Lífslíkur mínar eru 25 árum skemmri en annarra – vilt þú styðja mig? Þórunn Helga Garðarsdóttir skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Ég heiti Þórunn Helga en allir kalla mig Tótu. Ég er búin að vera félagi í Klúbbnum Geysi í níu ár. Að gerast félagi í Klúbbnum Geysi bjargaði lífi mínu. Ég var búin að loka mig inni og sængin var besti vinur minn. Ég sá engan tilgang og mig langaði bara að deyja. Ég óskaði þess oft að ég mundi ekki vakna aftur þegar ég sofnaði. Ég var búin að vera í iðjuþjálfun inni á geðdeild í smá tíma og var mér bent á Klúbbinn Geysi þar. Fyrst hélt ég að Klúbburinn Geysir væri ekki fyrir mig en það var bara hræðslan við að koma á nýjan stað og hitta nýtt fólk. Ég var orðin mjög félagsfælin en ég ákvað að koma í kynningu og skoða. Það var tekið vel á móti mér þegar ég kom og mér leist vel á, ég ákvað að gerast félagi strax og byrja fljótlega. Þarna fékk ég tilgang til að vakna og fara á fætur. Klúbburinn Geysir er fyrir alla sem hafa átt eða eiga við geðraskanir að stríða og allir fá sama hlýja viðmótið. Ef ég hafði ekki mætt í smá tíma þá var hringt í mig og spurt um mig, hvort væri ekki allt í lagi og hvort ég ætlaði ekki að koma. Með hjálp Geysis fékk ég trú og von. Ég var búin að vera félagi í eitt ár þegar auglýst var RTR-starf (Ráðning til reynslu) í Hagkaupum, sem ég sótti um og var ég þar í um níu mánuði. Síðan fékk ég sjálfstæða ráðningu hjá Hagkaupum eftir að RTR lauk og ég var þar í um eitt ár og þá fór ég yfir í BYKO. Þar var ég í eitt og hálft ár, en þá skall kreppan á og ég missti vinnuna. Þetta var árið 2009 og við tók erfiður tími, sem endaði með því að ég fór í meðferð í september 2010. Ég er búin að vera laus við öll hugbreytandi efni og áfengi síðan. Í dag er ég komin í vinnu á kassa í Krónunni og er að fara í verslunarfagnám í haust. Með hjálp Geysis fékk ég þor til að fara í nám. Lífslíkur þeirra sem greinast með geðsjúkdóm eru 25 árum styttri en annarra. Klúbburinn Geysir er einn af bestu stöðunum til að hækka lífslíkur okkar í þeim hópi. Ég vil hvetja alla sem geta hugsað sér að leggja Klúbbnum Geysi lið til að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupa fyrir klúbbinn minn. Klúbburinn Geysir bjargaði mér og þakka ég klúbbnum fyrir það sem ég er í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Þórunn Helga en allir kalla mig Tótu. Ég er búin að vera félagi í Klúbbnum Geysi í níu ár. Að gerast félagi í Klúbbnum Geysi bjargaði lífi mínu. Ég var búin að loka mig inni og sængin var besti vinur minn. Ég sá engan tilgang og mig langaði bara að deyja. Ég óskaði þess oft að ég mundi ekki vakna aftur þegar ég sofnaði. Ég var búin að vera í iðjuþjálfun inni á geðdeild í smá tíma og var mér bent á Klúbbinn Geysi þar. Fyrst hélt ég að Klúbburinn Geysir væri ekki fyrir mig en það var bara hræðslan við að koma á nýjan stað og hitta nýtt fólk. Ég var orðin mjög félagsfælin en ég ákvað að koma í kynningu og skoða. Það var tekið vel á móti mér þegar ég kom og mér leist vel á, ég ákvað að gerast félagi strax og byrja fljótlega. Þarna fékk ég tilgang til að vakna og fara á fætur. Klúbburinn Geysir er fyrir alla sem hafa átt eða eiga við geðraskanir að stríða og allir fá sama hlýja viðmótið. Ef ég hafði ekki mætt í smá tíma þá var hringt í mig og spurt um mig, hvort væri ekki allt í lagi og hvort ég ætlaði ekki að koma. Með hjálp Geysis fékk ég trú og von. Ég var búin að vera félagi í eitt ár þegar auglýst var RTR-starf (Ráðning til reynslu) í Hagkaupum, sem ég sótti um og var ég þar í um níu mánuði. Síðan fékk ég sjálfstæða ráðningu hjá Hagkaupum eftir að RTR lauk og ég var þar í um eitt ár og þá fór ég yfir í BYKO. Þar var ég í eitt og hálft ár, en þá skall kreppan á og ég missti vinnuna. Þetta var árið 2009 og við tók erfiður tími, sem endaði með því að ég fór í meðferð í september 2010. Ég er búin að vera laus við öll hugbreytandi efni og áfengi síðan. Í dag er ég komin í vinnu á kassa í Krónunni og er að fara í verslunarfagnám í haust. Með hjálp Geysis fékk ég þor til að fara í nám. Lífslíkur þeirra sem greinast með geðsjúkdóm eru 25 árum styttri en annarra. Klúbburinn Geysir er einn af bestu stöðunum til að hækka lífslíkur okkar í þeim hópi. Ég vil hvetja alla sem geta hugsað sér að leggja Klúbbnum Geysi lið til að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupa fyrir klúbbinn minn. Klúbburinn Geysir bjargaði mér og þakka ég klúbbnum fyrir það sem ég er í dag.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar