Uppnefndur þjófur að ósekju Hilmar Hallbjörnsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvaða lög er verið að brjóta? Ég er því miður ekki lögfróður maður, en það sem ég tek út úr auglýsingunni er að vesalings rétthafarnir fái ekki lengur aurinn sem „þeir eiga rétt á". Málið er að auglýsingunum er líka ætlað (að mér sjálfum finnst) að fá fólk til að setja samhengi á milli þessa lagabrots og þess að stela myndefni og tónlist af netinu. En þarna er grundvallarmunur á. Svo ég minnist nú ekki á rasismann sem í auglýsingunum liggur. Þeir sem kaupa þjónustu af Netflix og Apple eru nefnilega ekki að stela neinu. Þeir eru klárlega að greiða fyrir efnið, og greiða það sama og aðrir greiða (þ.e. aðrir í sama landi, oftast Bandaríkjunum). Eigendur myndefnisins og tónlistarinnar hafa samþykkt þessar veitur sem löggilta söluaðila og því er klárt að ekki er verið að snuða þá sem framleiddu efnið. Þá eru „rétthafarnir" eftir, þeir sem kaupa rétt til dreifingar á efninu innan ákveðins lands. Ég geri mér alveg grein fyrir að þeir hafa greitt fyrir að fá að dreifa efninu og auðvitað vilja þeir ekki fá ólöglegt efni hingað til lands, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta sem ólöglegt efni. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa einkaumboð á hinum og þessum vörum hér á landi en enginn talar um lögbrot ef farið er til annars lands og varan keypt þar og síðan flutt til landsins. Hver er munurinn á svörtum kassa og stafrænu efni í þessum skilningi? Og af hverju, árið 2012, á ég að bíða eftir því í eitt og hálft ár (þátturinn Detroit 1-8-7, sem nú er nýfarinn að rúlla á RÚV) að einhverjum „þóknist" að sýna mér efnið, þegar það stendur mér til boða á stafrænu formi gegn greiðslu úti í heimi? Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að SMÁÍS og önnur rétthafasamtök eru á miklum villigötum þegar kemur að málflutningi og málatilbúnaði. Þeir ættu að hætta að standa í sífelldum ákærum og klögun gegn nýrri tækni og reyna frekar að vinna með henni. Lögfræðin hefur orðið út undan þegar kemur að stafrænu frelsi og stafrænum rétti og ættu þeir frekar að einsetja sér að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi heldur en að þjófkenna annan hvern aðila á Íslandi sem á spjaldtölvu. Það eru langflestir búnir að átta sig á því að þjófnaður á stafrænu efni fer fram á torrent-síðum og öðrum skráarveitum, en það er EKKI þjófnaður að versla við aðila utan Íslands sem hafa fullgild leyfi frá eigendum efnisins til að áframselja það. Komið með okkur hinum inn í framtíðina, því annars skiljum við ykkur bara eftir. (Mér til stuðnings bendi ég ykkur á að kynna ykkur hvernig fór fyrir Blockbuster-myndbandaleigukeðjunni. Netflix gróf þá í kaf á tveimur árum með ódýrari og betri þjónustu.) Og að endingu: Ég kæri mig ekki um að vera kallaður þjófur að ósekju! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvaða lög er verið að brjóta? Ég er því miður ekki lögfróður maður, en það sem ég tek út úr auglýsingunni er að vesalings rétthafarnir fái ekki lengur aurinn sem „þeir eiga rétt á". Málið er að auglýsingunum er líka ætlað (að mér sjálfum finnst) að fá fólk til að setja samhengi á milli þessa lagabrots og þess að stela myndefni og tónlist af netinu. En þarna er grundvallarmunur á. Svo ég minnist nú ekki á rasismann sem í auglýsingunum liggur. Þeir sem kaupa þjónustu af Netflix og Apple eru nefnilega ekki að stela neinu. Þeir eru klárlega að greiða fyrir efnið, og greiða það sama og aðrir greiða (þ.e. aðrir í sama landi, oftast Bandaríkjunum). Eigendur myndefnisins og tónlistarinnar hafa samþykkt þessar veitur sem löggilta söluaðila og því er klárt að ekki er verið að snuða þá sem framleiddu efnið. Þá eru „rétthafarnir" eftir, þeir sem kaupa rétt til dreifingar á efninu innan ákveðins lands. Ég geri mér alveg grein fyrir að þeir hafa greitt fyrir að fá að dreifa efninu og auðvitað vilja þeir ekki fá ólöglegt efni hingað til lands, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta sem ólöglegt efni. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa einkaumboð á hinum og þessum vörum hér á landi en enginn talar um lögbrot ef farið er til annars lands og varan keypt þar og síðan flutt til landsins. Hver er munurinn á svörtum kassa og stafrænu efni í þessum skilningi? Og af hverju, árið 2012, á ég að bíða eftir því í eitt og hálft ár (þátturinn Detroit 1-8-7, sem nú er nýfarinn að rúlla á RÚV) að einhverjum „þóknist" að sýna mér efnið, þegar það stendur mér til boða á stafrænu formi gegn greiðslu úti í heimi? Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að SMÁÍS og önnur rétthafasamtök eru á miklum villigötum þegar kemur að málflutningi og málatilbúnaði. Þeir ættu að hætta að standa í sífelldum ákærum og klögun gegn nýrri tækni og reyna frekar að vinna með henni. Lögfræðin hefur orðið út undan þegar kemur að stafrænu frelsi og stafrænum rétti og ættu þeir frekar að einsetja sér að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi heldur en að þjófkenna annan hvern aðila á Íslandi sem á spjaldtölvu. Það eru langflestir búnir að átta sig á því að þjófnaður á stafrænu efni fer fram á torrent-síðum og öðrum skráarveitum, en það er EKKI þjófnaður að versla við aðila utan Íslands sem hafa fullgild leyfi frá eigendum efnisins til að áframselja það. Komið með okkur hinum inn í framtíðina, því annars skiljum við ykkur bara eftir. (Mér til stuðnings bendi ég ykkur á að kynna ykkur hvernig fór fyrir Blockbuster-myndbandaleigukeðjunni. Netflix gróf þá í kaf á tveimur árum með ódýrari og betri þjónustu.) Og að endingu: Ég kæri mig ekki um að vera kallaður þjófur að ósekju!
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar