Fleiri fréttir

Viðbúin því versta

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Yfirmenn íslenzku lögreglunnar liggja nú yfir skýrslu 22. júlí-nefndarinnar um hryðjuverkin í Ósló og Útey í fyrra, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við blaðið að norska lögreglan hefði þegar deilt með íslenzkum starfssystkinum sínum upplýsingum um hvað hún hefði talið vel gert og hvað illa í viðbrögðum við hryðjuverkunum. Nú væri komin óháð skýrsla og ætlunin væri að nýta reynslu Norðmanna til að bæta viðbúnað íslenzku lögreglunnar. Fyrir liggur að áætlunum og verklagsreglum verði breytt.

ESB aðild og öryggismál

Einar Benediktsson skrifar

Á fyrstu árunum eftir kalda stríðið við upplausn Sovétríkjanna var öll fyrri þýðing norðurskautssvæðisins og Íslands fyrir Bandaríkin afskrifuð.

Vandræði VG

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Sumarið 2009 samþykkti Alþingi að sækja um aðild að ESB. Allar götur síðan hafa verið háværar raddir um að draga umsóknina til baka eða fresta henni um óákveðinn tíma. Nú er söngurinn byrjaður að nýju og að þessu sinni eru forsöngvarar þingmenn og ráðherrar vinstri grænna.

Spegill sálar og líkama

Jóhannes Kári Kristinsson skrifar

Sagt er að augun séu spegill sálarinnar. Til viðbótar þá geta þau endurspeglað líkamann og ýmislegt sem þar fer fram. Augnlæknar eru svo heppnir að geta kíkt inn um gluggann á auganu (í auganu er tvöfalt gler, hornhimna og augasteinn) og sjá bæði æðar og sjóntaugina. Þetta er eini staðurinn í líkamanum þar sem hægt er að sjá bæði slagæðar og bláæðar, ekki ósvipað og hægt er að skoða fiska og mörgæsir synda í gegnum gler á sædýrasafni. Sjúkdómar sem herja á æðar, taugar og ónæmiskerfi líkamans koma oft fram í augunum. Augnlæknir getur því í mörgum tilvikum verið sá sem sér fyrstur ummerki vissra sjúkdóma, jafnvel áður en þeir koma fram annars staðar í líkamanum eða valda einkennum. Sem dæmi má nefna að stíflur í æðum augans geta bent til aukinnar áhættu á heilablóðfalli, hægara blóðflæði gæti verið merki um yfirvofandi lokun í hálsæðum og mjókkun á slagæðum augans er oft merki um háan blóðþrýsting. Hægt er því að hjálpa til við greiningu ýmissa sjúkdóma með því að skoða augun vel. Mikilvægt er því að fara til augnlæknis þegar í stað ef breytingar verða á sjón.

Ferðaþjónustan og tíminn

Pétur Óskarsson skrifar

Hugmynd sett fram af fjármálaráðherra um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu frá 1. júní 2013 er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á sölu Íslandsferða fyrir næsta ár. Óvissan er algjör, málið virðist vera órætt meðal stjórnarliða og enginn veit hvert þessi vonda hugmynd er að fara.

Sótt eftir undanþágu frá verslun með lifandi dýr

Þórhildur Hagalín skrifar

Samkvæmt lögum um innflutning dýra er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra, þar með talin hross og hrossasæði. Þetta bann gegnir lykilhlutverki í vörnum gegn smitsjúkdómum en íslenski hrossastofninn hefur til þessa verið laus við marga alvarlega smitsjúkdóma, svo sem hestainflúensu og kverkaeitlabólgu, sem allir eru landlægir í nágrannalöndum okkar.

Af Guðs ríki og öðrum skúmaskotum hugans

Gunnlaugur Bragi Björnsson skrifar

Hún stakk nokkuð í stúf, auglýsing Söfnuðar Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi í Fréttablaðinu laugardaginn 11. ágúst. Sama dag birtust í fjölmiðlum landsins litríkar auglýsingar fyrirtækja í tilefni þess að þann dag gekk gleðiganga Hinsegin daga um miðborgina og endaði með stórhátíð á Arnarhóli. Þar gerði hinsegin fólk ásamt tugþúsundum fjölskyldumeðlima, vina og annarra gesta sér glaðan dag og fagnaði mannréttindum sem Íslendingar kjósa að virða í stað þess að troða fótum. Á þessum gleðidegi kaus Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins þó að minna á þá skoðun sína að ákveðnir hópar muni ekki erfa Guðs ríki. Söfnuðurinn valdi reyndar að koma ekki fram undir nafni í umræddri auglýsingu en fréttavefurinn Vísir.is nafngreindi auglýsandann tveimur dögum síðar. En í auglýsingunni nefndu rétttrúnaðarmenn „kynvillinga“ ásamt meðal annars þjófum og ræningjum, saurlífismönnum, hórkörlum og skurðgoðadýrkendum.

Frjáls við ysta haf? Um Ísland í Evrópu

Árni Páll Árnason skrifar

Í síðustu grein rakti ég hinn mikla ávinning sem orðið hefur af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum.

Krafan er einföld og auðskilin

Árni Stefán Jónsson skrifar

Með jöfnu millibili birtast fréttir og greinar um lífeyriskjör opinberra starfsmanna. Þessar fréttir eru þó oftar en ekki mjög ónákvæmar og gefa villandi upplýsingar um stöðu lífeyrismála og þá sér í lagi um stöðu lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna (LSR). Reglulega er þó reynt að leiðrétta helstu villur í umræðunni, hér er það gert enn og aftur.

Staðan í þjóðfélaginu vegna úreltra búskaparhátta

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar

Gömul og löngu úrelt lög um sauðfjárbúskap skikka okkur hin til að halda uppi dýrasta landbúnaðarkerfi sem þekkist. Sauðfjárbændur fá 4,2 milljarða á ári frá ríkinu fyrir að rækta sauðfé, auk ótal annarra styrkja. Það er auðvitað framleiðsluhvetjandi fyrir þá, en hefur skelfilegar afleiðingar fyrir gróður landsins. Meira en milljón sauðfjár er á lausagöngu allt sumarið, auk sjötíu og sjö þúsund hrossa. Og auðvitað er engin leið að stjórna lausabeitinni, jafnvel þó hún sé á skemmdum svæðum, sem alls ekki þola neina beit.

Skrímslavæðingin

Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar

Árviss fylgifiskur útihátíða sumarsins er umræða um nauðganir. Það kemur ekki til af góðu, því nauðganir virðast vera fylgifiskur slíkra hátíða, hvort sem þær eru haldnar um verslunarmannahelgina eða á öðrum tíma. Umræðan einkennist í heildina – sem betur fer – af mikilli andúð á kynferðisofbeldi. Algengt er að heyra að það sé sannarlega óþolandi að fáir „veikir“/„truflaðir“/ „vondir“ menn, eða jafnvel „illmenni“ eða „skrímsli“ skuli geta „skemmt hátíðirnar“ fyrir þeim sem haga sér sómasamlega.

Ástarsaga úr garðinum

Björn Þór Sigurbjörnsson skrifar

Sambandsslit eru yfirleitt erfið og reyna á þá sem í hlut eiga. Sérstaklega eru þau erfið ef sambandið hefur staðið lengi og aðilar hafa gengið saman í gegnum þykkt og þunnt. Ég veit hvað ég er að tala um því nýlega lauk sambandi sem ég átti í í þrettán ár.

Bábiljur í boðhætti

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Gerðu magaæfingar: Tékk. Drekktu spínatsafa: Tékk. Hættu að tuða: Tékk. Settu reiðina til hliðar: Tékk. Ekki gefast upp á ástinni: Tékk. Notaðu kinnalit: Tékk. Hugtakið ráð hefur gengisfallið meira á undanförnum árum en íslenska krónan. Fjölmiðlar keppast við að leggja okkur lífsreglurnar og fóðra okkur á uppskriftum að langri og farsælli ævi: "Tíu ráð til að höndla hamingjuna" – "Níu fegurðarráð" – "Keyrðu upp orkuna" – "Vertu heilbrigð og falleg án aukaefna" – "Hreinsaðu líkamann með safa".

Hærri virðisaukaskattur á gistingu á sumrin?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar

Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri.

Ævintýri úr Lýðræðislandi

Júlíus Valdimarsson skrifar

Ýmsir stuðningsmenn frumvarps stjórnlagaráðs tala um að í frumvarpinu felist risastórt skref í lýðræðisátt en í raun er frumvarpið vægast sagt afar fátækt af ákvæðum sem gefa fólkinu ákvarðanavald um mál sem snerta daglega tilveru þess og hag.

Mannslífum bjargað í Sómalíu

Þórir Guðmundsson skrifar

Í fyrrasumar gaf almenningur á Íslandi af miklum rausnarskap um 57 milljónir króna í söfnun Rauða krossins vegna hræðilegrar hungursneyðar í Sómalíu. Nú, ári síðar, er rétt að gefa skýrslu um árangur af starfi Rauða krossins, sem er umtalsverður.

Hæstiréttur á heljarþröm

Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar

Nýlegur dómur Evrópudómstólsins nr. C-618/10 hefur snúið við þeirri þróun sem var að hefjast hér á landi þar sem Hæstiréttur Íslands taldi sig geta breytt ákvæðum lánasamninga eftir að einstök ákvæði þeirra hafi verið dæmd ólögmæt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem almenningur á Íslandi hefur fengið betri rétt frá öðrum dómstól en sínum eigin.

Þar sem Evrópa endar? Um Ísland í Evrópu

Árni Páll Árnason skrifar

Við lifum mikla umbrotatíma. Óþarfi er að fjölyrða um íslenskt banka- og gjaldeyrishrun og afleiðingar þess. Um alla Evrópu hafa afleiðingar fjármálakreppunnar árið 2008 líka verið miklar og langvarandi. Allar þessar hræringar vekja spurningar um evrópskt efnahagssamstarf og gildi þess.

Af hverju ESB-aðild?

Einar Benediktsson skrifar

Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir.

Hver á að borga skattinn

Bergvin Oddsson skrifar

Það hefur varla farið fram hjá þjóðinni að ferðaþjónustuaðilar í hótel- og gistiþjónustu eru æfir út í ríkisstjórnina vegna hugmynda um að stórhækka virðisaukaskatt á gistinætur hótelrekenda og annarra sem sinna gistiþjónustu. Lagt er til að hækka virðisaukaskattinn úr 7% í 25,5% á næsta ári.

Tifandi tímasprengja

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því í gær að stjórnvöld ættu nú í viðræðum við samtök opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra. Meðal þess sem væri rætt um væri að hækka lífeyrisaldur úr 65 árum í 67 eins og tíðkast á almennum vinnumarkaði og færa réttindaávinnslu opinberra starfsmanna til samræmis við það sem gerist í almennum lífeyrissjóðum.

Uppnefndur þjófur að ósekju

Hilmar Hallbjörnsson skrifar

Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög.

Björt framtíð

Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Steingrímsson skrifar

Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð.

Ekkert "en“

Stígur Helgason skrifar

Viðbrögðin við þátttöku Jóns Gnarr í baráttugöngu hinsegin fólks um helgina voru fyrirsjáanleg. Þótt margir – og kannski flestir – hafi fagnað henni þá voru líka hinir sem máttu ekki til þess vita að Jón eyddi dýrmætum tíma sínum í að berjast fyrir mannréttindum þegar hann ætti með réttu að vera að sinna mikilsverðum hagsmunamálum borgarbúa. Eins og hann hefði annars varið laugardagseftirmiðdeginum í að tryggja börnum ódýrar skólamáltíðir. Þetta sjónarmið flaut upp á yfirborðið í athugasemdakerfum vefmiðlanna, eins og í fyrra og hittiðfyrra og eins og þau munu líklega gera enn einu sinni að ári.

Fjárfest í tækifærum

Kristján Freyr Kristjánsson skrifar

Í síðustu viku birtist fréttaskýring þess efnis að margir lífeyrissjóða landsins væru ekki áhugasamir um að fjárfesta í nýsköpun þar sem slíkar fjárfestingar þættu "áhættusamar og eru [lífeyrissjóðirnir] enn brenndir eftir mislukkaðar fjárfestingar í nýsköpun í kringum aldamótin“.

Fjárhagur framhaldskólanna

Ólafur Haukur Johnson skrifar

Umræða hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um fjárhag framhaldsskólanna. Stjórnendur þeirra hafa kvartað undan þröngri stöðu og undir þau sjónarmið hefur verið tekið af ráðherra. Látið er eins og að staðan sé verri en þolanlegt er og að nú þurfi að auka útgjöld til skólanna. Staðan er ekki svona slæm að mínu mati og ágætir kostir í stöðunni. Nú er tækifæri til að endurskipuleggja skólastarfið með það í huga að bæta það, auka aga og stytta námstímann. Þannig má auka skilvirkni nemenda og draga úr kostnaði. Svigrúm til að gera þetta er vissulega til staðar.

Vertu þinn eigin útgefandi

Óskar Þór Þráinsson skrifar

Bókaútgáfa er mjög öflug á Íslandi. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands koma út fimm titlar á hverja þúsund íbúa á Íslandi. Þetta er um tvöfaldur fjöldi titla miðað við önnur norræn ríki. Bókaþjóðin Ísland les ekki bara mikið heldur er hún einstaklega dugleg í að skrifa. Fyrir utan þá rithöfunda sem vinna við ritstörf skrifa ótal Íslendingar sér til dægrastyttingar hvort sem það eru ljóð, smásögur, myndasögur, skáldsögur í fullri lengd, fræðibækur eða kvikmyndahandrit. Fjöldi handrita berst útgáfufélögum á hverju ári en það er glæpsamlega lítið hlutfall þeirra sem gefið er út á endanum. Þessi handrit lenda því flest ofan í skúffum, rykfalla og gleymast því aðeins stórhuga höfundar fara út í útgáfu.

Slysatrygging við heimilisstörf – góð trygging verður betri

Ingólfur Kristinn Magnússon skrifar

Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands.

Hvar er plan B?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Nú er hafið enn eitt upphlaupið í kringum umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Að þessu sinni á það upptök sín í þingflokki Vinstri grænna, sem telur sig þurfa að friða ESB-andstæðinga í flokknum, og stjórnarandstaðan stekkur að sjálfsögðu á vagninn.

Geta ólögmæt lán verið í vanskilum?

Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson skrifar

Á undanförnum misserum hafa smám saman komið betur í ljós raunverulegar ástæður þess að íslensku bankarnir hófu í stórum stíl að veita einstaklingum og fyrirtækjum gengistryggð lán. Ljóst er að lánveitingarnar hljóta að hafa verið bönkunum afar mikilvægar enda lá fyrir skýrt bann við slíkum lánum í lögum um vexti og verðtryggingu.

Rigningin á undan regnboganum

Erla Hlynsdóttir skrifar

Við stóðum í Lækjargötunni og biðum eftir gleðigöngunni þegar tvær franskar ferðakonur komu upp að okkur og spurðu: "What are you waiting for?" Ég sagði þeim nákvæmlega hverju við værum að bíða eftir, og þær ákváðu að standa við hlið okkar. Brátt hljómaði gleðisöngurinn og regnbogafánarnir lituðu götuna fyrir framan okkur.

Búum við í Undralandi?

Fanný Gunnarsdóttir skrifar

Þeir sem þekkja söguna um Lísu vita að ekki var allt sem sýndist í Undralandi. Þar gekk á með draumsýnum, mótsögnum og rökvillum. Getur verið að við hér á Fróni lifum þessi misserin í svipuðum veruleika? Nú fer í hönd kosningavetur og stjórnvöld gera allt til þess að draga upp glansmyndir af ástandi mála, færa stöðu þjóðarinnar í jákvæðan búning og gefa út loforð um útgjöld sem greiða á í komandi framtíð og eru án innistæðu. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeirri stöðu sem núverandi stjórnvöld og þjóðin öll stóð andspænis og auðvitað hefur þokast í rétta átt – annað hefði verið óeðlilegt með öllu.

Hlustum á hafið

Ólafur St. Arnarson skrifar

Stór hluti landgrunns Íslands er í farsímasambandi. Það mætti nota til að fylgjast með náttúru hafsins í rauntíma.

Hvað má læra af Hörpu?

Bergur Hauksson skrifar

Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild.

Vilji er allt sem þarf

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Alvarlegum vanskilum heldur áfram að fjölga og um tuttugu og sjö þúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum og hafa aldrei verið fleiri. Fjöldi fasteigna sem seldar eru nauðungarsölu hefur tvöfaldast í Reykjavík á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Einstaklingum sem eru í alvarlegum vanskilum fjölgar statt og stöðugt. Ekkert lát er á þessari þróun samkvæmt tölum Creditinfo. Tíundi hver fjárráða Íslendingur er í alvarlegum vanskilum. Creditinfo telur verulegar líkur á því að uppboðsmálum muni fjölga verulega og nauðungarsölur nái hámarki næsta vorið 2013.

Í átt til nýrra tíma

Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen skrifar

Ný Aðalnámskrá grunnskóla leit dagsins ljós í maí 2011 og er hún með talsvert breyttu sniði frá því áður. Það sést einna best á áherslum hvað varðar tilgang og markmið menntunar. Þessi markmið endurspeglast í því sem í nýju námskránni nefnast grunnþættir menntunar, og eru sex talsins: Lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni, sköpun, heilbrigði og velferð og læsi í víðum skilningi.

Biblían og bókstafurinn

Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar

Nafnlausa auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu um helgina vakti sterk viðbrögð. Auglýsingin og viðbrögðin gefa tilefni til að ræða um Biblíuna og notkun hennar í samtímanum.

Umdeild auglýsing

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki.

Er ég pirrandi?

Unnur Helgadóttir skrifar

Ekki er nýtt að fullorðnir séu pirraðir á unglingum. Til eru ritaðar heimildir frá forn-Rómverjum þar sem ljóðskáld hneykslast á þessum ?kærulausu unglingum? og virðist það viðhorf ekki hafa breyst mjög mikið í áranna rás. Oft er dregin upp sú staðalmynd af okkur unglingum að við séum löt, alltof háð tækninni og í fýlu út í foreldrana. Einnig að margir unglingar séu óheiðarlegir. En er þetta rétt?

Mismunun starfsmanna sendiráða á Íslandi

Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar

Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða á Íslandi búa við mismunun þegar kemur að réttindum í atvinnuleysi og fæðingarorlofi. Þessi mismunun kemur til vegna þess að samkvæmt íslenskum lögum greiða erlend sendiráð ekki tryggingargjald til íslenska ríkisins. Starfsmennirnir bera sjálfir ábyrgð á að standa skil á tryggingargjaldi af launum sínum, ef þeir vilja á annað borð njóta þeirra réttinda sem því fylgja. Einhver erlend sendiráð hafa tekið tillit til þessa við ákvörðun launa en alls ekki öll. Sumir starfsmenn í þessum sporum fá því hærri laun sem kostnaðinum nemur en aðrir bera hann sjálfir.

Sjá næstu 50 greinar