Þess vegna er ég leikskólakennari Unnur Henrysdóttir skrifar 28. maí 2013 07:00 Ég ákvað að setjast niður eina kvöldstund og setja á blað ástæðuna fyrir því að ég er leikskólakennari en ekki eitthvað annað. Staðan í dag er þannig að sárlega vantar leikskólakennara og sem innlegg í alla þá neikvæðu umræðu sem á sér stað um kennaranám langar mig aðeins að benda á jákvæðu hliðar námsins. Ég er útskrifaður leikskólakennari og vinn sem deildarstjóri á átta deilda leikskóla og mér finnst mjög gaman í vinnunni minni. Ég veit að ég er líka pínu spennufíkill og ég segi það í þeirri merkingu að mér finnst það spennandi að vita ekki hvað dagurinn á morgun ber í skauti sér. Ég veit ekki hverjar hugmyndir barnanna verða. Einkunnarorð leikskólans mín eru: Hugmyndir barnsins, verkefni dagsins. Ég get svo bætt við þessar hugmyndir barnanna, spurt opinna spurninga sem leiða okkur annaðhvort áfram í okkar vinnu eða í allt aðra átt og kannski að öðru verkefni. Ég get verið úti í góða veðrinu, úti í rigningunni og sullað, eða leikið með flugdreka í vindinum. Farið og sótt efnivið í efnisveituna okkar og látið hugmyndaflugið leiða okkur áfram í vinnu með kastala, riddara, skip, báta, dreka og fleira sem okkur dettur í hug að útbúa. Ég get ekki sagt ykkur hvað ég verð að gera á morgun en ég get sagt ykkur hvað ég gerði í dag. Morguninn fór þannig fram að við útbjuggum turna, skip, kastala, eyju, fána og fleira skemmtilegt í hópastarfi. Þá tók við samvera þar sem við ræddum m.a. um afmælisdaga og heimilisföng, og svo drógum við miða upp úr poka með hinum ýmsu þrautum. Eftir góðan hádegismat og skemmtilegt spjall um hvað það væri sem er skemmtilegast í leikskólanum lögðum við af stað í skógarferð með vagn, hlaðinn nesti, tjaldi, teppi, litum, skeiðum, fótbolta og einhverju fleiru skemmtilegu. Við prófuðum að fara í brekkufótbolta, hafa það huggulegt inn í tjaldi og spjalla, fundum snigla og orma ofan í moldinni, settumst og sungum fyrir gesti og gangandi gæddum okkur svo á nesti sem var útbúið í leikskólanum fyrir okkur. Eftir þriggja tíma útiveru í grænni náttúrunni var haldið aftur heim í leikskólann. Allir sælir og glaðir eftir góðan og skemmtilegan vinnudag. Þegar ég fer að sofa í kvöld get ég látið mig dreyma um ævintýrin sem bíða mín á morgun. Ef þú lest þetta og ert að hugsa hvað þú eigir að gera við líf þitt, hefur gott hugmyndaflug, finnst gaman að vinna með börnum, hefur gaman af að vera úti, leiðist að sitja á rassinum allan daginn þá er leikskólakennaramenntun eitthvað sem þú ættir alvarlega að íhuga. Ef þú vilt þá er hægt að lifa af laununum þínum, maður vill jú alltaf meira en það að finnast gaman í vinnunni sinni hlýtur að vera nokkurra gullpeninga virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég ákvað að setjast niður eina kvöldstund og setja á blað ástæðuna fyrir því að ég er leikskólakennari en ekki eitthvað annað. Staðan í dag er þannig að sárlega vantar leikskólakennara og sem innlegg í alla þá neikvæðu umræðu sem á sér stað um kennaranám langar mig aðeins að benda á jákvæðu hliðar námsins. Ég er útskrifaður leikskólakennari og vinn sem deildarstjóri á átta deilda leikskóla og mér finnst mjög gaman í vinnunni minni. Ég veit að ég er líka pínu spennufíkill og ég segi það í þeirri merkingu að mér finnst það spennandi að vita ekki hvað dagurinn á morgun ber í skauti sér. Ég veit ekki hverjar hugmyndir barnanna verða. Einkunnarorð leikskólans mín eru: Hugmyndir barnsins, verkefni dagsins. Ég get svo bætt við þessar hugmyndir barnanna, spurt opinna spurninga sem leiða okkur annaðhvort áfram í okkar vinnu eða í allt aðra átt og kannski að öðru verkefni. Ég get verið úti í góða veðrinu, úti í rigningunni og sullað, eða leikið með flugdreka í vindinum. Farið og sótt efnivið í efnisveituna okkar og látið hugmyndaflugið leiða okkur áfram í vinnu með kastala, riddara, skip, báta, dreka og fleira sem okkur dettur í hug að útbúa. Ég get ekki sagt ykkur hvað ég verð að gera á morgun en ég get sagt ykkur hvað ég gerði í dag. Morguninn fór þannig fram að við útbjuggum turna, skip, kastala, eyju, fána og fleira skemmtilegt í hópastarfi. Þá tók við samvera þar sem við ræddum m.a. um afmælisdaga og heimilisföng, og svo drógum við miða upp úr poka með hinum ýmsu þrautum. Eftir góðan hádegismat og skemmtilegt spjall um hvað það væri sem er skemmtilegast í leikskólanum lögðum við af stað í skógarferð með vagn, hlaðinn nesti, tjaldi, teppi, litum, skeiðum, fótbolta og einhverju fleiru skemmtilegu. Við prófuðum að fara í brekkufótbolta, hafa það huggulegt inn í tjaldi og spjalla, fundum snigla og orma ofan í moldinni, settumst og sungum fyrir gesti og gangandi gæddum okkur svo á nesti sem var útbúið í leikskólanum fyrir okkur. Eftir þriggja tíma útiveru í grænni náttúrunni var haldið aftur heim í leikskólann. Allir sælir og glaðir eftir góðan og skemmtilegan vinnudag. Þegar ég fer að sofa í kvöld get ég látið mig dreyma um ævintýrin sem bíða mín á morgun. Ef þú lest þetta og ert að hugsa hvað þú eigir að gera við líf þitt, hefur gott hugmyndaflug, finnst gaman að vinna með börnum, hefur gaman af að vera úti, leiðist að sitja á rassinum allan daginn þá er leikskólakennaramenntun eitthvað sem þú ættir alvarlega að íhuga. Ef þú vilt þá er hægt að lifa af laununum þínum, maður vill jú alltaf meira en það að finnast gaman í vinnunni sinni hlýtur að vera nokkurra gullpeninga virði.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun