Pistillinn sem aldrei varð Sara MacMahon skrifar 28. maí 2013 07:00 Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum. Skrifi ég hugmyndir ekki niður um leið og þeim lýstur í huga minn eru þær horfnar jafn skjótt og þær komu. Það sama á við um dagsverkin; þau þarf að skrá niður, annars gleymi ég að inna þau af hendi. Afmæli og stefnumót þarf ég líka að punkta niður í dagatalið. Það kemur ítrekað fyrir að ég sitji heima í stofu, standi þá skyndilega upp og rölti fram. Þegar fram er komið man ég ekki lengur hvert erindið var. Ætlaði ég ef til vill að ná í eitthvað? Kannski þurfti að kanna eitthvert hljóð? Á endanum neyðist ég þó til þess að snúa aftur á fyrri stað, einskis vísari um tilgang ferðarinnar. Undanfarið hef ég líka ítrekað gerst sek um að gleyma að slökkva undir eldavélarhellunum. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt og veldur mér og sambýlingnum miklum áhyggjum. Þrátt fyrir ungan aldur pistilshöfunds fer minninu stöðugt hrakandi og suma daga er það svo slæmt að ég man ekki einu sinni eigið símanúmer. Líf mitt snýst um það að skrásetja allt svo engu sé gleymt. Dagatöl eru útkrotuð, handarbökin tvö líka, og síminn minn pípir reglulega með áminningar um yfirvofandi læknisheimsóknir. Hefði ég haft vit á að skrifa niður hina skemmtilegu hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru værir þú, lesandi góður, núna að lesa eitthvað allt annað og skemmtilegra. Þess í stað situr þú uppi með þetta pistlaskrípi. En snúum okkur aftur að kjarna máls míns: gleymskunni. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn: „Kosturinn við slæmt minni er sá að maður nýtur mörgum sinnum sama góða hlutarins sem það væri í fyrsta sinn.“ Ég kýs að taka Nietzsche trúanlegan og í stað þess að gráta minnið ætla ég að einbeita mér að því að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Aftur og aftur og aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum. Skrifi ég hugmyndir ekki niður um leið og þeim lýstur í huga minn eru þær horfnar jafn skjótt og þær komu. Það sama á við um dagsverkin; þau þarf að skrá niður, annars gleymi ég að inna þau af hendi. Afmæli og stefnumót þarf ég líka að punkta niður í dagatalið. Það kemur ítrekað fyrir að ég sitji heima í stofu, standi þá skyndilega upp og rölti fram. Þegar fram er komið man ég ekki lengur hvert erindið var. Ætlaði ég ef til vill að ná í eitthvað? Kannski þurfti að kanna eitthvert hljóð? Á endanum neyðist ég þó til þess að snúa aftur á fyrri stað, einskis vísari um tilgang ferðarinnar. Undanfarið hef ég líka ítrekað gerst sek um að gleyma að slökkva undir eldavélarhellunum. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt og veldur mér og sambýlingnum miklum áhyggjum. Þrátt fyrir ungan aldur pistilshöfunds fer minninu stöðugt hrakandi og suma daga er það svo slæmt að ég man ekki einu sinni eigið símanúmer. Líf mitt snýst um það að skrásetja allt svo engu sé gleymt. Dagatöl eru útkrotuð, handarbökin tvö líka, og síminn minn pípir reglulega með áminningar um yfirvofandi læknisheimsóknir. Hefði ég haft vit á að skrifa niður hina skemmtilegu hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru værir þú, lesandi góður, núna að lesa eitthvað allt annað og skemmtilegra. Þess í stað situr þú uppi með þetta pistlaskrípi. En snúum okkur aftur að kjarna máls míns: gleymskunni. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn: „Kosturinn við slæmt minni er sá að maður nýtur mörgum sinnum sama góða hlutarins sem það væri í fyrsta sinn.“ Ég kýs að taka Nietzsche trúanlegan og í stað þess að gráta minnið ætla ég að einbeita mér að því að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Aftur og aftur og aftur.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun