Síðasta grein fjallkonunnar 25. maí 2013 06:00 Herdís Þorvaldsdóttir lést á Landsspítalanum þann 1. apríl síðastliðinn. Þá um nóttina lofuðum við barnabörnin henni að halda áfram baráttunni fyrir gróðurvernd og uppgræðslu landsins. Þegar hún lést ákváðum við í sameiningu að leggja lokahönd á þá blaðagrein sem hún hafði unnið að síðast, rétt eins og við aðstoðuðum hana jafnan við lokayfirlestur á fjölmörgum öðrum greinum. Það má segja að síðustu sex mánuði fyrir andlátið hafi heimildarmyndin „Fjallkonan hrópar á vægð“ og eftirfylgnin við hana haldið ömmu gangandi. Greinina sem hér fylgir skrifaði hún sem svar við gagnrýni á myndina sem hún fjármagnaði úr eigin vasa og lagði alla sína krafta í. „Því hefur verið haldið fram að í kvikmynd minni „Fjallkonan hrópar á vægð“ megi finna „úreltar fullyrðingar úr gömlum tíma, með nokkra viðmælendur sem tali í frösum og hafi uppi 30 ára gamla umræðu,“ eins og fyrrverandi ráðherra skrifar í Bændablaðið. Því er til að svara að viðmælendur mínir eru ekki nokkrir í myndinni, þeir eru hátt á þriðja tug. Fræðimenn, embættismenn, landeigendur, áhugafólk um landgræðslu og líka bændur. Allt fólk sem ber hag landsins og jafnvel sauðfjárræktarinnar fyrir brjósti. Nær öllu þessu fólki ber saman um að núverandi fyrirkomulag á beitarstjórnun sé verulega ábótavant, lausaganga búfjár sem almenn regla sé tímaskekkja. Vissulega er þetta 30 ára gömul umræða og reyndar er mun lengra síðan framsýnir menn og konur vöktu máls á nauðsyn þess að gera grundvallarbreytingar á búskaparháttum Íslendinga. Það væri óskandi að þessi umræða væri löngu úrelt, en svo er því miður ekki. Síðustu áratugi hefur blessunarlega margt breyst til hins betra, fé hefur fækkað ef allra síðustu ár eru undanskilin, veðurfar batnað og bændur almennt orðnir afar meðvitaðir um að ganga ekki um of á gæði landsins. Sums staðar fer beit og uppgræðsla saman og er það vel. En í skjóli hinnar almennu reglu um lausagöngu þrífast hins vegar búskussar sem eru stétt sinni til skammar. Enn er verið að beita á örfoka land á gosbeltinu, viðkvæmasta svæði landsins, enn á skógrækt og landgræðsla í vök að verjast á svæðum þar sem öllum fræðimönnum ber saman um að engin beit ætti að líðast, enn eiga landeigendur, sumarbústaðareigendur, skógarbændur og aðrir sem ekki kæra sig um að land þeirra sé nýtt undir atvinnustarfsemi annarra undir högg að sækja. Vegna úreltra laga komast fáir aðilar upp með að koma óorði á heila atvinnugrein. Þetta er staðreynd og þessu verða sauðfjárbændur og aðrir búfjáreigendur að taka höndum saman um að breyta og reka af sér slyðruorðið. Landið njóti vafans Gjarnan er vísað til Gæðastjórnunarinnar og ábyrgðar Landgræðslunnar á ástandi mála, en eins og nýleg dæmi sanna og Landgræðslustjóri hefur marg sagt skortir allar lagaheimildir til þess að grípa inn í þegar mikið liggur við. Eftirlit með því að þær landbótaáætlanir sem lagðar eru til grundvallar í gæðastjórnuninni nái fram að ganga er nær ekkert, og í raun óframkvæmanlegt án þess að leggja út í gríðarlegan aukinn kostnað, fyrir utan það að skussarnir geta einfaldlega sagt sig frá Gæðastjórnuninni ef þeim sýnist svo og haldið áfram uppteknum hætti, hvernig sem ástand landsins er. Það sér það hver sem vill sjá að auðvitað ætti landið okkar að njóta vafans, en ekki búfé. Afrétti, þjóðlendur, friðað land, fólkvanga, vegstæði, sumarbústaðarlönd og borgarlönd ætti ekki að þurfa að girða af. Nýting lands til beitar ætti að vera skilyrðum háð, ekki óskoraður réttur sem Landgræðslan og aðrir hagsmunaaðilar þurfa af veikum mætti að setja sig upp á móti þegar svo ber undir. Beitarstjórnun, á meðan lausagangan viðgengst, er vonlaust verkefni. Það er ógerlegt að ætla sér að girða af hvern blett sem á að hlífa. Hluti afréttar getur verið „beitarhæfur“ og hluti hans alls ekki, en sauðfé spyr ekki að því. Það verður að vera hægt að stöðva beitina þar sem í óefni stefnir. Eina skynsamlega heildarlausnin er afnám þessarar gölluðu meginreglu á landinu öllu. Sú lagabreyting er frumforsenda þess að við getum nýtt allar okkar rannsóknir og þekkingu og hlíft landi eða nýtt það með langtímasjónarmið að leiðarljósi svo óflekkaður sómi sé að fyrir bændur landsins og þjóðina alla. Við sem lifum í dag eigum ekki landið okkar, við höfum það að láni frá komandi kynslóðum og okkur ber að leita ýtrustu leiða til að tryggja framtíðarhag þess með óskoruðum hætti. Um það eitt bið ég að við sameinumst.” Herdís Þorvaldsdóttir, amma okkar, var hvorki „á móti“ búfé né eigendum þeirra - hún var MEÐ náttúrunni, með flóru landsins og fánu. Á langri ævi náði hún að tengjast hinum hæga hjartslætti landsins, sá hverju hægt er að fá áorkað þó hvert einstakt handtak virðist lítilmegnugt. Á hálfri öld líknaði hún vindorfinn melreit við Elliðavatn og umbreytti í skóg. En á sama tíma sá hún gróið land annars staðar umbreytast í auðn. Þrátt fyrir sannfæringu sína um að eitthvað yrði að breytast var amma ekki öfgamanneskja að neinu leyti. Að vísu var hún grænmetisæta að mestu síðustu áratugina en kunni vel að meta íslenskt lambakjöt þegar svo bar undir. Barátta hennar snérist ekki um að útmála bændur landsins sem illvirkja. Heldur vildi hún í raun hefja vegsemd þeirra til virðingar með því að krefja þá og okkur öll um að haga landbúnaðarframleiðslu landsins og skipulagi á skynsaman og sjálfbæran hátt og nýta okkur þekkingu og reynslu frá öðrum þjóðum en þykjast ekki alvitur og alheilög í krafti hefða sem engin rök liggja lengur að baki. Óbilandi sannfæring Lausaganga búfjár er ekki fyrirkomulag sem Íslendingar hafa búið við frá örófi alda. Landnámsmenn Íslands höfðu um beit og skyldur búfjáreigenda skýr lög og þau lög voru ekki afnumin fyrr en neyð örbirgðar knúði forfeður okkar til örþrifaráða. Nú er öldin önnur og búfjáreigendum engin vorkunn þó hert sé á skilyrðum fyrir landnýtingu. Réttir og fjárgöngur þurfa ekki að leggjast af, sú menning sem fylgir sauðfjárbúskap og atvinnugreininni í heild er engin hætta búin þó landið okkar fái að njóta vafans með afgerandi hætti. Við sem þjóð erum þess umkomin að geta stýrt beitinni og samtímis haldið búfé svo bæði land og þjóð, bændur sem og aðrir þegnar landsins, hafi ábata af um ókomna tíð. Amma mátti oft þola hótanir og orðhvöss bréf frá þeim sem „vildu“ misskilja hennar baráttu en aldrei var hún bitur eða sár út í nokkurn mann. Hún hélt höfði og barðist fyrir þeim málstað sem hún trúði á af yfirvegun og æðruleysi, á sama hátt og hún ræktaði garðinn sinn, nær og fjær, handtak fyrir handtak, grein fyrir grein. Hennar óbilandi sannfæring lá í eftirfarandi hvatningu sem hún samdi sjálfri sér og hafði jafnan í sjónmáli við ritvélina og síðar tölvuna; „Við berum þá skyldu gagnvart afkomendum okkar og náttúrunni sjálfri að skila gróðurþekju og jarðvegi landsins af okkur í betra ásigkomulagi heldur en við tókum við því.” Stöðvum lausagöngu búfjár: http://stodvumlausagongu.is/ Benedikt Þorri Sigurjónsson Gunnlaug Þorvaldsdóttir Gunnlaugur Egilsson Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Hannes Þórður Þorvaldsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir Jón Þórarin Þorvaldsson Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Tinna Hrafnsdóttir Ólafur Egilsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Herdís Þorvaldsdóttir lést á Landsspítalanum þann 1. apríl síðastliðinn. Þá um nóttina lofuðum við barnabörnin henni að halda áfram baráttunni fyrir gróðurvernd og uppgræðslu landsins. Þegar hún lést ákváðum við í sameiningu að leggja lokahönd á þá blaðagrein sem hún hafði unnið að síðast, rétt eins og við aðstoðuðum hana jafnan við lokayfirlestur á fjölmörgum öðrum greinum. Það má segja að síðustu sex mánuði fyrir andlátið hafi heimildarmyndin „Fjallkonan hrópar á vægð“ og eftirfylgnin við hana haldið ömmu gangandi. Greinina sem hér fylgir skrifaði hún sem svar við gagnrýni á myndina sem hún fjármagnaði úr eigin vasa og lagði alla sína krafta í. „Því hefur verið haldið fram að í kvikmynd minni „Fjallkonan hrópar á vægð“ megi finna „úreltar fullyrðingar úr gömlum tíma, með nokkra viðmælendur sem tali í frösum og hafi uppi 30 ára gamla umræðu,“ eins og fyrrverandi ráðherra skrifar í Bændablaðið. Því er til að svara að viðmælendur mínir eru ekki nokkrir í myndinni, þeir eru hátt á þriðja tug. Fræðimenn, embættismenn, landeigendur, áhugafólk um landgræðslu og líka bændur. Allt fólk sem ber hag landsins og jafnvel sauðfjárræktarinnar fyrir brjósti. Nær öllu þessu fólki ber saman um að núverandi fyrirkomulag á beitarstjórnun sé verulega ábótavant, lausaganga búfjár sem almenn regla sé tímaskekkja. Vissulega er þetta 30 ára gömul umræða og reyndar er mun lengra síðan framsýnir menn og konur vöktu máls á nauðsyn þess að gera grundvallarbreytingar á búskaparháttum Íslendinga. Það væri óskandi að þessi umræða væri löngu úrelt, en svo er því miður ekki. Síðustu áratugi hefur blessunarlega margt breyst til hins betra, fé hefur fækkað ef allra síðustu ár eru undanskilin, veðurfar batnað og bændur almennt orðnir afar meðvitaðir um að ganga ekki um of á gæði landsins. Sums staðar fer beit og uppgræðsla saman og er það vel. En í skjóli hinnar almennu reglu um lausagöngu þrífast hins vegar búskussar sem eru stétt sinni til skammar. Enn er verið að beita á örfoka land á gosbeltinu, viðkvæmasta svæði landsins, enn á skógrækt og landgræðsla í vök að verjast á svæðum þar sem öllum fræðimönnum ber saman um að engin beit ætti að líðast, enn eiga landeigendur, sumarbústaðareigendur, skógarbændur og aðrir sem ekki kæra sig um að land þeirra sé nýtt undir atvinnustarfsemi annarra undir högg að sækja. Vegna úreltra laga komast fáir aðilar upp með að koma óorði á heila atvinnugrein. Þetta er staðreynd og þessu verða sauðfjárbændur og aðrir búfjáreigendur að taka höndum saman um að breyta og reka af sér slyðruorðið. Landið njóti vafans Gjarnan er vísað til Gæðastjórnunarinnar og ábyrgðar Landgræðslunnar á ástandi mála, en eins og nýleg dæmi sanna og Landgræðslustjóri hefur marg sagt skortir allar lagaheimildir til þess að grípa inn í þegar mikið liggur við. Eftirlit með því að þær landbótaáætlanir sem lagðar eru til grundvallar í gæðastjórnuninni nái fram að ganga er nær ekkert, og í raun óframkvæmanlegt án þess að leggja út í gríðarlegan aukinn kostnað, fyrir utan það að skussarnir geta einfaldlega sagt sig frá Gæðastjórnuninni ef þeim sýnist svo og haldið áfram uppteknum hætti, hvernig sem ástand landsins er. Það sér það hver sem vill sjá að auðvitað ætti landið okkar að njóta vafans, en ekki búfé. Afrétti, þjóðlendur, friðað land, fólkvanga, vegstæði, sumarbústaðarlönd og borgarlönd ætti ekki að þurfa að girða af. Nýting lands til beitar ætti að vera skilyrðum háð, ekki óskoraður réttur sem Landgræðslan og aðrir hagsmunaaðilar þurfa af veikum mætti að setja sig upp á móti þegar svo ber undir. Beitarstjórnun, á meðan lausagangan viðgengst, er vonlaust verkefni. Það er ógerlegt að ætla sér að girða af hvern blett sem á að hlífa. Hluti afréttar getur verið „beitarhæfur“ og hluti hans alls ekki, en sauðfé spyr ekki að því. Það verður að vera hægt að stöðva beitina þar sem í óefni stefnir. Eina skynsamlega heildarlausnin er afnám þessarar gölluðu meginreglu á landinu öllu. Sú lagabreyting er frumforsenda þess að við getum nýtt allar okkar rannsóknir og þekkingu og hlíft landi eða nýtt það með langtímasjónarmið að leiðarljósi svo óflekkaður sómi sé að fyrir bændur landsins og þjóðina alla. Við sem lifum í dag eigum ekki landið okkar, við höfum það að láni frá komandi kynslóðum og okkur ber að leita ýtrustu leiða til að tryggja framtíðarhag þess með óskoruðum hætti. Um það eitt bið ég að við sameinumst.” Herdís Þorvaldsdóttir, amma okkar, var hvorki „á móti“ búfé né eigendum þeirra - hún var MEÐ náttúrunni, með flóru landsins og fánu. Á langri ævi náði hún að tengjast hinum hæga hjartslætti landsins, sá hverju hægt er að fá áorkað þó hvert einstakt handtak virðist lítilmegnugt. Á hálfri öld líknaði hún vindorfinn melreit við Elliðavatn og umbreytti í skóg. En á sama tíma sá hún gróið land annars staðar umbreytast í auðn. Þrátt fyrir sannfæringu sína um að eitthvað yrði að breytast var amma ekki öfgamanneskja að neinu leyti. Að vísu var hún grænmetisæta að mestu síðustu áratugina en kunni vel að meta íslenskt lambakjöt þegar svo bar undir. Barátta hennar snérist ekki um að útmála bændur landsins sem illvirkja. Heldur vildi hún í raun hefja vegsemd þeirra til virðingar með því að krefja þá og okkur öll um að haga landbúnaðarframleiðslu landsins og skipulagi á skynsaman og sjálfbæran hátt og nýta okkur þekkingu og reynslu frá öðrum þjóðum en þykjast ekki alvitur og alheilög í krafti hefða sem engin rök liggja lengur að baki. Óbilandi sannfæring Lausaganga búfjár er ekki fyrirkomulag sem Íslendingar hafa búið við frá örófi alda. Landnámsmenn Íslands höfðu um beit og skyldur búfjáreigenda skýr lög og þau lög voru ekki afnumin fyrr en neyð örbirgðar knúði forfeður okkar til örþrifaráða. Nú er öldin önnur og búfjáreigendum engin vorkunn þó hert sé á skilyrðum fyrir landnýtingu. Réttir og fjárgöngur þurfa ekki að leggjast af, sú menning sem fylgir sauðfjárbúskap og atvinnugreininni í heild er engin hætta búin þó landið okkar fái að njóta vafans með afgerandi hætti. Við sem þjóð erum þess umkomin að geta stýrt beitinni og samtímis haldið búfé svo bæði land og þjóð, bændur sem og aðrir þegnar landsins, hafi ábata af um ókomna tíð. Amma mátti oft þola hótanir og orðhvöss bréf frá þeim sem „vildu“ misskilja hennar baráttu en aldrei var hún bitur eða sár út í nokkurn mann. Hún hélt höfði og barðist fyrir þeim málstað sem hún trúði á af yfirvegun og æðruleysi, á sama hátt og hún ræktaði garðinn sinn, nær og fjær, handtak fyrir handtak, grein fyrir grein. Hennar óbilandi sannfæring lá í eftirfarandi hvatningu sem hún samdi sjálfri sér og hafði jafnan í sjónmáli við ritvélina og síðar tölvuna; „Við berum þá skyldu gagnvart afkomendum okkar og náttúrunni sjálfri að skila gróðurþekju og jarðvegi landsins af okkur í betra ásigkomulagi heldur en við tókum við því.” Stöðvum lausagöngu búfjár: http://stodvumlausagongu.is/ Benedikt Þorri Sigurjónsson Gunnlaug Þorvaldsdóttir Gunnlaugur Egilsson Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Hannes Þórður Þorvaldsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir Jón Þórarin Þorvaldsson Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Tinna Hrafnsdóttir Ólafur Egilsson
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun