Heimsmeistari í kynjajafnrétti? Margrét Steinarsdóttir skrifar 27. maí 2013 07:00 Síðastliðinn fimmtudag kynnti vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um mismunun gagnvart konum í löggjöf og framkvæmd bráðabirgðaniðurstöður úr heimsókn sinni til Íslands. Í lauslegri þýðingu er yfirskrift skýrslu þeirra „Ekkert rúm fyrir slökun hjá heimsmeistaranum í kynjajafnrétti“. Þar vísa þau til að samkvæmt World Economic Forum er jafnrétti kynjanna mest á Íslandi. Þau hrósa Íslandi til dæmis fyrir það hversu vel hafi tekist til við að samræma atvinnu og fjölskyldulíf, kynjaða hagstjórn og löggjöf um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, bann við kaupum á vændi og ein hjúskaparlög fyrir alla. Hins vegar telur vinnuhópurinn að á tveimur sviðum sé úrbóta þörf, þ.e. á vinnumarkaði og hvað varðar kynbundið ofbeldi. Gagnrýnir hópurinn m.a. launamun kynjanna sem eigi sér rót í kynskiptum vinnumarkaði og því hversu fáar konur gegni stjórnunarstöðum. Þau gagnrýna einnig að í íslenskum hegningarlögum sé ekki að finna sérstakt ákvæði er taki til ofbeldis í nánum samböndum (heimilisofbeldis), hversu sjaldan nálgunarbanni sé beitt og til hve skamms tíma það nái. Þá lýsir vinnuhópurinn verulegum áhyggjum af því að fimm árum eftir athugasemdir kvennanefndar SÞ varðandi það hversu fá kynferðisbrotamál sem kærð eru til lögreglu enda með saksókn og sakfellingu skuli engin breyting hafa orðið þar á. Leggja þau til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að bæta refsivörslukerfið. Þau benda einnig sérstaklega á stöðu innflytjendakvenna og hvetja til stuðnings við samtök sem miða að því að gera innflytjendum, einkum konum, mögulegt að taka þátt í efnahags- og félagslífi, sem og opinberu og stjórnmálalífi á Íslandi. Loks hvetur vinnuhópurinn til að sett verði löggjöf um bann við mismunun og að starfsemi Jafnréttisstofu verði styrkt. Mannréttindaskrifstofa Íslands tekur heils hugar undir athugasemdir nefndarinnar. Þótt með sanni megi segja að staða jafnréttismála á Íslandi sé góð miðað við mörg önnur ríki, þá eru þó alvarlegir brestir þar á, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Betur má ef duga skal og hvetur Mannréttindaskrifstofan nýja ríkisstjórn til að setja jafnréttis- og mannréttindamál í forgang og grípa til viðeigandi aðgerða til að taka á þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag kynnti vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um mismunun gagnvart konum í löggjöf og framkvæmd bráðabirgðaniðurstöður úr heimsókn sinni til Íslands. Í lauslegri þýðingu er yfirskrift skýrslu þeirra „Ekkert rúm fyrir slökun hjá heimsmeistaranum í kynjajafnrétti“. Þar vísa þau til að samkvæmt World Economic Forum er jafnrétti kynjanna mest á Íslandi. Þau hrósa Íslandi til dæmis fyrir það hversu vel hafi tekist til við að samræma atvinnu og fjölskyldulíf, kynjaða hagstjórn og löggjöf um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, bann við kaupum á vændi og ein hjúskaparlög fyrir alla. Hins vegar telur vinnuhópurinn að á tveimur sviðum sé úrbóta þörf, þ.e. á vinnumarkaði og hvað varðar kynbundið ofbeldi. Gagnrýnir hópurinn m.a. launamun kynjanna sem eigi sér rót í kynskiptum vinnumarkaði og því hversu fáar konur gegni stjórnunarstöðum. Þau gagnrýna einnig að í íslenskum hegningarlögum sé ekki að finna sérstakt ákvæði er taki til ofbeldis í nánum samböndum (heimilisofbeldis), hversu sjaldan nálgunarbanni sé beitt og til hve skamms tíma það nái. Þá lýsir vinnuhópurinn verulegum áhyggjum af því að fimm árum eftir athugasemdir kvennanefndar SÞ varðandi það hversu fá kynferðisbrotamál sem kærð eru til lögreglu enda með saksókn og sakfellingu skuli engin breyting hafa orðið þar á. Leggja þau til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að bæta refsivörslukerfið. Þau benda einnig sérstaklega á stöðu innflytjendakvenna og hvetja til stuðnings við samtök sem miða að því að gera innflytjendum, einkum konum, mögulegt að taka þátt í efnahags- og félagslífi, sem og opinberu og stjórnmálalífi á Íslandi. Loks hvetur vinnuhópurinn til að sett verði löggjöf um bann við mismunun og að starfsemi Jafnréttisstofu verði styrkt. Mannréttindaskrifstofa Íslands tekur heils hugar undir athugasemdir nefndarinnar. Þótt með sanni megi segja að staða jafnréttismála á Íslandi sé góð miðað við mörg önnur ríki, þá eru þó alvarlegir brestir þar á, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Betur má ef duga skal og hvetur Mannréttindaskrifstofan nýja ríkisstjórn til að setja jafnréttis- og mannréttindamál í forgang og grípa til viðeigandi aðgerða til að taka á þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun