Er enginn Skúli á sviðinu? 1. júní 2013 07:00 En reizlan var bogin og lóðið var lakt,/ og létt reyndist allt, sem hún vó;/ útnesja fólkið var fátækt og spakt, / flest mátti bjóða því svo.“ Þetta er erindi úr Bátsenda pundaranum. Með því kvæði lyfti Grímur Thomsen í sögulegt æðra veldi viðureign Skúla fógeta við einokunarkaupmenn sem höfðu rangt við í viðskiptum. Á tímum einokunarinnar var gjaldmiðillinn stöðugur. En því skammrifi fylgdu margvíslegir bögglar. Landsmenn gátu til að mynda ekki treyst á að kaupmenn vigtuðu rétt. Að því er þessa tvo þætti varðar lá viðskiptaóvissan því fremur í vigtinni en gjaldmiðlinum. Þótt margt hafi breyst í aldanna rás eru vigtin og gjaldmiðillinn enn lykilatriði í viðskiptum. Þeirri óvissu sem áður fylgdi vigtinni hefur hins vegar verið eytt að mestu með alþjóðlegum eftirlitsreglum og samkeppni. En þegar kemur að því að meta verðgildi krónunnar er reislan nú bogin og lóðið lakt. Þar liggur óvissan. Það er þessi óvissa sem Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins vilja draga úr. Tilgangurinn er stöðugleiki með viðskiptafrelsi og þar með meiri verðmætasköpun og hærri kaupmætti. Vinnumarkaðurinn hefur því kallað eftir þríhliða samvinnu við nýja ríkisstjórn. Hún hefur tekið því kalli vel og reyndar sagt að það sé forsenda árangurs í baráttunni fyrir viðreisn þjóðarbúskaparins. Í stjórnarsáttmálanum hefur ríkisstjórnin aftur á móti sett það sem skilyrði að ekki megi ræða aðrar lausnir til frambúðar í peningamálum en krónuna. En vandinn er sá að eftir leið þríhliða samninga verður vafningasamara að finna raunhæfar og varanlegar lausnir hafi Þrándur í Götu stærra hlutverk en hugsjónir Skúla fógeta.Hlutverk Þrándar í GötuÞröngsýni ríkisstjórnarinnar lýtur ekki einvörðungu að álitaefnum varðandi framtíðarskipan gjaldmiðilsmála. Hún hefur einnig ákveðið að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið; öndvert við vilja meirihluta þjóðarinnar eins og hann mælist í skoðanakönnunum. Í stað dýpri efnahagssamvinnu á innri markaðnum er tvíhliða samvinna við Asíuþjóðir síðan sett í forgang. Ríkisstjórninni gengur vitaskuld gott eitt til með skilyrðinu um krónuna, rétt eins og aðilum vinnumarkaðarins sem telja það óskynsamlegt. Afstaða ríkisstjórnarinnar byggist ekki á því réttmæta sjónarmiði að hægja á viðræðunum vegna umbrota innan Evrópusambandsins. Nær lagi er að rætur hennar liggi í eins konar pólitískri meinloku. Óumdeilt er að efnahagur landsins fór batnandi með vaxandi sjálfstjórn. Ástæðan fyrir því var sú að heimastjórn og síðar fullveldi var nýtt til að auka frelsi í viðskiptum fyrst inn á við og síðar út á við í samvinnu við aðrar þjóðir. En fullveldisréttur sem nýttur er til að takmarka þetta frelsi er jafn slæmur hvort heldur sem boðin koma úr danska kansellíinu eða stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Meinlokan er að líta svo á að óskorað fullveldi yfir eigin mynt með takmörkuðu viðskiptafrelsi sé betri kostur en óheft viðskiptafrelsi með sameiginlegri mynt og takmörkuðum beinum yfirráðum á því sviði. Einokunarkaupmennirnir vildu halda í þá stöðu að geta skekkt lóðin á reislunni. Ríkisstjórnin ætlar, hvað sem það kostar, að halda í mynt sem er breytilegasti verðmætamælikvarði í víðri veröld. Það er líka viðskiptahindrun. Afleiðingin er minni verðmætasköpun og lakari lífskjör. Ný hugsun aðila vinnumarkaðarins Í síðasta mánuði kom út skýrsla á vegum aðila vinnumarkaðarins um nýja sýn á gerð kjarasamninga og hugmyndir um bætt vinnubrögð. Þeir ákváðu að sækja fyrirmyndir til grannríkjanna sem tekist hefur að auka kaupmátt samhliða lágri verðbólgu. Ríkissáttasemjari skipulagði kynnisferð til Norðurlandanna í þessum tilgangi. Markmiðið er að allir sem hlut eiga að máli við gerð kjarasamninga hafi sameiginlega sýn á svigrúm til aukins kostnaðar og kjarabóta næstu árin. Þessi samtök hafa ekki sammælst um nýja mynt eða aðild að Evrópusambandinu. Því fer fjarri, en þau vilja ekki loka dyrum fyrir fram. Sú afstaða er auðskilin í ljósi þess að án alvöru mælikvarða í stöðugri mynt eru skammtímalausnir nærtækasta úrræðið. Ríkisstjórnin hefur leyst úr læðingi nokkra bjartsýni með þjóðinni. Flest bendir til að lokuð pólitísk staða verði opnuð og ný tækifæri gefist í þjóðarbúskapnum. En reginmunur er á því hvort úrlausnir hennar byggjast á skammtímasjónarmiðum eða langtímahugsun um kerfisleg nýmæli. Í þessu ljósi er því óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli útiloka kerfisbreytingar í gjaldmiðilsmálum þegar aðilar vinnumarkaðarins bjóðast til að ræða samstarf til lengri tíma á víðtækari grundvelli en áður hefur þekkst um stöðugleika og bætt kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
En reizlan var bogin og lóðið var lakt,/ og létt reyndist allt, sem hún vó;/ útnesja fólkið var fátækt og spakt, / flest mátti bjóða því svo.“ Þetta er erindi úr Bátsenda pundaranum. Með því kvæði lyfti Grímur Thomsen í sögulegt æðra veldi viðureign Skúla fógeta við einokunarkaupmenn sem höfðu rangt við í viðskiptum. Á tímum einokunarinnar var gjaldmiðillinn stöðugur. En því skammrifi fylgdu margvíslegir bögglar. Landsmenn gátu til að mynda ekki treyst á að kaupmenn vigtuðu rétt. Að því er þessa tvo þætti varðar lá viðskiptaóvissan því fremur í vigtinni en gjaldmiðlinum. Þótt margt hafi breyst í aldanna rás eru vigtin og gjaldmiðillinn enn lykilatriði í viðskiptum. Þeirri óvissu sem áður fylgdi vigtinni hefur hins vegar verið eytt að mestu með alþjóðlegum eftirlitsreglum og samkeppni. En þegar kemur að því að meta verðgildi krónunnar er reislan nú bogin og lóðið lakt. Þar liggur óvissan. Það er þessi óvissa sem Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins vilja draga úr. Tilgangurinn er stöðugleiki með viðskiptafrelsi og þar með meiri verðmætasköpun og hærri kaupmætti. Vinnumarkaðurinn hefur því kallað eftir þríhliða samvinnu við nýja ríkisstjórn. Hún hefur tekið því kalli vel og reyndar sagt að það sé forsenda árangurs í baráttunni fyrir viðreisn þjóðarbúskaparins. Í stjórnarsáttmálanum hefur ríkisstjórnin aftur á móti sett það sem skilyrði að ekki megi ræða aðrar lausnir til frambúðar í peningamálum en krónuna. En vandinn er sá að eftir leið þríhliða samninga verður vafningasamara að finna raunhæfar og varanlegar lausnir hafi Þrándur í Götu stærra hlutverk en hugsjónir Skúla fógeta.Hlutverk Þrándar í GötuÞröngsýni ríkisstjórnarinnar lýtur ekki einvörðungu að álitaefnum varðandi framtíðarskipan gjaldmiðilsmála. Hún hefur einnig ákveðið að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið; öndvert við vilja meirihluta þjóðarinnar eins og hann mælist í skoðanakönnunum. Í stað dýpri efnahagssamvinnu á innri markaðnum er tvíhliða samvinna við Asíuþjóðir síðan sett í forgang. Ríkisstjórninni gengur vitaskuld gott eitt til með skilyrðinu um krónuna, rétt eins og aðilum vinnumarkaðarins sem telja það óskynsamlegt. Afstaða ríkisstjórnarinnar byggist ekki á því réttmæta sjónarmiði að hægja á viðræðunum vegna umbrota innan Evrópusambandsins. Nær lagi er að rætur hennar liggi í eins konar pólitískri meinloku. Óumdeilt er að efnahagur landsins fór batnandi með vaxandi sjálfstjórn. Ástæðan fyrir því var sú að heimastjórn og síðar fullveldi var nýtt til að auka frelsi í viðskiptum fyrst inn á við og síðar út á við í samvinnu við aðrar þjóðir. En fullveldisréttur sem nýttur er til að takmarka þetta frelsi er jafn slæmur hvort heldur sem boðin koma úr danska kansellíinu eða stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Meinlokan er að líta svo á að óskorað fullveldi yfir eigin mynt með takmörkuðu viðskiptafrelsi sé betri kostur en óheft viðskiptafrelsi með sameiginlegri mynt og takmörkuðum beinum yfirráðum á því sviði. Einokunarkaupmennirnir vildu halda í þá stöðu að geta skekkt lóðin á reislunni. Ríkisstjórnin ætlar, hvað sem það kostar, að halda í mynt sem er breytilegasti verðmætamælikvarði í víðri veröld. Það er líka viðskiptahindrun. Afleiðingin er minni verðmætasköpun og lakari lífskjör. Ný hugsun aðila vinnumarkaðarins Í síðasta mánuði kom út skýrsla á vegum aðila vinnumarkaðarins um nýja sýn á gerð kjarasamninga og hugmyndir um bætt vinnubrögð. Þeir ákváðu að sækja fyrirmyndir til grannríkjanna sem tekist hefur að auka kaupmátt samhliða lágri verðbólgu. Ríkissáttasemjari skipulagði kynnisferð til Norðurlandanna í þessum tilgangi. Markmiðið er að allir sem hlut eiga að máli við gerð kjarasamninga hafi sameiginlega sýn á svigrúm til aukins kostnaðar og kjarabóta næstu árin. Þessi samtök hafa ekki sammælst um nýja mynt eða aðild að Evrópusambandinu. Því fer fjarri, en þau vilja ekki loka dyrum fyrir fram. Sú afstaða er auðskilin í ljósi þess að án alvöru mælikvarða í stöðugri mynt eru skammtímalausnir nærtækasta úrræðið. Ríkisstjórnin hefur leyst úr læðingi nokkra bjartsýni með þjóðinni. Flest bendir til að lokuð pólitísk staða verði opnuð og ný tækifæri gefist í þjóðarbúskapnum. En reginmunur er á því hvort úrlausnir hennar byggjast á skammtímasjónarmiðum eða langtímahugsun um kerfisleg nýmæli. Í þessu ljósi er því óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli útiloka kerfisbreytingar í gjaldmiðilsmálum þegar aðilar vinnumarkaðarins bjóðast til að ræða samstarf til lengri tíma á víðtækari grundvelli en áður hefur þekkst um stöðugleika og bætt kjör.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar