Uppnefndur þjófur að ósekju Hilmar Hallbjörnsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvaða lög er verið að brjóta? Ég er því miður ekki lögfróður maður, en það sem ég tek út úr auglýsingunni er að vesalings rétthafarnir fái ekki lengur aurinn sem „þeir eiga rétt á". Málið er að auglýsingunum er líka ætlað (að mér sjálfum finnst) að fá fólk til að setja samhengi á milli þessa lagabrots og þess að stela myndefni og tónlist af netinu. En þarna er grundvallarmunur á. Svo ég minnist nú ekki á rasismann sem í auglýsingunum liggur. Þeir sem kaupa þjónustu af Netflix og Apple eru nefnilega ekki að stela neinu. Þeir eru klárlega að greiða fyrir efnið, og greiða það sama og aðrir greiða (þ.e. aðrir í sama landi, oftast Bandaríkjunum). Eigendur myndefnisins og tónlistarinnar hafa samþykkt þessar veitur sem löggilta söluaðila og því er klárt að ekki er verið að snuða þá sem framleiddu efnið. Þá eru „rétthafarnir" eftir, þeir sem kaupa rétt til dreifingar á efninu innan ákveðins lands. Ég geri mér alveg grein fyrir að þeir hafa greitt fyrir að fá að dreifa efninu og auðvitað vilja þeir ekki fá ólöglegt efni hingað til lands, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta sem ólöglegt efni. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa einkaumboð á hinum og þessum vörum hér á landi en enginn talar um lögbrot ef farið er til annars lands og varan keypt þar og síðan flutt til landsins. Hver er munurinn á svörtum kassa og stafrænu efni í þessum skilningi? Og af hverju, árið 2012, á ég að bíða eftir því í eitt og hálft ár (þátturinn Detroit 1-8-7, sem nú er nýfarinn að rúlla á RÚV) að einhverjum „þóknist" að sýna mér efnið, þegar það stendur mér til boða á stafrænu formi gegn greiðslu úti í heimi? Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að SMÁÍS og önnur rétthafasamtök eru á miklum villigötum þegar kemur að málflutningi og málatilbúnaði. Þeir ættu að hætta að standa í sífelldum ákærum og klögun gegn nýrri tækni og reyna frekar að vinna með henni. Lögfræðin hefur orðið út undan þegar kemur að stafrænu frelsi og stafrænum rétti og ættu þeir frekar að einsetja sér að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi heldur en að þjófkenna annan hvern aðila á Íslandi sem á spjaldtölvu. Það eru langflestir búnir að átta sig á því að þjófnaður á stafrænu efni fer fram á torrent-síðum og öðrum skráarveitum, en það er EKKI þjófnaður að versla við aðila utan Íslands sem hafa fullgild leyfi frá eigendum efnisins til að áframselja það. Komið með okkur hinum inn í framtíðina, því annars skiljum við ykkur bara eftir. (Mér til stuðnings bendi ég ykkur á að kynna ykkur hvernig fór fyrir Blockbuster-myndbandaleigukeðjunni. Netflix gróf þá í kaf á tveimur árum með ódýrari og betri þjónustu.) Og að endingu: Ég kæri mig ekki um að vera kallaður þjófur að ósekju! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvaða lög er verið að brjóta? Ég er því miður ekki lögfróður maður, en það sem ég tek út úr auglýsingunni er að vesalings rétthafarnir fái ekki lengur aurinn sem „þeir eiga rétt á". Málið er að auglýsingunum er líka ætlað (að mér sjálfum finnst) að fá fólk til að setja samhengi á milli þessa lagabrots og þess að stela myndefni og tónlist af netinu. En þarna er grundvallarmunur á. Svo ég minnist nú ekki á rasismann sem í auglýsingunum liggur. Þeir sem kaupa þjónustu af Netflix og Apple eru nefnilega ekki að stela neinu. Þeir eru klárlega að greiða fyrir efnið, og greiða það sama og aðrir greiða (þ.e. aðrir í sama landi, oftast Bandaríkjunum). Eigendur myndefnisins og tónlistarinnar hafa samþykkt þessar veitur sem löggilta söluaðila og því er klárt að ekki er verið að snuða þá sem framleiddu efnið. Þá eru „rétthafarnir" eftir, þeir sem kaupa rétt til dreifingar á efninu innan ákveðins lands. Ég geri mér alveg grein fyrir að þeir hafa greitt fyrir að fá að dreifa efninu og auðvitað vilja þeir ekki fá ólöglegt efni hingað til lands, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta sem ólöglegt efni. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa einkaumboð á hinum og þessum vörum hér á landi en enginn talar um lögbrot ef farið er til annars lands og varan keypt þar og síðan flutt til landsins. Hver er munurinn á svörtum kassa og stafrænu efni í þessum skilningi? Og af hverju, árið 2012, á ég að bíða eftir því í eitt og hálft ár (þátturinn Detroit 1-8-7, sem nú er nýfarinn að rúlla á RÚV) að einhverjum „þóknist" að sýna mér efnið, þegar það stendur mér til boða á stafrænu formi gegn greiðslu úti í heimi? Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að SMÁÍS og önnur rétthafasamtök eru á miklum villigötum þegar kemur að málflutningi og málatilbúnaði. Þeir ættu að hætta að standa í sífelldum ákærum og klögun gegn nýrri tækni og reyna frekar að vinna með henni. Lögfræðin hefur orðið út undan þegar kemur að stafrænu frelsi og stafrænum rétti og ættu þeir frekar að einsetja sér að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi heldur en að þjófkenna annan hvern aðila á Íslandi sem á spjaldtölvu. Það eru langflestir búnir að átta sig á því að þjófnaður á stafrænu efni fer fram á torrent-síðum og öðrum skráarveitum, en það er EKKI þjófnaður að versla við aðila utan Íslands sem hafa fullgild leyfi frá eigendum efnisins til að áframselja það. Komið með okkur hinum inn í framtíðina, því annars skiljum við ykkur bara eftir. (Mér til stuðnings bendi ég ykkur á að kynna ykkur hvernig fór fyrir Blockbuster-myndbandaleigukeðjunni. Netflix gróf þá í kaf á tveimur árum með ódýrari og betri þjónustu.) Og að endingu: Ég kæri mig ekki um að vera kallaður þjófur að ósekju!
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar