Misnotkun Sorpu staðfest Ólafur Karl Eyjólfsson skrifar 24. maí 2013 06:00 Með úrskurði frá 21. mars. sl. staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Sorpa byggðarsamlag hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið samkeppnislög og bæri að greiða 45 milljóna króna sekt. Til upprifjunar þá fólst brot Sorpu í að veita eigendum sínum og Sorpstöð Suðurlands bs. óeðlilega háa afslætti sem sköðuðu samkeppni. Í grein sem birtist eftir undirritaðan í Fréttablaðinu í janúar sl. var fjallað um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og hverjar hugsanlegar afleiðingar kynnu að verða vegna hennar með vísan til skaðabótaábyrgðar Sorpu. Verður ekki frekar fjallað um þau mál hér og vísast til þeirra skrifa. Gjaldskrárbreyting Sorpu Í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins ákvað stjórn Sorpu að breyta gjaldskránni og fella niður alla afslætti til allra viðskiptavina, frá og með 15. febrúar sl. Gjaldskrá Sorpu er lögbundin, sem þýðir að Sorpa verður að fylgja lögum þegar hún setur gjaldskrá sína og getur ekki látið annað ráða för við ákvörðun gjaldskrárinnar en lögmæt sjónarmið. Um þessi sjónarmið og lögmæti gjaldskrár fyrir að meðhöndla úrgang er kveðið á um í 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Þar segir að gjaldið sem byggðarsamlag innheimtir skuli aldrei vera hærra en sem nemur þeim kostnaði sem til fellur í sveitarfélaginu við meðhöndlun úrgangsins og tengda starfsemi sem samræmist markmiðum laganna. Ákvörðunarorð eftirlitsins Með þeirri aðgerð sinni að afnema alla afslætti, virðist hins vegar sem Sorpa skilji ekki hvernig hún átti að bregðast við tilmælum Samkeppniseftirlitsins. Þannig beindi Samkeppniseftirlitið, í ákvörðunarorðum sínum, til Sorpu að endurskoða gjaldskrána þannig að viðskiptakjör væru almenn, gagnsæ og hlutlæg og tryggja að kjör og aðrir skilmálar í viðskiptasamningum fyrirtækisins væru í samræmi við 11. gr. samkeppnislaga. Hvergi í ákvörðunarorðum Samkeppniseftirlitsins segir að afnema skuli alla afslætti eða að bannað sé að veita afslætti. Þvert á móti þá sló Samkeppniseftirlitið því föstu í ákvörðun sinni að gildandi afsláttarfyrirkomulag gagnvart almennum viðskiptavinum væri ekki í andstöðu við samkeppnislög enda grundvölluð á kostnaðarlegum og hlutlægum forsendum. Er því augljóst að afnám allra afslátta til almennra viðskiptavina Sorpu var ekki gert á grundvelli ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins.Mótsögn Sorpu bs. Með afnámi allra afslátta til almennra viðskiptavina sinna er Sorpa kominn í mótsögn við sjálfa sig, þar sem hún hélt því fram í rökstuðningi til Samkeppniseftirlitsins að afslættirnir væru veittir á grundvelli kostnaðarlegs hagræðis. Það er að magnviðskipti lækki kostnað. Nú kveður hins vegar við nýjan tón þar sem Sorpa veitir ekki lengur afslætti vegn magnhagræðis. Má því vera ljóst að núverandi gjaldtökur þar sem ekki er tekið tillit til magnhagræðis, endurspegla ekki raunkostnað við meðhöndlunina á úrganginum. Virðist því sem Sorpa haldi áfram ótrauð við að brjóta á rétti viðskiptavina sinna og virðist yfirgangur og óréttlæti byggðarsamlagsins engan endi ætla að taka þar sem gjaldtakan er enn ekki í samræmi við lög.Hvati Sorpu bs. Nú kynni einhver að velta fyrir sér hvers vegna Sorpa tók alla afslætti af öllum viðskiptavinum sínum á einu bretti án nokkurra skýringa eða fyrirvara. Sumir kynnu að halda að nú væri jafnvægi náð og eitt gengi yfir alla og allir sáttir. En svo tel ég ekki vera. Ástæðan er einföld. Sorpu bar að greiða 45 milljónir í sekt fyrir misnotkun sína. Á sama tíma er Sorpu óheimilt að skila hagnaði þar sem gjaldtaka við meðhöndlun úrgangs má ekki vera meiri en kostnaðurinn sem af því hlýst. Því má vera ljóst að engir varasjóðir voru til að standa straum af óvæntum útgjöldum líkt og sektin var. Því varð Sorpa með einhverjum hætti að afla sér tekna umfram gjöld auðvitað, til að greiða sektina. Þær tekjur koma nú með ofrukkun á förgunargjöldum við meðhöndlun á úrgangi með afnámi lögmætra og réttmætra afslátta. Má þannig segja að Sorpa hafi, eftir að hafa brotið samkeppnislög og verið refsað fyrir að mismuna viðskiptavinum sínum í áraraðir, farið beinustu leið í að brjóta lög um meðhöndlun úrgangs með afnámi afsláttanna. Til einföldunar mætti segja að brotaþolunum, sem í þessu máli eru viðskiptavinir Sorpu, er nú gert að greiða sektina vegna brotanna sem á þeim voru framin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með úrskurði frá 21. mars. sl. staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Sorpa byggðarsamlag hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið samkeppnislög og bæri að greiða 45 milljóna króna sekt. Til upprifjunar þá fólst brot Sorpu í að veita eigendum sínum og Sorpstöð Suðurlands bs. óeðlilega háa afslætti sem sköðuðu samkeppni. Í grein sem birtist eftir undirritaðan í Fréttablaðinu í janúar sl. var fjallað um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og hverjar hugsanlegar afleiðingar kynnu að verða vegna hennar með vísan til skaðabótaábyrgðar Sorpu. Verður ekki frekar fjallað um þau mál hér og vísast til þeirra skrifa. Gjaldskrárbreyting Sorpu Í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins ákvað stjórn Sorpu að breyta gjaldskránni og fella niður alla afslætti til allra viðskiptavina, frá og með 15. febrúar sl. Gjaldskrá Sorpu er lögbundin, sem þýðir að Sorpa verður að fylgja lögum þegar hún setur gjaldskrá sína og getur ekki látið annað ráða för við ákvörðun gjaldskrárinnar en lögmæt sjónarmið. Um þessi sjónarmið og lögmæti gjaldskrár fyrir að meðhöndla úrgang er kveðið á um í 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Þar segir að gjaldið sem byggðarsamlag innheimtir skuli aldrei vera hærra en sem nemur þeim kostnaði sem til fellur í sveitarfélaginu við meðhöndlun úrgangsins og tengda starfsemi sem samræmist markmiðum laganna. Ákvörðunarorð eftirlitsins Með þeirri aðgerð sinni að afnema alla afslætti, virðist hins vegar sem Sorpa skilji ekki hvernig hún átti að bregðast við tilmælum Samkeppniseftirlitsins. Þannig beindi Samkeppniseftirlitið, í ákvörðunarorðum sínum, til Sorpu að endurskoða gjaldskrána þannig að viðskiptakjör væru almenn, gagnsæ og hlutlæg og tryggja að kjör og aðrir skilmálar í viðskiptasamningum fyrirtækisins væru í samræmi við 11. gr. samkeppnislaga. Hvergi í ákvörðunarorðum Samkeppniseftirlitsins segir að afnema skuli alla afslætti eða að bannað sé að veita afslætti. Þvert á móti þá sló Samkeppniseftirlitið því föstu í ákvörðun sinni að gildandi afsláttarfyrirkomulag gagnvart almennum viðskiptavinum væri ekki í andstöðu við samkeppnislög enda grundvölluð á kostnaðarlegum og hlutlægum forsendum. Er því augljóst að afnám allra afslátta til almennra viðskiptavina Sorpu var ekki gert á grundvelli ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins.Mótsögn Sorpu bs. Með afnámi allra afslátta til almennra viðskiptavina sinna er Sorpa kominn í mótsögn við sjálfa sig, þar sem hún hélt því fram í rökstuðningi til Samkeppniseftirlitsins að afslættirnir væru veittir á grundvelli kostnaðarlegs hagræðis. Það er að magnviðskipti lækki kostnað. Nú kveður hins vegar við nýjan tón þar sem Sorpa veitir ekki lengur afslætti vegn magnhagræðis. Má því vera ljóst að núverandi gjaldtökur þar sem ekki er tekið tillit til magnhagræðis, endurspegla ekki raunkostnað við meðhöndlunina á úrganginum. Virðist því sem Sorpa haldi áfram ótrauð við að brjóta á rétti viðskiptavina sinna og virðist yfirgangur og óréttlæti byggðarsamlagsins engan endi ætla að taka þar sem gjaldtakan er enn ekki í samræmi við lög.Hvati Sorpu bs. Nú kynni einhver að velta fyrir sér hvers vegna Sorpa tók alla afslætti af öllum viðskiptavinum sínum á einu bretti án nokkurra skýringa eða fyrirvara. Sumir kynnu að halda að nú væri jafnvægi náð og eitt gengi yfir alla og allir sáttir. En svo tel ég ekki vera. Ástæðan er einföld. Sorpu bar að greiða 45 milljónir í sekt fyrir misnotkun sína. Á sama tíma er Sorpu óheimilt að skila hagnaði þar sem gjaldtaka við meðhöndlun úrgangs má ekki vera meiri en kostnaðurinn sem af því hlýst. Því má vera ljóst að engir varasjóðir voru til að standa straum af óvæntum útgjöldum líkt og sektin var. Því varð Sorpa með einhverjum hætti að afla sér tekna umfram gjöld auðvitað, til að greiða sektina. Þær tekjur koma nú með ofrukkun á förgunargjöldum við meðhöndlun á úrgangi með afnámi lögmætra og réttmætra afslátta. Má þannig segja að Sorpa hafi, eftir að hafa brotið samkeppnislög og verið refsað fyrir að mismuna viðskiptavinum sínum í áraraðir, farið beinustu leið í að brjóta lög um meðhöndlun úrgangs með afnámi afsláttanna. Til einföldunar mætti segja að brotaþolunum, sem í þessu máli eru viðskiptavinir Sorpu, er nú gert að greiða sektina vegna brotanna sem á þeim voru framin.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun