Dæmisaga frá Finnlandi Marjatta Ísberg skrifar 30. maí 2013 12:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins (26.5.) var viðtal við Lóu Pind Aldísardóttur þar sem hún ræðir um brottfall úr framhaldsskóla og orsakir þess. Lóa telur að of mikil áhersla sé lögð á hefðbundið bóknám. Mjög margir geta eflaust verið henni sammála um þetta atriði, en hvað á til bragðs að taka? Í umræðum um skólamál hefur finnskum skólum oft verið teflt fram sem fyrirmyndarkerfi. Því langar mig að segja lítillega frá reynslu minni sem kennari í Finnlandi.Iðngreinar skortir ímynd Síðast kenndi ég við menntaskóla sem bauð eingöngu upp á hefðbundið bóknám. Meðal nemenda minna voru nokkrir sem enga hæfileika höfðu til slíks náms. Ár eftir ár urðu þeir að endurtaka sömu áfangana til að komast áfram en lágmarkseinkunnina 5 þurfti í einum áfanga til að komast áfram í þann næsta. Skólalóðin okkar var við hlið skólalóðar iðnskólans og einu sinni sagði ég við nemendur mína: „Ég skil ekki af hverju þið flykkist ekki í iðnskólann sem býður upp á áhugavert og fjölbreytt nám.“ Einn af drengjunum svaraði að bragði: „Iðnskólann skortir ímynd.“ Það er væntanlega ímynd sem iðnskólann skortir einnig hér á landi. En hvernig eigum við að laða fram nýja og áhugaverða ímynd? Er það með því að gera tækniskóla að háskóla og breyta iðnskóla í tækniskóla? Mér finnst það frekar undirstrika þá hugsun að „iðn“ þyki ekki nógu fín. Með þessum tilfæringum eru yfirvöld og hugmyndasmiðir menntastefnunnar að senda ákveðin skilaboð til þjóðfélagsins.Afleiðingar offjölgunar hvíthúfa Finnar hafa í meira en hálfa öld verið með fjöldatakmarkanir í háskóla og þeir sem ekki komast í háskóla verða að sækja sér starfsmenntun annars staðar. Með árunum hefur aðsókn stúdenta í iðnskólana aukist svo mikið að eyrnamerkja hefur þurft ákveðinn fjölda námsplássa fyrir þá sem ekki eru með stúdentspróf. Afleiðingin er sú að þeir sem mesta hæfileika hafa í ákveðinni iðngrein komast ef til vill ekki inn þar sem stúdentar fá aukastig í umsóknarferlinu. Stúdentar aftur á móti eyða mörgum árum í árangurslausar tilraunir til að komast í háskóla áður en þeir að endingu gefast upp og sækja um iðnnám.Nýrrar hugsunar er þörf Vandamálið er mjög djúpstætt og eflaust ekki hægt að finna einfaldar lausnir. Skólinn er íhaldssamur í eðli sínu og breytingar erfiðar. Þó að kennslan hafi breyst mikið þá byggir hún enn þá að miklu leyti á aldagömlum hefðum sem snerust um bóknám. Spurningin er ekki eingöngu um hugmyndafræði heldur einnig um afkomu og ævistarf kennara, en hver og einn hlýtur að líta á sitt fag sem mikilvægt. Eins og Lóa bendir á þá þurfum við að byrja á að líta á grunnskólann, ekki eingöngu að einblína á framhaldsskóla. Það sem gerst hefur hér á landi og víðar í vestrænum heimi er að of mikil krafa um sama skóla og sömu menntun fyrir alla hefur leitt okkur í ógöngur. Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt og læra að skilja að menntun fæst víðar en með bókalestri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins (26.5.) var viðtal við Lóu Pind Aldísardóttur þar sem hún ræðir um brottfall úr framhaldsskóla og orsakir þess. Lóa telur að of mikil áhersla sé lögð á hefðbundið bóknám. Mjög margir geta eflaust verið henni sammála um þetta atriði, en hvað á til bragðs að taka? Í umræðum um skólamál hefur finnskum skólum oft verið teflt fram sem fyrirmyndarkerfi. Því langar mig að segja lítillega frá reynslu minni sem kennari í Finnlandi.Iðngreinar skortir ímynd Síðast kenndi ég við menntaskóla sem bauð eingöngu upp á hefðbundið bóknám. Meðal nemenda minna voru nokkrir sem enga hæfileika höfðu til slíks náms. Ár eftir ár urðu þeir að endurtaka sömu áfangana til að komast áfram en lágmarkseinkunnina 5 þurfti í einum áfanga til að komast áfram í þann næsta. Skólalóðin okkar var við hlið skólalóðar iðnskólans og einu sinni sagði ég við nemendur mína: „Ég skil ekki af hverju þið flykkist ekki í iðnskólann sem býður upp á áhugavert og fjölbreytt nám.“ Einn af drengjunum svaraði að bragði: „Iðnskólann skortir ímynd.“ Það er væntanlega ímynd sem iðnskólann skortir einnig hér á landi. En hvernig eigum við að laða fram nýja og áhugaverða ímynd? Er það með því að gera tækniskóla að háskóla og breyta iðnskóla í tækniskóla? Mér finnst það frekar undirstrika þá hugsun að „iðn“ þyki ekki nógu fín. Með þessum tilfæringum eru yfirvöld og hugmyndasmiðir menntastefnunnar að senda ákveðin skilaboð til þjóðfélagsins.Afleiðingar offjölgunar hvíthúfa Finnar hafa í meira en hálfa öld verið með fjöldatakmarkanir í háskóla og þeir sem ekki komast í háskóla verða að sækja sér starfsmenntun annars staðar. Með árunum hefur aðsókn stúdenta í iðnskólana aukist svo mikið að eyrnamerkja hefur þurft ákveðinn fjölda námsplássa fyrir þá sem ekki eru með stúdentspróf. Afleiðingin er sú að þeir sem mesta hæfileika hafa í ákveðinni iðngrein komast ef til vill ekki inn þar sem stúdentar fá aukastig í umsóknarferlinu. Stúdentar aftur á móti eyða mörgum árum í árangurslausar tilraunir til að komast í háskóla áður en þeir að endingu gefast upp og sækja um iðnnám.Nýrrar hugsunar er þörf Vandamálið er mjög djúpstætt og eflaust ekki hægt að finna einfaldar lausnir. Skólinn er íhaldssamur í eðli sínu og breytingar erfiðar. Þó að kennslan hafi breyst mikið þá byggir hún enn þá að miklu leyti á aldagömlum hefðum sem snerust um bóknám. Spurningin er ekki eingöngu um hugmyndafræði heldur einnig um afkomu og ævistarf kennara, en hver og einn hlýtur að líta á sitt fag sem mikilvægt. Eins og Lóa bendir á þá þurfum við að byrja á að líta á grunnskólann, ekki eingöngu að einblína á framhaldsskóla. Það sem gerst hefur hér á landi og víðar í vestrænum heimi er að of mikil krafa um sama skóla og sömu menntun fyrir alla hefur leitt okkur í ógöngur. Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt og læra að skilja að menntun fæst víðar en með bókalestri.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar