Veit forsætisráðherra ekki betur? Jón Steinsson skrifar 30. maí 2013 07:00 Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiðigjaldi þannig að það verði skattur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskígildi sem ákvarðast af afkomu greinarinnar í heild. En ef tilgangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveldara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjaldtökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjaldið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrirtæki öðruvísi en að það sé hagnaður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigendum fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækjum sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrarkostnað. Hjá stærri fyrirtækjum þarf hins vegar stórtækari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrirtækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auðvitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er Sjálfstæðismönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hagkvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núverandi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiðigjaldi þannig að það verði skattur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskígildi sem ákvarðast af afkomu greinarinnar í heild. En ef tilgangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveldara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjaldtökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjaldið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrirtæki öðruvísi en að það sé hagnaður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigendum fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækjum sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrarkostnað. Hjá stærri fyrirtækjum þarf hins vegar stórtækari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrirtækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auðvitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er Sjálfstæðismönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hagkvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núverandi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun