Engar eyjar í netheimum Chris Jagger og Jakob Þór Kristjánsson skrifar 25. maí 2013 06:00 Þessi grein varpar ljósi á aukið mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um þær hættur sem leynast á netinu og hvaða ráð einstaklingar hafa til að öðlast aukið öryggi. 2,2 milljarðar manna nota netið og samtengd tæki eru orðin fleiri en notendurnir. Við erum hvert orðið háð aðgerðum annars á internetinu. Hinn samtengdi heimur sem við lifum í veitir milljörðum manna áður óþekkt tækifæri og ávinningurinn er augljós. Við kaupum vörur, notum heimabanka og stundum viðskipti á netinu. Mörg okkar eru alltaf tengd netinu, heima hjá okkur, í bílnum og í vinnunni. Fæst getum við hugsað okkur lífið án fjarsamskiptatækja, en því að vera háður einhverju fylgir varnarleysi. Hvar sem við erum stödd í heiminum erum við mögulega varnarlaus gegn tölvuþrjótum. Hætturnar ná þannig út í alla króka og kima heimsins og fara sífellt vaxandi, eru síbreytilegar og teygja anga sína í sífellu til nýrra sviða í lífi okkar. Það eru engar eyjar í netheimum. Mikilvægt er að almenningur geri sér í ríkari mæli grein fyrir þeim öryggishættum sem fyrirfinnast í netheimum. Einstaklingar, ekki einungis ríkisstjórnir og vinnuveitendur, verða að auka árvekni sína. Allt samfélagið verður að svara þessu kalli. Sem einstaklingar verðum við að vara okkur á þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir á netinu og átta okkur á þeirri ábyrgð sem við berum gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Lykillinn að auknu öryggi okkar í netheimum er vitundarvakning sem einungis næst með fræðslu um hættur og viðeigandi ráðstöfunum. Sálfræðilegar hindranir Þó að við gerum okkur mörg grein fyrir því að við verðum að gera meira til að auka netöryggi okkar, eru þrjár sálfræðilegar hindranir sem nauðsynlegt er að ryðja úr vegi. Fyrsta og líklega stærsta hindrunin er sú viðtekna skoðun að netöryggi sé afar flókið tæknilegt viðfangsefni. Í þeirri fölsku skynjun felst að flest erum við ófær um að gera nokkuð í öryggismálum okkar og að slíkt hljóti að vera á ábyrgð annarra. Önnur hindrunin er sú trú að ef okkar eigin hegðun á netinu er heiðarleg, þá sé ekki hægt að valda okkur skaða og því sé óþarfi að grípa til aðgerða til varnar. Þriðja hindrunin er það sem virðist óyfirstíganlegt verkefni: safna og tileinka okkur þau feikn af upplýsingum sem nauðsynleg eru til að vera meðvituð, á varðbergi og viðbúin hættunum svo að við getum varist þeim. Til þess að ryðja þessum hindrunum úr vegi kynnum við hugtakið netheilbrigðisvitund. Þetta einfalda en jafnframt kraftmikla hugtak útskýrir þörfina á fræðslu á ákveðnum undirstöðuatriðum sem leiða okkur áleiðis að öruggari hegðun á netinu. Nýlegar alhliða rannsóknir benda til þess að um 80-90% þeirra ógna sem fyrir hendi eru á netinu væri hægt að fjarlægja með auknu netheilbrigði. Án réttrar tækniþekkingar og gagnaðgerða mun „vírusinn“ einfaldlega dreifa sér. Lausnin felst í því að koma netheilbrigðisvitund á framfæri við sem allra flesta netnotendur með auðskiljanlegum og greinargóðum hætti. Ein leið að því markmiði er að bjóða upp á þjálfun sem útskýrir öryggismál á netinu gegnum reynslusögur og með dæmum, þar sem einstaklingnum er gert kleift að nota lærdóminn í sínum eigin aðstæðum. Reynslusögurnar og dæmin verða að ná yfir allt litróf þess umhverfis sem við hrærumst í á netinu; á heimilinu, á skrifstofunni, á ferðalögum o.s.frv. Þessi lærdómsaðferð gerir einstaklingum kleift að byggja upp víðtækan skilning á þeim öryggishættum sem fylgja netnotkun og notkun þeirra í daglegu lífi. Netið hefur fært okkur nýjan heim og áður óþekkt tækifæri. Það er á okkar ábyrgð að skilja þær hættur sem honum fylgja og geta þannig notið tækifæranna sem í boði eru án þess að hljóta skaða af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Þessi grein varpar ljósi á aukið mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um þær hættur sem leynast á netinu og hvaða ráð einstaklingar hafa til að öðlast aukið öryggi. 2,2 milljarðar manna nota netið og samtengd tæki eru orðin fleiri en notendurnir. Við erum hvert orðið háð aðgerðum annars á internetinu. Hinn samtengdi heimur sem við lifum í veitir milljörðum manna áður óþekkt tækifæri og ávinningurinn er augljós. Við kaupum vörur, notum heimabanka og stundum viðskipti á netinu. Mörg okkar eru alltaf tengd netinu, heima hjá okkur, í bílnum og í vinnunni. Fæst getum við hugsað okkur lífið án fjarsamskiptatækja, en því að vera háður einhverju fylgir varnarleysi. Hvar sem við erum stödd í heiminum erum við mögulega varnarlaus gegn tölvuþrjótum. Hætturnar ná þannig út í alla króka og kima heimsins og fara sífellt vaxandi, eru síbreytilegar og teygja anga sína í sífellu til nýrra sviða í lífi okkar. Það eru engar eyjar í netheimum. Mikilvægt er að almenningur geri sér í ríkari mæli grein fyrir þeim öryggishættum sem fyrirfinnast í netheimum. Einstaklingar, ekki einungis ríkisstjórnir og vinnuveitendur, verða að auka árvekni sína. Allt samfélagið verður að svara þessu kalli. Sem einstaklingar verðum við að vara okkur á þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir á netinu og átta okkur á þeirri ábyrgð sem við berum gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Lykillinn að auknu öryggi okkar í netheimum er vitundarvakning sem einungis næst með fræðslu um hættur og viðeigandi ráðstöfunum. Sálfræðilegar hindranir Þó að við gerum okkur mörg grein fyrir því að við verðum að gera meira til að auka netöryggi okkar, eru þrjár sálfræðilegar hindranir sem nauðsynlegt er að ryðja úr vegi. Fyrsta og líklega stærsta hindrunin er sú viðtekna skoðun að netöryggi sé afar flókið tæknilegt viðfangsefni. Í þeirri fölsku skynjun felst að flest erum við ófær um að gera nokkuð í öryggismálum okkar og að slíkt hljóti að vera á ábyrgð annarra. Önnur hindrunin er sú trú að ef okkar eigin hegðun á netinu er heiðarleg, þá sé ekki hægt að valda okkur skaða og því sé óþarfi að grípa til aðgerða til varnar. Þriðja hindrunin er það sem virðist óyfirstíganlegt verkefni: safna og tileinka okkur þau feikn af upplýsingum sem nauðsynleg eru til að vera meðvituð, á varðbergi og viðbúin hættunum svo að við getum varist þeim. Til þess að ryðja þessum hindrunum úr vegi kynnum við hugtakið netheilbrigðisvitund. Þetta einfalda en jafnframt kraftmikla hugtak útskýrir þörfina á fræðslu á ákveðnum undirstöðuatriðum sem leiða okkur áleiðis að öruggari hegðun á netinu. Nýlegar alhliða rannsóknir benda til þess að um 80-90% þeirra ógna sem fyrir hendi eru á netinu væri hægt að fjarlægja með auknu netheilbrigði. Án réttrar tækniþekkingar og gagnaðgerða mun „vírusinn“ einfaldlega dreifa sér. Lausnin felst í því að koma netheilbrigðisvitund á framfæri við sem allra flesta netnotendur með auðskiljanlegum og greinargóðum hætti. Ein leið að því markmiði er að bjóða upp á þjálfun sem útskýrir öryggismál á netinu gegnum reynslusögur og með dæmum, þar sem einstaklingnum er gert kleift að nota lærdóminn í sínum eigin aðstæðum. Reynslusögurnar og dæmin verða að ná yfir allt litróf þess umhverfis sem við hrærumst í á netinu; á heimilinu, á skrifstofunni, á ferðalögum o.s.frv. Þessi lærdómsaðferð gerir einstaklingum kleift að byggja upp víðtækan skilning á þeim öryggishættum sem fylgja netnotkun og notkun þeirra í daglegu lífi. Netið hefur fært okkur nýjan heim og áður óþekkt tækifæri. Það er á okkar ábyrgð að skilja þær hættur sem honum fylgja og geta þannig notið tækifæranna sem í boði eru án þess að hljóta skaða af.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar