Kennaranám er gott og kennsla er gefandi Bragi Guðmundsson skrifar 28. maí 2013 14:15 Kennaranám og kennarastarfið hafa talsvert verið til umræðu þetta vorið. Minna hefur verið gert af því að tala starfið upp en niður, margt hefur verið sagt um kjör stéttarinnar og nokkuð hefur verið fjallað um mikilvægi jákvæðrar ímyndarsköpunar. Tilefnið eru fréttir um tiltölulega dræma aðsókn að fimm ára starfsnámi kennara við kennaraskóla landsins. Pawel Bartoszek gengur einna lengst í skrifum sínum hér í blaðinu föstudaginn 24. maí síðastliðinn. Þar líkir hann kennaramenntun við misheppnaða kartöflurækt þar sem löngun bónda til að auka gæði sem arðsemi leiðir til bæði minni uppskeru og lakari afkomu. Síðan segir Pawel um áhrif þess að kennaranám tekur nú fimm ár í stað þriggja áður: „Nú er tímafrekara og dýrara að mennta færri kennara en áður. Meðalmenntun þeirra sem kenna mun versna. Uppskeran brást.“ Og niðurstaða Pawels er skýr: „En það er auðvelt að stytta námið. Ég legg til að við „gefumst upp“ og styttum skyldunámið aftur í þrjú ár.“ Af þessu tilefni skal bent á að lengd kennaranáms er ekki gefin stærð í eitt skipti fyrir öll. Þegar það hófst í Flensborg í Hafnarfirði árið 1892 tók það til dæmis aðeins sex vikur og kannski þótti einhverjum Pawel nóg um það. Síðan lengdist það og breyttist í tímans rás. Sem dæmi um stórfellda breytingu má nefna þriggja ára lenginguna er Kennaraskóli Íslands fluttist á háskólastig árið 1971. Þá dró verulega úr aðsókn í kennaranám um hríð en náði sér svo rækilega á ný. Nú, fjórum áratugum síðar, stígum við enn djörf skref til eflingar kennaramenntunar og ekki undarlegt að þau vaxi sumum í augum. Minnumst þess samt að tíminn er síkvikur og stendur aldrei í stað. Með orðum Jónasar: „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar / annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ Í grein Pawels eru margar rökvillur og ekki tóm til þess að elta þær allar. Tökum dæmi: Hann gefur sér að kennaralaun séu og verði áfram lág og þess vegna muni fáir velja langt kennaranám og líklega enn færri kennslu sem ævistarf. Hann gleymir því hins vegar að verðandi kennarar með fimm ára grunnnám að baki eru enn inni í háskólunum og eiga heilt ár eftir þar. Á vinnumarkaðinn koma þeir árið 2014. Í millitíðinni gefast góðir möguleikar til þess að semja um kjör þeirra er á hólminn kemur. Það er hlutverk kennarasamtakanna annars vegar og sveitarfélaganna og ríkisins hins vegar. Lág laun hafa lengi og víða tíðkast í opinbera geiranum en þau geta ekki verið frumrök til þess að ákvarða námslengd, sama hver greinin/fagið er. Önnur rökvilla Pawels er sú að meðalmenntun kennara muni versna við það að námið hefur verið lengt. Hvernig þokkalega glöggur maður (með meistarapróf í stærðfræði) getur látið aðra eins endileysu frá sér fæ ég engan veginn skilið og reyndar jaðrar fullyrðing hans við atvinnuróg. Ekki bara í garð verðandi kennara, heldur líka í garð skólanna sem menntunina veita. Pawel væri nær að líta til innihalds námsins, hvað lenging þess felur í sér og hvert það veganesti er sem kennaranemar öðlast nú í stórauknum mæli áður en þeir hefja vegferð sína í skólum landsins. Malur þeirra er til mikilla muna fyllri en fyrr og öll viljum við vel menntaða, verkfúsa og faglega hæfa kennara sem byggja á traustum grunni. Kennarar með fimm ára menntun að baki munu hækka menntunarstig á vettvangi þegar þeir koma til starfa, svo einfalt er þetta. Við það unga fólk sem nú hugar að námsvali að loknu stúdentsprófi og ykkur hin sem eldri eruð og svipist um eftir nýjum mennta- og starfskostum eftir námshlé vil ég segja þetta: Finnst ykkur ekki einkennilegt að einmitt þessar vikurnar meðan innritun í háskólanám fer fram skuli áhersla sumra vera á að fæla fólk frá því að sækja um kennaranám en ekki að velta því fyrir sér hvað í kennarastarfinu raunverulega felst? Í skólum landsins er stærsti vinnumarkaður þess og þörf fyrir mikla nýliðun á hverju ári. Hafið þið velt fyrir ykkur þeim möguleika að kennarastarfið sé gott, gefandi og skemmtilegt? Vitið þið að það er einstaklega skapandi, fjölbreytt og stundum jafn ófyrirsjáanlegt og spennandi og lífið sjálft? Það þekki ég vel eftir meira en þrjátíu ára kennslustarf í grunn-, framhalds- og háskólum. Það er gaman og gefandi að rækta kartöflur og það er skemmtilegt og þroskandi að vinna með börnum og unglingum. Ræktun barnsandans og mannshugans eru mikilvæg viðfangsefni sem við treystum ekki hverjum sem er til. Við krefjumst þess af stærðfræðingum að þeir kunni að reikna, af múrurum að þeir kunni að múra og af kennurum að þeir kunni að kenna. Ekkert af þessu er sjálfgefið en góð menntun er líklegri til þess að efla fagmennskuna, hvert sem starfssviðið er. Níðum ekki skóinn hvert niður af öðru. Styðjum frekar hvert annað við að gera gott samfélag enn betra. Ég hvet alla áhugasama til þess að kynna sér það öfluga kennaranám sem rekið er á Akureyri og í Reykjavík. Við kennaradeild Háskólans á Akureyri er öflugt staðarnám og fjarnám sem tekur til landsins alls og þar er megináhersla lögð á að mennta hæfa og verkglaða kennara til starfa í leik-, grunn- og framhaldsskólum, allt eftir undirbúningi og vali hvers og eins. Velkomin norður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Sjá meira
Kennaranám og kennarastarfið hafa talsvert verið til umræðu þetta vorið. Minna hefur verið gert af því að tala starfið upp en niður, margt hefur verið sagt um kjör stéttarinnar og nokkuð hefur verið fjallað um mikilvægi jákvæðrar ímyndarsköpunar. Tilefnið eru fréttir um tiltölulega dræma aðsókn að fimm ára starfsnámi kennara við kennaraskóla landsins. Pawel Bartoszek gengur einna lengst í skrifum sínum hér í blaðinu föstudaginn 24. maí síðastliðinn. Þar líkir hann kennaramenntun við misheppnaða kartöflurækt þar sem löngun bónda til að auka gæði sem arðsemi leiðir til bæði minni uppskeru og lakari afkomu. Síðan segir Pawel um áhrif þess að kennaranám tekur nú fimm ár í stað þriggja áður: „Nú er tímafrekara og dýrara að mennta færri kennara en áður. Meðalmenntun þeirra sem kenna mun versna. Uppskeran brást.“ Og niðurstaða Pawels er skýr: „En það er auðvelt að stytta námið. Ég legg til að við „gefumst upp“ og styttum skyldunámið aftur í þrjú ár.“ Af þessu tilefni skal bent á að lengd kennaranáms er ekki gefin stærð í eitt skipti fyrir öll. Þegar það hófst í Flensborg í Hafnarfirði árið 1892 tók það til dæmis aðeins sex vikur og kannski þótti einhverjum Pawel nóg um það. Síðan lengdist það og breyttist í tímans rás. Sem dæmi um stórfellda breytingu má nefna þriggja ára lenginguna er Kennaraskóli Íslands fluttist á háskólastig árið 1971. Þá dró verulega úr aðsókn í kennaranám um hríð en náði sér svo rækilega á ný. Nú, fjórum áratugum síðar, stígum við enn djörf skref til eflingar kennaramenntunar og ekki undarlegt að þau vaxi sumum í augum. Minnumst þess samt að tíminn er síkvikur og stendur aldrei í stað. Með orðum Jónasar: „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar / annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ Í grein Pawels eru margar rökvillur og ekki tóm til þess að elta þær allar. Tökum dæmi: Hann gefur sér að kennaralaun séu og verði áfram lág og þess vegna muni fáir velja langt kennaranám og líklega enn færri kennslu sem ævistarf. Hann gleymir því hins vegar að verðandi kennarar með fimm ára grunnnám að baki eru enn inni í háskólunum og eiga heilt ár eftir þar. Á vinnumarkaðinn koma þeir árið 2014. Í millitíðinni gefast góðir möguleikar til þess að semja um kjör þeirra er á hólminn kemur. Það er hlutverk kennarasamtakanna annars vegar og sveitarfélaganna og ríkisins hins vegar. Lág laun hafa lengi og víða tíðkast í opinbera geiranum en þau geta ekki verið frumrök til þess að ákvarða námslengd, sama hver greinin/fagið er. Önnur rökvilla Pawels er sú að meðalmenntun kennara muni versna við það að námið hefur verið lengt. Hvernig þokkalega glöggur maður (með meistarapróf í stærðfræði) getur látið aðra eins endileysu frá sér fæ ég engan veginn skilið og reyndar jaðrar fullyrðing hans við atvinnuróg. Ekki bara í garð verðandi kennara, heldur líka í garð skólanna sem menntunina veita. Pawel væri nær að líta til innihalds námsins, hvað lenging þess felur í sér og hvert það veganesti er sem kennaranemar öðlast nú í stórauknum mæli áður en þeir hefja vegferð sína í skólum landsins. Malur þeirra er til mikilla muna fyllri en fyrr og öll viljum við vel menntaða, verkfúsa og faglega hæfa kennara sem byggja á traustum grunni. Kennarar með fimm ára menntun að baki munu hækka menntunarstig á vettvangi þegar þeir koma til starfa, svo einfalt er þetta. Við það unga fólk sem nú hugar að námsvali að loknu stúdentsprófi og ykkur hin sem eldri eruð og svipist um eftir nýjum mennta- og starfskostum eftir námshlé vil ég segja þetta: Finnst ykkur ekki einkennilegt að einmitt þessar vikurnar meðan innritun í háskólanám fer fram skuli áhersla sumra vera á að fæla fólk frá því að sækja um kennaranám en ekki að velta því fyrir sér hvað í kennarastarfinu raunverulega felst? Í skólum landsins er stærsti vinnumarkaður þess og þörf fyrir mikla nýliðun á hverju ári. Hafið þið velt fyrir ykkur þeim möguleika að kennarastarfið sé gott, gefandi og skemmtilegt? Vitið þið að það er einstaklega skapandi, fjölbreytt og stundum jafn ófyrirsjáanlegt og spennandi og lífið sjálft? Það þekki ég vel eftir meira en þrjátíu ára kennslustarf í grunn-, framhalds- og háskólum. Það er gaman og gefandi að rækta kartöflur og það er skemmtilegt og þroskandi að vinna með börnum og unglingum. Ræktun barnsandans og mannshugans eru mikilvæg viðfangsefni sem við treystum ekki hverjum sem er til. Við krefjumst þess af stærðfræðingum að þeir kunni að reikna, af múrurum að þeir kunni að múra og af kennurum að þeir kunni að kenna. Ekkert af þessu er sjálfgefið en góð menntun er líklegri til þess að efla fagmennskuna, hvert sem starfssviðið er. Níðum ekki skóinn hvert niður af öðru. Styðjum frekar hvert annað við að gera gott samfélag enn betra. Ég hvet alla áhugasama til þess að kynna sér það öfluga kennaranám sem rekið er á Akureyri og í Reykjavík. Við kennaradeild Háskólans á Akureyri er öflugt staðarnám og fjarnám sem tekur til landsins alls og þar er megináhersla lögð á að mennta hæfa og verkglaða kennara til starfa í leik-, grunn- og framhaldsskólum, allt eftir undirbúningi og vali hvers og eins. Velkomin norður!
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun