Menningarþjóð geymir gullin sín Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir skrifar 29. maí 2013 07:00 Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Nasa og tröllskugga hóteli í viðkvæma miðbænum okkar því nýja stjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum telja mikilvægt að fegra hið manngerða umhverfi, borgir og bæi og lofar að setja lög um verndarsvæði í byggð í samræmi við það sem tíðkast víða erlendis „...og að styrkja heildarmynd svæðis sem nýtur verndar til samræmis við upprunaleg einkenni þess og auka þannig á menningarlegan styrk þess og aðdráttarafl.“ Samt þori ég ekki annað en að hella enn upp á skyldu sagnfræðingsins og brýna mína þjóð. Meira en tvö hundruð tónlistarmenn og hljómsveitir hafa skrifað undir plagg þar sem mótmælt er fyrirhuguðu deiliskipulagi við Ingólfstorg og Austurvöll - og því hneyksli að skemmtistaðurinn Nasa verði rifinn. Boðað hefur verið til mótmælafundar fimmtudaginn 30. maí á Ingólfstorgi og Austurvelli. Allir sem unna menningu og miðbæ verða nú að rísa upp. Ég treysti okkar ágæta menntamálaráðherra, stjórnarmanni sögufélags og þekktum menntavini og forsætisráðherra Sigmundi Davíð til að taka þær reglur úr sambandi sem hóta að kasta skugga á dúkkulegu dómkirkjuna og dúkku þinghúsið fína.Tímaskekkja og voðiRíkur maður keypti hús kringum Ingólfstorg og Landsímahúsið og vill selja verktökum dýrt til að byggja hótel með á fjórða hundrað herbergi. Á hlaðinu við dómkirkjuna og þinghúsið. Jafnstórt og Hótel Saga plús tvær Hótel Borgir. Samfélag litla lýðveldisins verður að bregðast við og vernda það sem eftir er af heildarmynd gamla tímans og eina danssal miðbæjarins og eina upprunalega skemmtihús og samkomusal Kvosarinnar. Gamaldags tónleikasal með mikla sögu. Vernda sérhvern sólfermetra okkar í þessu dýrmæta almenningsrými miðsvæðis til næstu alda. Útsetja ný sólskinslög og minjalög, afturvirk og framvirk. Taka eignarnámi á eðlilegum prís, þeim sama og viðkomandi tók úr buddu sinni er hann keypti húsin. Eyðilegging miðborgahúsa átti sér stað víða í Vesturheimi á sjöunda áratug síðustu aldar, og er talin skandall. Miðbæjarmarkaðurinn skyggir síðan á þessum tíma á elstu hús Reykjavíkur við Aðalstræti og í Grjótaþorpi og nú stendur til að stækka steypurisa sem nær frá smáhýsi við Austurvöll að Aðalstræti. Þetta er tímaskekkja og voði. Hryllingur í dúkkumiðbæ þar sem götur eru mjóar og sól svo lágt á lofti.Nóg af rútuprumpi Myrkur og skuggi eru óvinir númer eitt í landi sem hangir í heimskautsbaugi. Allir sem koma í miðbæinn skynja gæðin sem felast í birtunni og skjólinu á okkar opna stóra Austurvelli. Svipuð lífsgæði eru á Ingólfstorgi sem skartar mannlífi árið um kring og allir meta sem eiga þarna dagleið um. Sem sagnfræðingur og íbúi fullyrði ég að leifar nítjándu aldar húsasögu og rými borgarbúa til framtíðar skaðist stórkostlega við þessa ráðagjörð. Salur Nasa-Sigtúns-Sjálfstæðishússins-Kvennaskólans sem snýr framhlið að Austurvelli er eina innréttingin sem eftir er í gömlum reykvískum samkomuhúsum, fyrir utan kaffihús Mokka. Innviðir Naustsins, Hótel Borgar, Hressingarskálans, Kaffi Traðar og Reykjavíkur apóteks hurfu – svo mætti lengi telja. Enga innanhússsögu má lengur lesa úr innréttingum opinna staða. Borgir stæra sig af veitingahúsum sem standa óbreytt og vekja upp tilfinningu fyrir liðinni tíð – nema Reykjavík. Hún er svo mikill kjáni, þessi elska. Stórskaðar greinina sem hún situr á. Ráðamenn, íhugið ábyrgðina gagnvart framtíðinni og gagnvart almenningi þegar þið gerið mistök af þessu tagi! Uppgjör framtíðar verður sárt, eins og eftir mistökin með Fjalaköttinn. Troðfull af hótelum er Kvosin þegar farin að minna á stressaða flugstöð og nóg er komið af rútuprumpi í elstu götum borgarinnar. Í guðanna og gyðjanna bænum, látum þetta ekki yfir okkur ganga. Plís. Sálrænn skaði meiðir líkt og sverð. Tónlistarstemmningin í Hörpunni er dásemd, en tónlistin sem hefur náð lengst frá skerinu af öllu okkar brölti þarf að geta notið sín í kósý ramma fortíðar. Lifi Nasa og lifi hver einasti sólskinsfermetri sem Kvosin á! Myrkar miðaldir og vanmáttarkennd tilheyra liðinni tíð.ÁkallKjarni yfirvofandi mistaka sést í hnotskurn í ákalli BIN hópsins (Björgum Ingólfstorgi og Nasa.) Skora ég á vakandi borgara og landsmenn að renna yfir hann: Tíu ástæður til að mótmæla risahóteli í miðborginni og niðurrifi NASA: Nasa salurinn er gersemi með merka sögu og hefur þjónað borgarbúum frá 1944. Nýbyggingum í öðrum stíl verður troðið á milli, og alveg upp að, timburhúsunum við suðurhlið Ingólfstorgs. Illa verður farið með Landsímahús Guðjóns Samúelssonar sem nú á að hækka með kvistum í öðrum stíl. Byggt verður á opna svæðinu milli Austurvallar og Fógetagarðs. Þannig verður fallegri opnum milli garðanna lokað og þrengt að Alþingi og öryggi þess. Aukið skuggavarp verður á Austurvöll. Fógetagarðurinn, þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga, verður hótel-inngangur. Stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verður afhentur hóteleigandanum endurgjaldslaust. Telst það sanngjarnt? Í samkeppni um þennan reit var lofað tillögum um endurhönnun Ingólfstorgs til hagsbóta fyrir borgarbúa. Efndir eru engar. Umferðarmálin eru óleyst: Að þessu risahóteli verður ekki hægt að koma bíl nema eftir einbreiðu Kirkjustræti framhjá Dómkirkjunni og Alþingi. Og því fylgir ekki eitt einasta bílastæði. Allir þessir gallar sýna að ekki er staðinn vörður um hagsmuni almennings í þessari deilskipulagstillögu. Við krefjumst þess að það verði gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Nasa og tröllskugga hóteli í viðkvæma miðbænum okkar því nýja stjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum telja mikilvægt að fegra hið manngerða umhverfi, borgir og bæi og lofar að setja lög um verndarsvæði í byggð í samræmi við það sem tíðkast víða erlendis „...og að styrkja heildarmynd svæðis sem nýtur verndar til samræmis við upprunaleg einkenni þess og auka þannig á menningarlegan styrk þess og aðdráttarafl.“ Samt þori ég ekki annað en að hella enn upp á skyldu sagnfræðingsins og brýna mína þjóð. Meira en tvö hundruð tónlistarmenn og hljómsveitir hafa skrifað undir plagg þar sem mótmælt er fyrirhuguðu deiliskipulagi við Ingólfstorg og Austurvöll - og því hneyksli að skemmtistaðurinn Nasa verði rifinn. Boðað hefur verið til mótmælafundar fimmtudaginn 30. maí á Ingólfstorgi og Austurvelli. Allir sem unna menningu og miðbæ verða nú að rísa upp. Ég treysti okkar ágæta menntamálaráðherra, stjórnarmanni sögufélags og þekktum menntavini og forsætisráðherra Sigmundi Davíð til að taka þær reglur úr sambandi sem hóta að kasta skugga á dúkkulegu dómkirkjuna og dúkku þinghúsið fína.Tímaskekkja og voðiRíkur maður keypti hús kringum Ingólfstorg og Landsímahúsið og vill selja verktökum dýrt til að byggja hótel með á fjórða hundrað herbergi. Á hlaðinu við dómkirkjuna og þinghúsið. Jafnstórt og Hótel Saga plús tvær Hótel Borgir. Samfélag litla lýðveldisins verður að bregðast við og vernda það sem eftir er af heildarmynd gamla tímans og eina danssal miðbæjarins og eina upprunalega skemmtihús og samkomusal Kvosarinnar. Gamaldags tónleikasal með mikla sögu. Vernda sérhvern sólfermetra okkar í þessu dýrmæta almenningsrými miðsvæðis til næstu alda. Útsetja ný sólskinslög og minjalög, afturvirk og framvirk. Taka eignarnámi á eðlilegum prís, þeim sama og viðkomandi tók úr buddu sinni er hann keypti húsin. Eyðilegging miðborgahúsa átti sér stað víða í Vesturheimi á sjöunda áratug síðustu aldar, og er talin skandall. Miðbæjarmarkaðurinn skyggir síðan á þessum tíma á elstu hús Reykjavíkur við Aðalstræti og í Grjótaþorpi og nú stendur til að stækka steypurisa sem nær frá smáhýsi við Austurvöll að Aðalstræti. Þetta er tímaskekkja og voði. Hryllingur í dúkkumiðbæ þar sem götur eru mjóar og sól svo lágt á lofti.Nóg af rútuprumpi Myrkur og skuggi eru óvinir númer eitt í landi sem hangir í heimskautsbaugi. Allir sem koma í miðbæinn skynja gæðin sem felast í birtunni og skjólinu á okkar opna stóra Austurvelli. Svipuð lífsgæði eru á Ingólfstorgi sem skartar mannlífi árið um kring og allir meta sem eiga þarna dagleið um. Sem sagnfræðingur og íbúi fullyrði ég að leifar nítjándu aldar húsasögu og rými borgarbúa til framtíðar skaðist stórkostlega við þessa ráðagjörð. Salur Nasa-Sigtúns-Sjálfstæðishússins-Kvennaskólans sem snýr framhlið að Austurvelli er eina innréttingin sem eftir er í gömlum reykvískum samkomuhúsum, fyrir utan kaffihús Mokka. Innviðir Naustsins, Hótel Borgar, Hressingarskálans, Kaffi Traðar og Reykjavíkur apóteks hurfu – svo mætti lengi telja. Enga innanhússsögu má lengur lesa úr innréttingum opinna staða. Borgir stæra sig af veitingahúsum sem standa óbreytt og vekja upp tilfinningu fyrir liðinni tíð – nema Reykjavík. Hún er svo mikill kjáni, þessi elska. Stórskaðar greinina sem hún situr á. Ráðamenn, íhugið ábyrgðina gagnvart framtíðinni og gagnvart almenningi þegar þið gerið mistök af þessu tagi! Uppgjör framtíðar verður sárt, eins og eftir mistökin með Fjalaköttinn. Troðfull af hótelum er Kvosin þegar farin að minna á stressaða flugstöð og nóg er komið af rútuprumpi í elstu götum borgarinnar. Í guðanna og gyðjanna bænum, látum þetta ekki yfir okkur ganga. Plís. Sálrænn skaði meiðir líkt og sverð. Tónlistarstemmningin í Hörpunni er dásemd, en tónlistin sem hefur náð lengst frá skerinu af öllu okkar brölti þarf að geta notið sín í kósý ramma fortíðar. Lifi Nasa og lifi hver einasti sólskinsfermetri sem Kvosin á! Myrkar miðaldir og vanmáttarkennd tilheyra liðinni tíð.ÁkallKjarni yfirvofandi mistaka sést í hnotskurn í ákalli BIN hópsins (Björgum Ingólfstorgi og Nasa.) Skora ég á vakandi borgara og landsmenn að renna yfir hann: Tíu ástæður til að mótmæla risahóteli í miðborginni og niðurrifi NASA: Nasa salurinn er gersemi með merka sögu og hefur þjónað borgarbúum frá 1944. Nýbyggingum í öðrum stíl verður troðið á milli, og alveg upp að, timburhúsunum við suðurhlið Ingólfstorgs. Illa verður farið með Landsímahús Guðjóns Samúelssonar sem nú á að hækka með kvistum í öðrum stíl. Byggt verður á opna svæðinu milli Austurvallar og Fógetagarðs. Þannig verður fallegri opnum milli garðanna lokað og þrengt að Alþingi og öryggi þess. Aukið skuggavarp verður á Austurvöll. Fógetagarðurinn, þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga, verður hótel-inngangur. Stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verður afhentur hóteleigandanum endurgjaldslaust. Telst það sanngjarnt? Í samkeppni um þennan reit var lofað tillögum um endurhönnun Ingólfstorgs til hagsbóta fyrir borgarbúa. Efndir eru engar. Umferðarmálin eru óleyst: Að þessu risahóteli verður ekki hægt að koma bíl nema eftir einbreiðu Kirkjustræti framhjá Dómkirkjunni og Alþingi. Og því fylgir ekki eitt einasta bílastæði. Allir þessir gallar sýna að ekki er staðinn vörður um hagsmuni almennings í þessari deilskipulagstillögu. Við krefjumst þess að það verði gert.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun