lengja grunnmenntun kennara sem lið í því að bæta íslenskt menntakerfi, einungis fáein eru dregin fram hér.

Sigmundur og sundurlyndið

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Önnur málsgrein í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar nýju hljóðar svo: ?Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið.? Hvað þetta þýðir í framkvæmd er frekar erfitt að ráða í, en ekki er hægt að segja að forsætisráðherrann hafi farið á undan með góðu fordæmi þá sex daga sem hann hefur verið í embætti. Þykja yfirlýsingar hans um umhverfismál bera vott um fádæma hroka og lítilsvirðingu á sjónarmiðum

Pistillinn sem aldrei varð

Sara MacMahon skrifar

Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum.

Orðsending til borgarstjórnar

Auður Guðjónsdóttir skrifar

Borgarstjórn til upprifjunar birti ég hér hluta fyrstu greinar reglugerðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík: Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er ætluð til afnota fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) Hjólastólanotendur b) Blindir og geta eigi notað önnur farartæki c) Ófærir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarra langvarandi fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki.

Sorglegt Evrópumet samkvæmt afleitu skipulagi

Áshildur Haraldsdóttir skrifar

Hvergi í 46 löndum Evrópu er að finna hótel svo nálægt alþingishúsi eins og stefnt er að í Reykjavík, nái skipulag sem borgin hefur nú í kynningu fram að ganga. Þar er farið fram á að hinu sögufræga Sjálfstæðishúsi (Nasa) verði fórnað til að rýma fyrir stóru og miklu hóteli sem mun teygja sig frá Ingólfstorgi að Kirkjustræti.

Þess vegna er ég leikskólakennari

Unnur Henrysdóttir skrifar

Ég ákvað að setjast niður eina kvöldstund og setja á blað ástæðuna fyrir því að ég er leikskólakennari en ekki eitthvað annað. Staðan í dag er þannig að sárlega vantar leikskólakennara og sem innlegg í alla þá neikvæðu umræðu sem á sér stað um kennaranám langar mig aðeins að benda á jákvæðu hliðar námsins. Ég er útskrifaður leikskólakennari og vinn sem deildarstjóri á átta deilda leikskóla og mér finnst mjög gaman í vinnunni minni. Ég veit að ég er líka pínu spennufíkill og ég segi það í þeirri merkingu að mér finnst það spennandi að vita ekki hvað dagurinn á morgun ber í skauti sér. Ég veit ekki hverjar hugmyndir barnanna verða.

Að bíða í ofnæmi

Teitur Guðmundsson skrifar

Ég heyrði þennan frasa og stafarugl fyrst hjá vini mínum fyrir mörgum árum og er ákveðin kímni í honum, en þegar maður horfir til ofnæmis og þeirra einkenna sem einstaklingar glíma við er manni enginn hlátur í huga. Það að vera með ofnæmi, hvaða tegund sem það kann að vera, getur verið allt frá því að finna til minniháttar óþæginda við ákveðnar kringumstæður yfir í að glíma við lífshættulegan sjúkdóm. Þegar við erum að ræða þessi atriði er ágætt að skilgreina á milli þess sem í daglegu tali kallast ofnæmi, eða á ensku allergy, og þess sem mætti kalla

Í þágu almennings ekki sérhagsmuna

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er æði loftkenndur og hefði mátt stytta hann um helming (5 bls. ) án þess að raska efnislegu inntaki. Ég lýsti þessari skoðun við formann Sjálfstæðisflokksins sama dag og ný stjórn var kynnt undir sterkum þjóðernisblæ á Laugarvatni.

Vill einhver elska 49 ára gamla konu?

Saga Garðarsdóttir skrifar

Það er margt sem ég óttast í lífinu. Ég óttast stöðugt að fá raflost nálægt innstungum og brauðristum, ég held mig fjarri fólki sem spyr mig til vegar, ég hef áhyggjur af því að pabbi minn komist að því að ég sprengdi dekkið á hjólinu hans, aftur, og svo óttast ég að verða miðaldra kona.

Varðveisla og vernd

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Áhugi forsætisráðherra á varðveislu og vernd íslensks menningararfs er lofsverður.

Ekki hræra í aflareglunni

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í sjávarútvegskafla stefnuyfirlýsingar nýju ríkisstjórnarinnar horfir flest til betri vegar. Stjórnin ætlar ekki að fara í neinar kollsteypur á stjórnkerfi fiskveiða eins og sú sem sat á undan henni stefndi að, heldur þvert á móti að búa greininni stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi sem hvetji til fjárfestinga og atvinnusköpunar.

Heimsmeistari í kynjajafnrétti?

Margrét Steinarsdóttir skrifar

Síðastliðinn fimmtudag kynnti vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um mismunun gagnvart konum í löggjöf og framkvæmd bráðabirgðaniðurstöður úr heimsókn sinni til Íslands. Í lauslegri þýðingu er yfirskrift skýrslu þeirra "Ekkert rúm fyrir slökun hjá heimsmeistaranum í kynjajafnrétti“.

Húsverndarráðherrann

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er afdráttarlaus kafli um húsvernd, áreiðanlega sá fyrsti sem ratar inn í stjórnarsáttmála hér á landi. Kaflinn er svona:

Í leit að glötuðum tíma

Karen Kjartansdóttir skrifar

Fyrstu önn mína í grunnskóla gekk ég í barnaskólann á Stokkseyri. Á miðjum vetri fluttu foreldrar mínir svo á Akranes þar sem pabbi hafði fengið betra skipspláss. Sumarið eftir fengum við systurnar að heimsækja krakkana á Stokkseyri aftur. Við féllum strax aftur í hópinn og skemmtum okkur hið besta.

Síðasta grein fjallkonunnar

Herdís Þorvaldsdóttir lést á Landsspítalanum þann 1. apríl síðastliðinn. Þá um nóttina lofuðum við barnabörnin henni að halda áfram baráttunni fyrir gróðurvernd og uppgræðslu landsins.

Engar eyjar í netheimum

Chris Jagger og Jakob Þór Kristjánsson  skrifar

Þessi grein varpar ljósi á aukið mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um þær hættur sem leynast á netinu og hvaða ráð einstaklingar hafa til að öðlast aukið öryggi.

Af hverju er ég leikskólakennari?

Haraldur F. Gíslason skrifar

Ég var frekar áttavilltur unglingur. Hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór var ekki mikið sem ég spáði í. Sérstaklega eftir að það varð ljóst að ég yrði seint atvinnumaður í knattspyrnu.

Ríkisstjórn nýrrar kynslóðar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Með nýrri ríkisstjórn verða pólitísk umskipti og landsstjórnin fær nýtt yfirbragð. Um leið verða afgerandi straumhvörf þegar ný kynslóð stjórnmálamanna stormar inn í Stjórnarráðið.

Misnotkun Sorpu staðfest

Ólafur Karl Eyjólfsson skrifar

Með úrskurði frá 21. mars. sl. staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Sorpa byggðarsamlag hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið samkeppnislög og bæri að greiða 45 milljóna króna sekt.

Ríkisstjórn sérhagsmuna

Margrét K. Sverrisdóttir skrifar

Fráfarandi ríkisstjórn var ríkisstjórn almannahagsmuna sem hafði jöfnuð og velferð að leiðarljósi og stuðlaði markvisst að hvoru tveggja, fyrst og fremst með traustri efnahagsstjórn sem náði stjórn á fjárlagahalla, verðbólgu og atvinnuleysi eftir allsherjarhrun efnahagslífsins.

Úps, við sulluðum niður

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði í lok marz frá miklum áhyggjum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á svæðinu af áformum um aukin umsvif á Bláfjallasvæðinu. Þar undir féllu til að mynda áætlanir um stækkun skíðasvæðisins í Bláfjöllum og ekki síður stórbrotnar fyrirætlanir um að laða hundruð þúsunda ferðamanna á ári að Þríhnúkagíg.

"Hraunavinum“ svarað

Um langt árabil hafa Álftnesingar þurft að aka að og frá heimilum sínum um gamlan hættulegan veg, Álftanesveginn, og alltof mörg okkar hafa lent í óhöppum og slysum á veginum eða komið að slíkum gegnum árin. Þessi vegur hefur þróast í áranna rás frá gömlum kerrutroðningi sem reynt hefur verið að laga að kröfum tímans og nú síðast með vænu malbikslagi sem skellt var ofan á það sem fyrir var.

Flugvélaði maðurinn

Stígur Helgason skrifar

Það er bara tvennt sem ég get sagt við fólk sem gerir það undantekningalítið alveg agndofa. Annað er að mér finnist gaman í flugvélum. Það virðist ekki vera algeng skoðun, sem er óskiljanlegt.

Styttum kennaranámið

Pawel Bartoszek skrifar

Kartöflubóndi ætlar að prófa nýja ræktunaraðferð. Nýja aðferðin er 70% dýrari en sú gamla. Kartöflurnar munu vera lengur að vaxa en þær eiga að vera gæðameiri og þar með dýrari fyrir vikið. Bóndinn er metnaðarfullur og nýjungagjarn og hann slær því til.

Raunhæfar tillögur um umbætur í opinberri þjónustu

Pétur Berg Matthíasson skrifar

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi kom saman í þriðja sinn 8. maí sl. en vettvangurinn var settur á laggirnar í janúar 2013. Stofnun vettvangsins má rekja til skýrslu Mckinsey ráðgjafafyrirtækisins um leiðir Íslands til aukins hagvaxtar sem kom út í október 2012.

Sjá næstu 50 greinar