Sigmundur og sundurlyndið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. maí 2013 07:00 Önnur málsgrein í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar nýju hljóðar svo: ?Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið.? Hvað þetta þýðir í framkvæmd er frekar erfitt að ráða í, en ekki er hægt að segja að forsætisráðherrann hafi farið á undan með góðu fordæmi þá sex daga sem hann hefur verið í embætti. Þykja yfirlýsingar hans um umhverfismál bera vott um fádæma hroka og lítilsvirðingu á sjónarmiðum umhverfisverndarsinna og strax í dag verður efnt til mótmæla við stjórnarráðið þar sem fulltrúar Landverndar munu afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Þessi gjörningur er andsvar við þeim ummælum forsætisráðherra að umsagnir um rammaáætlun séu byggðar á fjöldapósti frá umhverfissinnum og því ekki marktækar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir í samtali við Vísi í gær augljóst að forsætisráðherra hafi kynnt sér málið illa og að ummæli hans séu mikill misskilningur. Hann voni þó að um byrjendamistök sé að ræða. Umhverfisverndarsinnar eru ekki þeir einu sem Sigmundi Davíð hefur tekist að strjúka andhæris á þessari tæpu viku. Kvenréttindasinnar hafa gagnrýnt skort á konum á ráðherrastólum og þykir það svar ráðherrans að hæfileikar en ekki kyn hafi ráðið vali ráðherra heldur karlrembulegt. Það yfirklór hans að þegar tala ráðherra sé oddatala hljóti að halla á annað kynið vakti ekki sérstaka lukku heldur, enda eru framsóknarráðherrarnir fjórir sem var ekki oddatala, síðast þegar vitað var. Sigmundur Davíð virðist hins vegar ekki telja sjálfan sig með í ráðherrahópnum sem vekur þá spurningu hvar hann telji sig þá standa. Forsætisráðherra er vissulega höfuð ríkisstjórnar en höfuð sem ekki er áfast búknum kemur væntanlega litlu í framkvæmd. Femínistar hafa líka áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum á stefnu í jafnréttismálum og óttast að með hinni almennt orðuðu klausu í stefnuyfirlýsingunni sé verið að boða niðurfellingu á kynjakvótanum sem þeir hafa lengi barist fyrir að yrði bundinn í lög. Öryrkjar eru ósáttir við það sem þeir telja svikin kosningaloforð um að allar skerðingar á lífeyri yrðu bættar upp. Skuldarar eru ekki ánægðir með hversu langan tíma á að taka að leiðrétta skuldir og svona mætti áfram telja. Það er því augljóst að hin boðaða vinna gegn sundurlyndi og tortryggni hefur ekki farið vel af stað, svo vægt sé til orða tekið. Sjálfsagt er þó að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að koma sér fyrir í ráðuneytunum áður en farið verður að berja búsáhöld en þessi byrjun á ferli hennar gefur ekki sérstaka ástæðu til bjartsýni á framhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Önnur málsgrein í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar nýju hljóðar svo: ?Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið.? Hvað þetta þýðir í framkvæmd er frekar erfitt að ráða í, en ekki er hægt að segja að forsætisráðherrann hafi farið á undan með góðu fordæmi þá sex daga sem hann hefur verið í embætti. Þykja yfirlýsingar hans um umhverfismál bera vott um fádæma hroka og lítilsvirðingu á sjónarmiðum umhverfisverndarsinna og strax í dag verður efnt til mótmæla við stjórnarráðið þar sem fulltrúar Landverndar munu afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Þessi gjörningur er andsvar við þeim ummælum forsætisráðherra að umsagnir um rammaáætlun séu byggðar á fjöldapósti frá umhverfissinnum og því ekki marktækar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir í samtali við Vísi í gær augljóst að forsætisráðherra hafi kynnt sér málið illa og að ummæli hans séu mikill misskilningur. Hann voni þó að um byrjendamistök sé að ræða. Umhverfisverndarsinnar eru ekki þeir einu sem Sigmundi Davíð hefur tekist að strjúka andhæris á þessari tæpu viku. Kvenréttindasinnar hafa gagnrýnt skort á konum á ráðherrastólum og þykir það svar ráðherrans að hæfileikar en ekki kyn hafi ráðið vali ráðherra heldur karlrembulegt. Það yfirklór hans að þegar tala ráðherra sé oddatala hljóti að halla á annað kynið vakti ekki sérstaka lukku heldur, enda eru framsóknarráðherrarnir fjórir sem var ekki oddatala, síðast þegar vitað var. Sigmundur Davíð virðist hins vegar ekki telja sjálfan sig með í ráðherrahópnum sem vekur þá spurningu hvar hann telji sig þá standa. Forsætisráðherra er vissulega höfuð ríkisstjórnar en höfuð sem ekki er áfast búknum kemur væntanlega litlu í framkvæmd. Femínistar hafa líka áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum á stefnu í jafnréttismálum og óttast að með hinni almennt orðuðu klausu í stefnuyfirlýsingunni sé verið að boða niðurfellingu á kynjakvótanum sem þeir hafa lengi barist fyrir að yrði bundinn í lög. Öryrkjar eru ósáttir við það sem þeir telja svikin kosningaloforð um að allar skerðingar á lífeyri yrðu bættar upp. Skuldarar eru ekki ánægðir með hversu langan tíma á að taka að leiðrétta skuldir og svona mætti áfram telja. Það er því augljóst að hin boðaða vinna gegn sundurlyndi og tortryggni hefur ekki farið vel af stað, svo vægt sé til orða tekið. Sjálfsagt er þó að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að koma sér fyrir í ráðuneytunum áður en farið verður að berja búsáhöld en þessi byrjun á ferli hennar gefur ekki sérstaka ástæðu til bjartsýni á framhaldið.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun